Greinar miðvikudaginn 27. maí 2020

Fréttir

27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 453 orð | 2 myndir

15 þúsund afskráð af hlutabótaskrá

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að um 19 þúsund manns verði á hlutabótum um mánaðamótin. Með því hefur þeim fækkað um 15 þúsund síðan fjöldinn náði hámarki í apríl. Þeir voru um 32.800 í lok apríl. Meira
27. maí 2020 | Erlendar fréttir | 621 orð | 1 mynd

Aftur opnað í Wall Street

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kauphöllin í New York-borg fékk aftur að opna fyrir viðskipti með hlutabréf á „gólfinu“ í gær, en þau hafa eingöngu verið stunduð með rafrænum hætti frá því um miðjan marsmánuð. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Álagning skatta birt á morgun

Álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2020 vegna tekna ársins 2019 er að ljúka hjá Skattinum. Álagningin mun verða aðgengileg á þjónustusíðu hvers og eins einstaklings á vefnum www.rsk.is á morgun, fimmtudaginn 28. maí. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 424 orð | 2 myndir

Bakverðir atvinnulífsins

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reynslubanki Íslands (rbi. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 169 orð

Collab vinsælastur í flokki koffíndrykkja

Collab með hindberja- og apríkósubragði er vinsælasti koffíndrykkurinn það sem af er ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölum Markaðsgreiningar/AC Nielsen um sölu koffíndrykkja í stórmörkuðum. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert

Útlit Þessi ágæti hundur leit út um glugga þegar ljósmyndari átti nýverið leið um Klapparstíg. Horfði hvutti beint í linsuna og tók sig vel út sem... Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Eigendur hunda geti nýtt sér borgarlínu

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félag ábyrgra hundaeigenda (FÁH) telur nauðsynlegt að yfirvöld skoði hagsmuni hundaeigenda við skipulag borgarlínunnar, bæði með tilliti til búsetumöguleika, ferðamáta og hreyfingarmöguleika með hundinn. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 288 orð

Fiskeldi í norsku kauphöllina

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Norska samsteypan NTS ASA vinnur nú að stofnun eignarhaldsfélags í norsku kauphöllinni sem mun fara með allt hlutafé í Fiskeldi Austfjarða hf., að því er fram kemur í tilkynningu NTS til norsku kauphallarinnar. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 212 orð | 2 myndir

Forseti ASÍ kýs að tjá sig ekki um gagnrýni Vilhjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrrverandi varaforseti ASÍ, gerir athugasemdir við ummæli Drífu Snædal, forseta ASÍ, um að lífskjarasamningarnir hafi verið mjög hófsamir. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Halda maraþon í byrjun júní

„Það er að verða uppselt hjá okkur í tveimur flokkum af fjórum. Við gerum ráð fyrir að allt að 400 manns mæti í hlaupið,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, skipuleggjandi Íslandsmaraþons. Hlaupið fer fram 6. júní nk. Meira
27. maí 2020 | Erlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Hápunkti veirunnar náð hjá Rússum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í gær að hápunkti kórónuveirufaraldursins hefði verið náð þar í landi. Fyrirskipaði hann jafnframt að hátíðarhöld vegna sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöld færu fram 24. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Krefjast endurgreiðslu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tvö olíufélög hafa stefnt íslenska ríkinu og krefjast endurgreiðslu flutningsjöfnunargjalds sl. fjögur ár. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Krónan opnar netverslun í haust

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gera má ráð fyrir að netverslun Krónunnar verði komin í loftið í haust. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf., í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 505 orð | 2 myndir

Lagði að baki rúmlega 1.200 kílómetra

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta var ekki alltaf auðvelt, en eftir á er mjög ánægjulegt að hafa afrekað þetta. Ætli megi ekki segja að þetta hafi bjargað mér úr þessu kóvidástandi, “ segir Birna Dís Vilbertsdóttir á Akureyri, en þegar líkamsræktarstöðvum var lokað út af kórónuveirufaraldrinum í mars síðastliðnum fékk hún lánað hjól hjá æfingastöðinni sinni, Crossfit Hamri, stillti því upp í stofunni heima og hjólaði svo gott sem alla morgna á lokunartímabilinu. Stöðin var opnuð á ný í vikunni og Birna hefur skilað hjólinu. Þegar upp var staðið hafði hún hjólað 1.212 kílómetra. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Leiða saman hesta sína á ný

Páll Óskar Hjálmtýsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands leiða saman hesta sína á tónleikum í Eldborg í Hörpu annað kvöld. Syngur hann mörg af sínum þekktustu lögum og æfði þau í gær. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Lykilfólki fyrst sagt upp

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það hefur verið tilhneiging á síðustu árum til að skera niður í rekstri með því að útvista ákveðnum þáttum. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 231 orð | 2 myndir

Nágrannar ósáttir við „bílakirkjugarð“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og embætti byggingarfulltrúa borgarinnar fylgjast nú með starfsemi Vöku við Héðinsgötu. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 371 orð | 3 myndir

Nýyrði verða til á tímum kórónuveiru

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef unnið við þetta lengi og hef oft fundið fyrir þörf fólks til að láta vita af nýjum orðum,“ segir Ágústa Þorbergsdóttir, ritstjóri nýyrðavefs Árnastofnunar. Meira
27. maí 2020 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Saka Rússa um að hafa sent herþotur

Yfirstjórn Bandaríkjahers í Afríku sakaði í gær rússnesk stjórnvöld um að hafa sent orrustuþotur nýlega til stuðnings stríðsherranum Khalifa Haftar. Meira
27. maí 2020 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Segir af sér vegna Cummings-málsins

Douglas Ross, undirráðherra Skotlandsmála, sagði embætti sínu lausu í gær í mótmælaskyni vegna máls Dominics Cummings, helsta ráðgjafa Boris Johnsons, forsætisráðherra Breta, en hann er sagður hafa brotið gegn sóttvarnareglum landsins í síðasta mánuði. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Skrásetja nýyrði á tímum kórónuveirunnar

„Það er erfitt að sjá fyrir hvort nýyrðið nái að festa rætur í málinu. Sum verða samstundis á allra vörum,“ segir Ágústa Þorbergsdóttir, ritstjóri nýyrðavefs Árnastofnunar. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Sumarþvottur Sólfarsins við Sæbraut

Þrífa þarf listaverk Reykjavíkur ekkert síður en önnur mannanna verk. Þegar Sólfarið, útilistaverk Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut, var hreinsað í gær var notast við vinnulyftu og vatnsslöngur og glansaði verkið eftir þvottinn. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Talsvert klifur að koma Páli á loft

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Okkur finnst nauðsynlegt að koma vélinni í loftið og viljum ekki láta ár falla út í þessari löngu sögu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagið á og stendur að útgerð á Þristinum svokallaða: Douglas C-47A-flugvélinni Páli Sveinssyni sem lengi var í eigu Landgræðslunnar og þar áður Flugfélags Íslands. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð

Um 15 þúsund færri á hlutabótum en í apríl

Vinnumálastofnun áætlar að um 19 þúsund manns verði á hlutabótum um mánaðamótin. Til samanburðar voru mest 34 þúsund manns á hlutabótum í apríl. Gangi áætlunin eftir verða því 15 þúsund færri á hlutabótum en þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 190 orð

Undirbúningi haldið áfram

Ríkisstjórnin sammæltist um það á fundi sínum í gær, eftir að heilbrigðisráðherra hafði kynnt skýrslu verkefnisstjórnar, að halda áfram undirbúningi þess að bjóða komufarþegum upp á skimun fyrir kórónuveirusmiti á Keflavíkurflugvelli og öðrum... Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Veldur sífelldum ruglingi

Tveggja komma sex milljarða króna tap Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta fjórðungi þessa árs er tilkomið vegna gangvirðisbreytinga sem stjórnast af samningum um raforkuverð til Norðuráls, að sögn Bjarna Bjarnasonar, forstjóra fyrirtækisins. Meira
27. maí 2020 | Innlendar fréttir | 531 orð | 1 mynd

Verkefnið talið framkvæmanlegt

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Talið er framkvæmanlegt, miðað við gefnar forsendur, að taka sýni úr farþegum sem koma til landsins og greina þau með tilliti til kórónuveirunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

27. maí 2020 | Staksteinar | 211 orð | 2 myndir

Byrjaðir að telja

Hvergi eru tebollar fleiri á fermetra en í Bretlandi og þar er því ákjósanlegur staður fyrir átök í slíkum. Bresk yfirvöld hafa staðið í styrjöld við kórónuveiru og jafnframt í minni orrustum og nú allt niður í storm í tebolla. Meira
27. maí 2020 | Leiðarar | 269 orð

Enginn endir í sjónmáli

Volkswagen tapar fyrsta skaðabótamálinu af mörgum Meira
27. maí 2020 | Leiðarar | 432 orð

Enn eitt áfallið

Macron missir þingmeirihlutann Meira

Menning

27. maí 2020 | Tónlist | 840 orð | 1 mynd

„Dásamlegt að geta talið í aftur“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég mun flytja lög sem allir þekkja,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu annað kvöld, fimmtudag, kl. 20 undir stjórn Bjarna Frímans Bjarnasonar. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir án hlés og verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV, í beinu streymi á vef hljómsveitarinnar á sinfonia.is og útvarpað á Rás 1. Meira
27. maí 2020 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Með óþekktu frægu fólki í dragkeppni

Undirritaður hefur fundið mikinn fjársjóð á Netflixinu sínu, sem hann hyggst grafa upp dyggilega á næstu hámhorfsstundum. Meira
27. maí 2020 | Menningarlíf | 73 orð | 3 myndir

Minni frönsk söfn opnuð

Sýningarsalir og lítil söfn í Frakklandi hafa fengið leyfi til að opna að nýju fyrir gestum, þó með ströngum skilyrðum um fjarlægðarmörk, miða þarf að kaupa fyrir fram á netinu og ber gestum að vera með grímur. Meira
27. maí 2020 | Bókmenntir | 75 orð | 1 mynd

Oates hreppti Cino del Duca-verðlaunin

Bandaríski rithöfundurinn Joyce Carol Oates hlaut hin alþjóðlegu frönsku Cino del Duca-bókmenntaverðlaun. Verðlaunaféð er hið hæsta sem veitt er í Frakklandi, rúmlega þrjátíu milljónir króna, en verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf höfunda. Meira
27. maí 2020 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Skítamórall í Eldborg 26. júní

Hljómsveitin Skítamórall heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu 26. júní næstkomandi og mun þá fagna 30 ára afmæli sínu sem til stóð að gera 9. maí en þeir tónleikar voru blásnir af vegna samkomubanns. Meira
27. maí 2020 | Tónlist | 308 orð | 1 mynd

Trommarinn sem lék á Kind of Blue allur

Djasstrommuleikarinn Jimmy Cobb, sem var síðastur á lífi af hljóðfæraleikurunum sem komu fram á hinni dáðu plötu Miles Davis, Kind of Blue frá árinu 1959 – söluhæstu djassplötu sögunnar, er látinn 91 ára að aldri. Dánarmeinið var lungnakrabbi. Meira
27. maí 2020 | Bókmenntir | 263 orð | 1 mynd

Ýmis merkisrit á bókauppboði sumarsins á vegum Bókarinnar og Foldar

Paradísar missir í þýðingu Jóns Þorlákssonar, útgáfan frá 1828, og áritaðar frumútgáfur af verkum Halldórs Laxness og Jóhannesar Birkilands eru meðal bóka sem boðnar eru upp á bókauppboði sumarsins sem haldið er af Bókinni, fornbókabúð á Klapparstíg... Meira

Umræðan

27. maí 2020 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Atlaga að sjálfstæði í skjóli faraldurs

Eftir Óla Björn Kárason: "Það eru því meiri líkur en minni á að enn einu sinni verði hinn frjálsi heimur áhrifalaus áhorfandi þegar alræðisstjórn leggur til atlögu við frelsi." Meira
27. maí 2020 | Pistlar | 467 orð | 1 mynd

Opnum Ísland – með varúð

Eftir frækilega frammistöðu heilbrigðisstarfsfólks og annarra viðbragðsaðila sem lengi verður í minnum höfð hillir nú undir að unnt sé að opna Ísland að nýju. Þetta tilkynnti ríkisstjórnin nýlega á hefðbundinn hátt án samráðs og án nokkurrar áætlunar. Meira

Minningargreinar

27. maí 2020 | Minningargreinar | 1549 orð | 1 mynd

Ágúst Ásbjörn Jóhannsson

Ágúst Ásbjörn Jóhannsson fæddist 17. mars 1926 á Hofsósi í Skagafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi 17. maí síðastliðinn. Foreldrar Ágústs voru Jóhann Skúlason, f. 25.12. 1866, d. 6.8. 1954, og Sigurrós Guðrún Ágústsdóttir, f. 25.3. 1897, d. Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2020 | Minningargreinar | 1446 orð | 1 mynd

Árni Jón Sigurðsson

Árni Jón Sigurðsson fæddist 19. maí 1937 í Brúnuvík, Desjamýrarsókn. Hann lést á Fossahlíð Seyðisfirði 14. maí 2020. Árni fluttist frá Brúnuvík 2 ára á Dvergastein á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, f. 1915, d. Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2020 | Minningargreinar | 1525 orð | 1 mynd

Guðbjörg Pálsdóttir

Guðbjörg Pálsdóttir fæddist 26. september 1928 í Reykjavík. Hún lést 17. maí 2020. Hún var dóttir hjónanna Ingunnar Guðjónsdóttur frá Laugarbökkum í Ölfusi, f. 1903, d. Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2020 | Minningargreinar | 1807 orð | 1 mynd

Guðmundur Víðir Helgason

Guðmundur Víðir Helgason fæddist í Reykjavík 1. apríl 1956. Hann lést á Landspítalanum 9. maí 2020. Foreldrar hans voru Helgi Hrafn Helgason bókbandsmeistari, f. 16. desember 1928, d. 9. mars 1976, og Inga Rúna Sæmundsdóttir, húsmóðir og gjaldkeri, f. Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2020 | Minningargreinar | 1284 orð | 1 mynd

Guðrún Ragna Pálsdóttir

Guðrún Ragna Pálsdóttir fæddist á Staðarhóli í Saurbæ í Dalasýslu 29. janúar 1937. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Teitrún Ása Björnsdóttir, f. 29. apríl 1913, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2020 | Minningargreinar | 1178 orð | 1 mynd

Kristín Björnsdóttir

Kristín Björnsdóttir fæddist á Ytri-Mælifellsá í Skagafirði 9. ágúst 1927. Hún lést 16. maí 2020 á Eir. Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson forstjóri, f. 18. júlí 1894 á Eyri í Flókadal, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2020 | Minningargreinar | 2498 orð | 1 mynd

Lilja Helga Gunnarsdóttir

Lilja Helga Gunnarsdóttir fæddist á Ísafirði 3. febrúar 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 9. maí 2020. Móðir Lilju var Guðlaug Kvaran, f. 1895. d. Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2020 | Minningargreinar | 1083 orð | 1 mynd

Sigríður Kristín Pálsdóttir

Sigríður Kristín Pálsdóttir fæddist 8. febrúar 1952 í Holti í Ytri-Njarðvík. Hún lést 12. maí 2020 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar Sigríðar eru Páll Valgeir Sveinsson, f. 28. október 1921, d. 24. apríl 1991, og Guðrún S. Kristjánsdóttir, f. 27. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

27. maí 2020 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Dc2 Bxc3 6. bxc3 d6 7. d3...

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Dc2 Bxc3 6. bxc3 d6 7. d3 0-0 8. Be2 h6 9. 0-0 a6 10. Hb1 Hb8 11. a4 a5 12. e4 b6 13. Re1 Rh7 14. f4 exf4 15. Bxf4 f5 16. exf5 Bxf5 17. Dd2 Re5 18. Rc2 Dh4 19. Re3 Be6 20. Bg3 Dg5 21. d4 Rg4 22. Bxg4 Bxg4 23. Meira
27. maí 2020 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall. Meira
27. maí 2020 | Fastir þættir | 179 orð

Áhrif sagna. A-NS Norður &spade;Á10 &heart;D ⋄G65432 &klubs;K987...

Áhrif sagna. A-NS Norður &spade;Á10 &heart;D ⋄G65432 &klubs;K987 Vestur Austur &spade;87542 &spade;K63 &heart;9832 &heart;KG10754 ⋄Á9 ⋄D108 &klubs;54 &klubs;2 Suður &spade;DG9 &heart;Á6 ⋄K7 &klubs;ÁDG1063 Suður spilar 5&klubs;. Meira
27. maí 2020 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

„Það er smá anarkisti í mér“

Sölvi Tryggvason var fyrsti viðmælandi Kristínar Sifjar á dögunum í væntanlegum dagskrárlið hennar á K100 en þar kafar hún dýpra inn í líf þekktra Íslendinga, finnur út hvað liggur þeim á hjarta og hvað brennur á þeim. Meira
27. maí 2020 | Í dag | 257 orð

Enn eins og unglömb

Helgi R. Einarsson skrifar í pósti til mín, að yngsti sonurinn á Bustarfelli sé að taka við búinu ásamt unnustunni, þau eldri séu nú samt enn eins og unglömb, svona er nú gangur lífsins. Meira
27. maí 2020 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Heimir Óli Heimisson

30 ára Heimir Óli er Hafnfirðingur en býr í Kópavogi. Hann er húsgagnasmiður frá Tækniskólanum í Hafnarfirði og er að klára iðnfræði við HR. Heimir Óli er verkstjóri og húsgagnasmiður hjá Gleipni verktökum. Hann er handboltamaður hjá Haukum. Meira
27. maí 2020 | Árnað heilla | 79 orð | 1 mynd

Helgi Pétur Ottesen

40 ára Helgi ólst upp á Ytra-Hólmi 2 í Hvalfjarðarsveit en býr í Akrakoti 2 í sömu sveit. Hann lauk námi við Lögregluskóla ríkisins og er rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi. Maki : Arna Kristín Sigurðardóttir, f. 1985, umsjónarkennari í Heiðarskóla. Meira
27. maí 2020 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Kópavogur Emilía Kara Heimisdóttir fæddist 19. ágúst 2019. Hún vó 2.830...

Kópavogur Emilía Kara Heimisdóttir fæddist 19. ágúst 2019. Hún vó 2.830 og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Heimir Óli Heimisson og Kristín Ósk Óskarsdóttir... Meira
27. maí 2020 | Í dag | 54 orð

Málið

To stand (eða stick ) up for someone fer oft ómelt í gegn: að standa upp fyrir einhvern. Þetta þýðir að verja , grípa til varna fyrir e-n, taka málstað eða gerast málsvari e-s, tala máli e-s, jafnvel skjóta skildi fyrir e-n, o.fl. Stöndum a.m.k. Meira
27. maí 2020 | Árnað heilla | 532 orð | 4 myndir

Talnaglögg fram á þennan dag

Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir fæddist 27. maí 1930 í Vestmannaeyjum. Hún átti alla sína barnæsku í Vestmannaeyjum og bjó fjölskylda hennar lengst af í Goðasteini á Kirkjubæjarbraut 11. Meira

Íþróttir

27. maí 2020 | Íþróttir | 215 orð | 2 myndir

Á þessum degi

27. maí 1978 Þórunn Alfreðsdóttir hlýtur afreksbikar Sundsambandsins á sundmóti Ármanns í Laugardal. Bikarinn er veittur fyrir besta afrekið samkvæmt stigatöflu. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Darmstadt færist nær umspilssæti

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn á miðsvæðinu hjá Darmstadt þegar liðið vann útisigur gegn Aue í þýsku B-deildinni í gær. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Friðrik Ingi sá yngsti sem fengið hefur tækifæri í efstu deild karla

Í vikunni var Darri Freyr Atlason ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfuknattleik en hann er aðeins 25 ára og verður 26 ára á mánudaginn. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Hættur við að hætta við

Knattspyrnumaðurinn Pétur Viðarsson hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og spila með uppeldisfélagi sínu FH í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar en þetta kom fram á facebooksíðu Hafnarfjarðarliðsins. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Landsliðin í nýja búninga í sumar

KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur gert sex ára samning við íþróttavöruframleiðandann Puma. Þetta tilkynnti sambandið á heimasíðu sinni í gær. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Meistararnir nálgast áttunda titilinn í röð

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru komnir með aðra hönd á meistaratitilinn þar í landi eftir 1:0-sigur gegn Borussia Dortmund í toppslag þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á Signal Iduna Park í Dortmund í gær. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 471 orð | 3 myndir

* Ole Gunnar Solskjær , knattspyrnustjóri Manchester United, vonast til...

* Ole Gunnar Solskjær , knattspyrnustjóri Manchester United, vonast til að framherjinn Odion Ighalo klári tímabilið í ensku úrvalsdeildinni með liðinu en hann er á lánssamningi frá Shenghai Shenhua frá Kína. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 1069 orð | 7 myndir

Ungir menn fá tækifæri

Þjálfarar Kristján Jónsson kris@mbl.is Darri Freyr Atlason er tekinn við karlaliði KR í körfuknattleik. Athygli hefur vakið að svo ungum þjálfara sé treyst fyrir verkefninu í Vesturbænum en Darri verður 26 ára 1. júní næstkomandi. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Valskonur að styrkja sig

Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir mun á næstu dögum ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 694 orð | 2 myndir

Þar sem allir vilja vera

Fjölnir Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl. Meira
27. maí 2020 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Þýskaland Dortmund – Bayern München 0:1 Bayer Leverkusen &ndash...

Þýskaland Dortmund – Bayern München 0:1 Bayer Leverkusen – Wolfsburg 1:4 Eintracht Frankfurt – Freiburg 3:3 Werder Bremen – Mönchengladbach 0:0 Staðan: Bayern M. Meira

Viðskiptablað

27. maí 2020 | Viðskiptablað | 473 orð | 1 mynd

Endurræsing ferðaþjónustu gæti styrkt gengið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir gjaldeyrismarkaðinn virðast gera ráð fyrir mjög takmörkuðum tekjum af ferðaþjónustu í sumar. Ef ferðaþjónustan komist á verulegan skrið á síðari hluta ársins sé það til þess fallið að styrkja gengið. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 284 orð

Er endurreisn nýsköpun?

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Mér finnst alltaf til bóta þegar forystumenn tala skýrt. Það eykur öryggiskennd í samfélaginu, hvort sem menn eru sammála skilaboðunum eða ekki, og það hjálpar fólki að taka ákvarðanir um framtíðina. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 859 orð | 2 myndir

Froðufærsla í rekstrarreikningi

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vildi helst geta sleppt því að færa gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum inn í rekstrarreikning, en má það ekki lögum samkvæmt. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 687 orð | 1 mynd

Gætu nýtt Bretland sem stökkpall

Bretar standa á tímamótum og ljóst að áskoranir eru fram undan bæði vegna Brexit og kórónuveirufaraldursins. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 3121 orð | 1 mynd

Hefja beina sölu um heim allan

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenski hjólaframleiðandinn Lauf Forks stendur á tímamótum. Eigendur fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta sölu á vörum þess í gegnum net verslana sem þeir hafa komið sér upp á síðustu árum. Þess í stað ætla þeir að einblína á beina sölu gegnum netið. Það gefur þeim tækifæri til að lækka verð og stinga sér undir marga keppinauta á markaðnum í verði. Ætlunin er að margfalda framleiðsluna á komandi árum þannig að hún nemi tugum þúsunda hjóla á ári. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 396 orð

Hverjir byrðarnar bera

Ýmislegt bendir nú til þess að kórónuveiran skæða hafi kallað fram öfgakennd viðbrögð á mörgum stöðum. Það er ekki óeðlilegt enda heimsfaraldur ógnvekjandi fyrirbæri. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 223 orð | 2 myndir

Lauf boðar verðstríð með nýrri nálgun

Íslenska hjólamerkið Lauf Forks einblínir nú á beina sölu til viðskiptavina um heim allan. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 296 orð | 1 mynd

Offramboð í miðborginni?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á allra næstu árum munu tugir þúsunda fermetra bætast við framboð af skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur, til sölu eða leigu. Þetta er mat Icelandair Group. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 100 orð | 1 mynd

Ríkið ræðst í skuldabréfaútboð

Ríkisfjármál Ríkissjóður Íslands hefur ráðið bankana Citi, J.P. Morgan og Morgan Stanley til þess að annast mögulega útgáfu og sölu á skuldabréfaflokki sem gefinn verður út í evrum. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 492 orð | 2 myndir

Rós í hnappagati Billecart-Salmon

Billecart-Salmon er eitt af hinum fornfrægu kampavínshúsum sem hafa yfir sér virðulegan en um leið sjarmerandi blæ. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 172 orð | 1 mynd

Seðlabankinn stöðvaði styrkingu krónunnar

Gjaldeyrismarkaður Gengi krónunnar tók að styrkjast við opnun gjaldeyrismarkaða í gær og hækkaði gengið nokkuð ört, en styrkingin nam hæst um það bil 2,2% en endaði í um 1,6%. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 1212 orð | 1 mynd

Stóra samanburðartilraunin

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Hinn 10. júní 1963 settist búddamunkurinn Thích Quang Ðuk niður á miðjum fjölförnum gatnamótum í Saígon, fyrir framan sendiráð Kambódíu. Í annarri hendi hélt hann á talnabandi og í hinni á logandi eldspýtu. Hann sleppti eldspýtunni svo hún féll á kuflinn sem hafði verið vættur með bensíni. Quang Ðuk bifaðist ekki þótt hann stæði í ljósum logum. Það sló þögn á vegfarendur og sumir þeirra – meira að segja lögreglumenn sem höfðu verið sendir á staðinn til að vakta aðstæður – féllu fram og krupu við fætur munksins þar sem hann brann. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 624 orð | 1 mynd

Um orð og aðgerðir á neyðarstundu

Það eru yfirgnæfandi líkur á því að fjöldi fyrirtækja muni eiga í vanda við að leggja út fyrir launagreiðslum um þessi mánaðamót... Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 592 orð | 1 mynd

Um úthlutun mála til dómara

Dómstólar mega ekki vera eins og færiband þar sem skilvirkni er í algeru aðalhlutverki. Þvert á móti þarf hvert mál að fá sína yfirlegu fyrir dómara sem kemur með heiðan og óbjagaðan hug að borðinu. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Viðskiptavit 50 Cent

Bókin Óhætt er að segja að rapparanum Curtis James Jackson, betur þekktum sem 50 Cent, er margt til lista lagt. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

World Class tapaði 600 milljónum á banninu

Líkamsrækt Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, áætlar að félagið hafi tapað um 600 milljónum vegna kórónuveirufaraldursins. Hins vegar hafi tekist að halda uppbyggingunni áfram. Líkamsræktarstöðvum var gert að loka 24. Meira
27. maí 2020 | Viðskiptablað | 350 orð | 1 mynd

Þurfa ekki að taka við Max-vélum

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Dragist afhending 737-MAX-véla úr verksmiðjum Boeing um meira en 12 mánuði miðað við fyrirliggjandi samninga hefur Icelandair Group heimild til þess að ganga frá kaupunum án frekari eftirmála. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Engin vél hefur verið afhent frá flugvélaframleiðandanum frá því í mars í fyrra í kjölfar þess að allar vélar af fyrrnefndri tegund voru kyrrsettar. Kyrrsetningin kom til eins og kunnugt er vegna tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu nærri 350 manns lífið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.