Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég verð að leita réttar okkar hjóna vegna þess að okkur hefur verið stíað í sundur. Framkoma stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hefur verið þannig,“ sagði Ármann Ingimagn Halldórsson, vélamaður á Egilsstöðum. Konan hans, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, dvelur á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum sem er rekið af HSA. Hún er 62 ára og er með vöðvarýrnunarsjúkdóm, er í öndunarvél og þarf mikla umönnun. Ármann gisti hjá Gróu á næturnar fram að heimsóknabanninu til að geta sinnt henni og verið hjá henni.
Meira