Greinar föstudaginn 22. maí 2020

Fréttir

22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 74 orð

74 útköll frá janúar til apríl

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 74 útköllum fyrstu fjóra mánuði ársins, en það er rúmlega 20% aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í færslu Gæslunnar á Facebook. Meira
22. maí 2020 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Að minnsta kosti 95 látnir eftir fellibyl

Að minnsta kosti 95 manns létust í fyrrinótt þegar fellibylur skall á Indlandi og Bangladess. Skildi óveðrið eftir sig langa slóð eyðileggingar í báðum ríkjum, en fellibylurinn er talinn hinn stærsti á þessum slóðum frá árinu 1999. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 723 orð | 3 myndir

Birkið ræktað í meiri hæð

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á vegum Skógræktarinnar er fyrirhugað að gróðursetja um 500 þúsund birkiplöntur í ár umfram fyrri áætlanir og er verkefnið hluti af aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna kórónufaraldursins. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 773 orð | 2 myndir

Bæjarstjórn vill friða fjörðinn

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meirihluti fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Eggert

Hrafn á flugi Hrafninn er tilkomumikill þar sem hann flýgur yfir og kannar landið í leit að æti. Spurning er hvort hann hafi fundið höfuð af hrúti, hrygg og... Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ekki full eining um friðun Eyjafjarðar

Ekki er full eining í Eyjafirði um friðun fjarðarins fyrir sjókvíaeldi. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri samþykkti bókun þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að leyfa ekki sjókvíar í firðinum. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Ellefu próf fyrir ellefu nemendur

Snorri Másson snorrim@mbl.is Nemendur á fornmálabraut í Menntaskólanum í Reykjavík þreyttu stúdentspróf í latínu á dögunum hjá Kolbrúnu Elfu Sigurðardóttur, latínu- og grískukennara til áratuga og fagstjóra í faginu. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Faraldur kallar á aðgerðir

Aðalfundur ADHD-samtakanna fór fram í vikunni. Í ályktun fundarins er aukinni áherslu stjórnvalda á geðheilbrigðismál fagnað og „þeirri vitundarvakningu sem orðin er um mikilvægi geðheilbrigðis og andlegrar heilsu. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Framúrskarandi starf í umhverfismálum

Kuðungurinn, umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári, fór til verkfræðistofunnar Eflu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra afhenti viðurkenninguna í vikunni. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Frétt framtíðarinnar tengist bókakassa

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Úrval bóka sýnir að eftirspurnin er margþætt og mismunandi. Bókasafnarar eru að sama skapi með ólíkar áherslur. Sumir safna öllum bókum, aðrir ævisögum, sagnfræðiritum, ljóðum, barnabókum og svo framvegis. Þorvaldur Guðjónsson safnar teiknimyndasögum sem komu út 1974-1990 og er langt kominn með að eignast öll útgefin rit í bókaflokknum á þessum tíma. „Ég á orðið nokkur hundruð bækur en það vantar alltaf eina og eina,“ segir hann. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Héraðsvígi Húnvetninga frá söguöld

Borgarvirki er gosstapi. Efst í virkinu er skeifulaga 5-6 metra djúp skeifulaga dæld, umgirt hömrum nema hvað hún er opin til austurs. Þar var hlaðinn grjótveggur frá fornu fari. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Hrognkelsi fara um langan veg

Árið 2018 byrjaði Hafrannsóknastofnun í samvinnu við Biopol á Skagaströnd og grænlensku náttúrufræðistofnunina að merkja hrognkelsi á fæðuslóð á víðáttumiklu hafsvæði í Norðaustur-Atlantshafi. Í heild var 761 hrognkelsi merkt 2018 og 2019. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Íslendingur bestur í heimi

Gabríel Sindri Benediktsson, 16 ára drengur búsettur í Breiðholti, er bestur í heimi í tölvuleiknum Rocket League. Tölvuleikurinn er ekki aðeins gríðarlega vinsæll á Íslandi, heldur spila hann 60 milljónir um allan heim, ef marka má heimasíðuna. Meira
22. maí 2020 | Erlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Kínverjar herða tökin á Hong Kong

Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný þjóðaröryggislög í Hong Kong, sem kveða á um bann við uppreisnaráróðri, landráði og sjálfstæðisumleitunum sjálfstjórnarhéraðsins. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 231 orð | 2 myndir

Leiði og minnisvarði Jóns forseta í slæmu ástandi

Leiði Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu er illa hirt og legsteinn og minnisvarði í slæmu ástandi. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Leit að skipverjanum lauk án árangurs

Leit að skipverja, sem talið er að hafi fallið fyrir borð af fiskiskipinu Erlingi KE-140 í Vopnafirði á mánudag, lauk um klukkan þrjú í gær. Ekkert nýtt kom út úr leitinni. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Maðurinn lést eftir eldsvoða

Maðurinn sem slasaðist í bruna í húsi við Hafnarstræti á Akureyri síðastliðið þriðjudagskvöld er látinn. Hann var 67 ára gamall og lést síðari hluta miðvikudags á gjörgæsludeild Landspítala. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 62 orð

Mega landa 15 tonnum

Fimmtán daga gráslepputímabil mátti hefjast á innanverðum Breiðafirði á miðvikudag, en annars staðar voru veiðar stöðvaðar að kvöldi 2. maí. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 660 orð | 2 myndir

Mikið högg fyrir marga víða um land

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Enn er ekki öll nótt úti hvað varðar komu minni skemmtiferðaskipa síðsumars, að mati forsvarsmanna Cruise Iceland, en að þeim standa hafnir víða um land og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Hjá Faxaflóahöfnum er nálgunin hins vegar þannig að í endurskoðaðri áætlun er ekki lengur gert ráð fyrir neinum komum skemmtiferðaskipa í sumar. Ef rætist úr og einhver skip koma verður litið á það sem bónus. Ljóst er að verulegt tekjutap fylgir færri eða engum komum skemmtiferðaskipa, ekki aðeins fyrir hafnir víða um land, heldur einnig fyrir fjölmörg þjónustufyrirtæki. Meira
22. maí 2020 | Erlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Mikil fjölgun tilfella í S-Ameríku

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rúmlega fimm milljónir manna hafa nú sýkst af kórónuveirunni, og um það bil 330.000 manns hafa látist af völdum hennar. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Mikilvægt að huga að öryggi

Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar hafa í för með sér að hólfa þarf niður mörg stór rými til að tryggja að fjöldi innan hvers rýmis sé í samræmi við reglur. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Mútað til að byrja að æfa fótbolta

Guðný Árnadóttir er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals í fótbolta þó að hún sé aðeins 19 ára gömul en segir að foreldrar sínir hafi þurft að múta henni með alls kyns verðlaunum til að fá hana til að byrja að æfa íþróttina austur á Hornafirði. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Nýr formaður Geðhjálpar

Héðinn Unnsteinsson var kjörinn formaður Landssamtakanna Geðhjálpar á aðalfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Einar Þór Jónsson gaf ekki kost á sér til formennsku en verður áfram í stjórn. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Pétur Einarsson flugmálastjóri

Pétur Einarsson, fyrrverandi flugmálastjóri, lést 20. maí síðastliðinn eftir baráttu við hvítblæði. Pétur fæddist 4. nóvember 1947 í Reykjavík. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Ragnhildur Árnadóttir sér fram á bjartari tíð

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta fer allt að lagast,“ segir Ragnhildur Árnadóttir, sem er 100 ára í dag. Hún býr á Hrafnistu í Reykjavík og vegna kórónuveirunnar hefur hún verið innilokuð á sinni hæð og heimsóknir takmarkaðar. En hún sér fram á bjartari tíð. „Þetta fer að lagast,“ segir hún. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Rannsókn lokið á þyrluslysi Ólafs

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líklegt að flugmaður þyrlu Ólafs Ólafssonar athafnamanns hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að vanmeta veðurskilyrði með þeim afleiðingum að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli þyrlunnar... Meira
22. maí 2020 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Segja sig frá eftirlitssamkomulagi

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hygðist segja upp „Open Skies“-samkomulaginu, en það veitir þeim ríkjum sem ritað hafa undir það rétt til þess að stunda eftirlitsflug innan lofthelgi hinna ríkjanna með skömmum... Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Setja fyrirvara við mat í ársreikningi

Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar var jákvæð um 13,3 milljarða króna á árinu 2019 samkvæmt ársreikningi borgarinnar sem staðfestur var í borgarstjórn á þriðjudag. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Skaðar vörumerki ef þau eru ekki sýnileg

Þótt fræðin segi að fyrirtæki eigi að grípa tækifærið í niðursveiflu og setja meiri kraft í markaðsmálin er það hægara sagt en gert ef félög hafa orðið fyrir tekjufalli. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 587 orð | 2 myndir

Skipti plastfilmu út fyrir net

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Um árabil hafa félagasamtökin Junior Achievement á Íslandi efnt til fyrirtækjasmiðju fyrir unga frumkvöðla. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 203 orð

Skyndiprófin ekki talin nógu næm

Stjórnvöld í Bretlandi eru að innleiða skyndipróf til að kanna hvort fólk er sýkt af kórónuveirunni. Niðurstöður fást innan 20 mínútna. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 357 orð | 3 myndir

Stjörnumerki slá í gegn

Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Sunneva Halldórsdóttir læknanemi hefur ekki setið auðum höndum í samkomubanninu frá því að háskólanum í Slóvakíu var lokað. Nú er hún komin í stórtæka listaverkasölu en hún segir að það hafi verið fyrir algjöra tilviljun. „Fyrir nokkrum vikum bað vinkona mín mig um að græja fyrir hana sængurgjöf. Ég teiknaði mynd af fiskum og setti fæðingarupplýsingar um barnið,“ segir Sunneva. Hún deildi myndinni á Instagram og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Meira
22. maí 2020 | Innlendar fréttir | 620 orð | 1 mynd

Úrslitin ráðast ekki í dag

Snorri Másson snorrim@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

22. maí 2020 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Ábyrgðin liggur víða

Í athyglisverðu viðtali Morgunblaðsins við seðlabankastjóra í gær er hann spurður út í þá staðreynd að álag sem bankarnir leggja ofan á vaxtakjör fyrirtækja og heimila hefur farið mjög hækkandi á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað hratt og mikið. Bankastjórinn segir að bankinn geti „hæglega þurft að grípa til aðgerðar til þess að bæta miðlun vaxtalækkana í gegnum fjármálakerfið“. Meira
22. maí 2020 | Leiðarar | 798 orð

Óviss framtíð

ESB glímir við vanda af áður óþekktri stærðargráðu Meira

Menning

22. maí 2020 | Tónlist | 651 orð | 2 myndir

Eins og í Bond-mynd

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SinfoniaNord, líkir ástandinu við upptökur á tónlist fyrir erlend fyrirtæki í Hofi, á undanförnum vikum, við kvikmynd um njósnarann James Bond. Meira
22. maí 2020 | Myndlist | 92 orð | 1 mynd

Hrossamálarinn Rothenberg látin

Bandaríski listmálarinn Susan Rothenberg, sem sló í gegn með expressjónískum málverkum af hrossum, verkum sem voru á sínum tíma eins konar andsvar við ríkjandi mínimalisma í listheiminum vestanhafs, er látin, 75 ára að aldri. Meira
22. maí 2020 | Bókmenntir | 304 orð | 3 myndir

Kokkteill gerður af meistarahöndum

Eftir Emelie Schepp. Kristján H. Kristjánsson þýddi. MTH 2020. Kilja, 432 bls. Meira
22. maí 2020 | Fjölmiðlar | 239 orð | 1 mynd

Lífið er of stutt til þess að segja nei

Sá ótrúlegi atburður átti sér stað á dögunum að ég kveikti á sjónvarpinu og þá var akkúrat að byrja mynd sem vakti áhuga minn. Meira
22. maí 2020 | Hönnun | 149 orð | 1 mynd

Metfjöldi umsókna í Hönnunarsjóð

Metfjöldi sótti um styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs. Meira
22. maí 2020 | Fólk í fréttum | 489 orð | 3 myndir

Óþægileg, svívirðileg, mannleg og auðmýkjandi

Ragna Kjartansdóttir tónlistarkona mælir með verkum sem njóta má innan veggja heimilisins á tímum kórónuveirufaraldurs. „Ég verð að viðurkenna að ég les ekki mikið og er ekkert endilega heldur mikið fyrir að horfa á hvað sem er. Meira
22. maí 2020 | Kvikmyndir | 134 orð | 1 mynd

SAMbíóin sýna afmælisperlur

Í tilefni af 40 ára afmæli kvikmyndarinnar The Shining og 25 ára afmæli The Shawshank Redemption munu SAMbíóin í Álfabakka, í samstarfi við Warner Brothers, sýna þær aftur. Báðar eru byggðar á sögum Stephens Kings og teljast sígildar. Meira
22. maí 2020 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Segja frá verðlaunamyndum

Sýning blaða- og fréttaljósmyndara, Myndir ársins, stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Þrír ljósmyndaranna sem hlutu verðlaun fyrir myndir sínar kynna þær í safninu í hádeginu í dag, föstudag, kl. 12.10. Meira
22. maí 2020 | Tónlist | 137 orð | 1 mynd

Sono Luminus gefur út Atonement

Atonement, hljómplata þar sem tónlistarhópurinn Caput og söngkonan Tui Hirv flytja verk Páls Ragnars Pálssonar, kemur út í dag en stjórnandi er Guðni Franzson. Meira

Umræðan

22. maí 2020 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Höldum í vonina

Eftir Jóhann L. Helgason: "Auðvitað veltur afkoma Íslendinga mikið á því hvernig Evrópa fer út úr öllum þessum hörmungum. Við skulum bara vona að ríkisstjórn Íslands sé í fyrsta skiptið með hjartað á réttum stað." Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 717 orð | 1 mynd

Ísland – landið okkar góða

Eftir Hjálmar Magnússon: "Dags daglega spáum við lítið í það hversu frábært land við eigum og kannski eiga einhverjir erfitt með að koma auga á það." Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 302 orð | 1 mynd

Kvóti eða ekki kvóti?

Eftir Svan Grétar Jóhannsson: "Í framhaldi af umræðum um að koma grásleppuveiðum í kvótabundið kerfi, er þá ekki sanngjarnt að strandveiðar á þorski fari í sama farveg á sama degi." Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 431 orð | 2 myndir

Kærleikurinn vonandi áfram í fyrsta sæti

Eftir Sigurð Ragnarsson: "Kærleikurinn virkar best. Við eigum að hafa kærleikann að vopni alla daga og við allar kringumstæður. Bæði þegar vel gel gengur og þegar illa gengur." Meira
22. maí 2020 | Pistlar | 461 orð | 1 mynd

Nú er tíminn

Undanfarna mánuði hafa komið hinir ýmsu björgunarpakkar frá stjórnvöldum og er von á einum enn á næstu dögum. Markmið pakkanna hefur aðallega verið að vernda fyrirtæki og störf. Langflestir milljarðarnir fara þangað. Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 829 orð | 1 mynd

Sumarið er tíminn

Eftir Jóhannes Loftsson: "Best er að eiga við kórónuvírusinn á sumrin og því ætti opnun landsins í sumar að vera án íþyngjandi takmarkana." Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Tekur illviðrið völdin á Dynjandisheiði?

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Inngrip náttúruaflanna sem taka fyrirvaralaust ráðin af stuðningsmönnum heilsársvegar um Dynjandisheiði geta starfsmenn Vegagerðarinnar aldrei stöðvað án þess að stórslys hljótist af." Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 825 orð | 1 mynd

Umræða og orðfæri

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Þess eru einnig dæmi að umræðan komist á lágkúrulegt plan, svo lágkúrulegt að það getur varla talist skítkast, miklu fremur mykjudreifing." Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Þjóð með eymd í arf

Eftir Svan Guðmundsson: "Við eigum að vera stolt af okkar sjávarútvegi. Hættum að líta til hans með öfundaraugum og gleðjumt yfir færsæld hans og styrk." Meira
22. maí 2020 | Aðsent efni | 870 orð | 1 mynd

Þokkalegt einbýlishús á fimmtán milljarða

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "5%, 7%, 10% hækkanir hafa verið í gangi, og þetta er langt frá því að vera búið. Fyrr en varir verður allur innfluttur varningur kominn upp um 15-20%." Meira

Minningargreinar

22. maí 2020 | Minningargreinar | 986 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Vestmann

Aðalsteinn Vestmann fæddist 12. ágúst 1932 á Akureyri. Hann lést 9. maí 2020 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar Aðalsteins voru Þorvaldur Vestmann Jónsson, bankagjaldkeri á Akureyri, f. 1896 í Kanada, d. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2020 | Minningargreinar | 1636 orð | 1 mynd

Baldur Jónsson

Baldur Jónsson fæddist á Freyshólum 16. október 1933. Hann lést 13. maí 2020 á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Foreldrar hans voru Jón Björgvin Guðmundsson frá Hryggstekk í Skriðdal og Hildur Stefánsdóttir frá Ketilsstöðum á Völlum. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2020 | Minningargreinar | 198 orð | 1 mynd

Björn Emilsson

Björn Emilsson fæddist 15. apríl 1936. Hann lést 5. maí 2020. Útför Björns fór fram í kyrrþey 15. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2020 | Minningargreinar | 1111 orð | 1 mynd

Hulda Hudson

Hulda fæddist að Brandagili í Hrútafirði 21. ágúst 1922. Hún lést í Oklahoma 1. maí 2020. Foreldrar hennar voru þau Erlendur Þorvaldsson bóndi, f. 4. nóv. 1890, d. 11. maí 1924, og Stefanía Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 20. apríl 1895, d. 3. feb. 1973. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2020 | Minningargreinar | 310 orð | 1 mynd

Kristín Ólöf Björgvinsdóttir

Kristín Ólöf Björgvinsdóttir fæddist 5. nóvember 1938. Hún lést 5. maí 2020. Útför Kristínar fór fram 19. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 189 orð | 1 mynd

Baidu íhugar að kveðja Nasdaq

Kínverski tæknirisinn Baidu, sem m.a. starfrækir vinsælustu leitarvél Kína, skoðar nú þann möguleika að afskrá félagið úr Nasdaq-kauphöllinni og finna sér samastað utan Bandaríkjanna. Reuters greinir frá þessu og segir þreifingar Baidu á frumstigi. Meira
22. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 724 orð | 3 myndir

Getur skaðað undirstöðurnar ef vörumerki eru ekki sýnileg

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Fræðin segja að fyrirtæki eigi að nota svona árferði til að gefa í, í markaðsmálunum, en í raunveruleikanum er það hægara sagt en gert,“ segir Kristinn Gústaf Bjarnason um áhrif kórónuveirufaraldursins á auglýsinga- og markaðsútgjöld íslenskra fyrirtækja. Meira
22. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 128 orð | 1 mynd

Tekjur Starbucks þriðjungi lægri en venjulega

Það kann að veita vísbendingu um horfurnar í bandarískum veitingageira að viðskiptin ganga ágætlega hjá kaffihúsum Starbucks. Meira

Fastir þættir

22. maí 2020 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. c3 e5 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. h4 0-0 5. e3 c6 6. g4 d5 7. g5 Re8 8...

1. c3 e5 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. h4 0-0 5. e3 c6 6. g4 d5 7. g5 Re8 8. a3 Be7 9. cxd5 cxd5 10. d4 exd4 11. exd4 Rc6 12. Bg2 Rc7 13. Rge2 Bf5 14. Rg3 Be6 15. 0-0 Dd7 16. Bf4 Had8 17. He1 Hfe8 18. Dd3 Bd6 19. Rh5 Bg4 20. Hxe8+ Hxe8 21. Bxd6 Dxd6 22. Meira
22. maí 2020 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Agnar Ólason

30 ára Agnar ólst upp á Kópaskeri en býr í Reykjavík. Hann er vélfræðingur frá Vélskóla Íslands (Tækniskólanum) og er vélvirki og lærði á Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs. Agnar hefur verið vélstjóri á ýmsum skipum og er með smábátaútgerð. Meira
22. maí 2020 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

„Klappið ykkur á bakið og fagnið“

Dj Dóra Júlía hrósar útskriftarnemum vorsins 2020 í ljósa punkti sínum á K100. Meira
22. maí 2020 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Gunnþórunn Bender

40 ára Gunnþórunn ólst upp í Reykjavík en býr á Patreksfirði. Hún er með BS í ferðamálafræði, BA í spænsku og MS í alþjóðasamskiptum, allt frá Háskóla Íslands. Gunnþórunn er framkvæmdastjóri og einn eigenda Westfjords Adventures. Meira
22. maí 2020 | Í dag | 300 orð

Löngum var ég læknir minn

Björn Gunnarsson frá Arnarnesi sendi mér tölvupóst þar sem hann gerði athugasemd við, að í Vísnahorni hefði staðið „lengi“ í staðinn fyrir „löngum“ í vísunni alkunnu eftir Stephan G. Meira
22. maí 2020 | Í dag | 46 orð

Málið

Dönskuslettur hafa látið mjög undan síga, svo að við borð liggur að maður sakni þeirra. Í staðinn komu enskusletturnar. Misskemmtilegar eins og þær dönsku voru, en sumar bráð-krúttlegar. Meira
22. maí 2020 | Árnað heilla | 919 orð | 3 myndir

Sjálfboðaliðastarf er gefandi

Margrét Líney Laxdal Bjarnadóttir er fædd 22. maí 1970 á Akureyri og ólst þar upp. „Ég átti fyrst heima í Stórholti 6, í Þorpinu, á Akureyri með stórfjölskyldunni, þ.e. Meira
22. maí 2020 | Fastir þættir | 158 orð

Tryggingamál. S-Allir Norður &spade;752 &heart;K ⋄ÁD972 &klubs;7532...

Tryggingamál. S-Allir Norður &spade;752 &heart;K ⋄ÁD972 &klubs;7532 Vestur Austur &spade;943 &spade;KG108 &heart;G1097 &heart;86532 ⋄G1084 ⋄5 &klubs;Á10 &klubs;KG6 Suður &spade;ÁD6 &heart;ÁD4 ⋄K63 &klubs;D984 Suður spilar 3G. Meira

Íþróttir

22. maí 2020 | Íþróttir | 310 orð | 3 myndir

Á þessum degi

22. maí 1995 Ísland vinnur mjög öruggan sigur á Austurríki, 74:58, í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópukeppni karla í körfubolta í Sviss eftir að hafa náð 26 stiga forskoti í seinni hálfleik. Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 1347 orð | 2 myndir

Ekki í forgangi að fara strax aftur út

FH Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

GOLF Fyrsta mótið á mótaröð GSÍ 2020, B59 Hotel-mótið, hefst á...

GOLF Fyrsta mótið á mótaröð GSÍ 2020, B59 Hotel-mótið, hefst á Leynisvelli á Akranesi klukkan 8 í dag og síðustu keppendur hefja leik klukkan 14.50. Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Hafa þegar tapað fimm milljörðum

Enska knattspyrnufélagið Manchester United skýrði frá því í gær að það hefði þegar tapað 28 milljónum punda, um fimm milljörðum íslenskra króna, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og reiknað væri með því að það væri bara brot af heildartapinu sem það yrði... Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Martin orðaður við risafélag

Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson er orðaður við gríska stórliðið Panathinaikos á vefmiðlinum Sportando. Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 1088 orð | 1 mynd

Mútað til að byrja að æfa fótbolta á Hornafirði

Valur Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslandsmeistarinn Guðný Árnadóttir var sex ára gömul þegar foreldrar hennar þurftu hálfpartinn að múta henni til þess að mæta á fyrstu knattspyrnuæfingar sínar. Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 431 orð | 3 myndir

* Samuel Umtiti , varnarmaður spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, er...

* Samuel Umtiti , varnarmaður spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, er til sölu í sumar, en hann hefur einungis byrjað níu leiki í spænsku 1. deildinni á tímabilinu. Umtiti er 26 ára gamall og gekk til liðs við Barcelona frá Lyon sumarið 2016. Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA í júlímánuði

Miklar líkur eru á að bandaríska NBA-deildin í körfubolta fari af stað á nýjan leik um miðjan júlí. Verður þá einungis úrslitakeppnin leikin og staðan eins og hún var þegar tímabilinu var frestað vegna kórónuveirunnar látin standa sem lokastaða. Meira
22. maí 2020 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Þriðja landsliðskonan í FH

FH-ingar staðfestu í gær að Andrea Mist Pálsdóttir, sem hefur leikið með Þór/KA í úrvalsdeildinni í knattspyrnu undanfarin sex ár, væri gengin til liðs við félagið. Morgunblaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að hún væri á leiðinni þangað. Meira

Ýmis aukablöð

22. maí 2020 | Blaðaukar | 250 orð | 2 myndir

Að klæða sig upp á fyrir garðverkin

Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og annar eigandi hönnunarfyrirtækisins Farmers Market - Iceland, mælir með fallegum ullarslám í sumar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 470 orð | 2 myndir

Að vera sáttur við sitt

Garðyrkja er listgrein eins og myndlist, fatahönnun, grafísk hönnun, skrautskrift, nútímadans og skrautfiskarækt. Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 708 orð | 6 myndir

Á garð sem er náttúran sjálf

Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, er einstaklega mikill fagurkeri og elskar allt sem viðkemur blómum, görðum, fallegri hönnun og hugmyndum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 947 orð | 9 myndir

Bakgarður með baði

Fyrir fimm árum keyptu hjónin Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir draumahúsið á Akureyri. Húsið hafa þau tekið í gegn að innan sem utan og nú er fókusinn á garðinum. Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 1335 orð | 9 myndir

„Mér finnst frábært að kantskera, geggjað að reyta arfa og sálbætandi að hlúa að blómunum“

Á bak við þriggja hæða parhús við Hringbrautina í Reykjavík dafnar fallegur unaðsreitur hvar Ásta Kristjánsdóttir, lögmaður og blómálfur í þriðja kvenlegg, ræður ríkjum. Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 67 orð | 5 myndir

Fegurðin á bak við hvíta litinn

Það geta allir gert fallegt í garðinum hjá sér með aðferðum Mon Palmer. Hún notast við hvít efni og einföld form. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 1560 orð | 3 myndir

Friðurinn sem kom með faraldrinum, leitin inn á við og leiðin út í garð

Ef Guðmundur Vernharðsson væri ein af plöntunum í Gróðrarstöðinni Mörk þá hefði hann ævintýralega djúpar rætur enda hefur hann hvergi unnið annars staðar á ævinni og unir sér best innan um gróðurinn. Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 1273 orð | 6 myndir

Garðyrkja er kúltúr eins og myndlist og matargerð

Hafsteinn Hafliðason er meðal þekktustu garðyrkjumanna landsins. Hann sá meðal annars um garðyrkjuþætti í útvarpi og sjónvarpi á árunum 1982-1995 og starfaði í mörg ár hjá Blómavali í Sigtúni sem sölumaður og neytendaráðgjafi. Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 582 orð | 6 myndir

Hangið í garðinum

Hengirúm og hengirólur af ýmsu tagi hafa verið vinsæl undanfarin misseri bæði úti sem og inni. Miklu máli skiptir að hafa alltaf öryggið í fyrirrúmi og vanda til verka þegar þessar græjur eru festar upp. Snæfríður Ingadóttir | sneaja@gmail.com Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 405 orð | 7 myndir

Hönnuðu og smíðuðu sinn eigin sælureit í Kópavogi

Vorið 2017 festu hjónin Alma María Rögnvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðmundur Guðnason tölvunarfræðingur kaup á 220 fermetra einbýlishúsi við Hrauntungu í Kópavogi. Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 638 orð | 7 myndir

Hönnunargarður í Hafnarfirði

Við reisulegt og afar snoturt timburhús við Suðurgötu 6 í Hafnarfirði hafa hjónin Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir skapað umhverfi ólíkt öllu sem almennt tíðkast í görðum og utanhússhönnun hér á landi. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 1190 orð | 7 myndir

Lífið verður alltaf betra með gróðri og plöntum

Vilmundur Hansen, garðyrkjumaður og blaðamaður hjá Bændablaðinu, er ókrýndur garðyrkjugúru þjóðarinnar en hann stofnaði Facebook-hópinn Ræktaðu garðinn þinn sem hefur tæplega 38.000 meðlimi. Meira
22. maí 2020 | Blaðaukar | 91 orð | 15 myndir

Ævintýrin gerast á sumrin

Það má reikna með því að ævintýrin gerist í garðinum heima hjá okkur í sumar. Góðir litir og skemmtileg útihúsgögn geta breytt miklu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.