Sendiherra Rússlands minntist um helgina hér í blaðinu loka síðari heimsstyrjaldar, eða föðurlandsstríðsins mikla, eins og styrjöldin er nefnd í Rússlandi. Rússar, og aðrir sem þá heyrðu undir Sovétríkin, drógust inn í styrjöldina árið 1941, nokkru síðar en önnur Evrópuríki, eftir að nasistar sviku gerða samninga. Þau fjögur ár sem liðu frá innrásinni í Sovétríkin og til stríðsloka börðust Rússar og aðrir Sovétmenn hetjulega við heri nasista og áttu mikilvægan þátt í sigrinum á þeirri illsku sem riðið hafði yfir í Evrópu og víðar.
Meira