Baksvið Kristófer Kristjánsson kristoferk@ mbl.is Íþróttahreyfingin stendur frammi fyrir erfiðum mánuðum vegna núverandi ástands en kórónuveiran herjar nú á allt þjóðfélagið. Íþróttafélög treysta alla jafnan á tímabundna innkomu af viðburðum sem ekki geta lengur farið fram. Samkomubann er í gildi á Íslandi og allt reynt til að hefta útbreiðslu veirunnar sem fer nú um heiminn eins og eldur í sinu. Morgunblaðið heyrði í Sævari Péturssyni, framkvæmdastjóra KA, til að vita hvernig Akureyrarfélagið er að bregðast við, nú þegar í harðbakkann slær.
Meira