Greinar föstudaginn 24. júlí 2020

Fréttir

24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 245 orð

20% starfsfólks ráðin á ný

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur endurráðið 20% af því starfsfólki sem áður vann hjá fyrirtækinu. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

„Bagaleg“ bið en reglurnar komnar

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Úthlutunarreglur fyrir menntasjóð námsmanna voru birtar síðdegis í gær og tóku gildi samdægurs, tæpum mánuði eftir að lög um sjóðinn tóku gildi. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

„Það er alltaf nóg af geitungum“

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Geitungar í sumar eru ekki færri en þeir voru í fyrra; þeir voru einfaldlega seinna á ferðinni vegna kulda í vor, að sögn meindýraeyðis sem taldi fyrr í júlí að færri geitungar væru á ferðinni. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Dánartíðni og helstu dánarorsakir

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blóðrásarsjúkdómar voru helsta dánarorsök fólks í flestum aðildarlöndum Evrópusambandsins (ESB) árið 2017. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Einbeittir keppendur í Laugardal

Líf og fjör var á öðrum degi knattspyrnumótsins Capelli Rey Cup í gær. Mótið fer fram á æfingasvæði Þróttar Reykjavíkur í Laugardal, en gríðarlegur fjöldi ungra knattspyrnuiðkenda tekur þátt á Rey Cup í ár. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 217 orð

Erlendir nemar hætta við út af veiru

Starfsfólk skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands hefur orðið vart við að erlendir nemendur séu að hætta við að koma í nám í HÍ í haust vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, að sögn Friðriku Þóru Harðardóttur, forstöðumanns skrifstofu alþjóðasamskipta. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 302 orð | 2 myndir

Garðheimar fái lóð í Suður-Mjódd

Þór Steinarsson thor@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn að veita Garðheimum vilyrði fyrir lóð ásamt byggingarrétti í Suður-Mjódd. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Hægt að fá undanþágu og ferðast innan Schengen

„Í sjálfu sér er ekkert sem bannar fólki að koma til Íslands, með áritun frá Schengen-svæði,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Ísland á meðal ríkjanna sem borga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær, þeim síðasta í bili, að Ísland hefði lýst yfir áhuga á því að verða hluti af alþjóðlega bólusetningarverkefninu COVAX, sem er samstillt átak Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og bólusetningarbandalaganna Gavi og CEPI um sanngjarna útdeilingu á bóluefni fyrir COVID-19. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 508 orð | 3 myndir

Íslenskir nemendur vel tæknilæsir

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Íslenskir nemendur á aldrinum 16-24 ára koma vel út úr nýrri könnun Hagstofu Evrópusambandsins þar sem tæknilegt læsi nemenda var kannað. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Klaufalegt orðaval í símtali lögreglu

Sólveig Johnsen hringdi í lögregluna á mánudaginn til þess að láta vita af meðvitundarlausum manni sem lá í götunni og var þá spurð að því hvort henni sýndist maðurinn vera skattgreiðandi. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Bátar á Breiðafirði Þeim þótti ekki hávaxin aldan, sem lögðu í stutta siglingu við Flatey í blíðviðrinu. Vonskuveðrið síðustu helgi er fljótt að gleymast og það er spáð rólyndisveðri um... Meira
24. júlí 2020 | Erlendar fréttir | 305 orð

Krísa sögð í norrænu samstarfi

Nýr veruleiki blasir við verði landamærum norrænu landanna lokað. Um það mál fjallaði norska blaðið Stavanger Aftenblad í gær og sagði norræna krísu blasa við. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 128 orð

Lagði til að Ólafur Helgi viki úr starfi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Þetta var fullyrt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Meira
24. júlí 2020 | Erlendar fréttir | 541 orð | 2 myndir

Lífleg eldvirkni á Venusi

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Vísindamenn á jörðu niðri hafa greint og nefnt samtals 37 eldfjöll á reikistjörnunni Venusi sem virðast hafa gosið nýlega og eru sennilega virk enn þann dag í dag. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 504 orð | 3 myndir

Margir lýstu skoðun á stjórnarskránni

Baksvið Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Á miðvikudag rann út frestur til að senda inn umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á stjórnarskrá, sem legið hafa í samráðsgátt frá 30. júní síðastliðnum. Frumvarpið snýr að I. og II. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að opna samninginn

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Ekki hefur komið til skoðunar að aflétta trúnaði á raforkusamningi Alcoa Fjarðaáls við Landsvirkjun. Þetta staðfesti Smári Kristinsson, staðgengill forstjóra Alcoa Fjarðaáls, í samtali við mbl. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 552 orð | 2 myndir

Náið er fylgst með eldstöðvunum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Snemma í gærmorgun mældist jarðskjálfti að stærð 3,3 undir norðanverðum Mýrdalsjökli og annar 2,7 stig varð fyrr um nóttina. Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, var spurður hvort þessir skjálftar þýddu eitthvað sérstakt. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 616 orð | 2 myndir

Netstríðsmenn til varnar sveitarfélögum

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Aðjúnkt í félagsfræði segir að mál leikhópsins Lottu sýni greinilega að fólk, sem hann kallar „netstríðsmenn“, leyfi sér að segja meira á bak við skjáinn en í eigin persónu. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Opna veitingastað á besta stað skammt frá Alicante

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nú á dögunum var íslenskur veitingastaður opnaður í Torrevieja skammt frá Alicante á Spáni. Staðurinn ber heitið Smiðjan – SkyBar og hefur verið í bígerð um nokkurt skeið. Meira
24. júlí 2020 | Erlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Sóttur til saka

Gríska þingið samþykkti í gær að hafin skyldi sakardómsrannsókn á hendur fyrrverandi aðstoðarráðherra, vinstrimanninum Dimitris Papangelopoulos. Hann er sakaður um að hafa misbeitt ráðuneytismönnum í máli sem snýst um meiriháttar mútustarfsemi. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Súrálskraninn kveður álverið í Straumsvík

Bóman af súrálskrananum við álverið í Straumsvík var tekin niður með logsuðutækjum í gær. Með því lýkur kafla í iðnsögunni, en kraninn, sem kallaður var Heberinn, var settur upp árið 1969, fyrst sem skóflukrani en varð súrálskrani 1980. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 328 orð | 2 myndir

Veislan í Mosskógum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Markaðshaldið hér hefur fyrir löngu unnið sér hefð og er orðið fast í sessi. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Viðbragðsáætlun vegna hópslysa

Drög að viðbragðsáætlun vegna hópslysa á höfuðborgarsvæðinu hafa verið birt. Að útgáfu draganna standa almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjórinn. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Þjóðleg veisla í góðgerðarskyni

Skötumessa í Garði 2020 var haldin í Gerðaskóla í Suðurnesjabæ í fyrrakvöld. Þar mættu um 400 gestir sem gæddu sér á kæstri skötu, saltfiski, plokkfiski og tilheyrandi meðlæti. Fjölbreytt skemmtidagskrá var að vanda. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Þrjár flugur í einu höggi

Það er hagkvæmni í vel völdu sumarstarfi. Þegar sólin skín getur maðurinn á myndinni sinnt þrennu í einu sem undir öðrum kringumstæðum þyrfti að afgreiða á mismunandi stöðum. Hann vinnur, stundar líkamsrækt og tekur lit. Meira
24. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 43 orð

Þykja vel tæknilæsir

96% íslenskra nemenda búa yfir grunnþekkingu eða meiri þekkingu til þess að nýta sér þá fjarnámsmöguleika sem í boði eru, samkvæmt nýrri könnun Hagstofu Evrópusambandsins. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 2020 | Leiðarar | 539 orð

Eymdin, sem veiran olli, misnotuð út í æsar

Þingstaðir nútímans verða seint flokkaðir sem skemmtistaðir þótt stundum verði þar ófyndið uppistand. Lengi og víða hafa verið til óskráð og allt að því algild sannindi um að þingmenn verði að gæta þess betur en alls annars að grunsemdir vakni ekki um að þeir leyni streng húmors djúpt í persónu sinni. Meira
24. júlí 2020 | Staksteinar | 252 orð | 2 myndir

Mas, rabb og huggulegheit

Utanríkisráðherrar Þýskalands og Bretlands, þeir Heiko Maas og Dominic Raab, hittust í gestahúsi þess breska í fyrradag og áttu þar notalega stund. Meira

Menning

24. júlí 2020 | Bókmenntir | 632 orð | 1 mynd

„Magnað að sjá“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
24. júlí 2020 | Myndlist | 123 orð | 1 mynd

Eldfuglinn í verkum Sigríðar í Deiglunni

Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir opnar sýningu í Deiglunni á Akureyri í kvöld kl. 20 sem er afrakstur þriggja vikna langrar vinnustofudvalar hennar og eru verkin enn í vinnslu. Meira
24. júlí 2020 | Hugvísindi | 74 orð | 1 mynd

Friðrik flytur erindi um Sæmund

„Fingraför Sæmundar fróða“ er yfirskrift viðburðar sem boðið verður upp á á morgun, laugardaginn 25. júlí, kl. 15, í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð. Meira
24. júlí 2020 | Fjölmiðlar | 205 orð | 1 mynd

Íþróttir í útvarpi fyrr og nú

Eitt af því fyrsta sem fékk mig til að hlusta á útvarp á barnsaldri var þegar boðið var upp á beinar lýsingar á handboltaleikjum úr Laugardalshöllinni einhvern tíma í kringum 1970. Meira
24. júlí 2020 | Myndlist | 785 orð | 2 myndir

Maðurinn og dýrið í landslaginu

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Landvist nefnist sýning ellefu myndlistarmanna sem opnuð verður á morgun, 25. júlí, kl. 17, í Stóra-Klofa í Landsveit. Listamennirnir sýna í stórum skála sem eitt sinn hýsti refabú og einnig í hundrað ára... Meira
24. júlí 2020 | Tónlist | 98 orð | 1 mynd

Move leikur í Múlanum

Move, kvartett Óskars Guðjónssonar saxófónleikara, leikur á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld kl. 20 í Flóa á jarðhæð Hörpu. Óskar stofnaði kvartettinn til að takast á við sígildasta form djasstónlistar, blásara með píanótríói, skv. Meira
24. júlí 2020 | Tónlist | 135 orð | 1 mynd

Rósariddarinn með Kristni í streymi

Metropolitan-óperan í New York brá á það ráð í kórónuveirukófinu að streyma upptökum af uppfærslum sínum á netinu gegn gjaldi en einnig er hægt að fá ókeypis prufuaðgang. Meira
24. júlí 2020 | Tónlist | 130 orð | 1 mynd

Sjáðu Tómas Tómasson í Parsifal Wagners

Bætt aðgengi að stórum og spennandi listviðburðum í gegnum netið er eitt af því góða sem hefur þrátt fyrir allt hlotist af samskiptatakmörkunum síðustu mánaða. Meira

Umræðan

24. júlí 2020 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Áhyggjulaust ævikvöld?

Mér er til efs að ég sé sú eina sem velti því fyrir mér á hvaða vegferð valdhafarnir eru þegar kemur að öldruðum og aðbúnaði þeirra síðustu æviárin. Meira
24. júlí 2020 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs á villigötum

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Of margir þingmenn Norðausturkjördæmis gleyma því að á 600-800 metra löngum kafla og 1,5 km langri sprungu getur samfellt gos kostað alltof mörg mannslíf ef vegfarendur lenda í sjálfheldu og komast ekki tímanlega til byggða." Meira
24. júlí 2020 | Aðsent efni | 1013 orð | 1 mynd

Um mörk alþjóðlegs vísindasamstarfs

Eftir Björn Bjarnason: "Danir athuga mörkin fyrir danskt vísindasamstarf við útlendinga með hliðsjón af siðfræði og öryggismálum." Meira

Minningargreinar

24. júlí 2020 | Minningargreinar | 583 orð | 1 mynd

Gísli Matthías Sigmarsson

Gísli Matthías Sigmarsson fæddist 9. október 1937. Hann lést 6. júní 2020. Útför hans fór fram 16. júní 2020. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2020 | Minningargreinar | 607 orð | 1 mynd

Hersir Mar Jónsson

Hersir Mar Jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 28. desember 1986. Hann lést í Reykjanesbæ 10. júlí 2020. Foreldrar Hersis eru Jón Valgeirsson, f. 4. júlí 1959, og Þórdís Erlingsdóttir, f. 6. október 1962. Hersir Mar átti þrjá bræður, Agnar Mar, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2020 | Minningargreinar | 5267 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson fæddist á Sleitu-Bjarnarstöðum í Kolbeinsdal, Hólahreppi í Skagafirði 24. apríl 1929. Hann lést á Sauðárkróki 13. júlí 2020. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurðardóttir húsmóðir, frá Víðivöllum í Skagafirði, f. 29.6. 1886, d. 4.7. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2020 | Minningargreinar | 665 orð | 1 mynd

Ronald Björn Guðnason

Ronald Björn Guðnason fæddist 2. nóvember 1964 í Lübeck í Þýskalandi. Hann lést 8. júlí 2020. Foreldrar hans voru Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur, f. 1936, d. 1997, og Ilse Ruth Thiede, f. 1937, d. 2002. Bræður Ronalds eru Þorsteinn Gunnar, f. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2020 | Minningargreinar | 1840 orð | 2 myndir

Salka Rut Brynjarsdóttir

Salka Rut Brynjarsdóttir fæddist 17. ágúst 2012 í Reykjavík. Hún lést 12. júlí 2020 á Barnaspítala Hringsins. Foreldrar Sölku Rutar eru Brynjar Snær Kristjánsson, f. 7. júlí 1974, og Harpa Rut Harðardóttir, f. 21. október 1981. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2020 | Minningargreinar | 1081 orð | 1 mynd

Símon Guðmundsson

Símon Guðmundsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1944. Hann lést 16. júlí 2020 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Guðmundur Símonarson, f. 24. mars 1912, d. 14. febrúar 1989, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 6. september 1912, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 585 orð | 3 myndir

Arctic Adventures endurræður 20% starfsfólks

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur endurráðið 20% af því starfsfólki sem áður vann hjá fyrirtækinu. Arctic Adventures sagði upp öllu starfsfólki sínu í lok apríl sl. Meira
24. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 123 orð | 1 mynd

Arion banki hækkaði um 7,18% í kauphöllinni

Nokkrar sviptingar urðu á íslenska hlutabréfamarkaðinum í gær. Flest félög hækkuðu í verði, en önnur lækkuðu mikið, eins og Icelandair sem lækkaði um 6,63%. Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 3,36%. Meira
24. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Netsalan tvöfaldast en hagnaður ekki

Netsala hjá leiðandi breskum stórmarkaðakeðjum, eins og Tesco og J Sainsbury, hefur vaxið mikið í kórónuveirufaraldrinum, og það sama má segja um keðjur á Ítalíu og í Þýskalandi. Meira
24. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Össur tapaði 2,5 milljörðum kr. á öðrum fjórðungi

Stoðtækjafyrirtækið Össur tapaði tæplega átján milljónum bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi 2020, eða tæplega 2,5 milljörðum íslenskra króna. Meira

Daglegt líf

24. júlí 2020 | Daglegt líf | 437 orð | 2 myndir

Starfsmannarekið vegankaffihús

Unga fólkið í Fraktal trúir á mannlegt samstarf frekar en samkeppni og að fólk njóti sín best þegar það hefur stjórn á einkalífi sínu og starfi. Meira
24. júlí 2020 | Daglegt líf | 167 orð | 1 mynd

Upplifið ferðalag aftur til sjötta og sjöunda áratugarins

Rokktónlist mun hljóma víða um Árbæjarsafn nk. sunnudag, 26. júlí, en þá er gestum boðið að upplifa ferðalag aftur til sjötta og sjöunda áratugarins. Meira

Fastir þættir

24. júlí 2020 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3+ 5. bxc3 c5 6. e3 Rc6 7. Bd3 d6...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3+ 5. bxc3 c5 6. e3 Rc6 7. Bd3 d6 8. Re2 e5 9. Rg3 h5 10. h4 De7 11. d5 Rb8 12. e4 Bg4 13. f3 Bc8 14. Bg5 Dc7 15. Bxf6 gxf6 16. 0-0 Rd7 17. f4 exf4 18. Rxh5 Re5 19. Rxf6+ Kd8 20. Hxf4 Rg6 21. Meira
24. júlí 2020 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko

60 ára Elín ólst upp í Reykjavík og á Hallgilsstöðum í Hvítársíðu en býr í Reykjavík. Hún er heilbrigðisgagnafræðingur á gjörgæslunni á Landspítalanum í Fossvogi. Elín situr í stjórn stéttarfélagsins Sameyki. Maki : Hallbjörn Þráinn Ágústsson, f. Meira
24. júlí 2020 | Árnað heilla | 929 orð | 3 myndir

Forvitni er drifkrafturinn

Hildigunnur Birgisdóttir fæddist 24. júlí 1980 í Reykjavík og ólst upp í Kleppsholti. Hildigunnur segist hafa verið frekar skrítið barn og sveimhugi. Meira
24. júlí 2020 | Í dag | 50 orð

Málið

Það endurlífgar virkilega trú manns á mannkynið hve oft orðtakið að hafa tögl og hagldir : hafa undirtökin, ráða öllu, kemst óbrenglað til skila þrátt fyrir óþjála stafsetningu og þótt fæstir hafi bundið heybagga og þrætt reipi (tagl) gegnum tré- eða... Meira
24. júlí 2020 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Ragnar Erik Heimisson fæddist 17. júlí 2019 kl. 14.41 í...

Reykjavík Ragnar Erik Heimisson fæddist 17. júlí 2019 kl. 14.41 í Reykjavík. Hann vó 2.514 g og var 48 cm að lengd. Foreldrar hans eru Heimir Jónsson og Hörn Ragnarsdóttir... Meira
24. júlí 2020 | Í dag | 85 orð | 1 mynd

Vinsæl poppstjarna með lag frá Ölmu og Klöru

Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir, sem oft eru kenndar við hljómsveitina Nylon, sömdu lag á plötu einnar vinsælustu poppstjörnu heims, hins suðurkóreska tónlistarmanns Baekhyuns. Meira
24. júlí 2020 | Í dag | 273 orð

Vísan lifir með ungum og gömlum

Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Þannig orti Andrés Björnsson á sínum tíma. Og víst er það rétt, að vísur eru meðal þess fyrsta sem börn læra og raula. Meira
24. júlí 2020 | Árnað heilla | 74 orð | 1 mynd

Þórunn Sif Ingvarsdóttir

50 ára Þórunn er Hafnfirðingur, ólst upp í Norðurbænum en einnig í Keflavík á unglingsárunum. Hún býr á Völlunum í Hafnarfirði. Þórunn er iðjuþjálfi að mennt frá Iðjuþjálfaskólanum í Kaupmannahöfn og er iðjuþjálfi á Kleppi. Synir : Ingvar Hermannsson,... Meira

Íþróttir

24. júlí 2020 | Íþróttir | 1254 orð | 2 myndir

Draumur danska meistarans að vinna Dani á Parken

Danmörk Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson hefur verið lykilmaður hjá FC Midtjylland sem tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta með 3:1-sigri á FC København 9. Meira
24. júlí 2020 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Haukur frá í þrjá mánuði

Haukur Þrastarson, landsliðsmaðurinn ungi í handknattleik, er ristarbrotinn. Þetta staðfesti hann við Vísi í gær. Reiknað er með þriggja mánaða fjarveru en Haukur er kominn til liðs við pólsku meistarana Kielce. Tímabilið í Póllandi hefst 5. Meira
24. júlí 2020 | Íþróttir | 311 orð

ÍA – STJARNAN 1:2 0:1 Eyjólfur Héðinsson 23. 0:2 Alex Þór Hauksson...

ÍA – STJARNAN 1:2 0:1 Eyjólfur Héðinsson 23. 0:2 Alex Þór Hauksson 40. 1:2 Viktor Jónsson 58. Meira
24. júlí 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Jón yfirgefur Krasnodar

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson er farinn frá rússneska félaginu Krasnodar, en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum þar. Krasnodar skýrði frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Meira
24. júlí 2020 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – Fylkir 18 Meistaravellir: KR – FH 19.15 Kópavogsv.: Breiðablik – Þróttur R 19.15 GOLF Íslandsmót golfklúbba heldur áfram í dag en keppt er í 1. Meira
24. júlí 2020 | Íþróttir | 410 orð | 3 myndir

*Knattspyrnumaðurinn Jason Daði Svanþórsson hefur samið við Breiðablik...

*Knattspyrnumaðurinn Jason Daði Svanþórsson hefur samið við Breiðablik um að ganga til liðs við félagið frá Aftureldingu eftir þetta tímabil. Jason er tvítugur og hefur skorað 14 mörk í 52 leikjum fyrir Aftureldingu í 1. og 2. Meira
24. júlí 2020 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla ÍA – Stjarnan 1:2 Valur – Fylkir 3:0...

Pepsi Max-deild karla ÍA – Stjarnan 1:2 Valur – Fylkir 3:0 Grótta – Víkingur R 1:1 HK – Breiðablik 1:0 Staðan: Valur 851218:716 KR 751113:716 Stjarnan 541012:413 Víkingur R. Meira
24. júlí 2020 | Íþróttir | 795 orð | 3 myndir

Sá fimmti án sigurs

Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjarnan og Valur sýndu í gærkvöld að þau ætla sér alla leið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn á meðan Breiðablik missteig sig einu sinni enn og tapaði óvænt fyrir nágrönnum sínum í HK. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.