Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor, sendi á dögunum frá sér bókina Umbúðalaust – Hugleiðingar í hálfa öld, sem Almenna bókafélagið gefur út. Þar eru tæplega 200 valdar greinar, sem langflestar hafa birst í Morgunblaðinu á undanförnum áratugum frá því upp úr 1970. „Þetta er efni um grundvallarstjórnmálaviðhorf, dómstóla og gagnrýni mína um ýmislegt,“ segir hann. „Jafnframt er kafli um fjölskylduna og svo eru þarna líka hugvekjur!“
Meira