Greinar fimmtudaginn 2. apríl 2020

Fréttir

2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Allir buðu hámarksverð í kvóta

Tilboð á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur tóku nær undantekningarlaust mið af því hámarksverði sem ráðherra hafði sett. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Heiðmörk Þessir hlaupagarpar, bæði þeir tvífættu og sá ferfætti, létu ekki smá snjómuggu á sig fá þegar þeir hlupu sér til heilsubótar eftir göngustígum í skóginum í... Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Bannar heimsóknir með „tilskipun“

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn snertir alla landsmenn, almenning sem forystufólk þjóðarinnar, og er ekkert heimili undanskilið. Fjölskylda Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hefur fengið að kynnast því. Meira
2. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

„Sársaukafullar vikur“ fram undan

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að kórónuveirufaraldurinn væri mesta áskorun mannkyns frá tímum síðari heimsstyrjaldar. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 556 orð | 7 myndir

„Þetta ár kemst í sögubækurnar“

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta ár kemst í sögubækurnar,“ skrifaði Sverrir Arnar Friðþjófsson, læknakandidat hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi með myndum sem hann setti á Instagram. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 79 orð

Bændur fá afleysingar

Að tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, hafa Vinnumálastofnun og stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga gert samkomulag við Bændasamtök Íslands um fjárstuðning vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem... Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Dregur úr sölu hægt og bítandi

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hægt og bítandi hefur dregið úr pöntunum hjá Einhamri Sefood í Grindavík og á samdrátturinn jafnt við um markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meira
2. apríl 2020 | Innlent - greinar | 219 orð | 1 mynd

Einblínum á jákvæðar fréttir

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 261 orð | 3 myndir

Eins og þegar Palli var einn í heiminum

Það var vetrarríki hvarvetna og fáir á ferli þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari skrapp út á land nýverið. Ferðalagið var ef til vill ekki svo ólíkt því þegar Palli var einn í heiminum og greint er frá í vinsælli barnabók. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 288 orð

Engin áform um að hætta við próf

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til umræðu er nú í Danmörku að fella niður komandi stúdentspróf vegna þess ástands sem skapast hefur í skólamálum í kjölfar útbreiðslu kórónuveiru. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 627 orð | 3 myndir

Er með stærri áföllum á síðari tímum

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þetta er með stærri áföllum sem riðið hafa yfir íslenskt samfélag á seinni tímum og er erfitt að finna hliðstæðu um svo skjóta og djúpa kreppu í samfélaginu,“ segir Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, þegar hann er spurður um sögulegar hliðstæður kórónuveirufaraldursins, COVID-19, sem nú gengur yfir. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Flutt inn eitt tonn af fersku nautakjöti

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrstu sendingarnar af fersku nautakjöti, eftir að innflutningur á ófrosnu kjöti var heimilaður um áramót, komu til landsins um miðjan febrúar. Meira
2. apríl 2020 | Innlent - greinar | 473 orð | 3 myndir

Fóðra hundruð flækinga í útgöngubanni

Eftir að strangt útgöngubann var sett á í Indlandi sitja eftir milljónir flækinga sem venjulega reiða sig á matargjafir vegfarenda. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Fresta útgreiðslu kreditkortagreiðslna hótels

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er nógu mikill slagur að standa í þessu á erfiðum tímum þó að ekki bætist þetta á. Þetta eru peningar sem ég á, það getur ekki farið á milli mála, og ég lít á þetta sem fjárdrátt,“ segir hótelstjóri á Suðurlandi þegar hann lýsir samskiptum sínum við Kortaþjónustuna nú um mánaðamótin. Henn fékk ekki þá fjármuni sem viðskiptavinir hans höfðu greitt með kreditkortum vegna þess að greiðslumiðlunarfyrirtækið hélt eftir allri fjárhæðinni vegna hugsanlegra krafna um endurgreiðslu frá viðskiptavinum sem ekki hafa notað fyrirframgreidda þjónustu. Tugir hótela munu vera í sömu stöðu. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 226 orð

Fær að áfrýja sýknudómi

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni ríkissaksóknara um að áfrýja dómi sem Landsréttur kvað upp í febrúar en þá var kona sýknuð af ákæru fyrir hlutdeild í nauðgunarbroti. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 102 orð

Færri innbrot og þjófnaðir

Tilkynningum um innbrot og þjófnaði fækkaði milli mánaða, ekki síst hvað varðar þjófnað á farsímum og innbrotum í ökutæki. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir mars 2020. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 551 orð | 1 mynd

Galette með eplum og möndlufyllingu

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir heldur úti matarblogginu Döðlur & smjör og hér deilir hún með lesendum gómsætu galette með eplum og möndlufyllingu. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 632 orð | 5 myndir

Getum bætt við okkur börnum

„Skólinn er fullstarfandi því við erum svo fá að samkomubannið gildir ekki um okkur,“ segir Marta Guðrún Jóhannesdóttir, skólastjóri og kennari við Grunnskóla Drangsness. Nýlega var auglýst eftir skólastjóra og hún hlakkar til að hleypa nýjum að og segir smæðina vera kost. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 443 orð | 3 myndir

Gjöfin er eina eignin

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur Axelsson, fyrrverandi smiður í Árbæjarsafni, hefur ákveðið að gefa KFUM og KFUK áletraðan róðukross í keðju, sem hann fékk að gjöf frá séra Friðriki Friðrikssyni fyrir um 70 árum. Meira
2. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Greinir á um lántöku

Vaxandi óánægju gætir innan ríkisstjórnar Hollands vegna afstöðu Marks Rutte, forsætisráðherra landsins, til útgáfu svonefndra „kórónuskuldabréfa“, sem ætlað sé að koma til móts við fyrirsjáanlega kreppu á evrusvæðinu. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 266 orð

Halda eftir kortagreiðslum

Helgi Bjarnason Þóroddur Bjarnason Greiðslumiðlunarfyrirtækin eru að endurmeta áhættu sína vegna endurgreiðslukrafna viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja sem greitt hafa fyrir þjónustuna fyrirfram og ekki enn notað hana. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Hátíð hafsins undirbúin

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningi fyrir Hátíð hafsins í Reykjavík er haldið áfram af fullum krafti. Hátíðin verður að öllu óbreyttu haldin um sjómannadagshelgina 6.-7. júní í sumar. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Hertar aðgerðir á Vestfjörðum

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið að herða aðgerðir gegn kórónuveirusmiti í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði en smit greindist í Bolungarvík í vikunni og... Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Hrefnukvótinn 1.278 dýr í Noregi

Norðmenn máttu hefja hrefnuveiðar ársins í gær, 1. apríl, og er heimilt að veiða 1278 dýr. Það er sami kvóti og í fyrra, en þá veiddust 429 dýr og var það lélegasta vertíðin fram til þessa. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Innritun hefst í dag í leikskólana

Í dag, fimmtudaginn 2. apríl, hefst innritun í leikskóla í Reykjavík vegna plássa sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla. Foreldrar fá boð um vistun í gegnum innritunarkerfið Völu. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Íslenskir skiptinemar í biðstöðu í Argentínu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skiptinemarnir og æskuvinirnir Greipur Þorbjörn Gíslason og Björgvin Logi Bjarkason voru vongóðir um að komast í sérstakt flug frá Buenos Aires í Argentínu til Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi, en gert var ráð fyrir að vél Lufthansa færi í loftið um miðnætti að íslenskum tíma. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Kippur í sölu á léttvíni í mars

Í nýliðnum marsmánuði var talsvert meira selt af áfengum drykkjum í Vínbúðunum en í sama mánuði í fyrra. Alls voru seldir rúmlega 1.900 þúsund lítrar í mars í ár, en 1.761 þúsund lítrar í fyrra, og nemur aukningin 8,2%. Meira
2. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Kórónuveiran verði ekki öryggisvá

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í gær að ríki bandalagsins yrðu að huga vel að vörnum sínum meðan á faraldrinum stæði. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 293 orð

Kvótar ársins ákveðnir í deilistofnum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um veiðar íslenskra skipa á makríl á árinu 2020. Alls hefur makrílkvóti Íslands verið ákveðinn rúmlega 152 þúsund tonn, en var 140 þúsund tonn í fyrra. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Könnunin snertir alla þjóðina

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta er einhver mikilvægasta heimildasöfnun safnsins frá upphafi. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 129 orð

Leggi ekki áherslu á ávöxtun og arð á árinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því við Bankasýslu ríkisins að hún horfi fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á þessu ári. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 163 orð | 2 myndir

Liba-brauð loksins fáanlegt á Íslandi

Til er það brauð sem þykir svo gott að veitingastaðir hafa slegist um það og hafa veitingamenn fullyrt að það eigi sér enga hliðstæðu. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Lækka farþegagjöld í hvalaskoðun

Stjórn Faxaflóahafna kom saman til fundar í gær og samþykkti aðgerðir í því skyni að koma til móts við viðskiptavini fyrirtækisins vegna heimsfaraldursins. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Metmánuður að baki hjá áhöfninni á Bárði

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alls varð aflinn í marsmánuði hjá Bárði SH frá Ólafsvík 1.091 tonn og einhver kíló, eins og Pétur Pétursson, skipstjóri og útgerðarmaður, orðar það. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 432 orð

Mikill ágreiningur innan ASÍ

Guðni Einarsson Ómar Friðriksson Jóhann Ólafsson Þórunn Kristjánsdóttir Mikill ágreiningur er nú innan innan forystu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um hvort koma eigi til móts við atvinnurekendur vegna hækkandi launakostnaðar í þeim erfiðleikum sem nú... Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 1038 orð | 7 myndir

Samfélagið í hlutlausum gír

Kórónuveiran nær nú orðið til landsins alls, þúsundir fólks eru í sóttkví og 1.220 smit af covid-19 eru staðfest. Samfélagið hefur verið sett í hlutlausa gírinn og samkomubann gildir út aprílmánuð. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Samið um bætt kjör kennara FVA

Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 817 orð | 4 myndir

Samkomubann líklega út apríl

Guðni Einarsson Jón Pétur Jónsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í gær að aðgerðir og samkomubönn sem áttu að gilda til 13. apríl giltu áfram út apríl. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 1140 orð | 11 myndir

Skoska akademían sýnir úrvalið

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Konunglega listaakademían í Skotlandi sýndi á dögunum úrval af verkum nýliða í myndlist. Sýningin fór að þessu sinni fram 15. febrúar til 11. mars. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Svifið segli þöndu yfir hjarnið

Skíðamaður færði sér vindinn í nyt, setti upp segl og lét kaldann draga sig á drjúgri ferð yfir snæviþakta Mosfellsheiðina, nálægt Þingvallaveginum. Meira
2. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Taekwondo-keppendur vinna heiman frá sér

Danska meistarakeppnin í poomsae, þar sem keppendur þurfa að sýna rétt form á æfingum í taekwondo, fór fram í gær. Keppnin var að þessu sinni með óvenjulegu sniði, en segja má að keppendur hafi allir unnið heima hjá sér. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Urriðaboltar í kuldanum

Stangveiðitímabilið hófst í norðangarra og frosti í gær en veiði í nokkrum helstu sjóbirtingsánum, og fáeinum silungsám og -vötnum til, hefst ætíð 1. apríl. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður reyndu veiðimenn að setja í fiska og nokkrir vænir tóku. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Valin í embætti prests á Laugalandi í Eyjafirði

Kjörnefnd í Laugalandsprestakalli í Eyjafirði hefur kosið séra Jóhönnu Gísladóttur til að vera sóknarprestur og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar. Sr. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 506 orð | 4 myndir

Vegagerðin flytur í Garðabæinn

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin er ríkisfyrirtæki sem allir landsmenn þekkja. Meira
2. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 94 orð

Þrjú sögðu sig úr miðstjórn ASÍ

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir brotthvarf þriggja úr miðstjórn ASÍ hafa komið sér á óvart. Meira

Ritstjórnargreinar

2. apríl 2020 | Staksteinar | 216 orð | 1 mynd

Huga þarf strax að umbótum

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, fjallar um ástandið í efnahagslífinu í grein í Morgunblaðinu í gær og bendir á hætt sé við að með „viðamiklum og róttækum tímabundnum aðgerðum sé búið til svikalogn“. Ekki sé nóg að leysa bráðavandann í efnahagslífinu, horfa þurfi fram í tímann. Meira
2. apríl 2020 | Leiðarar | 250 orð

Mildri leið hafnað

Alþýðusambandið er bersýnilega úr tengslum við efnahagslegan veruleika Meira
2. apríl 2020 | Leiðarar | 390 orð

Nám á tímum skerðinga

Kórónuveiran má ekki verða börnum þröskuldur í skóla Meira

Menning

2. apríl 2020 | Bókmenntir | 631 orð | 6 myndir

Afsakanir, sólskin, hlátur og undur

Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Bubbi Morthens var beðinn að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanninu. Meira
2. apríl 2020 | Tónlist | 160 orð | 1 mynd

Auður gefur út svítuna ljós

Tónlistarmaðurinn Auður gefur á morgun út svítuna ljós og segir í tilkynningu að verkið sé bæði í senn eitt lag og skipt í fjóra sjálfstæða kafla. Forminu svipi því til svítu í klassískri tónlist. Meira
2. apríl 2020 | Leiklist | 482 orð | 2 myndir

„Mikil og krefjandi áskorun“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mikil og krefjandi áskorun fyrir nemendur mína,“ segir Hákon Már Oddsson, fagstjóri kvikmyndasviðs Borgarholtsskóla. Meira
2. apríl 2020 | Bókmenntir | 357 orð | 3 myndir

Í draumi ofurmanna

Eftir Ingva Þór Kormáksson. Sæmundur 2020. Kilja, 290 bls. Meira
2. apríl 2020 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Í lestarslysi með tígrisdýrakóngnum

Stundirnar á Netflix eru orðnar ansi margar upp á síðkastið, nú þegar maður forðast helst að fara út fyrir hússins dyr. Meira
2. apríl 2020 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Listahátíðum aflýst

Hverri vinsælu listahátíðinni af annarri sem halda átti í vor eða sumar úti um löndin er frestað eða aflýst þessa dagana. Meira
2. apríl 2020 | Myndlist | 848 orð | 5 myndir

Náttúrulega fæddur listamaður

Yfirlitssýning í Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshall-húsinu. Sýningarstjóri Daníel K. Björnsson. Sýningin er lokuð meðan á samkomubanni stendur. Meira
2. apríl 2020 | Tónlist | 697 orð | 2 myndir

Ólíkar hliðar einmanaleikans

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarmaðurinn og listaháskólaneminn Sævar Jóhannesson sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu 28. mars síðastliðinn og ber hún titilinn Disconnect , sem er enska sögnin yfir að aftengjast. Meira
2. apríl 2020 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Skítamórall í beinni frá Eldborg

Hljómsveitin Skítamórall heldur tónleika á Eldborgarsviði Hörpu annað kvöld kl. 21.10 og verður sýnt frá þeim í beinni útsendingu á RÚV 2. Skítamórall var stofnuð árið 1989 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. Meira
2. apríl 2020 | Bókmenntir | 258 orð | 1 mynd

Tími til að lesa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti í gær af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Meira

Umræðan

2. apríl 2020 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Afturför íslenskunnar?

Eftir Sigurð Sigurðsson: "Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að flytja fyrirlestra um yfirgripsmikil tæknimál með skekktum áherslum í framburði orðanna." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 1353 orð | 3 myndir

Árbók Ferðafélags Íslands í prentun

Þegar vorar spyrja sig margir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbókar Ferðafélagsins og aðrir hvort einhvern tímann verði tæmdur sá brunnur sem hún sækir efni sitt í. Það er einfalt að svara báðum spurningum. Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 572 orð | 1 mynd

Falskt öryggi

Eftir Guðmund Franklín Jónsson: "Stöndum saman, virðum hvert annað, vonum og trúum á það besta og stoppum þessa hræðilegu veiru – við erum öll í sama bátnum." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Fréttamenn og áritanir endurskoðenda

Eftir Guðmund Jóelsson: "Staðreyndin er sú að nánast enginn sem um þetta mál hefur fjallað virðist hafa látið sér detta í hug að áritanir endurskoðenda kynnu að skipta máli." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 582 orð | 2 myndir

Geðheilbrigði á tímum óvissu

Eftir Grím Atlason: "Ef ekki verður brugðist við núna með skynsamlegum hætti er hætta á að við stöndum eftir með ástand sem erfitt verður að vinna úr." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Hvað getum við lært af sögunni?

Eftir Baldur Ágústsson: "Fast gengi er allra hagur." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Hverjir eru sökudólgar?

Eftir Arnþór Helgason: "Þessi barátta er í nánum tengslum við hlýnun jarðar og miskunnarlaust arðrán okkar á auðlindum jarðarinnar." Meira
2. apríl 2020 | Hugvekja | 717 orð | 2 myndir

Jörðin, veiran og Guð

Nýjar leiðir hafa verið fundnar til að koma því öfluga safnaðarstarfi sem unnið er í öllum kirkjum landsins til alls heimsins, án landamæra. Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 357 orð | 5 myndir

Lokunarstefnan hefur beðið skipbrot

Eftir Bolla Kristinsson: "Meirihluti rekstraraðila og borgarbúa er á móti götulokunum í miðbænum!" Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Lýðræði og sóttvarnir

Eftir Hauk Arnþórsson: "Geta sóttvarnayfirvöld borið lýðræðislega ábyrgð á stórfelldum og langvarandi stjórnarákvörðunum og byggt þær einvörðungu á eigin fagsjónarmiðum?" Meira
2. apríl 2020 | Pistlar | 428 orð | 1 mynd

Nú er tíminn til að lesa

Íslensk heimili takast nú á við breyttan veruleika. Margir hinna fullorðnu vinna heima samhliða því að sinna börnum sem dauðlangar aftur í skólann og á íþróttaæfingar. Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 718 orð | 3 myndir

Skipulag við Dalveg – áskorun til bæjaryfirvalda í Kópavogi

Eftir Hjálmar H. Ragnarsson: "...Það er ekkert í þessu, engin hugsun, engin fegurð og engin sköpun." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Tillaga um hækkun aflareglu

Eftir Sveinbjörn Jónsson: "Tillaga mín til stjórnvalda og Hafrannsóknastofnunar er sú að aflaregla í þorski verði aukin úr 20% í 30% að minnsta kosti í þrjú til fimm ár." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 358 orð | 2 myndir

Uppbyggilegt tímabil?

Eftir Ragnar Rúnar Þorgeirsson: "Maður þarf ekki að hanga heima, maður getur haft nóg að gera svo manni leiðist ekki." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Verndun lands og lýðs

Eftir Werner Ívan Rasmusson: "En vandinn hverfur ekki með þögninni og það þarf styrka þjóðarhönd til þess að stýra málaflokknum „innflytjendur“, svo vel fari." Meira
2. apríl 2020 | Aðsent efni | 398 orð | 2 myndir

Við semjum ekki við þá sem við teljum ómissandi

Eftir Gunnar Helgason og Guðbjörgu Pálsdóttur: "Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum?" Meira
2. apríl 2020 | Velvakandi | 167 orð | 1 mynd

Þurfum við herlög?

Það er sagt frá því í bresku pressunni, að „sveitasíðan“ í Bretlandi sé óánægð með að borgarfólk „flýi“ upp til sveita til að einangra sig frá veirunni. Það tæmi apótekin og kaupfélögin og dreifi óværunni um landsbyggðina. Meira

Minningargreinar

2. apríl 2020 | Minningargreinar | 587 orð | 1 mynd

Benedikt Bragason

Benedikt Bragason fæddist 26. ágúst 1970. Hann lést 14. mars 2020. Útför Benedikts fór fram 24. mars 2020. Meira  Kaupa minningabók
2. apríl 2020 | Minningargreinar | 1262 orð | 1 mynd

Bjarni Guðmundsson

Bjarni Guðmundsson, rafvirkjameistari, fæddist 13. júlí 1936 á Hafnarhólmi við Selströnd í Strandasýslu. Hann lést 26. mars 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Björgvin Bjarnason rafvirki, f. 1912, d. 1987, og Guðrún Björnsdóttir, húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
2. apríl 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1308 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjarni Júlíusson

Bjarni Júlíusson fæddist 15. nóvember 1925 í Reykjavík en hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 1. mars sl. Foreldrar hans voru Emanúel Júlíus Bjarnason húsasmíðameistari, f. 1886 á Eysteinseyri við Tálknafjörð, og Jóhanna Jóhannesdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
2. apríl 2020 | Minningargreinar | 1070 orð | 1 mynd

Guðni Jónsson

Guðni Jónsson fæddist 31. ágúst 1942. Hann lést á Landspítalanum 25. mars 2020. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 26. febrúar 1914, d. 26. febrúar 1993, og Sigríður Oddleifsdóttir, f. 29. september 1908, d. 4. apríl 1984. Systkini Guðna eru Rútur, f. Meira  Kaupa minningabók
2. apríl 2020 | Minningargreinar | 1241 orð | 1 mynd

Guðrún H. Arndal

Guðrún Helgadóttir Arndal fæddist í Hafnarfirði 15. janúar 1943. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 25. mars 2020. Foreldrar hennar voru Helgi F. Arndal, f. 1905, d. 1980, og Guðlaug M. Arndal, f. 1910, d. 2005. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. apríl 2020 | Viðskiptafréttir | 577 orð | 2 myndir

Álverin í miklum vanda

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenskur áliðnaður hefur sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir jafn krefjandi markaðsaðstæðum. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur eftirspurnin hrunið og við það safnast upp miklar birgðir. Meira
2. apríl 2020 | Viðskiptafréttir | 795 orð | 4 myndir

Vilja 60 daga frest á endurgreiðslum

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira

Daglegt líf

2. apríl 2020 | Daglegt líf | 142 orð | 1 mynd

Fjarvinnufólk, skokkarar og foreldrar með börnin sín á ferðinni

Nú á tímum kórónuveiru og samkomubanns stunda margir útiveru og í Reykjavík eru margar gönguleiðir, sem eru fjölfarnar þessa dagana. Meira
2. apríl 2020 | Daglegt líf | 577 orð | 2 myndir

Fræðslugátt opnuð á tíma veirunnar

Námsefni fyrir alla í boði Menntamálastofnunar. Netlausnir nútímans. Verkfærakista fyrir kennara, foreldra og börnin. Skólastarf mun breytast. Meira
2. apríl 2020 | Daglegt líf | 81 orð | 1 mynd

Ómar í Eldborg

Hljómsveitin Skítamórall fagnar um þessar mundir 30 ára starfsafmæli með nýju lagi og tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem verða annað kvöld í Hörpu og útvarpað á Rás 2 – og sjónvarpað á RÚV 2. Þetta er forsmekkur tónleika sem áttu að vera 9. Meira
2. apríl 2020 | Daglegt líf | 82 orð | 1 mynd

Plokk er gott

Plokktímabilið 2020 er formlega hafið. Minnt er á þetta í fréttatilkynningu að samkomubann sé upplagður tími til að taka til hendi. Meira
2. apríl 2020 | Daglegt líf | 1244 orð | 2 myndir

Stórskörungur með óstjórnlegan vilja

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ekki er algengt að hross nái 24 ára aldri og séu í það góðu formi að hægt sé að ríða út á þeim. Svana er úr háskalegri ræktun og fagnar háum aldri með því að leyfa eiganda sínum að setjast á bak og taka sprettinn. Meira

Fastir þættir

2. apríl 2020 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d5 4. exd5 Rf6 5. Bc4 Rbd7 6. Bg5 0-0 7. Bb3...

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d5 4. exd5 Rf6 5. Bc4 Rbd7 6. Bg5 0-0 7. Bb3 Rb6 8. Bxf6 exf6 9. Df3 a5 10. a4 c5 11. dxc5 Rd7 12. c6 bxc6 13. dxc6 Re5 14. Dd5 De8 15. 0-0-0 Be6 16. Dd6 Bxb3 17. cxb3 Ha6 18. Rge2 Hxc6 19. Dd5 Dc8 20. h3 Hc5 21. Dd6 Hc6 22. Meira
2. apríl 2020 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall. Meira
2. apríl 2020 | Árnað heilla | 74 orð | 1 mynd

Ásthildur María Jónsdóttir

30 ára Ásta er Reykvíkingur, ólst að mestu upp í Seljahverfinu en býr í Vesturbænum. Hún stundaði nám í viðskiptafræði og uppeldisfræði í HÍ, var flugfreyja hjá Wow air og er í fæðingarorlofi. Maki : Eiríkur Páll Erlendsson, f. 1989, smiður og verktaki. Meira
2. apríl 2020 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

„Þetta er algjör viðbjóður, þessi pest“

Helgi Jóhannesson lögfræðingur er nú á fimmtánda degi einangrunar en hann er greindur með COVID-19. Vill hann hvetja fólk til að til fylgja settum reglum og reyna eftir fremsta megni að komast hjá því að smitast og smita aðra. „Þetta er viðbjóður. Meira
2. apríl 2020 | Í dag | 306 orð

Eftir Káinn og fleira gott

Á Boðnarmiði segist Guðrún Bjarnadóttir hafa fundið í blaðabunka Sunnudagsblað Alþýðublaðsins frá 29. nóv. 1936: „Þar var dýrt kveðin vísa eftir Káinn. Meira
2. apríl 2020 | Í dag | 58 orð

Málið

Að taka e-ð traustataki hefur merkt að taka e-ð án leyfis – en í trausti þess að leyfi hefði fengist ef leitað hefði verið eftir. Talsvert er um að það sé talið merkja að stela e-u . Meira
2. apríl 2020 | Árnað heilla | 648 orð | 4 myndir

Með myndarbúskap á Butru

Oddný Steina Valsdóttir fæddist 2. apríl 1980 í Úthlíð í Skaftártungu og ólst þar upp. „Skaftártunga er líklega fallegust sveita á Íslandi,“ segir Oddný. Oddný gekk í Kirkjubæjarskóla en framhaldsskólagangan hófst á Skógum undir Eyjafjöllum. Meira
2. apríl 2020 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Reykjavík Harpa Karen Eiríksdóttir fæddist 21. september 2019 kl. 22.27...

Reykjavík Harpa Karen Eiríksdóttir fæddist 21. september 2019 kl. 22.27 í Reykjavík. Hún vó 4.660 g og var 55,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásthildur María Jónsdóttir og Eiríkur Páll Erlingsson... Meira
2. apríl 2020 | Árnað heilla | 76 orð | 1 mynd

Skúli Skúlason

50 ára Skúli er Keflvíkingur en býr í Kópavogi. Hann er lyfjafræðingur að mennt frá HÍ og lauk doktorsnámi þaðan. Skúli er lyfsali og rekur apótekið Íslandsapótek á Laugavegi. Maki : Guðríður Hallgrímsdóttir, f. 1976, hárgreiðslukona og heildsali. Meira

Íþróttir

2. apríl 2020 | Íþróttir | 354 orð | 3 myndir

Á þessum degi

2. apríl 1960 Morgunblaðið segir frá því að landsliðið í fótbolta muni æfa síðdegis á Melavelli og Háskólavelli. Þrír nýir menn hafi verið boðaðir, Ragnar Jóhannsson úr Fram og Helgi Hannesson og Helgi Björgvinsson frá Akranesi. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 306 orð

Deildir Evrópu spilaðar í sumar – landsleikjum frestað

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Landsleikir karla- og kvennalandsliða Íslands í undankeppni Evrópumótanna í fótbolta fara ekki fram í júnímánuði eins og stefnt var að. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Eins og útlitið er núna bendir fátt til þess að ÍR muni tefla fram...

Eins og útlitið er núna bendir fátt til þess að ÍR muni tefla fram meistaraflokki kvenna í handboltanum næsta vetur. ÍR-ingar greindu frá þessu í síðustu viku og einhverjir leikmanna liðsins hafa lýst vonbrigðum sínum. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Ekki hægt að halda 134. mótið

Forráðamenn Wimbledon-tennismótsins sem haldið er árlega í London tilkynntu í gær að mót ársins 2020 hefði verið slegið af vegna kórónuveirunnar. Wimbledon-mótið, elsta og eitt þekktasta tennismót heims, átti að hefjast 29. júní í 134. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Ferli Jóns Arnórs líklega lokið

KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, sem af mörgum er talinn besti körfuboltamaður Íslandssögunnar, hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Jón Arnór, sem var atvinnumaður í 13 ár, sat fyrir svörum í þættinum Sportið á Stöð2 Sport í gærkvöld. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Grét þegar leikunum var frestað

Simone Biles frá Bandaríkjunum, besta fimleikakona heims og fjórfaldur ólympíumeistari, segir að hún hafi grátið þegar ljóst varð að Ólympíuleikarnir færu ekki fram í Tókýó í sumar. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Guðmundur í stað Kára

Guðmundur Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í handknattleik til næstu tveggja ára en hann tekur við af Kára Garðarssyni. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 865 orð | 2 myndir

Minnt á síðustu vikur hvað sé mikilvægast í lífinu

Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég hef aðeins leitt hugann að því, undanfarin ár, að láta staðar numið og kalla þetta gott. Ég finn það núna að á meðan ég er ekki tilbúin að eyða öllum þeim tíma sem ég þarf í körfuboltann þá er kannski kominn tími til þess að hætta þessu og það varð að lokum niðurstaðan,“ sagði körfuknattleikskonan Gunnhildur Gunnarsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 787 orð | 1 mynd

Reyni að halda út í Brescia

Ítalía Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Brescia í ítölsku A-deildinni, hefur ekki farið mikið út úr húsi undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Meira
2. apríl 2020 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Selja Hafþór til Stjörnunnar

Handknattleiksdeild ÍR hefur selt Hafþór Vignisson, leikmann úrvalsdeildarliðs félagsins, til Stjörnunnar. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson formaður deildarinnar í þættinum Sportið á Stöð2 sport í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.