Greinar mánudaginn 8. júní 2020

Fréttir

8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 440 orð | 2 myndir

„Mistök af okkar hálfu“

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það eru bara mistök af okkar hálfu. Upplýsingagjöfin var ekki nægilega góð og ég reikna með því að það verði haldinn fundur til að fara yfir málið,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata, um mál flugfélagsins Ernis. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Björgunarsveitir fá galla að gjöf

Hótel Rangá styrkti björgunarsveitirnar á Hellu og Hvolsvelli til kaupa á nýjum hlífðargöllum í síðustu viku, en styrkurinn var fjármagnaður með „þjórfé“ erlendra ferðamanna. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 155 orð

Borgin gerði mistök

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Upplýsingagjöf var ábótavant hjá Reykjavíkurborg þegar forstjóri flugfélagsins Ernis var ekki upplýstur um breytt áform borgarinnar er vörðuðu flugskýli fyrirtækisins hjá Reykjavíkurflugvelli. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Eggert

Sumarsæla Sumarið er tíminn, söng skáldið. Svo virðist sem þessi gæs hafi í það minnsta notið sín þar sem hún flaug vængjum þöndum, umvafin fagurri... Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Fjórar tóku þau skóflustungurnar

Fjölmenni var viðstatt í gær þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar að nýrri gestastofu á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Fólkvangurinn Hlið á Álftanesi stækkaður

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað auglýsingu um stækkun friðlýsingar fólkvangsins Hliðs á Álftanesi. Meira
8. júní 2020 | Erlendar fréttir | 559 orð | 2 myndir

Fylltu götur Washington

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tugþúsundir manna streymdu út á götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, á laugardaginn til þess að mótmæla kynþáttamisrétti og ofbeldi lögreglunnar gegn minnihlutahópum. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 1 orð | 1 mynd

Gluggar gefa glögga sýn

... Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Gætum opnað landið fyrir snillingum

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafa mörg bandarísk tæknifyrirtæki gefið starfsfólki sínu aukið svigrúm til að vinna þaðan sem því sýnist. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 411 orð

Hyggja á flug til tíu áfangastaða frá 15. júní

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Icelandair hyggst hefja flug til tíu áfangastaða 15. júní næstkomandi. Áfangastaðirnir sem um er að ræða eru Kaupmannahöfn, Berlín, München, Amsterdam, Zürich, Frankfurt, París, Lundúnir, Stokkhólmur og Boston. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 212 orð

Innflutt möl fyrir slitlag hefur hækkað mikið í verði

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Verð á norskri möl sem flutt er sjóleiðis til landsins og notuð í slitlag hefur hækkað nokkuð í verði vegna gengismunar. Það hefur m.a. haft þau áhrif að malbiksverð hefur hækkað um 3,5-5% á skömmum tíma. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Jörmundur í Kringluna

„Þetta gengur alveg glimrandi,“ segir Jörmundur Ingi Hansen, fyrrverandi allsherjargoði og eigandi Fatamarkaðar Jörmundar, en markaðurinn, sem áður var til húsa á Laugavegi 25, hefur fært sig um set og er nú í Kringlubazaar í Kringlunni. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 381 orð | 3 myndir

Kominn ferðahugur í fólk

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Á föstudaginn fyrir rúmri viku gerðist það að við fórum að sjá bókanir sem ekki hafa sést frá því fyrir þetta ástand sem verið hefur. Þetta var ekki bara einhver einn dagur, heldur hefur verið góð stígandi í þessu sem hefur haldið áfram. Það er því kominn ferðahugur í fólk þó það sé kannski ofsagt að hann sé kominn í alla heimsbyggðina,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 495 orð | 2 myndir

Með fyrstu flugvél til Kaupmannahafnar

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Nutu sín í sólinni í nýja hjólabrettagarðinum

Það var góð stemning í nýbyggðum hjólabrettagarði á Miðbakka Reykjavíkurhafnar um helgina, enda veður með besta móti í höfuðborginni eins og víðar á landinu. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

OR bætir við 30 sumarstörfum

Sumarstörfum verður fjölgað um 30 hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum til að koma til móts við erfitt atvinnuástand í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Óvenju fábrotinn sjómannadagur

Lítið var um hátíðarhöld á sjómannadaginn í gær. Þannig var engin skipulögð dagskrá í Reykjavík í fyrsta sinn í 82 ár. Viðburðir voru þó haldnir sums staðar á landinu, til að mynda í Vestmannaeyjum þar sem hátíðardagskrá var haldin í Stakkagerðistúni. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 416 orð | 2 myndir

Skákfélagið Hrókurinn kveður

Pétur Magnússon petur@mbl.is „Þetta var magnaðasta samkoma í sögu Hróksins og þótt víðar væri leitað,“ segir Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins, um kveðjuviðburð félagsins sem haldinn var í Pakkhúsinu um helgina. „Það var slíkur krafur og eldmóður að ég fylltist trú á þau verkefni sem framundan eru.“ Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Skógræktarfélag Íslands segir sig úr Landvernd

Skógræktarfélag Íslands hefur sagt sig úr Landvernd, en að sögn formanns félagsins munu félögin halda áfram að starfa saman á mörgum sviðum og mun úrsögnin ekkert hafa með samstarf félaganna að gera. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 510 orð | 2 myndir

Stefnir í keppni um eldi í Ísafjarðardjúpi

Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfesti á föstudag tillögu Hafrannsóknastofnunar að nýju áhættumati vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi. Uppfært áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir því að ala megi 106.500 tonn af laxi í sjó, mælt í hámarkslífmassa, og felur í sér 20 prósenta aukningu á heimilu eldi frjórra laxa. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Tilnefninga óskað um Reykvíking ársins 2020

Borgarstjórinn í Reykjavík óskar nú í tíunda sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar. Ábendingarnar verða notaðar til að velja Reykvíking ársins 2020. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Tryggt að skimanir fyrir brjóstakrabbameini falli ekki niður

Tryggt verður að skimanir fyrir brjóstakrabbameini falli ekki niður og að ekkert rof verði á þjónustunni þrátt fyrir mögulegar tafir á tækni- og tækjabúnaði sem nauðsynlegur er til að sinna þjónustunni. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 689 orð | 5 myndir

Umhverfi sem lætur engan ósnortinn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Árneshreppur er víðfeðmur og gönguleiðirnar þar margar og spennandi. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Viðtökurnar vonum framar

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta hefur farið gríðarlega vel af stað og í raun mun betur en við áttum von á. Straumurinn hefur verið stöðugur,“ segir Viktor Örn Andrésson, annar eigandi Sælkerabúðarinnar. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Vilja að verðmæti og störf skapist

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta hefur gengið vel fram til þessa. Umsóknarferlið er enn opið og vonandi bætast enn fleiri í hópinn síðustu dagana,“ segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Meira
8. júní 2020 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Vonar að birti með haustinu

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við höfum verið að fá eitthvað af pöntunum inn í júlí og ágúst. Meira

Ritstjórnargreinar

8. júní 2020 | Staksteinar | 224 orð | 1 mynd

Ábyrgð og völd fari saman

Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands var til umræðu á þingi í liðinni viku. Einn þingmaður taldi málið að mörgu leyti vanhugsað og vanreifað og taldi brýnna að fara yfir ýmsar reglur sem settar hafa verið síðasta áratuginn eða svo um vinnubrögð í Stjórnarráðinu sem illa hefði gengið að fara eftir og gæti bent til að reglurnar væru í ólagi. Meira
8. júní 2020 | Leiðarar | 631 orð

Hvers vegna þessi leynd?

Svara þarf ýmsum brýnum spurningum um upphaf kórónuveirunnar Meira

Menning

8. júní 2020 | Kvikmyndir | 111 orð | 1 mynd

Allen íhugar að hætta

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen segir í samtali við dagblaðið Washington Post að kórónuveirufaraldurinn sé enn einn naglinn í líkkistu kvikmyndageirans og líka kvikmyndaferils hans sjálfs. Meira
8. júní 2020 | Tónlist | 882 orð | 1 mynd

„Þarf alltaf að vera grín“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hinn óviðjafnanlegi hipphopp-dúett kef LAVÍK sendi frá sér fjögurra laga plötu 25. maí síðastliðinn sem nefnist Heim eftir 3 mánuði í burtu. Meira
8. júní 2020 | Bókmenntir | 1795 orð | 3 myndir

Um skáldskaparfræði Fernando Pessoa

Bókarkafli Í bókinni Skáldið er eitt skrípatól: um ævi og skáldskap Fernando Pessoa þýðir Guðbergur Bergsson meginhluta kvæðasafns Pessoa, greinir frá uppvexti hans og helstu áhrifavöldum og skýrir að auki þann bakgrunn sem mótaði skáldið. Meira

Umræðan

8. júní 2020 | Aðsent efni | 818 orð | 1 mynd

„I can't breathe“, ég get ekki andað

Eftir Akeem Cujo Oppong: "Kynþáttur hefur alltaf skipt máli í Bandaríkjunum en menn vilja bara ekki viðurkenna það." Meira
8. júní 2020 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Græna planið til endurreisnar

Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur: "Það þarf að bregðast við umhverfisvandanum af festu og sú festa þarf að vera sýnileg í ákvörðunum borgarinnar." Meira
8. júní 2020 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Innköllum aflaheimildir og bjóðum þær upp

Er ekkert undarlegt við það, að á sama tíma og allir formenn þingflokka á Alþingi vinna að breytingum stjórnarskrárinnar, þá skuli það einungis vera formaður Flokks fólksins sem krefst fullrar greiðslu fyrir aðgang að sjávarauðlindinni? Meira
8. júní 2020 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Lífslíkur drengja, ofbeldi og sjálfsvíg

Eftir Arnar Sverrisson: "Það eru verulegar blikur á lofti í veröld drengjanna. Heill þeirra og hamingja er í húfi. Þeir svipta sig lífi unnvörpum í andsnúnu samfélagi." Meira
8. júní 2020 | Aðsent efni | 872 orð | 1 mynd

Misréttið í Bandaríkjunum, kynþáttahatur og yfirþyrmandi náttúruvá

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Þróun mála í Bandaríkjunum yfirskyggir nú allt annað þar sem saman fara vettlingatök gagnvart veirunni og nú uppreisn almennings gegn kynþáttamisrétti" Meira
8. júní 2020 | Aðsent efni | 598 orð | 1 mynd

Okkur er að fara fram

Eftir Svein Einarsson: "Menn eru hættir að auglýsa fyrir löndum sínum visit Akureyri eða visit Egilsstaðir og segjum nú bara einfaldlega velkomin!" Meira
8. júní 2020 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Óréttlætanlegt stofufangelsi saklausra

Eftir Jóhannes Loftsson: "Með þekkingu má gera COVID-19 skaðlausan fyrir fólk og efnahagslíf." Meira
8. júní 2020 | Velvakandi | 54 orð | 1 mynd

Skammsýni

VG hafnaði framkvæmdum á Suðurnesjum og þar með hundruðum starfa sem hefðu fylgt þeim. Ekki hefði veitt af þessu störfum í því mikla atvinnuleysi sem nú er á Suðurnesjum. Meira

Minningargreinar

8. júní 2020 | Minningargreinar | 1723 orð | 1 mynd

Ásta Arnórsdóttir

Ásta Arnórsdóttir fæddist í Hafnarfirði 17. apríl 1928. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 2. júní 2020. Foreldrar hennar voru Sólveig Sigurðardóttir, f. 1905, d. 1988, og Arnór Þorvarðarson, f. 1897, d. 1976. Meira  Kaupa minningabók
8. júní 2020 | Minningargreinar | 1227 orð | 1 mynd

Guðmundur Óskar Ívarsson

Guðmundur Óskar Ívarsson fæddist í Görðum í Grindavík 14. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 18. maí síðastliðinn. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Ívar Magnússon, f. í Vallarhúsum í Grindavík 1892, d. 1962, og Guðný Stefánsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
8. júní 2020 | Minningargreinar | 1822 orð | 1 mynd

Guðný Guðmundsdóttir

Guðný Guðmundsdóttir fæddist á Hauksstöðum á Jökuldal, 24. mars 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju Egilsstöðum, 31. maí 2020. Foreldrar Guðnýjar voru Guðmundur Guðmundsson frá Ekkjufellsseli í Fellum, d. Meira  Kaupa minningabók
8. júní 2020 | Minningargreinar | 642 orð | 1 mynd

Helga Fríða Hauksdóttir

Helga Fríða Hauksdóttir fæddist á Ránargötu 1 í Reykjavík 14. nóvember 1952. Hún lést á lungnadeild Landspítalans 29. maí 2020. Foreldrar hennar voru Haukur Arnars Bogason bifreiðaeftirlitsmaður, f. 21. nóvember 1919 á Akureyri, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
8. júní 2020 | Minningargreinar | 1106 orð | 1 mynd

Jón Vilberg Harðarson

Jón Vilberg Harðarson (Brói) vörubílstjóri fæddist í Litla-Dunhaga í Hörgárdal 22. nóvember 1952. Hann lést af slysförum 20. maí 2020. Foreldrar Jóns eru Sóley Halldórsdóttir fiskvinnslukona, f. 17. júlí 1929 og Ottó Hörður Ósvaldsson sjómaður, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
8. júní 2020 | Minningargreinar | 1412 orð | 1 mynd

Vigdís Ragnheiður Viggósdóttir

Vigdís Ragnheiður Viggósdóttir fæddist 28. nóvember 1930 á Kleifum, Kaldrananeshr., Strand. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Sléttuvegi í Reykjavík, 23. maí 2020. Foreldrar hennar voru Ingimundur Viggó Guðmundsson, f. 9.11. Meira  Kaupa minningabók
8. júní 2020 | Minningargreinar | 2160 orð | 1 mynd

Vilborg Einarsdóttir

Vilborg Einarsdóttir fæddist 1. september 1932 á Geithellum í Álftafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Hornafirði, 1. júní 2020. Foreldrar Vilborgar voru hjónin Einar Jóhannsson, f. 28. apríl 1906, d. 24. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 704 orð | 3 myndir

Gætum fengið snillinga til landsins á færibandi

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn virðist hafa knúið fyrirtæki um allan heim til að taka risastökk í átt að aukinni fjarvinnu. Víða hefur fjarvinnan gefið góða raun og hafa t.d. Meira
8. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 222 orð | 1 mynd

Lofa að koma öllum heim

Til að slá á áhyggjur ferðalanga hefur þýska flugfélagið Lufthansa heitið því að allir þýskir farþegar komist aftur til síns heima ef kórónuveirusmit valda því að þeir sitji fastir í öðru landi. Meira
8. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 169 orð | 1 mynd

OPEC framlengir samkomulag út júlí

Aðildarríki OPEC auk tíu samstarfsríkja samþykktu á laugardag að halda áfram að takmarka olíuframleiðslu sína a.m.k. út júlímánuð. Meira

Fastir þættir

8. júní 2020 | Fastir þættir | 181 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 Rbd7 7. c5 Rh5...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 Rbd7 7. c5 Rh5 8. Bd3 Rxf4 9. exf4 b6 10. b4 a5 11. a3 c6 12. 0-0 Ba6 13. Bxa6 Hxa6 14. De2 Da8 15. b5 cxb5 16. Dxb5 Ha7 17. c6 Rb8 18. Hfc1 Hc7 19. Re5 Bd6 20. Ra4 Da6 21. Dxa6 Rxa6 22. Meira
8. júní 2020 | Í dag | 120 orð | 1 mynd

9 ára safnar 20 þúsund dollurum með armbandssölu

„Samstaða getur verið ótrúlega kraftmikið afl og er magnað að sjá hvað fólk getur látið mikið gott af sér leiða í þágu samfélags eða hóps sem þarf á því að halda. Meira
8. júní 2020 | Árnað heilla | 73 orð | 1 mynd

Eva Dögg Benediktsdóttir

40 ára Eva er Reykvíkingur, ólst upp á Skólavörðuholtinu og býr í Vogunum. Hún er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og er heimavinnandi. Maki : Stefán Þórhallur Björnsson, f. 1979, endurskoðandi hjá EY. Dætur : Hildur Emma, f. Meira
8. júní 2020 | Fastir þættir | 170 orð

Húsflugan. S-Allir Norður &spade;9752 &heart;D7 ⋄G653 &klubs;ÁKD...

Húsflugan. S-Allir Norður &spade;9752 &heart;D7 ⋄G653 &klubs;ÁKD Vestur Austur &spade;D108 &spade;KG &heart;G1098 &heart;6532 ⋄D7 ⋄K109 &klubs;10762 &klubs;G983 Suður &spade;Á643 &heart;ÁK4 ⋄Á842 &klubs;54 Suður spilar 4&spade;. Meira
8. júní 2020 | Árnað heilla | 73 orð | 1 mynd

Laufey Karlsdóttir

60 ára Laufey ólst upp í Stykkishólmi og Reykjavík en býr í Kópavogi. Hún er skrifstofumaður hjá Landsvirkjun og hefur tekið ýmis námskeið í skrifstofustörfum. Maki : Valur Marteinsson, f. 1961, slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu. Meira
8. júní 2020 | Í dag | 50 orð

Málið

„Flæmdu ferðamenn af Sólheimasandi.“ Að flæma er að hrekja . Talað er um að flæma e-n burt. Ferðamennirnir voru beðnir að forða sér af sandinum því fárviðri var að skella á. Í fréttinni segir að „allir hafi tekið tilmælunum vel“. Meira
8. júní 2020 | Árnað heilla | 755 orð | 4 myndir

Sinnti alltaf yndislegum börnum

Ragna Freyja Karlsdóttir fæddist 8. júní 1940 á Siglufirði og ólst þar upp. Hún var í sveit 6-7 ára í Grímsey hjá föðurömmu sinni og -afa, þar sem þau bjuggu í torfbæ. „Þar var hvorki vatn né rafmagn. Meira
8. júní 2020 | Í dag | 262 orð

Veðrið á Steingrímsfjarðarheiði og hæfnisnefndir

Helgi R. Einarsson yrkir og kallar „Góðmennsku“: Leysir öll vandamál laglega Lilla og auk þess mjög faglega. Svo mikil er gæskan og gáskafull æskan að gera 'ða vill 'ún helst daglega. Gústi Mar. orti 22. Meira

Íþróttir

8. júní 2020 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Annar sigur Íslandsmeistarans

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, vann sinn annan sigur á árinu er hún stóð uppi sem sigurvegari á Golfbúðarmótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Þetta var annað mótið af fimm á mótaröð Golfsambands Íslands á árinu... Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 410 orð | 2 myndir

Enn einn bikarinn í safn KR

Í Vesturbænum Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Formlegur upphafsleikur Íslandsmóts karla í knattspyrnu fór fram á Meistaravöllum í Vesturbænum í gærkvöldi, þar sem KR hafði betur gegn Víkingi Reykjavík, 1:0, í Meistarakeppni KSÍ. Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Fótboltinn alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá vinstri bakverðinum

Árbæingurinn Daði Ólafsson er á leið inn í sitt áttunda tímabil með knattspyrnuliði Fylkis en hann er 26 ára gamall. Mikið miðjumoð hefur einkennt liðið undanfarin ár en Daði segir að það sé mikið hungur hjá leikmönnum liðsins að gera betur í sumar. Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 368 orð | 3 myndir

*Íslenski miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson skoraði sitt fyrsta mark í...

*Íslenski miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar lið hans OB vann 3:1-sigur á Esbjerg í lokaumferðinni fyrir úrslitakeppnina í gær. Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð: Vivaldi-völlur: Grótta...

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð: Vivaldi-völlur: Grótta – Víkingur R 19.15 Fagverksvöllur: Afturelding – HK 19.15 Extra-völlur: Fjölnir – Augnablik 19.15 Framvöllur: Fram – Grindavík 20 Mjólkurbikar karla, 1. Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Martin sterkur í endurkomunni

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sneri aftur á völlinn í gær þegar lið hans Alba Berlín vann 81:72-sigur á Frankfurt í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni þýsku deildarinnar. Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 433 orð | 1 mynd

Mjólkurbikar karla 1. umferð: Vængir Júpíters – KH 3:1 Haukar...

Mjólkurbikar karla 1. umferð: Vængir Júpíters – KH 3:1 Haukar – Elliði 3:1 Hvíti riddarinn – KFS 2:1 KV – Kári 0:3 Þróttur V. Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Sara nálgast enn einn titilinn

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn í 5:1 sigri Wolfsburg á Frankfurt í efstu deild þýsku knattspyrnunnar á laugardag og lið hennar nálgast þýska meistaratitilinn. Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Selfyssingar með yfirlýsingu

Á Hlíðarenda Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Selfoss vann sinn annan bikar á tíu mánuðum þegar liðið mætti Íslandsmeisturum Vals á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Meistarakeppni kvenna í knattspyrnu á laugardaginn. Elín Metta Jensen kom Valskonum yfir á... Meira
8. júní 2020 | Íþróttir | 1253 orð | 2 myndir

Stanslaus fundarhöld þjálfaranna í Árbænum

Fylkir Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Árbæingurinn Daði Ólafsson lagði upp flest mörk allra í úrvaldeildinni í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á síðustu leiktíð en alls gaf vinstri bakvörðurinn níu stoðsendingar sumarið 2019. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.