Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sögufrægur bátur, Blátindur VE 21, sökk við bryggju í Vestmannaeyjum í óveðrinu á föstudaginn. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði að málefni Blátinds hefðu verið rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær og færu fyrir fund í framkvæmda- og hafnarráði í dag. Fyrsta verkefni væri þó að ná bátnum upp og þá væri hægt að meta tjónið. Helgi Máni Sigurðsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sjóminjasafna, segir ljóst að mikið tjón hafi orðið á bátnum, en hægt sé að bæta það og vonandi verði það gert.
Meira