Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kórónuveiran nýja nær nú til flestra eða allra ríkja í heimi. Víðast hvar eru viðbrögð stjórnvalda hin sömu eða áþekk, í samræmi við leiðbeiningar frá aðilum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Útbreiðslan er heft með samkomubanni, útgöngubanni, lokun fjölsóttra staða, skóla, stofnana og fyrirtækja. Fólk með smit er sett í einangrun eða fær meðferð á sjúkrahúsi, þeir sem hafa verið í samskiptum við smitaða eru sendir í sóttkví. Reynt er að taka sýni úr sem flestum sem hafa einkenni sem benda til sjúkdómsins.
Meira