Baksvið Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það leggja sig allir fram um að vinna hratt og örugglega samkvæmt því sem Almannavarnir, sóttvarnalæknir og landlæknir boða til þess að vinna gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. En það er ljóst að verkefnið er afar stórt og erfitt að spá hvernig mál þróast frá degi til dags,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, en kórónuveiran hefur sett mark sitt á bæjarlífið norðan heiða líkt og annars staðar í heiminum. Fyrstu menn orðnir veikir og þó nokkur fjöldi hefst við í sóttkví í heimahúsum.
Meira