Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hrönn og Bylgja Hafþórsdætur, tvíburasysturnar á bókasafninu á Siglufirði, eru líkar bæði í sjón og raun. Svipurinn er sá sami og eins smekkur þeirra fyrir bókum, en báðar hafa þær verið lestrarhestar alveg síðan í æsku. Ungar drukku þær í sig hinar vinsælu ævintýrabækur Enid Blyton og af íslensku efni voru Öddubækur Jennu og Hreiðars Stefánssonar og sögur Ármanns Kr. Einarssonar í uppáhaldi. Á unglingsárum fóru systurnar svo að lesa skáldverk, ævisögur og svo mætti áfram telja; bækur í öllum sínum fjölbreytileika eru þverskurður af veröld sem breytist hratt.
Meira