Greinar þriðjudaginn 31. mars 2020

Fréttir

31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 806 orð | 3 myndir

Aðgerðum verður aflétt hægt

Helgi Bjarnason Freyr Bjarnason Alexander Kristjánsson Mesta áskorunin hjá heilbrigðisyfirvöldum nú felst í því hvenær og hvernig skuli aflétta samkomubanni og öðrum hömlum sem settar hafa verið á í samfélaginu vegna kórónusmitsfaraldursins. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Alda uppsagna ríður yfir

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Alda uppsagna ríður yfir nú fyrir mánaðamótin. Í gærkvöldi höfðu 17 fyrirtæki tilkynnt um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar og taka þær til 695 starfsmanna. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Blautklútar eru enn til trafala

Magn blautklúta í frárennsliskerfi Reykjavíkur hefur minnkað en er enn mikið og veldur vandræðum, að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa hjá Veitum. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 626 orð | 2 myndir

Drauganet eru vandi sem þarf að takast á við

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Drauganet eru veiðarfæri sem hafa tapast, oft í vondum veðrum, og geta haldið áfram að fiska í sjónum. Áætlað er að um 640 þúsund tonn af fiskveiðibúnaði tapist árlega í höfum heimsins. Á Norðurlöndum liggja ekki fyrir tölulegar upplýsingar um það hve mikið tapast af veiðarfærum, verða eftir á hafsbotni eða er fargað í sjóinn, en ljóst er að vandamálið er fyrir hendi á norrænum slóðum eins og annars staðar. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Endurgreitt ef upphæðin nær 25 þús.

Eigendur ökutækja, utan rekstrar, munu geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt að fullu vegna viðgerða á ökutækjum sínum ef reikningurinn hljóðar upp á að lágmarki 25 þús. kr. fyrir vinnuna. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Engar tekjur vegna lokunar

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samkomu- og nálægðarbann hefur m.a. leitt til lokunar söfnunarkassa Íslandsspila. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 159 orð

Fá páskaegg sem þakklætisvott

Allir starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fengu skeyti á föstudaginn þess efnis að þeir fái páskaegg nr. 4 frá Nóa Síríus sem þakklætisvott fyrir frábært starf við krefjandi aðstæður undanfarnar vikur og væntanlega áfram fram að... Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Fjárfestingar ákveðnar

Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á ýmsum lögum til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð

Frestun er dramatísk aðgerð

Óformlegar samningaumleitanir hafa verið milli forystu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna hugmynda úr viðskiptalífinu um að fresta launahækkunum sem eiga að koma til framkvæmda 1. apríl. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Guðrún Vala Elísdóttir

Bílabíó Vel var mætt þegar hin sígilda kvikmynd Nýtt líf var sýnd í bílabíói við reiðhöllina í Borgarnesi í gærkvöld. Alls voru um 80 bílar á svæðinu og viðraði ágætlega meðan á sýningu... Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Hittumst heima á fimmtudagskvöldum

Óskar Einarsson, Hrönn Svansdóttir og Fanney Tryggvadóttir hafa undanfarin tvö fimmtudagskvöld staðið fyrir tónleikunum „Hittumst heima“ á Facebook. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Hrun í tekjum þjóðgarðsins

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hundruð Íslendinga lögðu leið sína til Þingvalla um helgina og mátti sjá talsverðan fjölda fólks í Almannagjá, við Öxarárfoss eða á gönguskíðum um Þingvallahraun. Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir þetta hafa verið mjög gleðilegt en vill ítreka við fólk að virða samkomubann og tveggja metra fjarlægð. Heimsóknir erlendra ferðamanna í þjóðgarðinn hafa hinsvegar hrunið í faraldrinum og segir Einar það áhyggjuefni því um leið hrynji sértekjur þjóðgarðsins. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 50 orð

Hugarafl streymir á föstudögum kl. 11-12

Hugarafl stendur fyrir beinu samtali við þjóðina á Facebook-síðu sinni á föstudögum milli kl. 11 og 12. Yfir þúsund manns hafa skoðað streymið, segir Auður Axelsdóttir hjá Hugarafli. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 324 orð | 3 myndir

Hugurinn hreinsast á fjöllum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikill snjór er um þessar mundir á hálendinu og góðar aðstæður vélsleðaferða um fjöll og dali. Margir hafa verið á faraldsfæti og í sleðaferðum á sunnanverðu landinu leggja margir upp frá Lyngdalsheiði og var sú raunin um helgina. Leið manna liggur þá gjarnan að Þingvalla- og Laugardalsfjöllum, að Hlöðufelli og jafnvel inn á Langjökul. Hvítar hjarnbreiður gera landið allt að einni braut og leiðin er greið. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Hundruð milljarða eru í húfi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn gæti kostað ferðaþjónustuna á þriðja hundrað milljarða í ár. Vegna mikilllar óvissu er þó erfitt að spá um þetta ár. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Kerti á hverju kvöldi í þakklætisskyni

Hjónin Inga Björt H. Oddsteinsdóttir og Brandur Jón Guðjónsson á Selfossi sendu Stöndum saman þessa mynd af kertalukt sem þau setja út á hverju kvöldi kl 19. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 88 orð

Mikill samdráttur í bensínsölu syðra

„Umferð á götunum hér í borginni hefur dregist mikið saman og úti á landi sjást varla bílaleigubílar eða rútur,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis sem meðal annars rekur N1. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 673 orð | 3 myndir

Mikill samdráttur í sölu eldsneytis

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samdráttur í sölu á bensíni og díselolíu frá því samkomubann var sett á er á bilinu 10-12%, að sögn Eggerts Þór Kristóferssonar forstjóra Festis sem meðal annars rekur N1. Meira
31. mars 2020 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Netanyahu í sóttkví vegna ótta um smit

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var settur í sóttkví í gær eftir að einn af aðstoðarmönnum hans greindist með kórónuveiruna. Meira
31. mars 2020 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Níu nær lokaðir af frá umheiminum

Níu Norðmenn eru í einangrun á Bjarnarey, lítilli eyju í Barentshafi skammt sunnan Svalbarða, fram á sumar. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 278 orð | 2 myndir

Pieta finnur fyrir breyttu mynstri

Til að koma til móts við samfélagið þá hafa Pieta-samtökin aukið síma- og fjarþjónustu sína, netspjallið er opið og meðferðaraðilar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Riðið út í faraldri með bros á vör

Hestar og menn hafa gott af því að viðra sig reglulega, og alveg sérstaklega þegar kórónuveirufaraldur gengur yfir landið. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir á Blönduósi var í útreiðartúr á sínum hesti, með bros á vör, er hún varð á vegi fréttaritara... Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Stofugangur á smitsjúkdómadeild í Fossvogi

Mikið starf fer fram á smitsjúkdómadeildum Landspítalans í Fossvogi. 30 veikir sjúklingar liggja þar nú inni, þar af 10 á gjörgæslu. Auk þess hefur göngudeild Covid-19 eftirlit með rúmlega 900 sjúklingum sem smitast hafa og eru í einangrun í heimahúsum. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Stór tækniskref í skólunum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ef maður á að reyna að sjá jákvæðar hliðar í þessu ástandi þá hugsa ég að við séum að taka mjög stór skref í nýtingu á tækni. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 467 orð | 2 myndir

Táknmálstúlkar fyrir augum landsmanna

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
31. mars 2020 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Twitter fjarlægir veirutíst Bolsonaro

Samfélagsmiðillinn Twitter ákvað í fyrrinótt að fjarlægja tvö „tíst“ sem Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafði sett á miðilinn, þar sem hann dró í efa notagildi þess að beita sóttkví í baráttunni gegn kórónuveirunni. Meira
31. mars 2020 | Erlendar fréttir | 511 orð | 1 mynd

Útgöngubann í Moskvu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rúmlega 36.000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar og hafa bæði Moskva, höfuðborg Rússlands, og Lagos, höfuðborg Nígeríu, nú bæst í hóp stórborga heimsins þar sem útgöngubann hefur tekið gildi. Meira
31. mars 2020 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Vilja reisa vindmyllur í Norðurárdal

Fyrirhugað er að reisa 2-6 vindmyllur á Grjóthálsi í Norðurárdal í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða. Áætlað afl vindmyllanna er 9,8-30 MW og er markmið verkefnisins að nýta vindorku til vinnslu rafmagns og mæta vaxandi orkuþörf í landinu. Meira

Ritstjórnargreinar

31. mars 2020 | Leiðarar | 725 orð

Munum tíma tvenna

Eftir því sem lengist í baráttunni við kórónuveiruna eykst þörf á að slá pólitískar keilur Meira
31. mars 2020 | Staksteinar | 192 orð | 1 mynd

Veiran er dýr

Efnahagslegi aðgerðapakkinn sem ríkisstjórn og Alþingi hafa verið að berja saman að undanförnu og þingið afgreiddi í gær er mikill að vöxtum og frestar ýmsum vanda. Vonandi dugar sá frestur, en að vísu er ekki gert ráð fyrir því. Þetta er óhætt að fullyrða vegna þess að í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar, sem allir nefndarmenn undirrita, þó að stjórnarandstaðan setji nokkra fyrirvara, segir: „Nefndin ítrekar enn og aftur að ljóst er að aðgerðum stjórnvalda lýkur ekki með þessu frumvarpi.“ Meira

Menning

31. mars 2020 | Bókmenntir | 187 orð | 3 myndir

„Elska ævintýri og hrylling“

Rithöfundurinn, leikarinn og vísindamiðlarinn Ævar Þór Benediktsson var beðinn um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanninu. Meira
31. mars 2020 | Myndlist | 1052 orð | 1 mynd

„Fjarvera fólksins er áþreifanleg“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Söfnum og sýningarsölum myndlistar hefur verið lokað vegna samkomubannsins, með að minnsta kosti einni undantekningu. Sýning Karlottu Blöndal sem var opnuð í anddyri Hallgrímskirkju 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, er opin eins og kirkjan þótt ekki sé um neinar samkomur þar að ræða. Sýninguna kallar Karlotta Í anddyrinu og fjallar um mörkin milli þess efnislega og trúarlega og innri og ytri hreyfingar, en verkin eru bæði teikningar og hlutar úr silkiprentuðu bókverki. Meira
31. mars 2020 | Tónlist | 220 orð | 1 mynd

Fyrsta lag Bob Dylan í átta ár

Söngva- og nóbelsskáldið Bob Dylan sendi fyrir helgi frá sér fyrsta lagið í átta ár, 17 mínútna langt lag um morðið á John F. Kennedy. Lagið nefnist „Murder Most Foul“ og var tekið upp fyrir allnokkru, eins og Dylan orðaði það sjálfur. Meira
31. mars 2020 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Hallveig og Hrönn flytja norræn sönglög í Heima í Hörpu

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari verða með tónleika í beinni útsendingu í syrpunni Heima í Hörpu í dag. Þær munu flytja norræn sönglög eftir tónskáldin Tryggva M. Meira
31. mars 2020 | Bókmenntir | 571 orð | 6 myndir

Ólíkar og margbrotnar sögur afrískra höfunda

Smásögur eftir nítján höfunda frá sautján löndum í Afríku. Ellefu þýðendur komu að verkinu. Útgáfuna önnuðust Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason. Bjartur, 2019. Kilja, 278 bls. Meira
31. mars 2020 | Tónlist | 163 orð | 1 mynd

Penderecki látinn – kunnasta tónskáld Pólverja

Krzysztof Penderecki, þekktasta og áhrifamesta tónskáld Pólverja síðustu hálfa öldina, er látinn 86 ára að aldri. Meira
31. mars 2020 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Úrillir apakettir

Ríkissjónvarpið hóf sýningar á áhugaverðum heimildarmyndaflokki í síðustu viku. Undirrót haturs kallast hann og fjallar um það hvers vegna við mannfólkið hötum. Meira

Umræðan

31. mars 2020 | Aðsent efni | 385 orð | 1 mynd

Allir vinna, 2. hluti

Eftir Geir Ágústsson: "Kannski kínverska veiran geti minnt okkur á hagfræði fjármálaráðherra í kjölfar fjármálahrunsins." Meira
31. mars 2020 | Aðsent efni | 185 orð | 3 myndir

Einsemd

Eftir Ásgeir R. Helgason: "Á tímum sóttkvía og samkomubanna er rétt að hafa í huga þá tilfinningalegu einangrun sem margir búa við. Höfum samband en virðum persónumörk." Meira
31. mars 2020 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd

Íslensk matvæli voru það heillin

Eftir Guðna Ágústsson: "Nú spyrja allir hvernig hægt sé að tryggja versluninni næg matvæli á Íslandi? Svarið er heimaframleiðsla!" Meira
31. mars 2020 | Aðsent efni | 275 orð | 2 myndir

Leyndardómur kærleikans

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Við þurfum hjörtu fyllt kærleikans hugsjón, ástríðu og köllun, andagift, krafti og trú á lífið til að tala samstöðu og kjark inn í harðan heim" Meira
31. mars 2020 | Hugvekja | 822 orð | 2 myndir

Minnisvarðar

Við stöndum öll saman í yfirstandandi verkefni. Meira
31. mars 2020 | Aðsent efni | 690 orð | 1 mynd

Rétta ber hlut þeirra sem minnst hafa

Eftir Ólaf Ísleifsson: "Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna svo þeir sem minnst hafa verði ekki skildir eftir í þessu tilliti." Meira
31. mars 2020 | Aðsent efni | 343 orð | 1 mynd

Til stjórnar framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, Eflu og Borgarfjarðarhrepps

Eftir Berg Þorra Benjamínsson: "Það var því alveg skýrt frá byrjun að um er að ræða hús sem á að vera aðgengilegt öllum. Í því eigi að vera lyfta." Meira
31. mars 2020 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd

Tryggja sér eldissvæði með óraunhæfum ófrjóum eldislaxi

Eftir Valdimar Inga Gunnarsson: "Koma á tæknilegum hindrunum til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæðum jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auðlindagjald" Meira
31. mars 2020 | Pistlar | 443 orð | 1 mynd

Verndum heimilin og þá verst settu

Nýliðin vika er búin að vera annasöm. Þingmenn hafa margir hverjir sinnt fastanefndafundum sínum í gegnum fjarfundabúnað. Ég er ein af þeim. Meira
31. mars 2020 | Aðsent efni | 843 orð

Yfirlýsing frá kínverska sendiráðinu á Íslandi

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá kínverska sendiráðinu á Íslandi: „Hinn 27. mars birtist í Morgunblaðinu ritstjórnargrein sem kallaðist Hið kínverska Tsjernóbyl? Meira

Minningargreinar

31. mars 2020 | Minningargreinar | 1736 orð | 1 mynd

Hafsteinn Kjartansson

Hafsteinn Kjartansson fæddist 19. júní 1968 á Sjúkrahúsi Akureyrar. Hann lést á Tenerife 6. febrúar 2020. Foreldrar Hafsteins eru Antonía Björg Steingrímsdóttir húsmóðir, f. 15. júlí 1941, og Kjartan Árni Eiðsson skipstjóri, f. 19. ágúst 1938, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2020 | Minningargreinar | 3803 orð | 1 mynd

Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir

Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir fæddist í Lykkju, Kjalarnesi, 29. september 1941. Hún lést á líknardeild Landspítalans 18. mars 2020. Foreldrar hennar voru Daníel Magnússon bóndi, f. 27. des. 1890, d. 29. júlí 1963, og Geirlaug Guðmundsdóttir húsfreyja f. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2020 | Minningargreinar | 563 orð | 1 mynd

Kristján Friðrik Júlíusson

Kristján Friðrik fæddist á Akureyri 5. júní 1950. Hann lést á heimili sínu í Brekkugötu 20. mars 2020. Foreldrar hans voru Júlíus Björn Magnússon, f. 1.1. 1922, d. 5.2. 2015, og Sigurlína Kristjánsdóttir, f. 5.1. 1930, d. 27.11. 2001. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. mars 2020 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Hagnaðurinn 1,1 milljarður

Hagnaður Íslandshótela nam rúmum 1,1 milljarði króna á árinu 2019 samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Dróst hagnaðurinn saman um 22,5% frá fyrra ári. Drógust rekstrartekjur saman um 585 milljónir. Meira
31. mars 2020 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Kvika hækkaði mest en TM lækkaði mest allra

Kvika banki hækkaði um 3,54% í viðskiptum í Kauphöll í gær. Þá hækkuðu bréf Eimskipafélagsins um 2,13%. Icelandair hækkaði um 1,93%. TM lækkaði um 5,0% og Eik fasteignafélag um 2,99%. Þá lækkaði Arion banki um 2,61% í viðskiptunum. Meira
31. mars 2020 | Viðskiptafréttir | 768 orð | 3 myndir

Tekjutapið 260 milljarðar

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru tekjurnar af erlendum ferðamönnum um 380 milljarðar fyrstu þrjá ársfjórðungana í fyrra. Ber þá að hafa í huga að flugfélagið WOW air var starfandi til 28. mars. Meira

Fastir þættir

31. mars 2020 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. e3 0-0 7. Bd2 Bd7...

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. e3 0-0 7. Bd2 Bd7 8. Dc2 dxc4 9. Bxc4 Bd6 10. 0-0 e5 11. dxe5 Rxe5 12. Rxe5 Bxe5 13. f4 Bd6 14. Hae1 a6 15. Bd3 He8 16. Kh1 Bc6 17. Bc1 Bc5 18. e4 Rg4 19. Meira
31. mars 2020 | Fastir þættir | 174 orð

Annað sjónarhorn. S-AV Norður &spade;D74 &heart;G1082 ⋄K543...

Annað sjónarhorn. S-AV Norður &spade;D74 &heart;G1082 ⋄K543 &klubs;83 Vestur Austur &spade;K1085 &spade;G932 &heart;97 &heart;4 ⋄G97 ⋄Á862 &klubs;D1052 &klubs;G962 Suður &spade;Á6 &heart;ÁKD653 ⋄D10 &klubs;ÁK5 Suður spilar 6&heart;. Meira
31. mars 2020 | Árnað heilla | 623 orð | 4 myndir

Gíslinn í Gíslavinafélaginu

Gísli Ólafur Pétursson fæddist 31. mars 1940 í Reykjavík. Hann ólst upp á Eyrarbakka til fjögurra ára aldurs en síðan í Reykjavík. Meira
31. mars 2020 | Árnað heilla | 82 orð | 1 mynd

Guðni Jónsson

70 ára Guðni er Reykvíkingur, ólst upp í Sundunum og Heimunum og býr á Laugarásvegi. Hann er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er framkvæmdastjóri húsgagnasviðs Pennans. Börn : Jarþrúður, f. 1971, Jón, f. 1976, og Hekla Brá, f. 2000. Meira
31. mars 2020 | Í dag | 299 orð

Hláturstund og pest og fár

Á sunnudaginn birti Anton Helgi Jónsson bráðfallega sonnettu á Boðnarmiði, sem hann kallar „Hláturstund“ en hefur að yfirskrift á vefnum „Óskaljóð á sunnudagsmorgni“: Þú hlærð og burt með fingri tekur tár sem trillar niður kinn... Meira
31. mars 2020 | Í dag | 50 orð

Málið

Hlé beygist ekki alveg eins og hné („frá hné og niður úr“). Algengast er að steyta fót við steini í þágufalli eintölu: „myndin var ömurleg, ég fór í hléi “, og þremur fyrstu föllunum með greini: hléið , um hléið , frá hléinu . Meira
31. mars 2020 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Ragnar Kjærnested Ásmundsson

50 ára Ragnar ólst upp á Akureyri og býr þar. Hann er með doktorsgráðu í eðlisfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, og er framkvæmdastjóri Varmalausna ehf. Maki : Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, f. Meira
31. mars 2020 | Í dag | 74 orð | 1 mynd

Simon Cowell leggur sitt af mörkum

Simon Cowell hefur lagt til 1,6 milljónir punda til hjálpar í baráttunni gegn kórónuveirunni. Meira

Íþróttir

31. mars 2020 | Íþróttir | 336 orð | 3 myndir

Á þessum degi

31. mars 1962 Morgunblaðið segir frá miklum áformum hjá Körfuknattleikssambandi Íslands: „...og má nánast kalla fyrirhugaða starfsemi byltingu í starfi þessa yngsta sérsambands innan vébanda ísl. íþrótta“. KKÍ hefur m.a. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Birkir fékk kórónuveiruna

Birkir Heimisson, knattspyrnumaður úr Val, hefur staðfest að hann sé með kórónuveiruna en það kom fram á fótbolti.net. Þar skýrði Birkir frá því að hann hefði verið rúmliggjandi síðustu viku en væri orðinn einkennalaus og liði ágætlega. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Danir ætla að ljúka tímabilinu

Danir ætla að ljúka sínu keppnistímabili í fótboltanum 2019-20, sama hvaða tafir kunna að verða á því á næstu vikum og mánuðum en formaður deildakeppninnar tilkynnti það í gær. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 499 orð | 2 myndir

Ekki eins og ég ímyndaði mér

Körfubolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Samningurinn minn er búinn. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

Hefur keðjuverkandi áhrif

Fréttaskýring Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Með þeirri tilkynningu IOC, Alþjóðaólympíunefndarinnar, og framkvæmdanefndar ÓL 2020 í Tókýó í gær um að Ólympíuleikarnir fari fram 23. júlí til 8. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA

Körfubolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta staðfesti hann við Morgunblaðið í gær. Valið á að fara fram í Brooklyn í New York 25. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 1122 orð | 2 myndir

Kylfingar bíða átekta

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Golfíþróttin er að einhverju leyti í annarri stöðu en ýmsar aðrar íþróttagreinar hvað það varðar að tímabilið hér heima er ekki hafið. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, segir að af þeim sökum þá muni GSÍ hinkra alla vega fram til mánaðamóta apríl/maí með að taka stórar ákvarðanir um mótahald GSÍ. Vissulega ríki þó óvissa varðandi mótahald vegna kórónuveirunnar og þeirra áhrifa sem hún hefur á samfélagið allt. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Starfsfólkið heldur laununum

Lionel Messi hefur staðfest að hann og aðrir leikmenn Barcelona hafi tekið á sig 70 prósenta lækkun launa á meðan leikir í spænska fótboltanum liggi niðri af völdum kórónuveirunnar. Meira
31. mars 2020 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

Umræðan um hvort og hvernig eigi að ljúka hinum ýmsum yfirstandandi...

Umræðan um hvort og hvernig eigi að ljúka hinum ýmsum yfirstandandi íþróttamótum er að vonum áberandi á þessum einkennilegu dögum og vikum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.