Greinar föstudaginn 29. maí 2020

Fréttir

29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

1.400 sóttu um 70 störf

Um 1.400 umsóknir bárust um 70 störf í Minigarðinum, nýjum afþreyingarstað við Skútuvog í Reykjavík sem opnaður verður í sumar. „Þetta eru fleiri umsóknir en við létum okkur nokkru sinni detta í hug að bærust. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

300% söluaukning milli ára

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Loka þurfti íþróttavöruversluninni Sportvörum í þrjár vikur þegar heimsfaraldur kórónuveiru stóð sem hæst. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

76.000 án atvinnu eða utan vinnumarkaðar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einstaklingum sem voru atvinnulausir eða stóðu utan vinnumarkaðarins og voru ekki við störf af ýmsum ástæðum fjölgaði um tugi þúsunda í seinasta mánuði. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Afneitað í fjórða sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Stórólfshvolssóknar um ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunnar vegna styrkveitinga úr jöfnunarsjóði sókna til byggingar nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Alfreð Þorsteinsson

Alfreð Þorsteinsson, fv. borgarfulltrúi, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 27. maí. Alfreð fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1944 og var einn fimm sona hjónanna Ingvars Þorsteins Ólafssonar verkamanns og Sigríðar Lilju Gunnarsdóttur. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Brjálað að gera hjá sólbaðsstofum eftir samkomubann

Mörg hundruð manns voru með bókaðan tíma hjá sólbaðsstofunni Smart þegar reglur vegna samkomubanns voru rýmkaðar. Þetta segir Ómar Ómarsson, eigandi Smart, í samtali við Morgunblaðið. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Bruninn í Hrísey er mikið samfélagstjón

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eldsvoðinn er mikið áfall fyrir atvinnulífið í eyjunni. Íbúar eru þó yfirvegaðir enda öllu vanir,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 21 orð | 1 mynd

Eggert

Hlaup Þessar fjórar hressu vinkonur voru í gær á harðaspretti framhjá Sjóminjasafninu við Reykjavíkurhöfn enda veður fallegt og hvetjandi til... Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Ekkert voðalega bjart yfir þessu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er voðalega dauft yfir öllu. Tregt fiskirí og leiðindaveður að hrjá okkur. Við höfum ekki kynnst svona vetri áður,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, vélsmiður í Grímsey. Íbúum hefur fækkað stöðugt í Grímsey enda hefur kvótinn sem sjómennirnir hafa úr að spila minnkað mikið, síðast í haust með sölu útgerðar með 1.100 þorskígilda kvóta til Fjallabyggðar. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Enn hefur ekkert heyrst frá borginni

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rúmlega þrjár vikur eru nú liðnar frá því að Seltjarnarnesbær mótmælti með formlegum hætti framkvæmdum Reykjavíkurborgar við Geirsgötu í miðbænum. Meira
29. maí 2020 | Erlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Frumvarpið samþykkt

Stjórnvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu fordæmdu í gær frumvarp Kínverja um ný þjóðaröryggislög í Hong Kong, og sögðu það ganga í berhögg við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Kínverjar hefðu tekist á hendur þegar Bretar afhentu þeim... Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Fullyrt að íslenskan sé á útleið í Outlook fyrir iPhone

Microsoft hefur tilkynnt að hætt verði að bjóða upp á íslenska útgáfu Outlook-appsins fyrir Apple-snjalltæki í lok júní. Íslenska er eitt 27 tungumála sem fyrirtækið hyggst taka af lista sínum að þessu sinni, að því er fram kemur í erlendum fjölmiðlum. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Furðar sig á 50% afslætti keppinautar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að það sé óhætt að segja að neytendur horfi nú upp á meiri verðlækkanir á pítsum en nokkru sinni fyrr. Það sést til að mynda á því að stærsti aðilinn á markaðinum selur pítsur sem kosta alla jafna um 3. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 444 orð | 3 myndir

Gestastofa reist og vilja Kjarvalsbrú

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áformað er að taka um aðra helgi, sunnudaginn 7. júní, fyrstu skóflustunguna að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Hefur unnið hjá fjórum ættliðum á hálfri öld

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar Bergdís Ósk Sigmarsdóttir flutti frá Skagaströnd til Reykjavíkur í janúar 1968 með samvinnuskólapróf frá Bifröst upp á vasann frá 1966 átti hún ekki von á því að hún ætti eftir að vinna hjá fjórum ættliðum eins og raunin varð. „Eitt hefur leitt af öðru en þetta hefur verið skemmtilegur tími,“ segir hún. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Hékk í 8 mínútur og tryggði úrslitasæti

Keppni hófst í skólahreysti á ný í gær eftir hlé sem gert var vegna veirufaraldursins. Undankeppni var í Laugardalshöll í gær og verður aftur í dag og síðan fara úrslit fram á laugardag. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Hvergi jafn mikið skimað

Rétt innan við 1% Íslendinga hefur myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Eru þeir þá ekki teknir með sem smituðust og hafa verið í sóttkví. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar á fundi Íslenskrar erfðagreiningar í gærkvöldi. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Innan við 1% hefur mótefni

Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Samkvæmt mælingum Íslenskrar erfðagreiningar hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar, fyrir utan þau sem voru með staðfest smit og fóru í sóttkví, myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 405 orð | 2 myndir

Landinn eignast sérstakt safn

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Eigendur gistihússins Blábjarga á Borgarfirði eystra hyggjast opna landasafn í gamla kaupfélagshúsinu í þorpinu. Nú vinna hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson, eigendur Blábjarga, að því að gera gamla kaupfélagshúsið upp og gera þar sögu þessa merka áfenga drykkjar skil. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Lægri einkunnir eftir styttingu náms til stúdentsprófs

Meðaleinkunnir framhaldsskólanema sem útskrifast hafa með stúdentspróf eftir þriggja ára nám eru lægri en einkunnir nemenda sem innrituðust í fjögurra ára langt nám til stúdentsprófs. Meira
29. maí 2020 | Erlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Mikil reiði vegna lögregluofbeldis

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjölmenn mótmæli voru á götum Minneapolis og fleiri borga í Bandaríkjunum í fyrrinótt vegna andláts George Floyd, en hann lést eftir að lögreglumaður þrýsti að hálsi hans með hné sínu þannig að hann kafnaði. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Ráðast í framkvæmdir á Lauga-ási

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við tókum allt eldhúsið í gegn meðan lokað var vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið höfum við ákveðið að ráðast í frekari endurbætur,“ segir Guðmundur Ragnarsson, veitingamaður á Lauga-ási. Meira
29. maí 2020 | Erlendar fréttir | 89 orð

Rúmlega 100.000 látnir úr kórónuveirunni

Staðfest var í fyrradag að rúmlega 100.000 manns hefðu látist í Bandaríkjunum af völdum kórónuveirunnar, samkvæmt talningu bandaríska háskólans Johns Hopkins. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Sektaður um 500 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Símann um 500 milljónir króna vegna brota gegn skilyrðum á sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Selt á Hveravöllum

Rútufyrirtækið Allrahanda ehf. hefur selt eignir sínar á Hveravöllum á Kili; fasteignir og aðstöðu. Pétur Gíslason, sem undanfarin ár hefur haft með höndum ferðaþjónustu á staðnum, er kaupandi og með honum Hörður Ingólfsson. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 582 orð | 2 myndir

Setja viðmið við uppbyggingu vindorku

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisráðherra er að undirbúa frumvarp til laga um umgjörð nýtingar vindorku í landinu. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 154 orð

Starfandi fólki fækkaði í 70,5% í apríl

Hlutfall starfandi fólks af mannfjölda hér á landi fór niður í 70,5% í seinasta mánuði og hefur aldrei mælst lægra frá því að Hagstofa Íslands hóf samfelldar vinnumarkaðsrannsóknir fyrir 17 árum. Meira
29. maí 2020 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Vilja hafa frítt í ferjuna

Akureyrarbær er að kanna möguleika á því að niðurgreiðslur fargjalda í Hríseyjaferjuna verði auknar þannig að fólk geti farið út í Hrísey án endurgjalds. Meira

Ritstjórnargreinar

29. maí 2020 | Leiðarar | 211 orð

Götulokanir í öngstræti

Stefna meirihlutans fælir borgarbúa frá Meira
29. maí 2020 | Leiðarar | 408 orð

Rangar skoðanir ekki leyfðar

Twitter hættir sér á hálan ís Meira
29. maí 2020 | Staksteinar | 223 orð | 1 mynd

Sögulegt samhengi sjávarútvegs

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti umræðu um sjávarútveg í sögulegt samhengi í ágætri grein hér í blaðinu í gær. Einn vandinn við umræðuna um þessa undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar er að svo virðist sem óminnishegrinn hafi tekið sér varanlega bólfestu í mörgum sem að henni koma og þess vegna skiptir máli að rifja upp ástæður þess að komið var á aflamarkskerfi og hvaða árangri það og framsal aflaheimilda hefur skilað. Meira

Menning

29. maí 2020 | Myndlist | 898 orð | 1 mynd

Allir voru vitlausir í að sýna

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar komið er inn á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns og konu hans Rakelar Halldórsdóttur í Brautarholti 8 getur að líta myndverk uppi um alla veggi; búið er að setja upp enn eina sýninguna í Ganginum, sýningarsalnum sem Helgi Þorgils hefur rekið á heimilum sínum undanfarna fjóra áratugi. Meira
29. maí 2020 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Ferskur blær í heimi hlaðvarpsins

Hlaðvarpsþátturinn Steve Dagskrá hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarna mánuði og ár. Þættinum stýra vinirnir Andri Gunnarsson, heimspekinemi og eilífðarstúdent, og Vilhjálmur Freyr Hallsson skipatækjamaður. Meira
29. maí 2020 | Myndlist | 101 orð | 1 mynd

Hið fullkomna hringform

Harpa Másdóttir opnar einkasýningu í Hannesarholti í dag kl. 16 og er viðfangsefni hennar hringformið, sem hún segir hið fullkomna form. „Það skírskotar til hringrásar, hringrásar lífsins og hringrásar í sífelldri verðandi. Meira
29. maí 2020 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Leika verk af væntanlegri plötu

Síðustu tónleikar vordagskrár Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu verða í kvöld kl. 20. Þá mun bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson koma fram með hljómsveit sinni Metaphor í Flóa, sem er á jarðhæð Hörpu. Meira
29. maí 2020 | Menningarlíf | 218 orð | 1 mynd

Leysingar í Alþýðuhúsinu

Um helgina verður haldin hátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Leysingar og verður boðið upp á sýningar, tónleika og viðburði af ýmsu tagi frá deginum í dag til og með 31. maí. Má þar nefna gjörninga, ljóðalestur og jóga. Í Kompunni... Meira
29. maí 2020 | Myndlist | 177 orð | 1 mynd

Starfshópur um Errósetur á Klaustri

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp um starfsemi og uppbyggingu Erróseturs á Kirkjubæjarklaustri, á æskuslóðum listamannsins. Meira
29. maí 2020 | Tónlist | 352 orð | 3 myndir

Tilvalið veganesti inn í sumarið

Breiðskífa Birgis Steins Stefánssonar. Lög eftir Birgi og Andra Þór Jónsson. Arnar Guðjónsson stýrði upptökum og vann útsetningar með Birgi og Andra. Alda Music 2020. Meira
29. maí 2020 | Myndlist | 98 orð | 1 mynd

Þrívíð verk sem fæða af sér tvívíð

Sýning Ásgerðar Arnardóttur, sem fresta varð vegna samkomubanns, verður opnuð í dag kl. 16 í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin nefnist Út frá einu og yfir í annað og á henni má sjá þrjá skúlptúra og tvívíð verk. Meira

Umræðan

29. maí 2020 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Mikið vill meira – og meira – og meira

Það eru kapítalistarnir sem koma óorði á kapítalismann“ hefur Hannes H. Gissurarson eftir einhverjum spekingi. Þeir sem horfa á útgerðina á Íslandi gætu hallast að þessari kenningu. Meira
29. maí 2020 | Aðsent efni | 1004 orð | 1 mynd

Varnarmannvirki fyrir NATO og Norðurlöndin

Eftir Björn Bjarnason: "Öll bandalagsríki Íslands innan NATO efla nú viðbúnað sinn vegna aukinna umsvifa Rússa á norðurslóðum." Meira

Minningargreinar

29. maí 2020 | Minningargreinar | 1620 orð | 1 mynd

Elísabet Ásta Dungal

Elísabet Ásta Dungal fæddist í Reykjavík 26. júní 1939. Hún lést á líknardeild Landspítala 17. maí 2020. Elísabet Ásta var dóttir hjónanna Jóns Pálssonar Dungal garðyrkjubónda og Elísabetar Ágústu Jónsdóttur húsfreyju. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2020 | Minningargreinar | 957 orð | 1 mynd

Hjördís Baldursdóttir

Hjördís Baldursdóttir fæddist í Reykjavík 26. desember 1947. Hún lést 19. maí 2020. Foreldrar hennar voru Baldur Guðjónsson og Ingibjörg Guðrún Aðalsteinsdóttir. Fyrri eiginmaður Hjördísar var Ragnar Valdimarsson, f. 8. júlí 1945, d. 14.12. 2010. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2020 | Minningargreinar | 4762 orð | 1 mynd

Kristjóna Þórðardóttir

Kristjóna Þórðardóttir (Jóna) fæddist í Reykjavík 24. október 1938. Hún lést á Landspítalanum 14. maí 2020. Foreldrar hennar voru Þórður Jóhannesson, f. 1904, járnsmiður og Sveinbjörg Halldórsdóttir, f. 1901, húsfreyja. Systkini Jónu: Reynir, f. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2020 | Minningargreinar | 5354 orð | 1 mynd

Rannveig Tómasdóttir

Rannveig Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1950. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ umvafin nánustu fjölskyldu 19. maí 2020. Foreldrar hennar voru Tómas G. Magnússon kaupmaður, f . 23. október 1911, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2020 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

Sigríður Magnúsdóttir

Sigríður Magnúsdóttir fæddist á Sauðárkróki 20. júlí 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 9. maí 2020. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Elín Helgadóttir frá Ánastöðum, f. 14.1. 1900, d. 22.6. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2020 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

Sigríður Sjöfn Einarsdóttir

Sigríður Sjöfn Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 11. maí 2020. Foreldrar hennar voru Einar Jóhann Jónsson, f. 8 apríl 1912, d. 10. sept. 1945, og Svanborg Þórðardóttir, f. 25. des. 1914, d.... Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2020 | Minningargreinar | 1871 orð | 1 mynd

Zophanía G. Briem

Zophanía G. Briem (Góa) fæddist á Siglufirði 28. janúar 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eirarholti í Grafarvogi 13. maí 2020. Foreldrar hennar voru Einar Halldórsson, f. 30 mars 1853, d. 5 júní 1941, og kona hans Svanborg Rannveig Benediktsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2020 | Minningargreinar | 2285 orð | 1 mynd

Þórgnýr Þórhallsson

Þórgnýr Þórhallsson fæddist 29. maí 1933 á Stóra-Hamri í Öngulsstaðahreppi, hjónunum Þórhalli Jónassyni, f. 1. apríl 1904, d. 8. maí 1993 og Ingibjörgu Dagnýju Bogadóttur, f. 28. janúar 1902, d. 15. júlí 1954. Þórgnýr lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð 13. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 835 orð | 4 myndir

Lán til að örva fyrirtækin skilað sér illa

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gerbreytt staða ríkissjóðs kann að skerða svigrúm stjórnvalda til að beita ríkisfjármálunum til að bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og fjölga þannig störfum og auka hagvöxt á næstu árum. Meira
29. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 172 orð

TM hagnast þrátt fyrir rekstrartap

Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 789 milljónum króna. Þrátt fyrir það varð rekstrartap af starfsemi samstæðunnar upp á 1.514 milljónir króna. Meira

Fastir þættir

29. maí 2020 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e4 Bb4 5. d3 d6 6. a3 Bc5 7. b4 Bb6 8...

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e4 Bb4 5. d3 d6 6. a3 Bc5 7. b4 Bb6 8. Ra4 Bg4 9. Rxb6 axb6 10. Bb2 Rd7 11. Be2 h5 12. 0-0 Df6 13. Re1 Bxe2 14. Dxe2 Rd4 15. Bxd4 exd4 16. f4 c5 17. Rf3 Dxf4 18. Rxd4 De5 19. Rb5 0-0 20. Hae1 g6 21. Df2 Kg7 22. Meira
29. maí 2020 | Árnað heilla | 66 orð | 1 mynd

95 ára

Andrés Þ. Guðmundsson er níutíu og fimm ára í dag. Hann er fæddur og uppalinn í Bolungarvík en býr nú í Kópavogi. Andrés starfaði sem löggiltur endurskoðandi. Nú eyðir hann aðallega tímanum við lestur og ættfræði. Meira
29. maí 2020 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Elís Stefán Eyfjörð Stefánsson

70 ára Elís ólst upp í Reykjavík en býr í Hafnarfirði. Hann er bókbindari að mennt frá Prentsmiðjunni Odda og vann þar í 47 ár sem bókbindari, verkstjóri og deildarstjóri. Maki: Sigríður Albertsdóttir, f. 1949, fv. skrifstofumaður. Meira
29. maí 2020 | Fastir þættir | 159 orð

Frændinn. V-NS Norður &spade;D8 &heart;ÁG1084 ⋄KD872 &klubs;9...

Frændinn. V-NS Norður &spade;D8 &heart;ÁG1084 ⋄KD872 &klubs;9 Vestur Austur &spade;Á1043 &spade;9652 &heart;63 &heart;K5 ⋄Á ⋄963 &klubs;ÁG10764 &klubs;8532 Suður &spade;KG7 &heart;D972 ⋄G1054 &klubs;KD Suður spilar 4&heart;. Meira
29. maí 2020 | Í dag | 277 orð

Gott innlegg í gróandanum

Sigurlín Hermannsdóttir skrifar á Boðnarmjöð undragott ljóð og kallar „Ánamaðk“: Í myrkrinu smýgur hann, mjúkur sem leir á moldinni kjamsar, ei biður um meir og jarðveginn brátt hefur blandað. Meira
29. maí 2020 | Árnað heilla | 73 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sif Fjeldsted

50 ára Ingibjörg ólst upp í Búðardal og Reykjavík og býr í Grafarvogi. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og er bókari hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg er ritari í stjórn Sameykis. Maki : Aðalsteinn Elíasson, f. Meira
29. maí 2020 | Í dag | 62 orð

Málið

Sagt var um mann sem sigrað hafði í keppni að hann hefði „séð við“ keppinautunum, sem þó höfðu þótt sigurstranglegri. Að sjá við e-u eða e-m þýðir ýmist að gæta sín fyrir e-u ( e-m ) eða að varast e-ð ( e-n ), k unna ráð gegn e-u ( e-m ). Meira
29. maí 2020 | Í dag | 125 orð | 1 mynd

Sendu þakklæti út í heiminn

Dj Dóra Júlía leggur áherslu á þakklæti í ljósa punktinum á K100. „Mér finnst rosalega gott að vera með einhvers konar möntru sem ég get farið með þegar þyrmir yfir mig. Meira
29. maí 2020 | Árnað heilla | 529 orð | 4 myndir

Virk í félagsmálum og vinmörg

Helga María Finnbjörnsdóttir er fædd 29. maí 1980 í Reykjavík. „Ég er uppalin að megninu til í Kópavogi og í Bandaríkjunum á árunum 1984-1988,“ segir Helga María. Meira

Íþróttir

29. maí 2020 | Íþróttir | 272 orð | 3 myndir

Á þessum degi

29. maí 1963 Guðmundur Gíslason verður fjórfaldur Íslandsmeistari á fyrri degi Meistaramóts Íslands í sundi. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 29 orð | 1 mynd

Danmörk AGF – Randers 1:1 • Jón Dagur Þorsteinsson spilaði...

Danmörk AGF – Randers 1:1 • Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrstu 67 mínúturnar hjá AGF. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Enski boltinn byrjar aftur

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu mun hefja göngu sína á nýjan leik 17. júní, að því gefnu að heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi samþykki það en félögin tuttugu styðja tillöguna einróma. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Jón Dagur fór bálreiður út af

Danska úrvalsdeildin í knattspyrnu hóf göngu sína á ný í gærkvöldi eftir hlé vegna kórónuveirunnar er AGF tók á móti Randers. Leiknum lauk 1:1 en Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði heimamanna. Honum var skipt út af á 66. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 873 orð | 2 myndir

Lúxuslíf að vera atvinnumaður í handbolta

Handbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það hefur komið handknattleikskappanum Arnari Birki Hálfdánssyni á óvart hversu mikið lúxuslíf það er að vera atvinnumaður í íþróttinni. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Sara orðuð við Barcelona

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið orðuð við Spánarmeistara Barcelona í spænska miðlinum Marca. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 871 orð | 2 myndir

Stendur þig á Skaganum eða færð að heyra það

Knattspyrna Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er af miklum knattspyrnuættum. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 434 orð | 3 myndir

*Stórstjarnan Luc Abalo er óvænt gengin til liðs við Elverum í Noregi en...

*Stórstjarnan Luc Abalo er óvænt gengin til liðs við Elverum í Noregi en handboltakappinn er tvöfaldur ólympíumeistari og á meðal sigursælustu leikmanna heims í áraraðir. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Sveinbjörn aftur til Aue

Tveir Íslendingar eru gengnir í raðir þýska handboltaliðsins Aue sem leikur í b-deildinni þar í landi. Ásamt Arnari Birki Hálfdánssyni hefur félagið samið við markvörðinn Sveinbjörn Pétursson. Meira
29. maí 2020 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Telur Skagamenn spila miklu betri fótbolta en þeir gerðu í fyrra

„Ég tel okkur vera að spila miklu betri fótbolta heldur en í fyrra. Þó að við höfum náð einhverjum smá árangri í byrjun, þá skulum við bara tala hreint út með það að við gátum ekkert. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.