Greinar miðvikudaginn 4. mars 2020

Fréttir

4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 660 orð | 3 myndir

Aldrað fólk er í mestri hættu

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Heilbrigðisyfirvöld segja að aldrað fólk, 80 ára og eldra, sé í mestri hættu af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Er talið að allt að 15% þeirra sem fá sjúkdóminn á þessum aldri muni látast. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 94 orð

Alvarlegt vinnuslys

Neyðarlínu barst í gær tilkynning um alvarlegt vinnuslys kl. 14.30 á byggingarsvæði í Mosfellsbæ. Voru þá tveir erlendir karlmenn við vinnu í nýbyggingu í Krikahverfi þegar steypt gólfplata féll skyndilega á þá. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Breiðist hraðar út en búist var við

Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Sextán manns á fimmtugs- og sextugsaldri hafa verið greindir hér á landi með kórónuveiruna. Sjö ný tilfelli voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. Fólkið smitaðist allt erlendis og er ekki alvarlega... Meira
4. mars 2020 | Erlendar fréttir | 764 orð | 2 myndir

Enginn er dómari í eigin sök – eða hvað?

Tengsl allt að 22 af þeim hundrað dómurum, sem setið hafa við Mannréttindadómstól Evrópu frá byrjun árs 2009, við ýmis hagsmunasamtök og stofnanir eru áhyggjuefni og til þess fallin að draga megi hlutleysi dómstólsins í efa í einhverjum úrlausna hans. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 642 orð | 1 mynd

Frístundaheimilum og afgreiðslum lokað

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkföll félaga innan BSRB munu strax hafa áhrif á daglegt líf fólks, ef til þeirra kemur. Nefna má að frístundaheimili á höfuðborgarsvæðinu verða lokuð frá og með 9. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Heyrnarvernd í heiðri höfð

Á alþjóðlegum degi heyrnar í gær létu Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ), Sinfóníuhljómsveitin og Vinnueftirlitið mæla heyrn hjá nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar og hávaða á sviðinu í kringum hljóðfæraleikarana í Hörpu. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

HÓBiT með útgáfutónleika á Múlanum

Hljómsveitin HÓBiT fagnar plötunni sinni Japl með útgáfutónleikum á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20, en tónleikarnir eru hluti af tónleikadagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 560 orð | 2 myndir

Hætta á alvarlegum samkeppnishindrunum

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Í kjölfar óveðursins í desember sl. undirrituðu Síminn hf., Sýn hf. og Nova hf. viljayfirlýsingu um viðræður um möguleika á samnýtingu og samstarfi við uppbyggingu fjarskiptainnviða. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Konur sjá um rannsóknir í ralli

Í fyrsta skipti í 36 ára sögu togararalls Hafrannsóknastofnunar verður rannsóknarliðið um borð í rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni alfarið skipað konum. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Mikil áhrif á starfsemi Landspítala

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skæruverkfall félaga úr tveimur stéttarfélögum sem eru fjölmennir á Landspítala, Sjúkraliðafélagi Íslands og Sameyki, mun hafa mikil áhrif, ekki síst nú þegar mikið álag er á spítalanum vegna kórónuveirunnar. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 114 orð

Mikil röskun á viðkvæmum tíma

Verkfall félaga úr tveimur stéttarfélögum sem eru fjölmennir á Landspítala mun hafa mikil áhrif, ekki síst þegar mikið álag er á spítalanum vegna kórónuveirunnar. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Olíumengun sögð ráðgáta

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Enn hefur ekki verið hægt að finna hvað veldur því að tugir olíublautra fugla hafa fundist í Vestmannaeyjum, Reynisfjöru og Víkurfjöru. „Við höfum verið að reyna að finna út hvað veldur þessu. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Reynslusigling Dettifoss í biðstöðu

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Eimskip sendir menn til Kína til að reynslusigla flutningaskipinu Dettifossi, sem sjósett var í fyrra. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Seðlabankinn í startholunum

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann reiðubúinn til að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja lausafé í fjármálakerfinu. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Sinni hagsmunagæslu fyrir alla bændur landsins

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég stend fyrir hagsmunabaráttu bænda. Við þurfum að hafa sterk samtök. Nú er komin öflug stjórn sem ég hef með mér. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 539 orð | 2 myndir

Sverrir sameinar útivist og tækjaáhuga

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þyrluflugmaðurinn Sverrir Einisson sinnir sjúkraflugi í Norður-Þýskalandi, en hefur flogið fyrir fyrirtæki í Evrópu síðan hann var í þyrluflugsnámi í Danmörku 2005-2007. „Ég hef sinnt ýmsum verkefnum í Danmörku, Hollandi, Noregi, Englandi, Nígeríu, Þýskalandi og á Spáni,“ segir hann. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Tveir prestar og tveir djáknar vígðir til starfa

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígði tvo guðfræðinga og tvo djáknakandidata, í Dómkirkjunni í Reykjavík sl. sunnudag. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 372 orð | 3 myndir

Viðbúin að loka íþróttahúsum og sundlaugum

Sigurðu Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Íþróttastarf í borginni er enn með hefðbundnu móti en við höfum uppi allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 213 orð

Vilja tryggja öryggi við Sjálandsskóla

Með opnun veitingastaðar á Ránargötu 4 við Arnarnesvog í Garðabæ eykst umferð við Sjálandsskóla og aukin hætta verður á slysum við skólann, að mati Foreldrafélags skólans. Meira
4. mars 2020 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Þarf að auka sveigjanleika orkukerfisins

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

4. mars 2020 | Staksteinar | 207 orð | 2 myndir

Ekki leiðum að líkjast

Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, gerði á blog.is að umræðuefni að Katrín Jakobsdóttir hefði lýst „því yfir að hún væri hugmyndafræðilega skyld þeim Bernie Sanders hinum ameríska og Varoufakis hinum gríska. Meira
4. mars 2020 | Leiðarar | 700 orð

Hverju skilaði sá stóri?

Nú er fyrri hálfleikur að bresta á hjá bandarískum demókrötum Meira

Menning

4. mars 2020 | Tónlist | 235 orð | 1 mynd

128 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Tónlistarsjóði fyrir fyrri hluta þessa árs. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Alls bárust 139 umsóknir um rúmar 128 milljónir króna. Meira
4. mars 2020 | Tónlist | 548 orð | 1 mynd

„Áskorun raddlega en einnig leiklistarlega séð“

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl. Meira
4. mars 2020 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Birta mun stýra List án landamæra

Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og myndlistarmaður, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Meira
4. mars 2020 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Dældin léttir sjónvarpsglápurum lífið

Sem betur fer eru til margir hugvitsmenn sem létta manni stöðugt lífið. Hver hefur til dæmis ekki lent í þessu, þegar hann er að finna til kvöldsnarlið áður en uppáhaldsþáttaröðin byrjar í sjónvarpinu? Meira
4. mars 2020 | Bókmenntir | 499 orð | 1 mynd

Eiga ýmislegt sameiginlegt

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Þegar Gyða, óútgefið skáld sem gengur með frábæra hugmynd að stórri skáldsögu í kollinum, fær ritstíflu og ekkert gengur að koma sögunni á blað verður til Plan B. Meira
4. mars 2020 | Myndlist | 199 orð | 1 mynd

Gjörningalistamaðurinn Ulay allur

Þýski gjörningalistamaðurinn Ulay er látinn, 76 ára að aldri. Banamein hans var eitlakrabbamein. Ulay var þekktastur fyrir ögrandi samstarf sitt við serbnesku listakonuna Marinu Abramovic en hún er þekktasti gjörningalistamaður samtímans. Meira
4. mars 2020 | Myndlist | 103 orð | 1 mynd

i8 tekur þátt í Armory Show

i8 Gallery tekur eins og mörg undanfarin ár þátt í hinni viðamiklu listkauspefnu Armory Show í New York. Meira

Umræðan

4. mars 2020 | Aðsent efni | 300 orð | 1 mynd

Nokkur orð til sjávarútvegsráðherra Kristjáns Þórs

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Því ekki að heimila veiðar á 30 til 40 þús. tonnum af loðnu?" Meira
4. mars 2020 | Aðsent efni | 1046 orð | 2 myndir

Sálrænt heilbrigði efnahagsmála

Eftir Óla Björn Kárason: "Bjartsýni ýtir undir athafnir. Svartsýni og óvissa draga úr framkvæmdavilja. Sálarástand er oft í beinu samhengi við störf og stefnu stjórnvalda." Meira
4. mars 2020 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Tvenn lög – tvö ólík kerfi

Eftir Helga Jóhannesson: "Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að umhverfissóðar geti með kaupum á slíkum upprunaábyrgðum hvítþvegið sig með hreinleika Íslands." Meira
4. mars 2020 | Aðsent efni | 821 orð | 2 myndir

Um raforkuverð ISAL í samningi við Landsvirkjun

Eftir Skúla Jóhannsson: "Ég á erfitt með að skilja þessa óskilgreindu reiði. Staðreyndin er sú að ESB kom hvergi nærri samningum Landsvirkjunar og ISAL árið 2010." Meira
4. mars 2020 | Velvakandi | 48 orð | 1 mynd

Vanhugsað rask

Meirihlutinn i borgarstjórn er að spilla Elliðaárdalnum með raski því sem mun fylgja fyrirhuguðum framkvæmdum þar. Þetta fallega útivistarsvæði virðist ekki eiga að fá að vera í friði. Meira
4. mars 2020 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Vinstri græn og milljarðamæringarnir

Í Wikipediu er eftirfarandi skilgreining: „ Óhóflegur hagnaður þrífst til langs tíma á markaði sem ekki býr við fullkomna samkeppni og fyrirtæki hindra innkomu samkeppnisaðila. Meira

Minningargreinar

4. mars 2020 | Minningargreinar | 5435 orð | 1 mynd

Anna Margrét Jafetsdóttir

Anna Margrét Jafetsdóttir fæddist í Reykjavík 29. maí 1932. Hún lést á Landspítalanum 18. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Guðrún Rútsdóttir hjúkrunarkona, f. 13. júlí 1912, d. 18. september 1985, og Jafet Egill Ottósson vörubílstjóri, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2020 | Minningargreinar | 2680 orð | 1 mynd

Bjarni Valgeir Guðmundsson

Bjarni Valgeir Guðmundsson, forsetabílstjóri og bifvélavirki, fæddist í Reykjavík 21. október 1934. Hann lést á Landakoti 19. febrúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2020 | Minningargreinar | 308 orð | 1 mynd

Eggert Snorri Magnússon

Eggert Snorri Magnússon fæddist í Stykkishólmi 12. apríl 1931. Hann lést á Vífilsstöðum 22. febrúar 2020. Eggert var sonur Magnúsar Einarssonar og Kristínar Jóhannesdóttur. Hann átti bróður, Einar Ólaf, og uppeldissystur, Hrefnu Þorvarðardóttur. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2020 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

Ester Ósk Liljan Óskarsdóttir

Ester Ósk Liljan Óskarsdóttir fæddist 21. febrúar 1982. Hún lést 14. febrúar 2020. Útförin fór fram 25. febrúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2020 | Minningargreinar | 2609 orð | 1 mynd

Hallfríður Tryggvadóttir

Hallfríður Tryggvadóttir fæddist 24. maí 1942 á Akureyri. Hún lést af slysförum á heimili sínu í Reykjavík 20. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Tryggvi Jónsson bifvélavirki frá Ystabæ í Hrísey, f. 3. október 1911, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2020 | Minningargreinar | 640 orð | 1 mynd

Haraldur Alfreð Kristjánsson

Haraldur Alfreð Kristjánsson fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1934. Hann lést á líknardeild Landspítalans 21. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Kristján Egilson, f. 9.6. 1897 í Haukadal í Þingeyrarhreppi, d. 29.12. 1970, og Jóhanna Jakobsdóttir, f. 31.8. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2020 | Minningargreinar | 282 orð | 1 mynd

Sigurður Pétursson

Sigurður Pétursson fæddist 20. september 1944. Hann lést 26. janúar 2020. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2020 | Minningargreinar | 1467 orð | 1 mynd

Skúli G. Norðdahl

Skúli fæddist 23. desember 1946. Hann lést 18. febrúar 2020 á heimili sínu á Úlfarsfelli. Foreldrar Skúla voru Grímur S. Norðdahl, bóndi á Úlfarsfelli, og kona hans Ragnheiður Guðjónsdóttir Norðdahl, sem bæði eru látin. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

4. mars 2020 | Fastir þættir | 155 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Bg5 c5 3. d5 Db6 4. Rc3 g6 5. e4 Bg7 6. e5 Dxb2 7. Bd2...

1. d4 Rf6 2. Bg5 c5 3. d5 Db6 4. Rc3 g6 5. e4 Bg7 6. e5 Dxb2 7. Bd2 Staðan kom upp í aðalflokki alþjóðlegs móts sem lauk fyrir skömmu í Kragerö í Noregi. Jón Kristinn Þorgeirsson (2.269) hafði svart gegn Armenanum Hayk Manukyan (1.824) . 7.... Rxd5! 8. Meira
4. mars 2020 | Í dag | 272 orð

Af bændum og fleira góðu fólki

Nú stendur Búnaðarþing yfir. Ekki veit ég hvort það er þess vegna sem Jón Atli Játvarðarson yrkir á Boðnarmiði og kallar „Land í gíslingu síbeitar“: Bændur sem viðhafa vonda siðu verja nú tapað mál. Meira
4. mars 2020 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

Flateyri Kristján Breki Konráðsson fæddist 4. mars 2019 kl. 01.12 á...

Flateyri Kristján Breki Konráðsson fæddist 4. mars 2019 kl. 01.12 á Landspítalanum og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.445 grömm og var 51 cm langur við fæðingu. Foreldrar hans eru Konráð Ari Skarphéðinsson og Jóhanna Maggý Kristjánsdóttir... Meira
4. mars 2020 | Árnað heilla | 63 orð | 1 mynd

Heiðdís Dröfn Bjarkadóttir

40 ára Heiðdís er Akureyringur, er fædd þar og ólst upp á Brekkunni en býr í Naustahverfinu. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og vinnur á barnadeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Börn : Bjarki Hólm, f. 2005, og Ísak Atli, f. Meira
4. mars 2020 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Jackie Chan sagður í sóttkví

Jackie Chan segist vera í góðu lagi en fréttir bárust af því að hann hafi verið settur í sóttkví á dögunum vegna gruns um að hann væri smitaður af kórónuvírusnum. Meira
4. mars 2020 | Árnað heilla | 74 orð | 1 mynd

Jón Ögmundsson

60 ára Jón er Kópavogsbúi, ólst upp í Austurbænum og býr í Salahverfinu. Hann er Cand.jur. frá HÍ, Juris Doctor frá Miami og er hæstaréttarlögmaður bæði á Íslandi og í BNA. Hann er annar eigenda Altus lögmanna og stjórnarformaður Búseta. Meira
4. mars 2020 | Í dag | 40 orð

Málið

Ekki er sanngjarnt að „kenna ungmennum um skaðsemi vímuefnaneyslu“ en varla heldur að kenna mælandanum um að hafa misstigið sig í forvörnunum. Hann vildi fræða ungmennin um skaðsemina, ekki saka þau um hana. Meira
4. mars 2020 | Fastir þættir | 174 orð

Offors. N-AV Norður &spade;Á97 &heart;74 ⋄G7 &klubs;ÁD10942 Vestur...

Offors. N-AV Norður &spade;Á97 &heart;74 ⋄G7 &klubs;ÁD10942 Vestur Austur &spade;865 &spade;K32 &heart;Á965 &heart;D1032 ⋄Á8632 ⋄954 &klubs;6 &klubs;KG5 Suður &spade;DG104 &heart;KG8 ⋄KD10 &klubs;873 Suður spilar 3G. Meira
4. mars 2020 | Árnað heilla | 523 orð | 3 myndir

Ótrúlega hraustur og sefur vel

Gizur Gottskálksson er fæddur 4. mars 1950 á Hvoli í Ölfusi og ólst þar upp. Hann vann við byggingarstörf, brúarvinnu og verslunarstörf á sumrin. Gizur gekk í Grunnskóla Hveragerðis, varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1970, varð Cand.med. Meira

Íþróttir

4. mars 2020 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Adam kominn aftur til Noregs

Knattspyrnumaðurinn Adam Örn Arnarson gekk í gær til liðs við norska félagið Tromsö og er því kominn aftur til Noregs eftir hálft annað tímabil með Górnik Zabrze í Póllandi. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Chelsea skellti Liverpool

Chelsea komst í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld með sannfærandi sigri á Liverpool, 2:0, á Stamford Bridge. Willian skoraði fyrra markið á 13. mínútu og Ross Barkley það síðara á 64. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Valur – KR 84:77 Staðan: Valur...

Dominos-deild kvenna Valur – KR 84:77 Staðan: Valur 242222079:157744 KR 241771838:158534 Skallagrímur 231491566:157928 Keflavík 221481615:155628 Haukar 2313101666:159726 Snæfell 227151485:171714 Breiðablik 233201493:18316 Grindavík 232211469:17694... Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 344 orð | 2 myndir

Ekki búnar að hefna fyrir neitt

Á Hlíðarenda Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur tryggði sér í gærkvöld sinn annan deildarmeistaratitil í röð í Dominos-deild kvenna í körfubolta með 84:77-sigri á KR á heimavelli. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Endaspretturinn góður hjá Fjölni

Fjölnir vann nokkuð torsóttan sigur á SR, 6:2, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Egilshöllinni í gærkvöld. Staðan var 2:2 þegar sjö mínútur voru eftir. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Chelsea – Liverpool 2:0...

England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Chelsea – Liverpool 2:0 Reading – Sheffield United (frl.) 1:2 WBA – Newcastle 2:3 C-deild: Ipswich – Fleetwood 0:1 • Ísak Snær Þorvaldsson var ónotaður varamaður hjá Fleetwood. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 305 orð | 2 myndir

Er úrslitaleikurinn í kvöld?

Bikarinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í augum margra er eflaust hinn eiginlegi bikarúrslitaleikur kvenna í handbolta árið 2020 síðari undanúrslitaleikur keppninnar sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20.30. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 44 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar kvenna, undanúrslit: Laugardalshöll...

HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar kvenna, undanúrslit: Laugardalshöll: KA/Þór – Haukar 18 Laugardalshöll: Valur – Fram 20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Borgarnes: Skallagrímur – Snæfell 19. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 276 orð

Loks kemur England í Laugardal

Þjóðadeildin Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 793 orð | 2 myndir

Nýir leikmenn spennandi

Landsliðið Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kórónuveiran hefur ekki haft mikil áhrif á Söru Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða Íslands í knattspyrnu, en hún er búsett í Þýskalandi þar sem hún spilar með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 359 orð | 3 myndir

* Seiko Hashimoto , ólympíumálaráðherra Japan og fyrrverandi afrekskona...

* Seiko Hashimoto , ólympíumálaráðherra Japan og fyrrverandi afrekskona í bæði skautahlaupi og hjólreiðum, sagði í gær að til greina kæmi að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um vikur eða mánuði vegna kórónuveirunnar. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Sömdu við Gísla á ný til 2023

Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg tilkynnti í gær að það hefði framlengt samning sinn við Gísla Þorgeir Kristjánsson, sem nú er samningsbundinn félaginu til ársins 2023. Meira
4. mars 2020 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Þýskaland RN Löwen – Leipzig 26:23 • Alexander Petersson...

Þýskaland RN Löwen – Leipzig 26:23 • Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen og Ýmir Örn Gíslason eitt. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Meira

Viðskiptablað

4. mars 2020 | Viðskiptablað | 1019 orð | 1 mynd

Á Níl flæðir vald upp í móti

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Eþíópía sætti lagi þegar upplausnarástand var í Kaíró og hóf að reisa risastóra stíflu. Egyptar líta svo á að þeir ráði yfir Níl alveg upp að efstu uppsprettum. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 703 orð | 1 mynd

Eggið eða hænan

Í mínum huga er skýrt að skipulag kemur í kjölfar stefnunnar. Stundum getur það raunar gerst að skipulag hafi þau áhrif að sveigt sé af leið formlegrar stefnu og þar með hefur skipulagið haft bein áhrif á stefnuna, en slíkt er undantekning. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 519 orð | 1 mynd

Flöskuhellir sem tryggir rétt hitastig

Það styttist í að gestirnir komi og steikin á leiðinni í ofninn. Þú manst þá allt í einu að vínflaskan stendur á borðinu og ekki komin í kæli. Hvaða ráð er til við því? Við höfum öll heyrt allskonar húsráð. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 209 orð | 1 mynd

Franskur vinur fyrir borgarbúa

Ökutækið Þau hjá Citroën vilja meina að dagar einkabílsins séu hér um bil taldir, en að ekki sé þar með sagt að allir kæri sig um að ferðast um á rafmagns-hlaupahjóli óvarðir gegn veðri og vindum, eða sitja eins og sardínur í dós í borgarlínuvagni. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 614 orð | 1 mynd

Fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum

Til að stuðla að gerð langtímaleigusamninga er ætlunin að þrengja heimildir til að gera tímabundna leigusamninga um íbúðarhúsnæði, þó þannig að þær heimildir verði ekki tæmandi taldar í lögunum. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 568 orð | 1 mynd

Gæti hugsað sér að gerast alþingismaður

Áfengisgeirinn er spennandi og fjölbreytilegur en samkeppnin líka hörð og margt sem gerir rekstrarskilyrðin erfið. Nýjasta útspil Vínness var að lækka verðið á belgíska verðlaunabjórnum Stella Artois um 31% í tilefni af 31 árs afmæli bjórsins á Íslandi. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 663 orð | 2 myndir

Gætum tekið forystu í prótein-nýsköpun

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sérfræðingar spá því að eitthvað allt annað en villtur fiskur verði notað sem hráefni í fisknagga og -borgara. Skerpa þarf á sérstöðu íslensks sjávarfangs en líka skoða hvar tækifærin liggja í þeirri prótein-byltingu sem er framundan. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 554 orð | 2 myndir

Hyggst auka nýtingu og afköst starfsstöðvanna

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það hafa verið miklir umbrotatímar hjá GPG Seafood að undanförnu og fer nýr bátur í smíði á næstunni. Auk þess hefur verið hafin vinnsla á Bakkafirði og eignaðist fyrirtækið hlut í Iceland Seafood við söluna á spænska félaginu Elba. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 198 orð | 2 myndir

Hægja á uppbyggingu vegna óvissunnar

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk, segir félagið bíða með ný verkefni í atvinnuhúsnæði vegna óvissu í efnahagslífinu. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 2463 orð | 1 mynd

Hættumerki en hægt að milda höggið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk, hefur á tveimur áratugum byggt upp eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins. Hann segir samstæðuna standa á traustum grunni. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 193 orð

Ljósin í myrkrinu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Væntingavísitala Gallup var 75,3 stig í febrúar og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2013 er hún mældist 68,4 stig. Með hliðsjón af framboði neikvæðra frétta er ekki ólíklegt að hún lækki meira. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 239 orð | 1 mynd

Mesta lækkun frá 2015

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Olía á heimsmarkaði hefur lækkað mikið að undanförnu. Framkvæmdastjóri FÍB telur að eldsneyti sé átta krónum of dýrt. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 23 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Öllum Vínbúðunum verður lokað Foreldrafélög verða sektuð 2. mars Leitt að farið sé í manninn... Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 303 orð

Miklir hagsmunir undir

Það hefur gustað um súrálsturnana tvo í Straumsvík síðustu árin. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 1028 orð | 1 mynd

Munu tryggja nægt lausafé í bankakerfinu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabankinn hefur þau verkfæri í höndunum sem tryggt geta lausafé bankanna og þar með lánsfé til viðskiptavina þeirra. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 120 orð | 1 mynd

Óbreytt aðsókn í verslanamiðstöðvarnar

Kórónuveiran Aðsókn að verslanamiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni hefur ekki dregist saman, þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að meiri aðsókn hafi... Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 586 orð | 1 mynd

Óvissa í ferðaþjónustu eykur óvissu um gengið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þótt of snemmt sé að segja til um áhrif kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna þykir ljóst að líkur á samdrætti hafi aukist. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 10 orð | 1 mynd

Pósturinn selur Samskipti

Pósturinn hefur gengið frá sölu á dótturfélagi sínu, prentsmiðjunni... Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 133 orð | 1 mynd

Tvöföldun í sölu á Stellu

Bjór Sala á Stella Artois-bjór á tilboði fer vel af stað, en eins og Morgunblaðið greindi frá um síðustu helgi býður Vínnes, umboðsaðili Stella Artois, bjórinn á tilboði í marsmánuði. Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 122 orð | 2 myndir

ÚR gert að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) til þess að greiða Glitni HoldCo, þrotabúi Glitnis banka, tæpa tvo milljarða króna vegna skuldar sem til er komin vegna afleiðusamninga sem voru í gildi á milli ÚR (sem þá hét Brim) og... Meira
4. mars 2020 | Viðskiptablað | 270 orð | 2 myndir

Ætla ekki að flýta vaxtaákvörðun

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabankinn hyggst beita hagstjórnartækjum til að styðja við hagkerfið að sögn seðlabankastjóra. Hann mun þó ekki ekki flýta fundi peningastefnunefndar til þess að lækka vexti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.