Pétur Hreinsson peturh@mbl.is „Hún hefur alltaf verið gamansöm, hress og kát, og haft jákvæða sýn á lífið,“ segir Ósa Knútsdóttir, dóttir Oddnýjar Sveinsdóttur, sem er 100 ára gömul í dag. Oddný er fædd 20. júlí 1920 að Gilsárstekk í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, elst af fimm dætrum Sveins Guðbrandssonar, síðar bónda í Skriðdal, og Steinunnar Gunnlaugsdóttur, en hún varð 98 ára.
Meira