Fimmtíu og tveir starfsmenn greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitors í Danmörku og í Bretlandi eiga á hættu að missa vinnu sína, en fyrirtækið hefur tilkynnt að í undirbúningi sé að leggja niður alrásarþjónustu (e. Omni Channel) í Danmörku og Bretlandi.
Meira
Afbókunum skemmtiferðaskipa til landsins fjölgar hægt og bítandi enda ríkir mikil óvissa um það hvenær skipin hefja siglingar á nýjan leik. Þær upplýsingar fengust hjá Faxaflóahöfnum í gær að búið væri að afbóka 48 skipakomur til Reykjavíkur í sumar.
Meira
Í dymbilvikunni var hllutfall látinna í Svíþjóð hærra en nokkru sinni áður á öldinni. Þetta sýna bráðabirgðatölur frá hagstofu landsins sem sænska ríkisútvarpið birti í gær Alls létust 2.550 manns í þeirri viku.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Starfsemi ýmissa alþjóðastofnana hefur breyst eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Ein þeirra er Evrópulögreglan, Europol, sem er með aðsetur í Hollandi.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Síldarvinnslan hefur ákveðið að fresta veiðum í Barentshafi sökum þess að erfiðlega gengur að selja afurðir sem hafa safnast upp hjá útgerðinni.
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Spurningar hafa vaknað um það hvað búi að baki aðstoð sem Rússar hafa veitt Ítölum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.
Meira
Boris Johnsen sneri aftur til starfa sem forsætisráðherra Bretlands í gærmorgun. Honum var ekið í ómerktum bíl að bústað sínum við Downingstræti og fór inn um bakdyrnar.
Meira
„Við viljum opna sem fyrst enda er hægt og bítandi að færast aftur líf í miðbæinn. Við bíðum bara eftir því að fá leyfi til að opna á ný,“ segir Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins.
Meira
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við ætlum að nýta lífrænan úrgang hjá okkur sem fóður fyrir hænur og orma, en skepnurnar gefa okkur í staðinn áburð og egg. Þannig fræðum við börnin um hringrás og sjálfbærni náttúrunnar,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi, en þar er nú verið að undirbúa komu hænsna og rauðorma.
Meira
„Til þessa höfum við ekki sett okkur upp á móti þessum lokunum, þær hafa ekki haft svo mikil áhrif á okkur. En núna finnum við mjög fyrir þessu þegar ferðamaðurinn er farinn.
Meira
Engar kröfugöngur verða 1. maí á vegum verkalýðshreyfingarinnar hér á landi. Hefur það ekki gerst síðan 1923, eða í 97 ár. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri samkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á RÚV kl....
Meira
Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair lauk eftir þriggja og hálfs tíma setu í gær, án þess að samningar næðust. Ríkissáttasemjari hefur boðað til nýs fundar í fyrramálið.
Meira
Í sumarbyrjun ár hvert er eimreiðin Minør tekin úr geymslu og hún sett upp á miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík. Þessi gamla eimreið hefur ætíð vakið mikla athygli, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna.
Meira
Helgi Bjarnason Skúli Halldórsson Rýmkað verður um fjöldatakmarkanir á Ísafirði, í Hnífsdal og Bolungarvík 4. maí en ekki þó til jafns við línuna sem gildir um landið allt. Skrefið verður stigið til fulls 11.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í sparnaðarskyni hefur verið gripið til þess ráðs hjá stóru rútufyrirtækjunum að taka bíla af skrá, enda engir ferðamenn á landinu og verkefnin engin.
Meira
Ferðamálastjóri segir nauðsynlegt að nota auglýsingar á samfélagsmiðlum samhliða auglýsingum á innlendum miðlum til þess að herferð Ferðamálastofu, sem ætlað er að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands í sumar, nái tilætluðum árangri.
Meira
Kristján Andri Stefánsson sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í París verður sendiherra í Brussel í stað Gunnars Pálssonar sendiherra sem kallaður hefur verið heim til starfa í ráðuneytinu, eins og fram hefur komið í blaðinu.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Valkvæðar skurðaðgerðir verða leyfðar frá 4. maí. Þeim var frestað tímabundið frá 23. mars vegna kórónuveirufaraldursins og átti frestunin fyrst að gilda til 31. maí.
Meira
Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Við höfum ekki séð neinar stórvægilegar breytingar á markaðinum að undanförnu, hvorki í framboði né í verðbreytingum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Stefán Einar Stefánsson Þorsteinn Ásgrímsson Heimildarmenn innan þeirra sjóða sem mest eiga í Icelandair Group segjast opnir fyrir því að leggja flugfélaginu til nýtt hlutafé.
Meira
„Markmið Vonar er að fólk sem er að upplifa erfiðustu stundir lífs síns hafi góða aðstöðu á gjörgæsludeildinni. Einnig að liðsinna skjólstæðingum deildarinnar á margvíslegan hátt,“ sagði Anna S. Óskarsdóttir, formaður styrktarfélagsins...
Meira
„Það er sanngjarnt og eðlilegt að erlendir tæknirisar, streymis- og auglýsingaveitur verði skattlagðar með sama hætti og innlendir aðilar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meira
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins verður opnuð að nýju hinn 4. maí eftir tímabundið hlé sem gert var á brjósta- og leghálsskimunum hinn 24. mars í samræmi við fyrirmæli Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins.
Meira
Meðan samkomubann varir hafa stjórnendur Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar tekið höndum saman um lifandi tónlistarstreymi úr Eldborgarsalnum flesta morgna klukkan 11.
Meira
Mikill samdráttur var í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku eða 19,6% samanborið við sömu viku á síðasta ári. Hafa ber þó í huga að mismunandi tímasetning páska flækir samanburðinn að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Meira
„Ég hef til að mynda komið á framfæri við kollega mína úti upplýsingum um þetta rakningarteymi okkar. Það er áhugavert að lögreglumenn hafi tekið þátt í að elta uppi smit,“ segir Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol.
Meira
Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ og fleiri sveitarfélögum tekur gildi á hádegi þriðjudaginn 5. maí, sama dag og rýmkað samkomubann sem takmarkað hefur skólastarf tekur gildi.
Meira
Það var líf og fjör við Vikåsen-grunnskólann í Þrándheimi í Noregi í gærmorgun þegar nemendur á aldrinum 6 til 10 ára fengu loks að mæta aftur eftir sex vikna veirufrí.
Meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Víglínunnar á sunnudag og er óhætt að segja að hann hafi með málflutningi sínum fært víglínuna vel til vinstri. Logi lét þess getið í þættinum að í augnablikinu væri „ríkið langlanglangstærsti atvinnurekandi landsins,“ en hann dró ekki þá ályktun af þessum miklu umsvifum að fara bæri varlega í frekari útþenslu ríkisins. Þvert á móti sá hann mikil „tækifæri“ í því að fjölga starfsmönnum þess enn frekar.
Meira
Stjórnendur dönsku bókaverslananna Arnold Busck sendu í gær út tilkynningu þar sem þeir sögðu að öllum 29 verslunum keðjunnar yrði lokað og færi fyrirtækið í gjaldþrotameðferð.
Meira
Einn þekktasti rithöfundur Norðurlanda, Per Olov Enquist, er látinn 85 ára að aldri. Eftirlifandi eiginkona hans, Gunilla Thorgren, segir hann hafa sofnað svefninum langa á laugardagskvöld eftir langvinn veikindi.
Meira
Gamanmyndahátíð Flateyrar stóð á dögunum, í samstarfi við Reykjavík Foto, fyrir 48 stunda gamanmyndakeppni. Þátttakendur í keppninni fengu aðeins 48 klukkustundir til að fullvinna stutta gamanmynd með þemanu Heppni/Óheppni.
Meira
Það er erfitt að láta tilfinningarnar ekki taka yfir við að syngja þetta,“ sagði Isobel Leonard eftir að hafa flutt „Somewhere“ eftir Leonard Bernstein án undirleiks í beinni að heiman frá sér í fjögurra klukkustunda langri...
Meira
Eftir Birgi Þórarinsson: "Þrátt fyrir að hafa lifað af fjármálakreppuna 2008, flóttamannastrauminn til Evrópu og Brexit er ekki sjálfgefið að ESB lifi veirufaraldurinn af í núverandi mynd."
Meira
Eftir Þóru Björk Valsteinsdóttur: "Hér er fjallað um Grikkland nútímans og gríska þjóðarsál. Viðbrögð Grikkja við kórónuveirunni en einnig um þau áföll sem gríska þjóðin hefur þurft að takast á við á 21. öldinni."
Meira
Eftir Guðna Ágústsson: "Er það tillaga mín að nýr formaður Bændasamtakanna, Gunnar Þorgeirsson, leggi til við forystumenn ríkisstjórnarinnar að Kári verði settur fyrir nefnd um hvernig ber að efla Matvælalandið Ísland."
Meira
Nýverið stakk ég upp á að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, löggum, barnaverndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleiri opinberum starfsmönnum.
Meira
Eftir Eddu Gerði Guðmundsdóttur: "SVDR fagnar nú 90 ára starfi. Af því tilefni hvetjum við almenning til að hafa augun opin fyrir hugsanlegum slysagildrum í umhverfinu."
Meira
Eftir Svan Guðmundsson: "Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar."
Meira
Eftir Ásgeir R. Helgason: "Reykingafólk sem greinist með krabbamein er í erfiðri stöðu og margir þurfa sérhæfðan stuðning til að hætta að reykja."
Meira
Ásgerður fæddist á Ísafirði 19. október 1955. Hún lést á Skejby sygehus í Árósum 20. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Ólafur Halldórsson, f. 16.7. 1929, d. 19.6. 1999, og Sesselja Ásgeirsdóttir, f. 28.7. 1932, d. 31.1. 1993.
MeiraKaupa minningabók
Eygló Svava Kristjánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. apríl 1977, hún lést á heimili sínu 27. mars 2020. Foreldrar hennar eru Hrefna Óskarsdóttir, f. 30. apríl 1951 og Kristján Ingólfsson, f. 29. nóvember 1950.
MeiraKaupa minningabók
Eygló Svava Kristjánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. apríl 1977, hún lést á heimili sínu 27. mars 2020. Foreldrar hennar eru Hrefna Óskarsdóttir, f. 30. apríl 1951 og Kristján Ingólfsson, f. 29. nóvember 1950.
MeiraKaupa minningabók
Fróði Ploder fæddist 27. febrúar 1992. Hann lést af slysförum 7. apríl 2020. Foreldrar Fróða eru Svafa Arnardóttir og Björgvin Ploder. Fróði var elstur af þremur systkinum. Næstur honum í aldri er Sindri Ploder, f. 11.8. 1997, og Arna Ploder, f. 17.5.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Einarsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, fæddist á Moldnúpi í Vestur-Eyjafjallahreppi 16. júlí 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. apríl 2020. Foreldrar hans voru Einar Sigurþór Jónsson, f. 26.4. 1902, d. 31.10.
MeiraKaupa minningabók
28. apríl 2020
| Minningargrein á mbl.is
| 1179 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Guðjón Einarsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, fæddist á Moldnúpi í Vestur-Eyjafjallahreppi 16. júlí 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. apríl 2020. Foreldrar hans voru Einar Sigurþór Jónsson, f. 26.4. 1902, d. 31.10.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 22. september 1935. Hún lést 13. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Þóra Magnúsdóttir frá Staðarhóli í Höfnum, f. 1910, d. 1976, og Guðmundur Jónsson frá Deild á Álftanesi, f. 1903, d. 1993.
MeiraKaupa minningabók
Linda Ósk Sigurðardóttir fæddist 11. desember 1979 á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut. Hún lést eftir langvinn veikindi á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 5. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Sigrún Baldvinsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
María Helgadóttir fæddist 12. ágúst 1930 í Keflavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 18. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson læknir, f. 3.8. 1891, d. 29.4. 1949, og Sigurbjörg Hulda Matthíasdóttir hjúkrunarkona, f. 14.9.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Margrét Jóhannesdóttir fæddist 18.11. 1946 og lést 11.4. 2020 í Borgarnesi. Ragnheiður var dóttir Gyðu Magnúsdóttur og Jóhannesar Árnasonar, en Kristján Björn Bjarnason, eiginmaður Gyðu, gekk Ragnheiði í föðurstað.
MeiraKaupa minningabók
Sandra Líf Long fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1993. Hún lést 9. apríl 2020. Móðir hennar er Lára Berþóra Long, f. 2.11. 1969, eiginmaður Láru er Martin Bailey, f. 22.12. 1969. Faðir Söndru Lífar er Þórarinn Finnbogason, f. 24.4.
MeiraKaupa minningabók
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur tilkynnt að í undirbúningi sé að leggja niður alrásarþjónustu (e. Omni Channel) í Danmörku og Bretlandi og að allt að 52 starfsmenn eigi á hættu að missa vinnu sína.
Meira
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stórir hluthafar í Icelandair Group eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja fyrirtækinu til aukið hlutafé á komandi vikum. Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, hefur sagt að slík innspýting sé félaginu nauðsynleg á komandi vikum enda hefur lausafjárstaða félagsins versnað til muna frá því að millilandaflug í Evrópu og til Bandaríkjanna lagðist nær alfarið af í síðari hluta marsmánaðar. Icelandair Group mun birta þriggja mánaða uppgjör sitt á mánudaginn næsta en áður en að því kemur standa vonir til þess að félagið færist nær því að tryggja innspýtingu nýs hlutafjár.
Meira
6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall.
Meira
30 ára Hólmar ólst upp á Djúpavogi og Höfn í Hornafirði og býr á Höfn. Hann er stúdent frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og er trillusjómaður á Huldu SF-197. Maki : Hafrún Eiríksdóttir, f. 1988, rafvirki hjá Rafhorni.
Meira
Höfn í Hornafirði Nökkvi Þór Hólmarsson fæddist 3. maí 2019 kl. 00.52 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hann vó 3.540 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Hólmar Hallur Unnsteinsson og Hafrún Eiríksdóttir...
Meira
40 ára Ísgerður er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en líka í Los Angeles. Hún býr í 101. Ísgerður er leikari að mennt frá Arts Educational í London, hún sér um Krakkafréttir á Rúv og er sjálfstætt starfandi leikkona. Systir : Gunnhildur Helga, f.
Meira
OGAE (Organisation Générale des Amateurs de l'Eurovision), stærstu alþjóðlegu Eurovision-aðdáendasamtök heims, munu halda sérstaka kosningu þar sem almenningur og aðdáendur Eurovision-söngvakeppninnar geta kosið um sitt uppáhaldslag í keppninni.
Meira
Gylfi Jónsson fæddist 28. apríl 1945 í Helgamagrastræti 13 á Akureyri. Hann ólst upp á Ytri-Brekkunni og bjó þar á meðan hann dvaldi á Akureyri. „Ytri-Brekkan á Akureyri var einstaklega þægilegur staður til uppvaxtar,“ segir Gylfi.
Meira
Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is „Við höfum bara verið að ræða saman um framhaldið og höfum horft aðeins fram í tímann,“ segir Guðmundur B.
Meira
28. apríl 1968 Karlalandsliðið í handknattleik fær óvæntan skell, 29:17, gegn Spánverjum í vináttulandsleik í Alicante. Leikurinn fer fram við aðstæður sem koma íslenska liðinu í opna skjöldu en leikið er utanhúss í 25 stiga hita.
Meira
Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Edinson Cavani er ítrekað orðaður við önnur félög en ljóst þykir að hann yfirgefi París SG í sumar þegar samningur hans rennur út.
Meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að leggja til breytingu til bráðabirgða á reglum um innáskiptingar leikmanna þegar fótboltinn fer aftur í gang eftir hléið sem staðið hefur yfir víðast hvar í nokkrar vikur.
Meira
Knattspyrnusamband Íslands fær liðlega 4,3 milljónir evra, um 685 milljónir íslenskra króna, frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Sambandið úthlutar þeirri upphæð til sinna fimmtíu og fimm aðildarríkja.
Meira
Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal fá að mæta á ný á æfingasvæði félagsins síðar í þessari viku en með ströngum skilyrðum. Aðeins fimm leikmenn mega mæta á svæðið í einu og er skipt í hópa sem æfa í klukkutíma hver fyrir sig.
Meira
Forráðamenn félaga efstu deildar Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið að klára tímabilið með tíu liða úrslitakeppni. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla og eftir riðlakeppnina fara fram átta liða úrslit.
Meira
Sem betur fer hefur ástandið hér á landi batnað til muna síðustu vikur. Allt horfir til betri vegar og leyfir maður sér því að vera bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta geti hafist í júní.
Meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sent stjórnvöldum áskorun um að þau úrræði sem ætlað sé að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldursins af völdum kórónuveirunnar nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu.
Meira
Danmörk Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik, leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Aarhus frá og með næsta tímabili. Thea, sem er 23 ára, kemur til félagsins frá Oppsal í Noregi, þar sem hún lék eitt tímabil í efstu deild. „Ég heyrði fyrst í þeim fyrir áramót. Þjálfarinn hefur fylgst með mér í gegnum ferilinn og vissi af mér. Hann ákvað að heyra í mér og snemma á þessu ári heimsótti ég félagið og leist vel á. Ég skrifaði undir samninginn fyrir nokkru,“ sagði Thea í samtali við Morgunblaðið.
Meira
Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur neyðst til að fresta áformum um að stækka heimavöllinn sinn Anfield um tólf mánuði. Ætlar félagið að stækka völlinn um 7.000 sæti. Mun Anfield þá rúma 61.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.