Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er voðalega dauft yfir öllu. Tregt fiskirí og leiðindaveður að hrjá okkur. Við höfum ekki kynnst svona vetri áður,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, vélsmiður í Grímsey. Íbúum hefur fækkað stöðugt í Grímsey enda hefur kvótinn sem sjómennirnir hafa úr að spila minnkað mikið, síðast í haust með sölu útgerðar með 1.100 þorskígilda kvóta til Fjallabyggðar.
Meira