Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað í gær upp þann dóm að lög Louisiana-ríkis um fóstureyðingar stönguðust á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í löggjöf ríkisins, sem nú er fallin í ónáð Hæstaréttar, var kveðið á um að læknum, sem vísuðu sjúklingum sínum til fóstureyðingar, væri gert að hafa svokallað innlagnarsamkomulag eða innlagnarleyfi, „admitting privileges“ á ensku, við ákveðin sjúkrahús svo unnt væri að vísa þunguðum sjúklingum þangað til fóstureyðingar.
Meira