Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kórónuveiran eirir engu, og ein afleiðing veirufaraldursins er að sýningar og framleiðsla á kvikmyndum hafa raskast um allan heim. Árni Samúelsson, forstjóri og eigandi SAM félagsins sem rekur fimm kvikmyndahús á landinu, segir að þó að aðsóknin sé enn ekki svipur hjá sjón í eina SAM bíóinu sem búið er að opna á ný, Bíóhöllinni í Álfabakka, eigi hann von á flóðbylgju nýrra kvikmynda með haustinu og aukinni aðsókn.
Meira