Greinar fimmtudaginn 16. apríl 2020

Fréttir

16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

1.500 manns fara í skimun fyrir vestan

Ragnhildur Þrastardóttir Sigurður Bogi Sævarsson Skimun fyrir kórónuveirunni á Vestfjörðum hófst í gærmorgun og stendur fram til síðdegis á morgun, föstudag. Sýnatökustaðir eru fjórir; þrír á Ísafirði og einn í Bolungarvík. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

70 milljónir í samfélagssjóð

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fljótsdalshreppur hefur stofnað verkefnasjóð sem ætlað er að styðja nýsköpun, menningu og atvinnuskapandi verkefni í sveitarfélaginu. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Aðgerðir hægt að meta eftir á

„Þetta gengur vel. Sjúklingum hefur lítið fjölgað síðustu daga. Kannski erum við komin að þeim punkti að fjölgunin hættir en við verðum að sjá til með það,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 767 orð | 2 myndir

Allar tölurnar eru niður á við

Sigurður Bogi Sævarsson Skúli Halldórsson Síðdegis í gær voru staðfest smit af kórónuveirunni orðin samtals 1.727 og hafði þá fjölgað um sjö á einum sólarhring. Mun fleiri hafa náð bata en eru með virkt smit. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi á ræktun matjurta

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa orðið varir við aukinn áhuga borgarbúa á að rækta sitt eigið grænmeti. Opnað var fyrir umsóknir um matjurtagarða fyrir íbúa í Reykjavík um miðjan mars. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Vor í lofti Bárujárnshús ber við skýjaðan himininn á Álftanesi. Vor var í lofti í gær og bjartsýni ríkjandi í samfélaginu þrátt fyrir samkomubann, enda er faraldurinn sagður á... Meira
16. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

„Hjálpar ekki að koma sök á aðra“

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Donald Trump sætir harðri gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að frysta fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 429 orð | 4 myndir

Bjartara framundan í Smáralind og Kringlunni

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Forsvarsmenn stóru verslanamiðstöðvanna á höfuðborgarsvæðinu, Kringlunnar og Smáralindar, segja að tekið sé að birta til í rekstrinum, eftir erfiða tíma síðustu vikur. Meira
16. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Danir opna skólana á ný

Leikskólar og grunnskólar hófu starfsemi að nýju víða í Danmörku í gær eftir að hafa verið lokaðir í heilan mánuð vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
16. apríl 2020 | Innlent - greinar | 746 orð | 3 myndir

Eitt fegursta svæði á Íslandi

Snemma varð ljóst að í Friðlandinu að Fjallabaki væru fólgin ein mestu náttúrauðæfi Íslands. Allt ber þar að sama brunni; einstök jarðsaga, óvenjulegar jarðminjar á heimsmælikvarða, hraðfara landmótun og einstök náttúrufegurð kallar á verndun. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fiskidagurinn mikli ekki haldinn í ár

Ákveðið hefur verið að Fiskidagurinn mikli á Dalvík verði ekki haldinn í ár, sbr. þá ákvörðun stjórnvalda að hámarksfjöldi gesta á samkomum sumarsins miðist við 2.000 manns. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Heiðursvörður við útförina í Hveragerði

Fjölmenni stóð heiðursvörð í Hveragerði í gær eftir útför hjónanna Reynis Guðmundssonar og Ninnu Pétursdóttur, sem létust af völdum kórónuveirunnar á dögunum. Þau hjón höfðu búið í Hveragerði í um fimmtíu ár og áttu þar afkomendur, vini og frændgarð. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 519 orð | 2 myndir

Helgi um hverja helgi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um 70% þeirra sem horfðu á línulegt sjónvarp hérlendis síðastliðið laugardagskvöld horfðu á þáttinn Heima með Helga á Sjónvarpi Símans. Helgi um hverja helgi er lýsandi dæmi um viðbrögð almennings við þáttum Helga Björns og félaga undanfarin fjögur laugardagskvöld og hann er þakklátur fyrir stuðninginn. „Þetta hefur heppnast vel.“ Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 507 orð | 2 myndir

Hvað varð um öll hjartaáföllin?

Heimsmynd okkar hefur verið umbylt. Megir þú lifa áhugaverða tíma, hljómar kínverskt máltæki, en langflest okkar myndu örugglega velja að hafa ekki lifað innrás Covid-19 inn í líf okkar síðastliðna mánuði. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Hætta við skaðabótamálið

Stefán Gunnar Sveinsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Fimm af þeim sjö sjávarútvegsfyrirtækjum, sem höfðuðu skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimila á makríl ætla að falla frá málsókninni í ljósi þess ástands sem nú ríkir í... Meira
16. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Í hlífðarfatnaði við líkflutning

Verkamenn klæddir sótthreinsuðum hlífðarfatnaði flytja hér lík manns sem lést af völdum kórónuveirunnar í kirkjugarð í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Allrar varkárni er gætt til að koma í veg fyrir smit frá hinum látna. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Jonhard hlaut fyrstu Vigdísarverðlaunin

Hin alþjóðlegu verðlaun Vigdísar Finnbogadóttur voru afhent í fyrsta sinn í gærkvöldi. Færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen varð sá fyrsti sem hreppti þann heiður, en hann hlaut Vigdísarverðlaunin. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Klístraður súkkulaðidraumur sem þarf ekki að baka

Þessa köku þarf ekki að baka en að sögn Maríu Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að henni er hún afar auðveld og vel þess virði að prófa. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 643 orð | 2 myndir

Litlar upplýsingar um tjón af völdum refa

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun hefur um árabil tekið þátt í kostnaði sveitarfélaga við refaveiðar og er byggt á þeirri forsendu að nauðsynlegt sé að veiða refi til að koma í veg fyrir tjón. Meira
16. apríl 2020 | Innlent - greinar | 531 orð | 2 myndir

Margir á Tenerife eiga ekki fyrir brauðsneið

Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er jafnan kallaður, er nú á 33. degi útgöngubanns á Tenerife, en þar býr hann ásamt fjölskyldu sinni og hefur atvinnu af ferðamennsku eins og svo margir íbúar eyjunnar. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 211 orð

Námslánin verða léttari í skauti

Tekjutengd afborgun námslána mun lækka þegar vextir og endurgreiðsluhlutfall á eldri námslánum LÍN verða lækkuð á næstunni. Ábyrgðarmenn á um 30.000 lánum verða felldir brott til að tryggja jafnræði. Meira
16. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 140 orð

Ódæði hindrað

Saksóknari í Karlsruhe í Þýskalandi hefur ákært fimm menn frá Tadsíkistan fyrir að undirbúa hryðjuverk sem beinast átti að bandarískum herstöðvum í landinu. Einnig ætluðu þeir að vega mann sem hefur verið gagnrýninn á íslam. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Óskýrleika laganna eytt

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Samtök atvinnulífsins (SA) munu gefa tilmæli út til sinna félagsmanna um að túlka lög um hlutabætur með þeim hætti að hlutabætur eigi ekki við á uppsagnarfresti. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 196 orð

Ríkissjóður tryggir áfram flugsamgöngur

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið að nýju við Icelandair Group um flug til Evrópu og Bandaríkjanna á tímabilinu milli 15. apríl og 5. maí. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 173 orð

Samið um úttekt á höfninni

Samgönguráðuneytið hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um að gera óháða úttekt á framkvæmdum við Landeyjahöfn. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Sjóðirnir meta vaxtakjör lána

Landsbanki Íslands (LÍ) lækkaði í fyrradag vexti af íbúðalánum. Bankinn rökstuddi ákvörðunina m.a. með vaxtalækkun Seðlabankans og lækkun bankaskatts. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 168 orð | 2 myndir

Skipta nú út nagladekkjum

Annasamt er nú á dekkjaverkstæðum en reglugerð samkvæmt eiga allir bílar að vera komnir á sumardekk 15. apríl. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 129 orð

Skollakoppur nýtanlegur í Reyðarfirði

Niðurstöður könnunar sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar á útbreiðslu skollakopps í Reyðarfirði leiddu í ljós að nýtanleg ígulkeramið virðast vera þar til staðar. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 490 orð | 4 myndir

Stærst skipa í Íslandssiglingum

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýjum áfanga í siglingasögu Íslendinga var náð um páskana þegar grænlenska gámaskipið Tukuma Arctica kom í jómfrúarferð til Reykjavíkur. Þetta er stærsta kaupskip sem hefur siglingaráætlun til Íslands. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 100 orð | 2 myndir

Sungu fyrir Vigdísi níræða í gær

Nokkrir af fremstu óperusöngvurum landsins komu saman fyrir utan heimili Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, við Aragötu í Reykjavík í gær og sungu fyrir hana í tilefni af 90 ára afmæli hennar. Meira
16. apríl 2020 | Innlent - greinar | 239 orð | 2 myndir

Sýndi brosið á bak við grímuna

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is. Meira
16. apríl 2020 | Erlendar fréttir | 149 orð

Tour de France í haust

Hjólreiðakeppninni frægu Tour de France hefur verið frestað um tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Mun hún fara fram dagana 29. ágúst til 20. september. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 232 orð

Um 15 milljarða tjón á viku

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sennilega nemur vikulegt tjón af völdum kórónuveirunnar um 15 milljörðum króna fyrir íslenskt þjóðarbú. Þetta er mat Kristrúnar Frostadóttur, aðalhagfræðings Kviku banka. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Uppsögn kostaði á fjórða tug milljóna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings fékk tæplega 15 milljónir kr. í bætur fyrir það sem hann taldi ólögmæta uppsögn, þegar gerð var dómsátt í máli hans. Í heild kostaði uppsögnin sveitarfélögin nokkuð á fjórða tug milljóna. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 867 orð | 1 mynd

Veðmál sem gengu ekki upp

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Aðeins eru tólf ár liðin frá því að bankakreppa reið yfir heiminn. Hún kom sérlega illa við Íslendinga sem höfðu byggt upp bankakerfi sitt af miklum móð. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 1359 orð | 2 myndir

Vildu leyna ástæðum útgjalda

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta var áfallaár í lífi mínu. Um sumarið greindist ég með slæmt krabbamein og þurfti að fara í stóra aðgerð. Ég var í krabbameinsmeðferð og veikindaleyfi þegar annað áfall dundi yfir, ennþá þyngra því það var af mannavöldum. Ég var kallaður á fund formanns og varaformanns Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, sem var samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Hann ræðir um mál sem komu upp á árinu 2018. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 189 orð | 4 myndir

Þar sem litir og lífsgleði fá sín notið

Eftir langan og erfiðan vetur og núna sóttkví og samkomubann þurfum við nauðsynlega smá lit í tilveruna. Meira
16. apríl 2020 | Innlendar fréttir | 927 orð | 4 myndir

Ævintýraheimur á heim ofan

VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjónvarpsþátturinn Heima með Helga var með 70% áhorfshlutdeild á myndlyklakerfi Símans síðastliðið laugardagskvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

16. apríl 2020 | Staksteinar | 218 orð | 1 mynd

Innlenda hagkerfið er aðalatriðið nú

Fjármálaráðherra sat fyrir svörum á veffundi Samtaka atvinnulífsins í gær og fór yfir stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og þau úrræði sem ríkisstjórnin hefði gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. Þá kom fram að frekari aðgerðir væru væntanlegar fyrir vikulok án þess að útfærsla þeirra væri rakin í einstökum atriðum. Þó er ljóst að stjórnvöld átta sig á að til dæmis þarf að bregðast sérstaklega við vanda þeirra sem gert hefur verið að loka fyrirtækjum sínum. Það er spurning um sanngirni, segir fjármálaráðherra. Meira
16. apríl 2020 | Leiðarar | 414 orð

Reynir á úthaldið

Kórónuveiran er enn til staðar og getur farið á flug Meira
16. apríl 2020 | Leiðarar | 278 orð

Spá sem veldur áhyggjum

AGS telur að mörg helstu viðskiptalönd Íslands fari illa út úr kórónuveirunni Meira

Menning

16. apríl 2020 | Tónlist | 131 orð | 1 mynd

Alvöru stjörnufans í óperustreymi

Samkomubannið er þungt högg fyrir Metropolitan-óperuhúsið í New York. Síðustu mánuðum leikársins var aflýst og segja stjórnendur hússins að tapið nemi 60 milljónum dala hið minnsta, hátt í sex milljörðum króna. Meira
16. apríl 2020 | Leiklist | 88 orð | 1 mynd

And Björk of course... leiklesið

Leikritið And Björk of course... eftir Þorvald Þorsteinsson heitinn verður leiklesið í beinu streymi Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Verkið var upphaflega frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 7. apríl 2002 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Meira
16. apríl 2020 | Hugvísindi | 147 orð

Borgarskjalasafn óskar eftir efni

Borgarskjalasafn biðlar til Reykvíkinga að ljósmynda og skrá niður upplifun sína, reynslu og tilfinningar á þessum óvenjulegu tímum farsóttar og samkomubanns og senda safninu til varðveislu sem innlegg í sögu borgarinnar og áhrif veirunnar á líf og... Meira
16. apríl 2020 | Tónlist | 129 orð | 1 mynd

Emilía Rós leikur konsert eftir Ibert

Verk eftir Maurice Ravel, Jacques Ibert og Antonín Dvorák eru á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30 sem sendir verða út á RÚV 2 og í streymi á vefnum sinfonia.is. Meira
16. apríl 2020 | Hugvísindi | 74 orð | 1 mynd

Fólk hvatt til að deila minningum

Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni almennings við að svara spurningaskrá um daglegt líf fólks á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur og segir í tilkynningu að mikilvægt sé að safnað verði slíkum heimildum um reynslu fólks og upplifanir. Meira
16. apríl 2020 | Fólk í fréttum | 537 orð | 1 mynd

Jaðarlistin heldur lífi

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stjórnendur jaðarlistahátíðarinnar Reykjavík Fringe eru ekki af baki dottnir og hafa tekið þá ákvörðun að halda hátíðina í sumar og sömu daga og áætlað var, eða 4.-12. júlí. Meira
16. apríl 2020 | Fólk í fréttum | 341 orð | 4 myndir

Listrænar myndir og skyldulesning

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, var beðin um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanninu. Meira
16. apríl 2020 | Kvikmyndir | 831 orð | 2 myndir

Martraðaverksmiðjan Troma

Rómeó og Júlía reynist falla afar vel að trómískri fagurfræði, því sagan er nú þegar full af losta og ofbeldi, það þarf bara að skrúfa allt upp í ellefu, krydda með sifjaspelli og breyta endinum til að ná æskilegum niðurstöðum. Meira
16. apríl 2020 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Samkoma listnema á netinu

Samkoma nefnist netsýning átta listnema sem opnuð verður í dag kl. 17 á vefsvæðinu samkoma.cargo.site. Meira
16. apríl 2020 | Fjölmiðlar | 178 orð | 1 mynd

Söguhetja tekin í sátt

Ég er forfallinn glæpasögulesandi, ég viðurkenni það strax, eins og Guðmundur Jónsson söng hér um árið. Á áratugalöngum ferli sem slíkur hef ég eignast marga góðkunningja, söguhetjur í bókaflokkum þar sem nýjar bækur um þær koma út árlega. Meira
16. apríl 2020 | Fólk í fréttum | 1154 orð | 6 myndir

Tinni lærir að tala upp á nýtt

Af Tinnabókum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég var ekki gamall þegar ég fyrst slóst í för með Tinna í ævintýraleiðöngrum hans. Fimm ára og orðinn læs og einhverra hluta vegna barst í hendur mér bókin Dularfulla stjarnan, um þennan unga hugdjarfa blaðamann (sem skrifar nánast aldrei neitt) sem heldur norður í höf, með viðkomu á frekar ótrúverðugri Akureyri, í leit að leifum loftsteins sem átti að hafa fallið þar. Þennan sama vetur sá ég hjá Gumma vini mínum ekki síður æsilegt teiknað ævintýri með sömu hetju, Svaðilför í Surtsey, þar sem Tinni eltist við peningafalsara út í hálfhruninn kastala á skoskri eyju. Og með fölsurunum í liði er illilegur górilluapi sem allir óttast. Meira
16. apríl 2020 | Bókmenntir | 1252 orð | 2 myndir

Verið í samkomubanni alla ævi

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Á dögunum kom út ný skáldsaga eftir rithöfundinn Óttar Norðfjörð, Dimmuborgir . Fjallar sagan um bókagagnrýnandann Elmar sem kemst á snoðir um morð vinar síns sem framið var 25 árum fyrr. Meira

Umræðan

16. apríl 2020 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Að þrasa frá sér viðskiptavin

Eftir Elías Elíasson: "Búast má við miklum breytingum í öllum viðskiptum milli þjóða í kjölfar COVID-19-faraldursins." Meira
16. apríl 2020 | Aðsent efni | 91 orð | 1 mynd

Eftir hundrað ár

Eftir Elísabetu Jökulsdóttur: "Eftir hundrað ár, fimm hundruð ár mun fólk sitja og rifja upp farsóttir þær sem geisað hafa á jörðinni, rifja upp svartadauða, stórubólu og fleiri slíkar." Meira
16. apríl 2020 | Aðsent efni | 443 orð | 2 myndir

Enn um sóknarfæri í góðu skólastarfi

Eftir Þorstein Þorsteinsson og Gunnlaug Sigurðsson: "Megintilgangurinn er að nemandinn taki nám sitt alvarlega, axli ábyrgð á eigin námsframvindu í samræmi við aldur og þroska og læri að gera áætlanir." Meira
16. apríl 2020 | Hugvekja | 680 orð | 2 myndir

Hvaðan kemur mér hjálp?

Vorönn þessa árs hefur reynt á marga, vond veður, snjófljóð, erfið slys, óróleiki í jörðu, kórónufaraldur... Meira
16. apríl 2020 | Pistlar | 412 orð | 1 mynd

Magnað heilbrigðiskerfi

Heilbrigðiskerfið okkar er ein heild sem vinnur að því markmiði að veita samfellda þjónustu þar sem hagsmunir notenda eru hafðir að leiðarljósi. Sjaldan hefur mikilvægi þessarar heildar verið jafn augljóst eða jafn mikið og nú. Meira
16. apríl 2020 | Aðsent efni | 280 orð | 2 myndir

Nóttin 9di janúar 1959

Eftir Braga Kristjónsson: "Það komu þrír gestir til þeirra í heimsókn um nóttina: Stefán skáld, Hörður Grímsson, Bolli Gústafsson guðfræðinemi og Jónas Svafár atómskáld." Meira
16. apríl 2020 | Velvakandi | 129 orð | 1 mynd

Skeggið burt

Skegglaus maður hefur sápað skeggstæði sitt daglega og skafið með sápu og því lágmarkað hættu á smiti. Meira
16. apríl 2020 | Aðsent efni | 185 orð | 1 mynd

Sóttkveikjur

Eftir Einar Ingva Magnússon: "Allflestir fara eftir tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, enda er líf og heilsa í húfi." Meira
16. apríl 2020 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Stjórnvöld – skiljið engan eftir

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur: "Valdið hefur talað og það hefur sagt að almennt séu atvinnuleysisbætur of lágar og örykjar hafi það bara nógu gott." Meira
16. apríl 2020 | Aðsent efni | 1212 orð | 3 myndir

Tryggingavik

Eftir Steingrím Þormóðsson, Þormóð Skorra Steingrímsson og Fjölni Vilhjálmsson: "Tjónþolar í líkamstjónamálum hér á landi hafa ekki forræði á þeirri sönnunarfærslu sem þeir eiga rétt á. Af hverju er það látið viðgangast af þeim lögmönnum sem taka að sér slík mál? Af hverju starfa þeir nánast sem útibú fyrir vátryggingafélögin?" Meira

Minningargreinar

16. apríl 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1165 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjarni Andrésson

Bjarni Andrésson fæddist í Ásgarði í Dalasýslu 24. júní 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. apríl 2020. Foreldrar hans voru Andrés Magnússon bifreiðastjóri, f. 29.10. 1904, d. 26.6. 1962, og Jóna Sigríður Sigmundsdóttir, f. 3.7. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 2217 orð | 1 mynd

Bjarni Andrésson

Bjarni Andrésson fæddist í Ásgarði í Dalasýslu 24. júní 1938. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. apríl 2020. Foreldrar hans voru Andrés Magnússon bifreiðastjóri, f. 29.10. 1904, d. 26.6. 1962, og Jóna Sigríður Sigmundsdóttir, f. 3.7. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 3104 orð | 1 mynd

Einar Guðni Jónsson

Sr. Einar Guðni Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur á Kálfafellsstað, fæddist á Kálfafellsstað í Borgarhafnarhreppi, Austur-Skaftafellssýslu hinn 13. apríl 1941. Hann lést á Landspítalanum, Landakoti, hinn 4. apríl 2020. Foreldrar hans voru hjónin sr. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 418 orð | 1 mynd

Guðrún Sigríður Óskarsdóttir

Guðrún Sigríður Óskarsdóttir fæddist á Akureyri 31. október 1929. Hún lést á öldrunarheimilinu Hlíð 8. apríl 2020. Foreldrar Guðrúnar voru Óskar Stefánsson, f. 1907, d. 1977, og Vigdís Guðmundsdóttir, f. 1909, d. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 2247 orð | 1 mynd

Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson

Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson fæddist 16. janúar 1932. Hún lést 29. mars 2020. Útför Jóhönnu fór fram í kyrrþey en minningarathöfn verður haldin þegar aðstæður leyfa. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 2999 orð | 1 mynd

Kjartan Lárus Pálsson

Kjartan Lárus Pálsson fæddist í Keflavík 6. október 1939. Hann lést á Landspítalanum 3. apríl 2020. Foreldrar Páll Ebeneser Sigurðsson og Ingibjörg Bergmann Eyvindsson. Kjartan var elstur af þremur systkinum. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 1562 orð | 1 mynd

María Bæringsdóttir

María Bæringsdóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1930. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 31. mars 2020. Foreldrar hennar voru Bæring Elísson, bóndi Bjarnarhöfn, síðar Borg, Stykkishólmi, f. 1899, d. 1991, og Árþóra Friðriksdóttir, húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 2173 orð | 1 mynd

Sigurður Halldór Sverrisson

Sigurður Halldór Sverrisson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1953. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. apríl 2020. Foreldrar hans eru María H. Sigurðardóttir sjúkraliði, f. 13. október 1930, og Sverrir Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 28. mars 1927. Meira  Kaupa minningabók
16. apríl 2020 | Minningargreinar | 3135 orð | 1 mynd

Tryggvi Páll Friðriksson

Tryggvi Páll Friðriksson fæddist 13. mars 1945 í Reykjavík. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 7. apríl 2020. Foreldar hans voru Friðrik Pálsson lögregluflokksstjóri, f. á Eskifirði 26. apríl 1917, d. 3. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. apríl 2020 | Viðskiptafréttir | 395 orð | 1 mynd

Skjót viðbrögð eyríkja skiluðu góðum árangri

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Flest ríki reyna nú hvað þau geta til að sporna við útbreiðslu kórónuveiru. Á meðan sum hafa reynt að setja á sem fæstar hömlur á íbúa sína brugðust önnur skjótt við með landamæralokunum og samkomubanni. Meira
16. apríl 2020 | Viðskiptafréttir | 137 orð | 3 myndir

Tekist á við faraldurinn um heim allan

Um allan heim berjast menn við að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Það gengur misjafnlega, en mörg þau ríki sem tóku af ákveðni og festu á faraldrinum þegar í byrjun eru nú farin að uppskera verulegan árangur. Meira

Daglegt líf

16. apríl 2020 | Daglegt líf | 855 orð | 4 myndir

Kunnum núna betur á hvert annað

Þegar sex einstaklingar stofna saman fyrirtæki þá reynir það á samskiptin. „Við höfum lært hvað jákvæðni skiptir miklu máli í samvinnu,“ segja sexmenningarnir úr Verzló sem framleiða sjampó í föstu formi. Meira

Fastir þættir

16. apríl 2020 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. g3 a6 5. Bg2 Rbd7 6. b3 b6 7. 0-0 Bb7 8...

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. g3 a6 5. Bg2 Rbd7 6. b3 b6 7. 0-0 Bb7 8. Rc3 Bd6 9. Rd2 Dc8 10. e4 Bb4 11. Dc2 Bxc3 12. Dxc3 Rxe4 13. Rxe4 dxe4 14. Ba3 f5 15. d5 Rf6 16. f3 exd5 17. fxe4 dxe4 18. De5+ Kf7 19. Hxf5 He8 20. Df4 Dd7 21. Bb2 He6 22. Meira
16. apríl 2020 | Árnað heilla | 120 orð | 1 mynd

80 ára

Robert Albert Spanó á 80 ára afmæli í dag. Hann fæddist í Napolí á Ítalíu en kom til Íslands árið 1970 og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1977. Meira
16. apríl 2020 | Árnað heilla | 570 orð | 4 myndir

Hissa á að hafa náð 50 árum

Anna Kolbrún Árnadóttir er fædd 16. apríl 1970 á Akureyri, þar sem hún bjó þangað til hún fluttist með foreldrum sínum og stóra bróður suður til Kópavogs og ári síðar til Reykjavíkur. Meira
16. apríl 2020 | Árnað heilla | 59 orð | 1 mynd

Ingi Einar Sigurbjörnsson

70 ára Ingi er frá Blönduósi en býr í Reykjavík. Hann er vélvirki og rennismiður að mennt og er umsjónarmaður vélaverkstæðis hjá Reykjavíkurborg. Börn : Eyrún Dögg, f. 1973, og Baldur Sigurbjörn, f. 1974, barnabörnin eru fimm. Meira
16. apríl 2020 | Fastir þættir | 171 orð

Kiddi Marteins. V-Allir Norður &spade;54 &heart;KD108 ⋄106543...

Kiddi Marteins. V-Allir Norður &spade;54 &heart;KD108 ⋄106543 &klubs;32 Vestur Austur &spade;KG10973 &spade;Á2 &heart;64 &heart;97532 ⋄Á2 ⋄G976 &klubs;865 &klubs;109 Suður &spade;D86 &heart;ÁG ⋄KD &klubs;ÁKDG74 Suður spilar 3G. Meira
16. apríl 2020 | Í dag | 58 orð

Málið

Megnugur þýðir fær um e-ð , sem hefur afl til e-s: maður er mikils, lítils, nokkurs eða einskis megnugur . Kona sem kveðst lítils „megnuð“ er ekki ein, þetta heyrist, og sést, við og við en ð -ið er út í hött. Meira
16. apríl 2020 | Árnað heilla | 77 orð | 1 mynd

Sigurður Pálsson Beck

60 ára Sigurður er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum en býr í Grafarvogi. Hann er blikksmiður og vinnur hjá Marel. Maki : Hrefna Egilsdóttir, f. 1956, leikskólakennari. Börn : Erla Dögg, f. 1985, Íris Ósk, f. 1988, Berglind Björk, f. Meira
16. apríl 2020 | Í dag | 259 orð

Sól á páskum og breytilegt veður

Helgi R. Einarsson gefur heilræði á páskum: Á veröld nú dynur háskahregg, því hugmynd til bóta af gáska legg: Meðan heimsbyggðin grætur farðu á fætur og fáðu þér lýsi og páskaegg. Meira
16. apríl 2020 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Þakklát fyrir að sleppa við andþyngsli

Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur nú verið í einangrun í þrjár vikur frá því hún greindist með smitsjúkdóminn COVID-19. Hún ræddi upplifun sína í Síðdegisþættinum á K100. Meira

Íþróttir

16. apríl 2020 | Íþróttir | 349 orð | 3 myndir

Á þessum degi

16. apríl 1971 Morgunblaðið greinir frá því að Hermann Gunnarsson sóknarmaður úr Val megi ekki leika með landsliði Íslands í knattspyrnu þegar það mætir Frakklandi í undankeppni Ólympíuleikanna í maímánuði. Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 899 orð | 6 myndir

Blandar Fylkir sér í toppbaráttuna?

Vetrarfótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Blandar Fylkir sér í toppbaráttuna á Íslandsmóti kvenna í fótboltanum í sumar? Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Ég er ekki hissa á því að Eyjamenn skuli leita allra leiða til að geta...

Ég er ekki hissa á því að Eyjamenn skuli leita allra leiða til að geta haldið krakkamótin sín í fótboltanum á komandi sumri. Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Frá Akureyri til Þorlákshafnar

Lárus Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þórs frá Þorlákshöfn í körfuknattleik og samið við félagið til þriggja ára. Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Grótta fær tvo úr liði Fjölnis

Handknattleiksmennirnir Bergur Elí Rúnarsson frá Fjölni og Birgir Steinn Jónsson frá Stjörnunni eru komnir til liðs við Gróttu, sem verður nýliði í úrvalsdeild karla næsta vetur. Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Íslendingar spila leiki í maí

Útlit er fyrir að þrír íslenskir knattspyrnumenn hjá sænskum félögum verði komnir á fulla ferð með liðum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Lækkað starfshlutfall hjá KSÍ

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, tekur á sig launalækkun vegna minnkandi umsvifa sambandsins í kjölfar kórónufaraldursins. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportið í dag í gær á Stöð 2 Sport. Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 1015 orð | 2 myndir

Markakóngur eða ekki?

Þýskaland Kristján Jónsson kris@mbl.is Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, bíður nú þess sem verða vill í Þýskalandi eins og aðrir Íslendingar í deildinni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort reynt verði að halda áfram keppni á keppnistímabilinu 2019-2020 eða hvort tímabilinu sé lokið. Bjarki er í ögn sérstakri stöðu því hann var markahæstur í efstu deild þegar þegar keppni var slegið á frest eftir að hafa farið mikinn með Lemgo á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu. Var hann með þrettán marka forskot þegar sjö umferðir voru eftir. Meira
16. apríl 2020 | Íþróttir | 152 orð

Starfshópur ÍSÍ skoðar skiptingu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tilkynnt á vef sínum að 500 milljónum króna verði varið til íþrótta- og æskulýðsstarfs til þess að mæta áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.