Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjöldi af bæjum, líklega frá landnámi fram til um 1000, hefur komið í ljós á myndum, sem teknar voru úr dróna í Holtum og Landsveit í Rangárþingi ytra, milli Þjórsár og Ytri Rangár. Á fyrirlestri á vegum Þjóðminjasafnsins í vikunni greindi Árni Einarsson, fornvistfræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, frá því að hann teldi sig hafa greint 43 víkingaaldarskála á 35 stöðum á þessu svæði. „Þarna er um forkönnun að ræða, en ef þetta reynist allt rétt þá eru þetta talsverð tíðindi,“ segir Árni í samtali við Morgunblaðið.
Meira