Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Mér heyrist á mönnum í kringum mig að það sé óhjákvæmilegt að draga saman seglin,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann tekur fram að hann þekki ekki nákvæmlega til rekstrar hjá öðrum, en nánast lokun í sölu á ferskum fiski, samkomubann miðað við 20 manns og 10 manns í Eyjum, fleiri aðgerðir, sóttkví og veikindi muni hafa áhrif. Sigurgeir segir að staðan sé metin daglega, en hún sé óneitanlega að þyngjast.
Meira