Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Frosti Freyr Davíðsson, 11 ára ljóðskáld í 6. bekk Kelduskóla, Vík í Grafarvogi, nýtti aukinn frítíma í samkomubanninu undanfarnar vikur vel og er farinn að hugsa um að gefa út aðra ljóðabók. „Ég les mikið, bæði sögur og ljóð, og hlusta alltaf á hljóðbækur þegar ég er úti að ganga í hverfinu, hef þá fengið margar hugmyndir, sérstaklega þegar ég hef verið á gangi í fjörunni og velt við steinum,“ segir hann.
Meira