Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Já, það er rétt. Síðustu frímerkin koma í október og síðan stendur ekki til að gefa út fleiri að svo komnu máli,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, við Morgunblaðið þegar spurt er hvort áform fyrirtækisins um að hætta útgáfu frímerkja standi enn. Ákvörðunin, sem tekin var í fyrrahaust vegna erfiðrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins, hefur vakið mikla óánægju meðal frímerkjasafnara hér á landi og talsverða athygli og undrun erlendis; var nýverið t.d. fjallað um hana á hinum víðlesna vef Linn's Stamp News.
Meira