Greinar laugardaginn 25. júlí 2020

Fréttir

25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

5G-kæru vísað frá

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur vísað frá kæru á hendur Póst- og fjarskiptastofnun vegna úthlutunar tíðniheimilda fyrir 5G-senda. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 365 orð | 2 myndir

Ákvað að slá til og flytjast til Hong Kong

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 78 orð

Banaslys varð sunnan Kópaskers

Ökumaður fólksbifreiðar sem fór út af Norðausturvegi sunnan Kópaskers á fimmtudagskvöld var látinn þegar að var komið. Hann var einn á ferð í bíl sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 133 orð

Bíll í utanvegaakstri fór út af á 16 stöðum

Það sem af er sumri hafa orðið nokkur alvarleg tilvik utanvegaaksturs á hálendi Íslands. Svo virðist sem einstaka ökumenn geri sér sérstakt far um að rata utan vega og valda spjöllum á náttúru landsins. Meira
25. júlí 2020 | Erlendar fréttir | 145 orð

Blaðamenn gengu út í mótmælaskyni

Tugir blaðamanna, sem starfa á stærsta óháða fréttavef Ungverjalands, sögðu upp störfum og gengu út í gær til að mótmæla brottrekstri aðalritstjóra vefjarins. Index. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Brekkusöngur í beinni með Ingó

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, verður með brekkusöng um verslunarmannahelgina. Verður viðburðurinn sýndur í Sjónvarpi Símans og á mbl.is auk þess sem K100 verður með útsendingu frá fjörinu. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Feðgar við stýrið

Hið nýja skip Eimskips, Dettifoss, fór í fyrstu ferð sína frá Íslandi til Evrópu á miðvikudagskvöldið. Svo skemmtilega vill til að við stjórnvölinn eru feðgar, þeir Ríkharður Sverrisson skipstjóri og Ríkharður Björgvin Ríkharðsson yfirstýrimaður. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Fjórtán ára flugmaður

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sveinbjörn Darri Matthíasson, fjórtán ára piltur úr Kópavogi, má ætla að sé yngsti flugmaður landsins. Síðastliðinn miðvikudag lauk hann sólóprófi í svifflugi, eftir nám sem hann hóf á síðasta vori. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Flýgur fjórtán ára

Sveinbjörn Darri Matthíasson, fjórtán ára piltur úr Kópavogi sem fermist í haust, er yngsti flugmaður landsins. Hann tók nú í vikunni próf og fékk réttindi til sólóflugs á svifflugu sem hann sveimar á frá flugvellinum á Sandsskeiði. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 484 orð | 4 myndir

Fólki boðið að bjarga trjám

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Í landi Glæsibæjar í Hörgársveit er nú unnið að uppbyggingu Hagabyggðar, en um er að ræða 18 sjávarlóðir steinsnar frá Akureyri á grónum sjávarbakka í fallegu umhverfi. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Gefa lítið fyrir ummæli um málamiðlun

Þór Steinarsson thor@mbl.is Formenn stjórnarandstöðuflokkana á Alþingi eru ekki alltaf einróma en þeir eru allir sammála um að best hefði verið að halda næstu alþingiskosningar að vori til. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Geymslu fyrir 50 hunda hafnað

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hafnaði umsókn Hundasleða Íslands ehf. um starfsleyfi fyrir geymslu sleðahunda að Egilsmóa 12 í Mosfellsdal. Það var gert vegna „ónæðis frá starfseminni“. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 574 orð | 2 myndir

Ljósleiðari lagður í dreifbýli Reykjavíkur

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Reykjavík. Um er að ræða m.a. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Misfráir fararskjótar á Reykjavíkurflugvelli

Strætisvagn og tvær útlendar smáþotur vöktu athygli á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Flestir hafa tök á að ferðast með strætó en færri hafa einkaþotur til umráða. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 156 orð

Mögulega fara fleiri í sóttkví

Möguleiki er á að bætast muni í hóp þeirra sem þurfa að fara í sóttkví vegna innanlandssmita kórónuveirunnar sem tilkynnt var um í gær, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Sala ÁTVR stóreykst

ÁTVR hefur birt hvatningu til viðskipta sinna á heimasíðunni, þar sem þeir eru hvattir til að vera snemma á ferðinni með innkaup fyrir verslunarmannahelgina. Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 281 orð

Salan umfram spár en útlit fyrir grisjun

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Jónsson, einn eigenda Nordic Store-keðjunnar, segir söluna í sumar hafa verið meiri en hann óttaðist þegar samkomubann var sett á. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Segir eðlilegt að Rio Tinto „leggi öll spilin á borðið“

Þórdís Kolbrún R. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Snjallgangbrautir settar upp á fjórum stöðum

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ný gerð af gangbrautum, sem fengið hafa heitið snjallgangbrautir, verða teknar í notkun á fjórum stöðum í Reykjavík á þessu ári. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Spjallað á sólríkum degi í gróðursælum garði

Veðrið lék við höfuðborgarbúa í gær og má með sanni segja að sumarið sé komið aftur eftir nokkra stormasama daga á landsvísu um síðustu helgi. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 479 orð | 2 myndir

Stefnir í slakt meðalsumar

Stangveiði Eggert Skúlason eggertskula@mbl.is Línur eru nú farnar að skýrast varðandi laxveiðina. Ein á er í sérflokki og er það Eystri Rangá. Meira
25. júlí 2020 | Erlendar fréttir | 644 orð | 2 myndir

Tímamótabænahald í Ægisif

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, leiddi í gær bænahald í Soffíukirkjunni í Istanbúl. Dómkirkju þessari hefur verið breytt í mosku, eins og hún var um aldir fram til ársins 1934. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Úrelt umferðarljós verða endurnýjuð

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út kaup á búnaði til endurnýjunar á umferðarljósum á 11 gatnamótum í borginni. Fram kemur í minnisblaði Þorsteins R. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Vísbendingar eru um fækkun grágæsa

Talningar í Stóra-Bretlandi benda til þess að grágæsum sé nú að fækka. Þetta kom fram á facebooksíðu Skotveiðifélags Íslands. Dr. Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur sagði að talningar 2017 og 2018 hefðu bent til fækkunar grágæsa. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

VR dró yfirlýsingu sína til baka

Stjórn VR dró yfirlýsingu sína frá 17. júlí til baka í gær. Í yfirlýsingunni var mælst til þess að stjórnarmenn sem VR tilnefnir í Lífeyrissjóð verzlunarmanna sniðgengju væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 335 orð | 2 myndir

Þjálfa hugann í sólinni eftir langa inniveru

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Um 40 skákmenn voru orðnir þreyttir á því að tefla á netinu og fylltu útisvæði Kex Hostel á fimmtudag, þar sem skákmót Miðbæjarskákar fór fram í sólskinsveðri. Meira
25. júlí 2020 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Þrýstingur hærri en fyrir eldgosin

Hallamælingar við Næfurholt við Heklu sýna að þrýstingsauki sem byrjaði eftir gos í Heklu árið 2000 heldur áfram og telja vísindamenn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands að þrýstingur kviku undir Heklu sé núna umtalsvert hærri en hann var á undan... Meira

Ritstjórnargreinar

25. júlí 2020 | Staksteinar | 242 orð | 1 mynd

Aðgerðir í skattamálum

Fjöldi ríkja hefur gripið til umfangsmikilla efnahagsaðgerða vegna kórónuveirunnar. Meira
25. júlí 2020 | Reykjavíkurbréf | 1929 orð | 1 mynd

Haustið er tært, fagurt og kjörið til kjördags

Það verður fróðlegt að sjá hvernig haustkosningar leggjast í landann. Ekki er ástæða til þess að ætla að kjördagurinn sem forsætisráðherra leggur til sé lakari en kosningar að vori. Öðru nær. Meira
25. júlí 2020 | Leiðarar | 546 orð

Mótsagnir í loftslagsmálum

Er betra að vera tossi en til fyrirmyndar? Meira

Menning

25. júlí 2020 | Myndlist | 350 orð | 1 mynd

Aðalheiður sýnir í Einkasafni Aðalsteins

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna Flæði í Einkasafninu í dag kl. 12 og mun hún taka á móti gestum með fljótandi veigum og öðru sem náttúra staðarins hefur upp á að bjóða, eins og segir í tilkynningu. Meira
25. júlí 2020 | Myndlist | 52 orð | 1 mynd

Aðalsteinn sýnir verk sín í Kringlunni

Sýning á verkum Aðalsteins G. Aðalsteinssonar verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Aðalsteinn á langan feril að baki í myndlist, er að mestu sjálfmenntaður en hefur sótt námskeið bæði í teiknun og málun. Meira
25. júlí 2020 | Fólk í fréttum | 97 orð

Bandarísk söfn í mikilli hættu

Um þriðjungur bandarískra safna á á hættu að verða lokað endanlega vegna tekjutaps síðustu mánaða. Þetta kemur fram í könnun á vegum sambands bandarískra safna, American Alliance of Museums, um áhrif Covid-19 á söfn í landinu. Meira
25. júlí 2020 | Tónlist | 147 orð | 1 mynd

Fyrstu tónleikar mæðgna í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Annað starfsár tónleikaraðar til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði hófst núna í sumar og rennur allur ágóði sem fyrr til styrktar þessum menningarstað. Meira
25. júlí 2020 | Myndlist | 714 orð | 2 myndir

Heimsendinn sem við stöndum á

Magnús Guðmundsson magnusg@mbl.is Fyrir tólf árum tók hópur myndlistarmanna sig saman og gangsetti löngu yfirgefna síldarverksmiðju á Hjalteyri við Eyjafjörð, í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Meira
25. júlí 2020 | Bókmenntir | 153 orð | 1 mynd

Heimurinn verður samur en þó verri

Hinn umdeildi franski rithöfundur Michel Houellebecq var að vanda ómyrkur í máli í pistli sem hann flutti í franska ríkisútvarpinu í byrjun viku og sagðist þar m.a. telja að heimurinn yrði sá sami að farsótt lokinni en... bara aðeins verri. Meira
25. júlí 2020 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Hvað er eiginlega raunverulegt frelsi?

Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið? Það er stöðugt verið að segja okkur það, á þessari tækniöld, að okkur er frjálst að velja. Meira
25. júlí 2020 | Bókmenntir | 1157 orð | 3 myndir

Með einlægnina að leiðarljósi

Viðtal Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég hef haft bak við eyrað að sýna Ísland eins og það er í bókunum mínum og að sem flest börn geti speglað sig í sögupersónunum,“ segir rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir. Meira
25. júlí 2020 | Bókmenntir | 300 orð | 3 myndir

Ógnarstjórn og ofstæki hættuleg blanda

Eftir Jane Harper. Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði. Sögur útgáfa 2020. Kilja, 350 bls Meira
25. júlí 2020 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Tríó Björns á Jómfrúartorgi

Á áttundu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, sem haldnir verða í dag, laugardaginn 25. júlí, kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen ásamt söngkonunni og fiðluleikaranum Unni Birnu Bassadóttur. Meira
25. júlí 2020 | Tónlist | 526 orð | 3 myndir

Út á ystu nöf

Sinfonia er nýtt verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson afstrakttónsmíð sem tekin var upp með tónlistarhópnum Fengjastrúti á síðasta ári. Það er Carrier Records í Bandaríkjunum sem gefur út. Meira

Umræðan

25. júlí 2020 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Aðförin að Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni

Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Samkvæmt samkomulaginu á Reykjavíkurborg að fá fyrstu 440 milljónirnar af sölu byggingarréttar áður en ríkið fær krónu" Meira
25. júlí 2020 | Pistlar | 838 orð | 1 mynd

Íslandspóstur – fyrirmynd að niðurskurði í opinberum rekstri

Setjum sambærilegan niðurskurð yfirbyggingar og „fitu“ hjá öðrum opinberum aðilum á dagskrá. Meira
25. júlí 2020 | Pistlar | 462 orð | 2 myndir

Nýtt af gamalli nál

Það er kannski ekki á allra vitorði, en latínukunnáttu fólks fleygir fram ef það gengur í kór. Eða kannski: Þeir sem eru flugmæltir á latínu eru tónvísari en aðrir. Meira
25. júlí 2020 | Pistlar | 424 orð | 1 mynd

Ósýnilegi óvinurinn

Veirur eru ósýnilegur óvinur og hættulegar fyrir vikið. Þær ráðast að okkur þegar minnst varir og geta gert skelfilegt tjón. Ríkisstjórnin hefur líka verið nánast ósýnileg frá upphafi og valdið skaða. Meira
25. júlí 2020 | Pistlar | 254 orð

Stalín er hér enn

Forystumenn verkalýðsfélagsins Eflingar, Sólveig Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, virðast vilja færa starfsemi þess langt aftur á síðustu öld, þegar sumir trúðu því, að kjarabætur fengjust með kjarabaráttu frekar en vexti atvinnulífsins: því fleiri... Meira
25. júlí 2020 | Aðsent efni | 2413 orð | 1 mynd

Sumarið 2020 og nýja menningarbyltingin

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Nýja menningarbyltingin felur í sér endurvakningu kynþáttahyggju, þess að flokka fólk eftir húðlit. Hún ber líka með sér öll einkenni öfgatrúar, þ.m.t. athafnir sem fólki er ætlað að undirgangast til að sanna undirgefni sína gagnvart rétttrúnaðinum." Meira

Minningargreinar

25. júlí 2020 | Minningargreinar | 2458 orð | 1 mynd

Brynhildur Kristinsdóttir

Brynhildur Kristinsdóttir fæddist á Vífilsmýrum í Önundarfirði 25. júlí 1935. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri 8. apríl 2020. Brynhildur var fyrsta barn Kristins D. Guðmundssonar, f. 1913 í Reykjavík, d. Meira  Kaupa minningabók
25. júlí 2020 | Minningargreinar | 1648 orð | 1 mynd

Finnfríður B. Hjartardóttir

Finnfríður, eða Ninna eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Sunndal í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 2. febrúar 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík 15. júlí 2020. Foreldrar Finnfríðar voru Guðrún Ottósdóttir, f. 14.12. Meira  Kaupa minningabók
25. júlí 2020 | Minningargreinar | 757 orð | 1 mynd

Líney Soffía Daðadóttir

Líney Soffía Daðadóttir fæddist 9. janúar 1957 á Skarði í Dalsmynni í S-Þingeyjarsýslu. Hún lést 17. júlí 2020 á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Foreldrar hennar voru Valgerður Jónsdóttir, f. 30.8. 1932 á Skarði í Dalsmynni, d. 9.6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 165 orð | 1 mynd

110 þúsund heimsótt ferdalandid.is

Hundrað og tíu þúsund manns hafa farið inn á vefinn ferdalandid.is frá því hann var opnaður í byrjun maí síðastliðins. Meira
25. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 121 orð | 1 mynd

Halda sjó með veitingum

Skertur afgreiðslutími vegna samkomubanns hefur reynst mikið högg fyrir veitinga- og skemmtistaðinn Lebowski Bar við Laugaveg, eins og aðra skemmtistaði. Það sem hefur þó bjargað staðnum í gegnum ástandið er veitingasalan. Meira
25. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 331 orð | 2 myndir

Rammagerðin eykur söluna

Helgi Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, segir fyrirtækið koma betur út úr kórónuveirufaraldrinum en útlit var fyrir í vor. Dregið hafi úr óvissu. Meira
25. júlí 2020 | Viðskiptafréttir | 572 orð | 2 myndir

Salan hefur aukist dag frá degi

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store-keðjunnar ásamt Hafsteini Guðbjartssyni, segir söluna hjá verslunum félagsins í sumar hafa verið betri en hann óttaðist. Meira

Daglegt líf

25. júlí 2020 | Daglegt líf | 795 orð | 2 myndir

Mæta einlægir á Innipúkann

„Við spilum sjaldan á opnu giggi þar sem allir geta komið og fyrir vikið hlökkum við sérstaklega til næstu helgar á Innipúkanum,“ segir Loji Höskuldsson, meðlimur í hljómsveitinni Björtum sveiflum, sem notið hefur mikilla vinsælda í þau tvö... Meira
25. júlí 2020 | Daglegt líf | 85 orð | 1 mynd

Sofið í tjaldi fyrir sumarlok

Þeir sem prófað hafa vita að fátt jafnast á við að sofa úti þegar íslenska sumarið umvefur okkur með birtu sinni og hlýju. Þeir sem eiga góðan svefnpoka ættu hiklaust að prófa að sofa undir berum himni áður en sumarið er á enda. Meira

Fastir þættir

25. júlí 2020 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

1. c4 e5 2. g3 d5 3. cxd5 Dxd5 4. Rf3 Rc6 5. Rc3 Dd8 6. Bg2 Rf6 7. 0-0...

1. c4 e5 2. g3 d5 3. cxd5 Dxd5 4. Rf3 Rc6 5. Rc3 Dd8 6. Bg2 Rf6 7. 0-0 h6 8. d3 Bd6 9. a3 a5 10. b3 0-0 11. Bb2 He8 12. Hc1 Bf5 13. h3 Dd7 14. Kh2 Rd4 15. Rd2 c6 16. e3 Rb5 17. Rxb5 cxb5 18. Rf3 Had8 19. e4 Be6 20. Bxe5 Bxe5 21. Rxe5 Dd6 22. f4 Dxa3 23. Meira
25. júlí 2020 | Árnað heilla | 743 orð | 3 myndir

Eldheitur náttúruverndarsinni

Hildur Hermóðsdóttir fæddist 25. júlí 1950 í Árnesi í Aðaldal og ólst þar upp. „Ég vann almenn sveitastörf sem unglingur og sem aðstoðarstúlka við Veiðiheimilið Árnesi og síðar á Hótel Reynihlíð við Mývatn og á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Meira
25. júlí 2020 | Árnað heilla | 80 orð | 1 mynd

Guðrún Finnbjarnardóttir

60 ára Guðrún er Reykvíkingur, ólst upp í Kleppsholti en býr í Þingholtunum. Hún er söngkona að mennt og lærði í Boston University og Tónlistarskólanum í Ósló. Guðrún er fulltrúi á Biskupsstofu. Maki : Stefán Ólafsson, f. Meira
25. júlí 2020 | Fastir þættir | 542 orð | 5 myndir

Keppni í landsliðsflokki hefst 22. ágúst

Skáksamband Íslands birti á dögunum lista yfir þá tíu keppendur sem hugðust tefla í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem hefst í Garðabæ 22. ágúst. Mótið er haldið í Garðabæ í tilefni 40 ára afmælis Taflfélags Garðabæjar. Meira
25. júlí 2020 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Komið að konum að leiða breytingarnar

Helga Baldvins Bjargardóttir mannréttindalögmaður er ein þeirra sem fara fyrir samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá en samtökin standa nú fyrir undirskriftalista um stuðning við nýju stjórnarskrána. Meira
25. júlí 2020 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Kópavogur Elvar Már Jónsson fæddist 17. september 2019 á Akranesi. Hann...

Kópavogur Elvar Már Jónsson fæddist 17. september 2019 á Akranesi. Hann vó 2.714 g og var 48 cm að lengd. Foreldrar hans eru Eva Þóra Hartmannsdóttir og Jón Gunnar Sæmundsson... Meira
25. júlí 2020 | Árnað heilla | 80 orð | 1 mynd

Linda Hrönn Kristjánsdóttir

50 ára Linda fæddist á Akureyri en ólst upp í Reykjavík og býr þar. Hún er grafískur hönnuður að mennt frá Listaháskólanum og húsgagnasmiður frá Tækniskólanum. Linda er húsgagnasmiður hjá Tul ehf. Maki : Harpa Elísa Þórsdóttir, f. Meira
25. júlí 2020 | Í dag | 58 orð

Málið

Að gefa e-u undir fótinn getur þýtt ýmislegt en m.a. að ýta undir e-ð og að gefa e-m undir fótinn með e-ð þýðir að taka undir það með honum . Allt með undir . Hafði sá sem spurði „Ertu að gefa því fótinn að hann sé þjófur?“ gleymt því? Meira
25. júlí 2020 | Í dag | 606 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarleg helgistund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn og Benjamín Gísli Einarsson leikur á flygilinn. Kaffi og spjall eftir stundina. Meira
25. júlí 2020 | Árnað heilla | 148 orð | 1 mynd

Páll Steingrímsson

Páll Steingrímsson fæddist 25. júlí 1930 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Steingrímur Benediktsson skólastjóri, f. 1901, d. 1971, og Hallfríður Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 1899, d. 1967. Meira
25. júlí 2020 | Fastir þættir | 175 orð

Steindautt spil. N-Allir Norður &spade;KG5 &heart;ÁD104 ⋄106...

Steindautt spil. N-Allir Norður &spade;KG5 &heart;ÁD104 ⋄106 &klubs;ÁD85 Vestur Austur &spade;8632 &spade;107 &heart;KG93 &heart;875 ⋄Á942 ⋄KG75 &klubs;4 &klubs;7632 Suður &spade;ÁD94 &heart;62 ⋄D83 &klubs;KG109 Suður spilar 3G. Meira
25. júlí 2020 | Í dag | 268 orð

Það er mikið um hallir

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Fordyri þú finna skalt. Fjarska er í henni kalt. Veglegt slot mun vera sú. Varla bein, og gettu nú. Svona er lausn Hörpu á Hjarðarfelli: Fordyri má heita höll. Heitt er ei í klakahöll. Meira

Íþróttir

25. júlí 2020 | Íþróttir | 632 orð | 3 myndir

Breiðablik í sérflokki

Fótboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ótrúlegt gengi Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hélt áfram í gærkvöld er liðið vann 5:0-heimasigur á nýliðum Þróttar. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Eggert kominn í Kaplakrika

Eggert Gunnþór Jónsson knattspyrnumaður frá Eskifirði leikur í fyrsta skipti í efstu deild hér á landi í næsta mánuði. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 179 orð

Englendingar aftur af stað 12. september

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á nýjan leik laugardaginn 12. september en það verður fyrsti dagur keppnistímabilsins 2020-21. Þetta var staðfest á heimasíðu deildarinnar í gær. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Framlengdi án þess að spila leik

Pólska meistaraliðið Kielce hefur tryggt sér þjónustu íslenska landsliðsmannsins Hauks Þrastarsonar næstu fimm árin, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa samið við hann til þriggja ára. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Fyrsta mark Ingibjargar

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir og samherjar hennar hjá Vålerenga fóru í gærkvöld upp í toppsæti norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:1-heimasigri á Avaldsnes. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin. Greifavöllurinn: KA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin. Greifavöllurinn: KA – KR S16 Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍA S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Grenivíkurv. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Fylkir 2:2 Breiðablik &ndash...

Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Fylkir 2:2 Breiðablik – Þróttur R 5:0 KR – FH 3:0 Staðan: Breiðablik 660024:018 Valur 751118:716 Fylkir 633011:712 Selfoss 63128:510 Þór/KA 621311:127 KR 62138:157 Þróttur R. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 759 orð | 3 myndir

Verður ekki betra en hjá uppeldisfélaginu

8. umferð Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is „Við erum ekki búnir að sækja nógu mörg stig í síðustu leikjum og það var því mikilvægt að sækja þrjú þarna. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Þegar íslenskt íþróttafólk snýr aftur heim eftir langan feril erlendis...

Þegar íslenskt íþróttafólk snýr aftur heim eftir langan feril erlendis og keppir síðustu árin fyrir hönd íslenskra liða verður manni stundum hugsað til þeirra sem ekki fóru þessa leið. Meira
25. júlí 2020 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Þráinn yfirgefur danska félagið

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur yfirgefið danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg. Þráinn fór frá Gróttu árið 2017 og í raðir Elverum í Noregi. Þaðan lá leiðin til Bjerringbro-Silkeborg þar sem hann lék eitt tímabil. Meira

Sunnudagsblað

25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 229 orð | 1 mynd

Á leið í fangabúðir

Yuki Okinaga Hayakawa Llewellyn var tveggja ára þegar hún var mynduð árið 1942 alein sitjandi á ferðatösku á brautarstöð í Los Angeles þar sem hún beið þess að verða send í fangabúðir. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 2049 orð | 3 myndir

„Konurnar skiptu meira máli“

Feðginin Baltasar og Mireya Samper munu opna sameiginlega sýningu í fyrsta sinn 1. ágúst. Sýningin fer fram á Snæfellsnesi og eru kvenskörungar og vættir viðfangsefni listamannanna. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 499 orð | 2 myndir

Bíósumarið fyrir bí?

Sumrin eru gósentíð í bíóhúsum vestan hafs, en nú er allt útlit fyrir að aflabrögð verði næsta dræm í sumar. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 607 orð | 9 myndir

Boðberi nýrrar tísku

Sveinn Kjarval var brautryðjandi á sviði innanhússhönnunar. Hann hannaði bæði innanstokksmuni og innréttingar og var vinsæll frá árunum 1950 til 1970. Á Hönnunarsafni Íslands geta gestir og gangandi virt fyrir sér verk þessa merka manns. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 1829 orð | 6 myndir

Eins og að fresta jólunum

Ekki hefur farið framhjá neinum að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið aflýst í fyrsta skipti frá árinu 1914 vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 834 orð | 1 mynd

Ekki aðeins tímaþjófur

Það virðist sakleysisleg athöfn að kíkja aðeins á samfélagsmiðla í símanum en hefur þó mikil áhrif á okkur. Við sækjum í miðlana eins og dóp og það veldur okkur stressi sem getur ýtt undir fjölda sjúkdóma og stytt líf okkar. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 5 orð | 1 mynd

Emil Hrafn Ómarsson Á Akureyri...

Emil Hrafn Ómarsson Á... Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 124 orð | 1 mynd

Faldi sig bak við skegg

Frægð Barnastjarnan Haley Joel Osment, sem sló rækilega í gegn í kvikmyndunum Forrest Gump og sérstaklega The Sixth Sense á tíunda áratugnum, kveðst í samtali við breska blaðið The Guardian hafa látið sér vaxa skegg strax og hann hafði aldur til svo... Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Gefa út vikulegt tölvuleikjahlaðvarp

Hlaðvarpsstjórnendurnir og vinirnir Arnór Steinn Ívarsson og Gunnar Björnsson hafa alltaf haft mikinn áhuga á tölvuleikjum en þeir byrjuðu á dögunum með vikulegt íslenskt hlaðvarp um allt sem tengist tölvuleikjum, R2 L2-tölvuleikjaspjallið. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 392 orð | 6 myndir

Gleði í endurlestri

Það er kaldhæðnislegt að ég sé núna að skrifa texta um að lesa bækur. Eftir fjögur ár í háskóla að læra ensku og bókmenntafræði var ég búinn að lesa svo mikið af leiðinlegum bókum að ég varð algjörlega afhuga öllum bóklestri. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 504 orð | 13 myndir

Hrópað á heiminn

Markaðsherferðin Looks Like You Need Iceland þykir hafa farið vel af stað og hróp og köll úti í náttúrunni eru farin að toga í fólk vítt og breitt um heiminn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Hvað heitir eyjan?

Bæjarstæðið í Stykkishólmi er fallegt, hvar standa gömlu húsin sem eru svo áberandi eru í klettum og á hæðum. Yst og nyrst í bænum er höfnin og liggur að ey, sem eitt sinn var stakstæð. Með uppfyllingu er eyin tengd fastalandinu og þar er ljósviti. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 128 orð | 2 myndir

Innipúkinn enn á stjá

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður að venju haldin um verslunarmannahelgina. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 83 orð | 1 mynd

Jafnvel kynsvallið er leiðinlegt

Leiðindi „Þegar jafnvel kynsvallið er leiðinlegt þá veistu að sjónvarpssería er í vandræðum. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 427 orð | 1 mynd

Jólin komu í júlí

Þetta er svolítið eins og að setja heimsmet í 10.000 metra hlaupi án héra. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

Kristín Einarsdóttir Ég ætla að vera heima...

Kristín Einarsdóttir Ég ætla að vera... Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 26. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 5 orð | 1 mynd

Matthías Sveinn Einarsson Á Akureyri...

Matthías Sveinn Einarsson Á... Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 116 orð | 1 mynd

...meðan nafn hans ber enn á góma

Minning Nýtt lag með bandaríska rokksöngvaranum Chris Cornell kom út í vikunni sem sætir tíðindum í ljósi þess að hann lést fyrir þremur árum. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 919 orð | 3 myndir

Ólstu upp við að sundurlima froska?

Bandaríska leikkonan Alfre Woodard hefur fengið einróma lof fyrir túlkun sína á forstöðukonu dauðadeildar í Clemency, átakanlegri kvikmynd eftir hinn unga leikstjóra Chinonye Chukwu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 333 orð | 1 mynd

Skýrari orka

Er mikill heiður að vera valinn til að spila á stofutónleikum í húsi skáldsins? Já, það er auðvitað heiður út af fyrir sig að fá að koma fram þar. Við ætluðum að vera með tríótónleika, ég, Arngunnur Árnadóttir og Bryndís Þórsdóttir. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 732 orð | 1 mynd

Staða Rio Tinto og ISAL

Rio Tinto hefur frá árinu 2008 selt eða lokað öllum álverum sínum í Evrópu nema ISAL, alls sjö talsins. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 145 orð | 1 mynd

Tómlæti bæjarbúa

„Kvenflokkur Í.R. sýndi leikfimi á íþróttavellinum á þriðjudagskvöld. Var veður hið besta, en fremur fáir áhorfenndur og olli þar miklu um hve margir eru í sumarfríum, en hinsvegar tómlæti bæjarbúa fyrir fögrum leikfimissýningum. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 75 orð | 1 mynd

Tónlistin hefur aldrei brugðist

Stoð Taylor Momsen, söngkona og gítarleikari bandaríska rokkbandsins The Pretty Reckless, segir tónlistina ekki verra haldreipi en hvað annað á þessum fordæmalausu tímum. „Þetta eru ógnvekjandi tímar, þar sem kvíði og hræðsla ráða ríkjum. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 806 orð | 3 myndir

Uggur um afdrif Ólympíuleika

Ár er nú í að blásið verði til Ólympíuleika í Japan, en hefði allt verið með felldu væru þeir nú hafnir. Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 9 orð | 1 mynd

Vigdís Löve Jónsdóttir Ég er að fara í sumarbústað...

Vigdís Löve Jónsdóttir Ég er að fara í... Meira
25. júlí 2020 | Sunnudagsblað | 909 orð | 3 myndir

Þrautagöngunni lokið

Eftir sextán ára hlé mun hið fornfræga félag Leeds United leika á ný í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þökk sé hinum sérlundaða en farsæla knattspyrnustjóra Marcelo Bielsa. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira

Ýmis aukablöð

25. júlí 2020 | Atvinna | 595 orð | 8 myndir

Hænan Hrefna er hrifin af hundum

Dýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási í Biskupstungum. Slakkakóngurinn Helgi stofnaði dýragarðinn fyrir 27 árum með Björgu konu sinni sem nú er látin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.