Greinar þriðjudaginn 14. júlí 2020

Fréttir

14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

138 milljónir króna í byggðaframlag

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur úthlutað 138 milljónum króna í sérstakt byggðarframlag til átta byggingarverkefna á landsbyggðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem byggðarframlagi er úthlutað, að því er segir í tilkynningu frá HMS. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Af hrakhólum í Esso-húsið

„Þetta er sannarlega stór áfangi fyrir okkur, að vera komin í framtíðarhúsnæði,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, en skólinn hefur gert 20 ára leigusamning við Fasteignaþróunarfélagið Festi um leigu... Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Bíódagarnir eru í júlí

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lífið er eins og kvikmynd og bestar eru þær þegar söguþráðurinn tekur óvænta stefnu, svo spenna myndast,“ segir Kristján Bergsteinsson hjá Bíóhúsinu á Selfossi. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Breikkun á Kjalarnesi boðin út

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í breikkun hringvegar á Kjalarnesi, frá Varmhólum að Vallá. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Bættur aðgangur að Búrfellsskógi

Landsvirkjun hyggst láta gera göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, ofan við Þjófafoss, í haust og vetur. Auglýst hefur verið útboð fyrir framkvæmdina sem áætlað er að kosti 250-300 milljónir kr. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Færri skemmdar og fylltar tennur

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Geitungar færri á ferðinni nú en á sama tíma í fyrra

„Það er minna af geitungum í ár en í fyrra segi ég, og þetta er í fyrsta skipti sem ég finn það,“ segir Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 297 orð

Hænufet á nýjum vegi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin hefur auglýst fyrsta útboð á umdeildum kafla á Vestfjarðavegi sem oft er kenndur við Teigsskóg. Kaflinn sem nú verður lagður er samtals 6,6 km. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Íslendingar hópast í Bláa lónið

Tuttugu þúsund Íslendingar hafa nýtt sér svokallaða sumargjöf Bláa lónsins. Þetta staðfestir Bára Mjöll Þórðardóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 403 orð | 2 myndir

Íslenskar bíómyndir njóta vinsælda

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Framleiðendur íslensku gamanmyndanna Ömmu Hófíar og Síðustu veiðiferðarinnar eru hæstánægðir með viðtökur landsmanna. Það sem af er ári hafa rétt um þrjátíu þúsund Íslendingar séð síðarnefndu kvikmyndina. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 161 orð | 6 myndir

Komu stærsta skipsins fagnað

Dettifoss, nýjasta skip Eimskips, kom til hafnar í Reykjavík í gær eftir 68 daga siglingu frá Kína þar sem skipið var smíðað. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Leikur Það er merkilegt hversu einfalt getur verið að hafa gaman og geta töfrar sápukúlunnar veitt börnum á öllum aldri ómælda... Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Loftbelgir leystu flugvélar af hólmi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er enn verið að senda upp fjóra veðurathugunarbelgi á dag frá Keflavík,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Markaðsátak hefur farið vel af stað

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nýtt markaðsátak Air Iceland Connect hefur farið vel af stað. Ber átakið yfirskriftina „Kynnumst upp á nýtt“ og miðar að því að markaðssetja ferðalög innanlands. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Nýi Magni sigldi til Hollands í viðgerð

Bilanir hafa komið upp í Magna, hinum nýja dráttarbáti Faxaflóahafna. Varð að ráði að sigla bátnum til Hollands, þar sem gert verður við hann. Magni lagði af stað utan í lok síðustu viku og er von á honum til baka í næsta mánuði. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Nýjum Dettifossi fagnað við komuna til landsins

Áhöfnin á nýjum Dettifossi fékk hlýjar móttökur er skipið kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í gær. Flutningaskipið var smíðað fyrir Eimskip í Taicang í Kína, en það er stærsta skip sem hefur verið í þjónustu íslensks skipafélags, 2. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ný og fjölbreytileg aðföng á sumarsýningu Nýlistasafnsins

Í dag verður opnuð í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu sýningin Ný aðföng. Á sýningunni má sjá úrval verka sem gefin hafa verið í safneign síðustu þrjú ár, verk eftir Bjarka Bragason, Claudiu Hausfeld, G. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 563 orð | 3 myndir

Skemmdir færri eftir að SÍ hóf niðurgreiðslu

fréttaskýring Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skemmdum og fylltum tönnum hjá 12 ára börnum hefur fækkað á undanförnum áratug, að því er fram kemur í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Spáir áframhaldandi fjölgun ferðamanna

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skarphéðinn Steinarssson ferðamálastjóri segir áætlað að fjöldi erlendra ferðamanna í ágúst verði 25% af fjöldanum í ágúst í fyrrasumar. Hingað komu um 252 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst í fyrra. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 512 orð | 1 mynd

Sumir lengi að ná sér eftir kórónuveirusmit

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísbendingar eru um að kórónuveiran geti leitt til einkenna sem líkjast einkennum síþreytu (ME – Myalgic Encephalomyelitis) hjá sumum sem hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn. Þetta kom fram í máli dr. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Tvennum sögum fer af vopnaburði

Alexander Kristjánsson Ragnhildur Þrastardóttir Framhaldsskólanemendur sem voru á tjaldsvæðinu í Varmalandi í Borgarfirði hringdu þrisvar á lögregluna vegna slagsmála sem höfðu brotist út á tjaldsvæðinu um helgina, að sögn nemanda sem vill ekki láta... Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Voru ekki í bílbeltum eða barnastól

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ökumaður jeppabifreiðar sem fór út af brúnni á Núpsvötnum á Skeiðarársandi í lok desember 2018 ók of hratt miðað við aðstæður og yfir hámarkshraða. Vegrið brúarinnar lét undan vegna þess að bil var í því. Meira
14. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Þurfa að hreinsa allt geymslusvæðið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hefur hafnað umsókn Vöku björgunarfélags um starfsleyfi fyrir geymslusvæði fyrir bifreiðar og tæki á landi fyrirtækisins á Leirvogstungumelum. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júlí 2020 | Leiðarar | 356 orð

200-600 milljarða Borgarlína?

Borgarstjóri vill hraða Borgarlínu, aðrir vara við verulegum framúrakstri Meira
14. júlí 2020 | Leiðarar | 286 orð

Íþyngjandi regluverk

Hvað þarf margar vottanir til að votta það sem hefur verið vottað? Meira
14. júlí 2020 | Staksteinar | 225 orð | 1 mynd

Jákvæð þróun

Fyrir sex árum var kona í Súdan dæmd til dauða fyrir að hafa snúist frá íslam til kristinnar trúar. Eftir alþjóðleg mótmæli slapp konan naumlega til Bandaríkjanna en lögin, eða öllu heldur ólögin, giltu enn. Meira

Menning

14. júlí 2020 | Tónlist | 500 orð | 1 mynd

Boðið upp á „stórskotalið“ í Bæjarbíói

Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar verður haldin í fjórða sinn nú í vikunni og hverfist um tónleika næstu fjögur kvöld í Bæjarbíói og viðburði við Strandgötuna. Meira
14. júlí 2020 | Tónlist | 119 orð | 1 mynd

Bætt við aukatónleikum með Björk

Á stuttum tíma seldist upp á þá þrennu tónleika sem Björk Guðmundsdóttir tilkynnti að hún myndi halda í Eldborgarsal Hörpu í ágústmánuði. Sérstök efnisskrá verður á hverjum tónleikum þar sem ólíkir hópar íslenskra tónlistarmanna koma fram með Björk. Meira
14. júlí 2020 | Myndlist | 295 orð | 2 myndir

Dýr verk á flóknu streymisuppboði

Á tímum samkomubanns reyndu stóru alþjóðlegu uppboðshúsin, Sotheby's og Christie's, fyrir sér í liðinni viku með ólíkum vefuppboðum. Meira
14. júlí 2020 | Bókmenntir | 95 orð

Fjölbreytt ráð til úrbóta

Í skýrslunni eru tiltekin 37 ráð til úrbóta á starfsumhverfi rithöfunda og þýðenda. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að ríki bregðist við því mikla tapi sem höfundar og þýðendur hafi þegar orðið fyrir af völdum kreppunnar. Meira
14. júlí 2020 | Fjölmiðlar | 215 orð | 1 mynd

Get ekki sleppt því að fylgjast með

Líklega hafa fáir farið varhluta af þeirri hlaðvarpsbylgju sem farið hefur um heiminn og gripið landann með sér síðustu misserin. Meira
14. júlí 2020 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Leikkonan Kelly Preston látin

Bandaríska leikkonan Kelly Preston er látin, 57 ára að aldri. Banamein hennar var brjóstakrabbamein. Preston fór með viðamikil hlutverk í nokkrum kvikmyndum. Meira
14. júlí 2020 | Bókmenntir | 833 orð | 2 myndir

Víðtækur vandi í bókageiranum

Baksvið Magnús Guðmundsson magnusg@mbl.is Evrópska rithöfundaráðið (EWC) birti hinn 11. júní uppfærða skýrslu þar sem fjallað er um niðurstöður víðtækrar könnunar á efnahagslegum áhrifum Covid-19 á rithöfunda og þýðendur í evrópska bókageiranum. Meira

Umræðan

14. júlí 2020 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Árás borgarstjóra á flugfélagið Erni

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Framkoma borgarstjóra gagnvart stofnendum Ernis, sem aldrei voru látnir vita af breyttum áformum vegna deiliskipulags í Vatnsmýri, er til háborinnar skammar og mun stíga honum til höfuðs." Meira
14. júlí 2020 | Aðsent efni | 394 orð | 1 mynd

Frakkland án klisjanna

Eftir Graham Paul: "Frakkar framleiða ekki bara osta og úrvalsvín heldur líka hraðlestir, bíla, flugvélar og geimflaugar." Meira
14. júlí 2020 | Pistlar | 387 orð | 1 mynd

Freka konan og borgarlínan

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, píratinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið í gær. Þar lýsti hún því að tími freka karlsins væri liðinn. Meira
14. júlí 2020 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Hvernig forsetaembætti?

Eftir Birgi Ármannsson: "Markmið breytinga á ákvæðum um forsetaembættið á að vera að færa textann nær raunveruleikanum, í samræmi við viðtekna túlkun og stjórnskipunarvenjur." Meira
14. júlí 2020 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Landamæraeftirlit og sóttvarnir

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Dómsmálaráðherra veit hvernig landsfundur greiddi atkvæði um hugðarefni hennar. Taki flokkurinn sér ekki tak tökum við tilneydd hatt okkar og staf." Meira
14. júlí 2020 | Aðsent efni | 999 orð | 2 myndir

Leggjumst á sveif með náttúru landsins okkar

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Enn eigum við langt í land með að endurheimta og reisa við náttúruleg vistkerfi á stórum hluta Íslands." Meira
14. júlí 2020 | Aðsent efni | 752 orð | 1 mynd

Nokkrar athugasemdir um Kórinþubréfið

Eftir Arngrím Stefánsson: "Nokkrar athugasemdir um fyrra Kórinþubréfið og skilaboð þess í dag." Meira
14. júlí 2020 | Aðsent efni | 707 orð | 1 mynd

Sínum augum lítur hver á silfrið

Eftir Sveinbjörn Jónsson: "Ég get einnig bætt því við frá eigin brjósti að ég tel slysið ekki einvörðungu sagnfræðilegt heldur ekki síður vísindalegt og pólitískt." Meira
14. júlí 2020 | Velvakandi | 169 orð | 1 mynd

Vor í vonum

Er það ekki vonin sem heldur í okkur lífinu allan ársins hring og sérstaklega yfir dimman, kaldan vetrartímann? Það er eins víst og mætti byrja í nóvember. Meira

Minningargreinar

14. júlí 2020 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

Helga Sigurðardóttir

Helga Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1942. Hún lést á Landspítalanum 2. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Sigurður Egilsson, f. 30. ágúst 1921, d. 26. ágúst 2000, og Kristín Henriksdóttir, f. 16. desember 1920, d. 9. janúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2020 | Minningargreinar | 442 orð | 1 mynd

Helgi Magnússon

Helgi Magnússon fæddist 4. febrúar 1929. Hann lést 25. júní 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2020 | Minningargreinar | 598 orð | 1 mynd

Sigríður G. Aðalsteinsdóttir

Sigríður Guðmunda Aðsteinsdóttir fæddist 17. janúar 1930 á Látrum í Aðalvík. Hún lést á Hrafnistu 4. júlí 2020. Hún var dóttir Aðalsteins Guðmundssonar og Kristínar Jónu Friðriksdóttur. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2020 | Minningargreinar | 2575 orð | 1 mynd

Unnur Lea Pálsdóttir

Unnur Lea Pálsdóttir fæddist á Fæðingarheimili Kópavogs 27. júlí 1966. Hún lést á Landspítalanum 3. júlí 2020. Foreldrar hennar eru Páll Kristjánsson, f. 7.9. 1942, og Rósa Helgadóttir, f. 14.10. 1945. Systkini Unnar eru Bjarnveig, f. 16.6. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2020 | Minningargreinar | 878 orð | 1 mynd

Vigfús Heiðar Guðmundsson

Vigfús Heiðar Guðmundsson fæddist 4. júní 1952. Hann lést á Hrafnistu, Nesvöllum, 3. júlí 2020. Foreldrar Vigfúsar voru hjónin Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir, f. 20. júní 1917, d. 31. mars 1998, og Guðmundur Sveinsson, f. 5. október 1924, d. 6. mars 2003. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 612 orð | 3 myndir

Hröð fjölgun ferðamanna er umfram getu til að skima

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skarphéðinn Steinarsson ferðamálastjóri segir alla óvissu slæma fyrir ferðaþjónustuna. Hins vegar sé hann vongóður um að gripið verði til ráðstafana til að efla skimun fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli. Meira
14. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 134 orð | 1 mynd

Icelandair og airBaltic gera samstarfssamning

Icelandair hefur undirritað samning við lettneska flugfélagið airBaltic um sammerkt flug félaganna. Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Meira
14. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 234 orð | 1 mynd

Yfir 70 þúsund skráðir notendur

Yfir 70 þúsund hafa skráð sig hjá rafhlaupahjólaleigunum tveimur hér á landi. Hopp hefur um 300 hlaupahjól til útleigu og samtals yfir 50 þúsund notendur sem hafa skráð sig en fyrirtækið hóf starfsemi í septembermánuði á síðasta ári. Meira

Fastir þættir

14. júlí 2020 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. h4 h5 5. Bd3 Bxd3 6. Dxd3 e6 7. Rf3 Be7...

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. h4 h5 5. Bd3 Bxd3 6. Dxd3 e6 7. Rf3 Be7 8. c4 dxc4 9. Dxc4 Rd7 10. Dc2 c5 11. d5 exd5 12. e6 fxe6 13. Dg6+ Kf8 14. Dxe6 Bf6 15. 0-0 Re7 16. Rc3 Hc8 17. Rg5 Bxg5 18. Bxg5 Hc6 19. Bxe7+ Dxe7 20. Dxd5 Rf6 21. Df3 Kf7 22. Meira
14. júlí 2020 | Í dag | 281 orð

Af flugnahimnakóngi og randaflugum

Það varð Ragnari Inga Aðalsteinssyni frásagnarefni á fésbók þegar hann sló lóðina sína fyrr í vikunni. „Þar var allmikið af fíflum og sóleyjum og slatti af randaflugum, sem sumir kalla humlur, á sveimi að leita sér að hunangi. Meira
14. júlí 2020 | Árnað heilla | 85 orð | 1 mynd

Arnheiður Vala Magnúsdóttir

50 ára Vala er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er rekstrarstjóri hjá Hannesarholti. Börn : Kristinn Logi Sigmarsson, f. 1991, og Magnea Sól Sigmarsdóttir, f. 1998, eitt barnabarn er á leiðinni, barn Kristins Loga. Meira
14. júlí 2020 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

„Ja Ja Ding Dong“ er hástökkvari vikunnar

Smellurinn „Ja Ja Ding Dong“ með Will Ferrell og My Marienne er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum þar sem það situr nú í 11. sæti eftir að hafa hoppað um 13 sæti milli vikna. Meira
14. júlí 2020 | Árnað heilla | 1045 orð | 3 myndir

Leiðandi í meltingarsjúkdómum

Ásgeir Theodórs er fæddur 14. júlí 1945 í Reykjavík, nánar tiltekið í húsi í Vesturbænum við Vesturvallagötu sem heitir Lindarbrekka. Meira
14. júlí 2020 | Í dag | 45 orð

Málið

Að bíða með eftirspurn „þangað til það verður eitthvað framboð“ hljómar skynsamlega, gamanlaust. En málið er þetta eitthvað . Það er sjálfstætt , stendur á eigin fótum. Eitthvert styðst hins vegar við nafnorð : eitthvert framboð . Meira
14. júlí 2020 | Árnað heilla | 100 orð | 1 mynd

Michael Lewis Frigge

60 ára Michael er fæddur í Cincinnati í Ohio, BNA en ólst upp að mestu leyti í Indianaríki og flutti til Íslands 1997. Hann er með doktorspróf í tölfræði frá Háskólanum í Chicago og er tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Meira
14. júlí 2020 | Fastir þættir | 162 orð

Pólska deildin. S-Allir Norður &spade;K8643 &heart;D ⋄ÁD72...

Pólska deildin. S-Allir Norður &spade;K8643 &heart;D ⋄ÁD72 &klubs;G86 Vestur Austur &spade;G &spade;72 &heart;KG863 &heart;97542 ⋄K64 ⋄1098 &klubs;Á432 &klubs;1097 Suður &spade;ÁD1095 &heart;Á10 ⋄G53 &klubs;KD5 Suður spilar 6&spade;. Meira
14. júlí 2020 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Hrannar Víðir Atlason fæddist 16. ágúst 2019 kl. 15.10. Hann...

Reykjavík Hrannar Víðir Atlason fæddist 16. ágúst 2019 kl. 15.10. Hann vó 3960 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Sigríður Hermundsdóttir og Atli Heimir Arnarson... Meira

Íþróttir

14. júlí 2020 | Íþróttir | 1037 orð | 1 mynd

Ber mikla virðingu fyrir Jóni en hef aldrei talað við hann

Frjálsar Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hlynur Andrésson á nú átta Íslandsmet í langhlaupum en hann bætti 37 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 3.000 metra hlaupi á móti í Hollandi um helgina. Meira
14. júlí 2020 | Íþróttir | 1096 orð | 3 myndir

Fylkismenn á toppinn eftir sextán ára bið

Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fylkir og KR eru komin á topp úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, eftir sigra á FH og Breiðabliki í gærkvöld. Meira
14. júlí 2020 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Í október 2019 skrifaði ég grein í Morgunblaðið með fyrirsögninni...

Í október 2019 skrifaði ég grein í Morgunblaðið með fyrirsögninni „Sorglegt að þurfa ræða kynþáttaníð árið 2019“. Í dag, rúmum níu mánuðum síðar á árinu 2020, er ég aftur að skrifa svipaðar fréttir en núna tengjast þær knattspyrnuleik í 4. Meira
14. júlí 2020 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – FH 18 Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik 18 Samsung-völlur: Stjarnan – KR 19.15 Eimskipsv.: Þróttur R. – Selfoss 19.15 2. Meira
14. júlí 2020 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla KA – Fjölnir 1:1 Valur – Stjarnan 0:0...

Pepsi Max-deild karla KA – Fjölnir 1:1 Valur – Stjarnan 0:0 KR – Breiðablik 3:1 FH – Fylkir 1:2 Staðan: Fylkir 640211:612 KR 54018:512 Breiðablik 632113:911 ÍA 631215:810 Valur 631213:610 Víkingur R. Meira
14. júlí 2020 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd

Rekinn eftir hálft ár af þremur

Víkingar frá Ólafsvík urðu í gærkvöld fyrstir til að reka þjálfara sinn á þessu Íslandsmóti í knattspyrnu. Þeir sögðu Jóni Páli Pálmasyni upp störfum, en hann hafði verið ráðinn til félagsins í lok október 2019 og var samningurinn til þriggja ára. Meira
14. júlí 2020 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Tvö áföll hjá Manchester United á sama deginum

Manchester United varð fyrir tveimur áföllum í gær í síharðnandi baráttu ensku liðanna um sæti í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Meira

Ýmis aukablöð

14. júlí 2020 | Blaðaukar | 155 orð | 1 mynd

Langt í það eðlilega

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að eðlilegt ástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins sé ekki í augsýn. Sagði stofnunin í yfirlýsingu að allt of mörg lönd tækju rangan kúrs í stríðinu gegn faraldrinum. Meira
14. júlí 2020 | Blaðaukar | 113 orð | 1 mynd

Viskí selt í pappa

Viskíið Johnnie Walker, sem á sér 200 ára sögu, verður senn selt í pappírsflöskum. Diageo, eigandi áfengisverksmiðjunnar, kveðst munu hefja tilraunir með Johnnie Walker á vistvænum pappírsflöskum næsta vor. Meira
14. júlí 2020 | Blaðaukar | 101 orð | 1 mynd

Zindzi Mandela látin

Yngsta dóttir Nelsons og Winnie Madikizela-Mandela, Zindzi Mandela, lést í fyrrinótt,en hún gegndi störfum sendiherra Suður-Afríku í Danmörku á dánarstundu. Meira
14. júlí 2020 | Blaðaukar | 532 orð | 1 mynd

Þjóð Duda klofin í tvennt

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Andrzej Duda vann nauman sigur í tvísýnustu forsetakosningum sem fram hafa farið í Póllandi eftir hrun kommúnismans. Hlaut hann 51,21% atkvæða en mótframbjóðandi hans, Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, 48,79%. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.