„Umsóknir eru færri en ég hafði búist við,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri um ásókn ferðaskrifstofa í Ferðaábyrgðarsjóð, en alls hafa 23 fyrirtæki sótt um samtals 1,6 milljarða króna að láni úr sjóðnum.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Íslenska iðnfyrirtækið Naust Marine hefur gert samning við útgerðina RK Lenina í Rússlandi um að koma fyrir töluverðum búnaði á dekki nýs verksmiðjutogara fyrirtækisins sem mun bera nafnið Lenin.
Meira
„Um leið og aukið er við kennslu í einni grein er tekið af einhverri annarri,“ sagði Þorgerður Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, þegar leitað var álits hennar á áformum Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um að fjölga kennslustundum í íslensku og raungreinum í grunnskólum frá og með haustinu 2021. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Golfíþróttin hefur aldrei átt eins mikilli velgengni að fagna á Íslandi og í ár, en helstu golfmótum heims hefur á sama tíma verið frestað eða þeim aflýst vegna kórónuveirunnar.
Meira
Evrópusambandið hvatti Rússa í gær til þess að grípa ekki inn í ástandið í Hvíta-Rússlandi, eftir að Vladimír Pútín hét hvítrússneskum stjórnvöldum hernaðarlegum stuðningi ef ástandið versnaði.
Meira
Akureyrarbær fagnar í dag 158 ára afmæli sínu og af því tilefni eru ýmsir viðburðir í bænum um helgina. Í gærkvöldi var boðið upp á bílabíó á athafnasvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Fjölmargir gestir skemmtu sér yfir hinni sígildu gamanmynd Stellu í...
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Búið er að selja fjórar íbúðir af tíu í endurgerðum Hólmgarði en hann var lengi verslunarkjarni fyrir Bústaðahverfið í Reykjavík. Hólmgarður er norðan við Bústaðaveg og steinsnar frá verslunarmiðstöðinni Grímsbæ.
Meira
Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Mikið fjárhagslegt tjón hefur orðið í kjölfar þess að pakkaferðum til útlanda hefur verið aflýst eða þær styttar vegna áhrifa kórónuveirunnar.
Meira
Þótt enn séu skráðar átján komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur það sem eftir er árs er ekki búist við að af þeim verði. Skipafélögin eru jafnt og þétt að afbóka skipakomur í september og október.
Meira
Reiknað er með að flugtíma lúsmýs ljúki á næstunni, en flugtíminn er talinn vera frá júní og til loka ágúst, samkvæmt upplýsingum Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun.
Meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að kaup íslenskra stjórnvalda á bóluefni gegn kórónuveirunni fari fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur.
Meira
Vinnuvélar hófu í vikunni að rífa niður gamla húsnæði Hitaveitu Reykjavíkur, á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, gegnt Glæsibæ. Þar munu rísa 183 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygging á vegum Fasteignafélagsins G1.
Meira
Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, hefur sagt upp 133 starfsmönnum frá og með næstu mánaðamótum. Tólf starfsmönnum til viðbótar verður boðið lægra starfshlutfall.
Meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vöruðu í gær Tyrki við því að sambandið kynni að leggja viðskiptaþvinganir á landið, náist ekki árangur í fyrirhuguðum viðræðum þeirra við Grikkland og Kýpur um náttúruauðlindir í austurhluta Miðjarðarhafs.
Meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin hafa komist að samkomulagi um uppsetningu hraðamyndavéla við gangbrautarljós á Hörgárbraut.
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið Ríkiseignum að hefja áætlunargerð vegna gamla yfirlæknisbústaðarins á Vífilsstöðum, sem staðið hefur auður og ónotaður í um 20 ár og liggur undir skemmdum. Er stofnuninni falið að leggja mat á kostnað við að verja húsið að utan og kanna hvort mögulegt sé að ráðast í viðhald á ytra byrði strax á þessu ári.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjárhagsleg staða Herjólfs ohf. er alvarleg vegna tekjufalls vegna kórónuveirufaraldursins. Þá telur félagið að ríkið hafi ekki greitt styrki sína til rekstursins að fullu samkvæmt þjónustusamningi. Gerir Herjólfur ohf.
Meira
Hollenskur karlmaður á fertugsaldri lést í gær eftir að hvítabjörn réðst á hann á tjaldsvæði í nágrenni Longyearbæjar. Þetta er sjötta dauðsfallið á Svalbarða af völdum hvítabjarnar á undanförnum 50 árum.
Meira
Tilboð hafa nú borist Ríkiskaupum í uppsteypuframkvæmd við nýtt þjóðarsjúkrahús frá fjórum af þeim fimm fyrirtækjum sem hæfust voru metin til framkvæmdarinnar.
Meira
Tónlistarunnendur í Bítlaborginni Liverpool gátu tekið gleði sína á ný í fyrrakvöld þegar hinn sögufrægi Cavern-klúbbur fékk að opna dyr sínar fyrir gestum á ný.
Meira
Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Miklu meira veiðist í Eystri-Rangá en öðrum laxveiðiám landsins þessa dagana; síðustu vikuna veiddust 1.
Meira
Átak er í gangi í ræktun birkiskóga og í haust taka Skógræktin og Landgræðslan höndum saman og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út.
Meira
Baksvið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu í Úlfarsárdal í Reykjavík sem hýsir skóla hverfisins og í framtíðinni íþróttir og menningarstarfsemi. Alls verður byggingin um 17.
Meira
Þessir ferðamenn hittu í vikunni á töfrastund í sólsetrinu á Vesturnesinu í Borgarnesi sem innfæddir kalla reyndar Settutanga eftir Settu spákonu sem bjó þar skammt frá.
Meira
Stjórnvöld hér á landi hafa seilst of langt í aðgerðum sínum gegn kórónuveirunni að undanförnu, að mati Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla.
Meira
Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um eða yfir 30 skaðvaldar eru þekktir í trjám á Íslandi. Þeir eru misjafnlega aðsópsmiklir, en nokkrir þeirra hafa gengið af trjánum dauðum.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjarðabyggð er að undirbúa flóðavarnir við Lambeyrará sem rennur í gegnum miðbæinn á Eskifirði. Gerð verður ný brú og farvegur árinnar breikkaður og dýpkaður og veggir hans steyptir til þess að hann taki við meira vatnsmagni.
Meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Mosfellsbæjar vegna malbikunarstöðvar sem Reykjavíkurborg hefur heimilað á lóð borgarinnar við Esjumela á Kjalarnesi.
Meira
Björn Bjarnason víkur í pistli á vef sínum að viðbrögðum píratans Smára McCarthy við svari Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra við spurningu Smára þar sem Ásgeir sagði það „stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð“.
Meira
Demókratar ákváðu í raun að viðurkenna ekki kjör Trumps. Og óhugnanlegast var að valdamenn í stofnunum, sem verja eiga Bandaríkin gegn hættulegustu óvinum, misnotuðu þær til að koma forsetanum frá. Spurning er um það hvort og þá hve stóran þátt fráfarandi forseti og varaforseti tóku í athæfinu.
Meira
Hafdís Bjarnadóttir og spunatríóið Parallax halda útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í Hörpu á morgun, 30. ágúst, kl. 20.45. Verður útgáfu plötunnar Lighthouse fagnað en hún kemur út sama dag.
Meira
Nóvellan Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen fær lofsamlega umfjöllun hjá Thomas Bredsdorff, bókmenntagagnrýnanda Politiken , sem gefur bókinni fimm hjörtu af sex mögulegum.
Meira
Heimildarmyndin Hálfur Álfur eftir Jón Bjarka Magnússon verður sýnd í keppnisflokknum Norrænar raddir á norrænu stutt- og heimildarmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö og í streymi á netinu 17.-24. september.
Meira
Spænsk-íslensk heimildarmynd, Humarsúpa eða Lobster soup á ensku, verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni nú í haust en hún er ein af þeim virtari sem haldnar eru árlega í heiminum og flokkast sem A-hátíð.
Meira
Sýning Siggu Bjargar Innvortis útvortis / Internal External , verður opnuð í dag kl. 14 í Listamönnum galleríi en vegna samkomutakmarkana verður opnunartími gallerísins lengdur til kl. 18.
Meira
Ljósmyndararnir Jessica Auer og Ívar Brynjólfsson bjóða í dag upp á leiðsagnir um ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni Íslands. Jessica mun kl. 14 veita leiðsögn á ensku um ljósmyndasýningu sína Horft til norðurs / Looking North .
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fegurðin er ekki skraut nefnist nýútkomin bók og sú fyrsta sem Fagurskinna gefur út en Fagurskinna er nýtt útgáfumerki á vegum Bjarts og Veraldar.
Meira
Fyrsta sólóplata Atla Örvarssonar, kvikmyndatónskálds með meiru, kallast You Are Here. Þar sveigir hann að vissu leyti frá viðteknum venjum kvikmyndatónlistarformsins þó að sá starfsvettvangur hans móti verkið sumpart líka.
Meira
Stefán Boulter opnar sýninguna Birtingarmyndir í Hannesarholti í dag kl.15. Verkin á sýningunni eru öll olíumálverk á striga en Stefán hefur kosið að kalla það sem hann gerir ljóðrænt raunsæi.
Meira
Skógar/Jöklar er yfirskrift ljósmyndasýningar sem opnuð var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í gær. Verkin á sýningunni eru eftir margverðlaunaðan, japanskan ljósmyndara, Takashi Nakagawa.
Meira
Fegurðin býr í litunum nefnist sýning sem opnuð var í fyrradag í Galleríi Gróttu. Guðrún Gunnarsdóttir sýnir þar verk sín sem sögð eru óður til lífsins og hugmynd um bjartari og litfegurri tíma.
Meira
„Það er nú ekkert mikið sem á að gera, bara að panta inn þessar sérstöku Record Store Day-útgáfur og bjóða fólki upp á þær,“ segir Reynir Berg Þorvaldsson, eigandi plötubúðarinnar Reykjavík Record Shop, þegar hann er spurður að því hvað hann...
Meira
Tvær sýningar verða opnaðar í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Í aðalsal er það haustsýningin Villiblómið , í sýningarstjórn Becky Forsythe og Penelope Smart og í Sverrissal sýning Davíðs Brynjars Franzsonar, Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs .
Meira
Haustið 1989 drap Betty Broderick fyrrverandi mann sinn, Dan, og nýju konuna hans Lindu og fyrir það hlaut hún 32 ár í fangelsi. Nú er þessi saga sögð á Netflix og leika þau Amanda Peet og Christian Slater hjónin sem síðar skildu.
Meira
Eftir Ágúst Þór Pétursson: "Skora ég á samgöngumálaráðherra að beita sér fyrir því að tekið verði á öryggismálum innan Vegagerðarinnar með festu og af ábyrgð."
Meira
Þau tvö árin sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur setið hefur allt verið á fallanda fæti og á niðurleið í borginni. Álögur á borgarbúa hafa aukist og þjónustu er víða ábótavant.
Meira
Stjórnvöld standa frammi fyrir miklum vanda. Fyrir utan heilsufarsvá sem fylgir kórónaveirunni þarf að bregðast hratt við sívaxandi atvinnuleysi.
Meira
Eftir Jón Ívar Einarsson: "Mikilvægt er að gæta meðalhófs í ákvarðanatöku vegna Covid og lágmarka skaðann fyrir sem flesta. Of langt er seilst í nýlegum aðgerðum á landamærum."
Meira
Þegar ekið er inn eftir Hvalfirði, sunnan megin, líður ekki á löngu þar til komið er að skilti sem á stendur: Velkomin í Kjósina. Þetta er hefðbundið skilti að flestu leyti, en það sem vekur athygli er ákveðni greinirinn.
Meira
Eftir Valgerði Sigurðardóttur: "Því miður var Reykjavíkurborg það illa rekið sveitarfélag fyrir COVID-19 að búið var að senda ósk um neyðaraðstoð til ríkisins strax á vordögum."
Meira
Eftir Sigurð Inga Jóhannsson: "Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni."
Meira
Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur: "Vinnumarkaðsaðgerðir hins opinbera þurfa að gerast strax, þær stuðla að auknum tekjum og lækkun kostnaðar til framtíðar litið."
Meira
Haukur Sveinbjörnsson var fæddur á Snorrastöðum 6. febrúar 1932. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 8. mars 2020. Foreldrar Hauks voru Sveinbjörn Jónsson og Margrét Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir.
MeiraKaupa minningabók
Sigurlín Sigurðardóttir (Lína) fæddist 22. ágúst 1932 í Selárdal í Súgandafirði. Hún lést 27. mars 2020 á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Móðir Sigurlínar var Guðmundína Jespersdóttir, f. 24. júli 1908, d. 24. maí. 1987.
MeiraKaupa minningabók
29. ágúst 2020
| Minningargrein á mbl.is
| 2148 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Sigurlín Sigurðardóttir (Lína) fæddist 22. ágúst 1932 í Selárdal í Súgandafirði. Hún lést 27. mars 2020 á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Móðir Sigurlínar var Guðmundína Jespersdóttir, f. 24. júli 1908, d. 24. maí. 1987.
MeiraKaupa minningabók
Þorlákur Anton fæddist 17. febrúar 1982. Hann lést 30. júlí 2020. Þorlákur var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 13. ágúst. Hann var jarðsettur 20. ágúst 2020 í Fossvogskirkjugarði.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 5.500 skjöl biðu þinglýsingar hjá embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag. Það er fyrir utan skjöl sem eru í ólagi og eignaskiptayfirlýsingar.
Meira
Hagnaður HS veitna minnkaði um 25% á fyrri árshelmingi miðað við sama tíma í fyrra. Þannig nam hann 374 milljónum króna en á fyrri hluta árs 2019 var hann 499 milljónir króna. Segir í árshlutareikningi fyrirtækisins að lækkunin skýrist m.a.
Meira
Hvernig er lífið í landinu nú í ágústlok? Höfuðdagur er í dag, 29 ágúst, og sú trú var á Íslandi að þá verði kaflaskil í veðráttu. En hvað sem því líður er lífið aftur að detta í rútínu, sem þó væntanlega verður skrykkjótt vegna veirunnar.
Meira
Arnór Tumason fæddist 1182. Foreldrar hans voru hjónin Tumi Kolbeinsson, d. 1184, goðorðsmaður og bjó í Ási í Hegranesi og seinni kona hans, Þuríður Gissurardóttir, sem var af ætt Haukdæla.
Meira
50 ára Birna er Kópavogsbúi og ólst þar upp. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Birna er sviðsstjóri bókhaldssviðs hja KPMG og situr í framkvæmdastjórn KPMG. Maki : Arnfinnur Daníelsson, f.
Meira
60 ára Dagný er Akureyringur en býr í Garðabæ. Hún er með BA-próf í mannfræði frá HÍ, MA-próf í mannfræði frá UCONN í Connecticut og MA-próf í þýðingarfræði frá HÍ. Dagný er þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Maki : Sverrir Konráðsson, f.
Meira
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, sem gengur alla jafnan undir listamannsnafninu GDRN, hefur ákveðið að fresta útgáfutónleikum sínum sem áttu að fara fram 4. september.
Meira
Þórður Clausen Þórðarson fæddist 29. ágúst 1950 í Reykjavík en fluttist með foreldrum sínum í Kópavog 1951 þar sem hann bjó öll sín uppeldisár á Kársnesbraut.
Meira
Kópavogur Brynjar Björn Snorrason fæddist 25. ágúst 2019 kl. 00.04 á Landspítalanum. Hann vó 4.310 grömm og var 53,5 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Ýr Skúladóttir og Snorri Birgisson...
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Meyju lipra má nú sjá. Margir sér í hana fá. Ein er stór og önnur smá. Út sig teygir hafið á. Helgi R. Einarsson var að koma úr vikuferð um Vestfirði og leit að sjálfsögðu á gátuna: Litla þekki lipurtá.
Meira
Ívið þýðir ögn , lítið eitt og haft með miðstigi : e-ð er ívið betra, hærra, lægra, meira, sætara eða saltara en e-ð annað. Yfrið þýðir: kappnóg eða meira en nóg. Þessu slær stundum saman: „ívið nóg.
Meira
Þrír skákmenn, Guðmundur Kjartansson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson, eru efstir og jafnir þegar tvær umferðir eru eftir í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands.
Meira
Fréttaskýring Gunnar Valgeirsson Í Los Angeles Fyrir tveimur árum hafði eitt af talandi höfðum Fox-fréttastöðvarinnar hér í landi á orði að atvinnuíþróttafók – sérstaklega blökkumenn í NBA-deildinni – ættu bara að „þegja og rekja...
Meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fer vel af stað á Tipsport Czech Ladies Open-mótinu í LET-mótaröðinni í golfi á Berounve-vellinum. Er Ólafía á meðal tíu efstu eftir fyrsta hring.
Meira
Fréttaskýring Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án margra af reynslumestu leikmönnum liðsins þegar það mætir Englandi og Belgíu í 2.
Meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er í sérkennilegri stöðu. Hið nýja lið hennar Lyon mætir Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á morgun.
Meira
Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni á sunnudag er Lyon og Wolfsburg mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Anoeta-vellinum í San Sebastán á Spáni. Sara lék í fjögur ár með Wolfsburg, áður en hún skipti yfir til Lyon í sumar.
Meira
Fótboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valskonur eru komnar aftur á toppinn í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Þór/KA á Akureyri í 12. umferðinni í gær.
Meira
Hvernig getur þjálfari bandarísks áhugaliðs í ruðningi orðið knattspyrnustjóri liðs í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu? Svarið fáið þið í nýjum gamanþáttum í sjónvarpi. Nú, eða bara hér. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Í hálft ár hefur Ása M. Ólafsdóttir glímt við kórónuveiruna, einkenni hennar og eftirköst og sér ekki fyrir endann á því. Vanlíðanin sem fylgt hefur veikindunum hefur verið svo slæm að Ásu leið nokkrum sinnum eins og hún væri hreinlega að deyja. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Á Sjálandi í Garðabæ er eðalmatur og útsýni út á haf. Kokkarnir bjóða upp á norræna matargerð og ekta ítalskar pítsur. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Dóra Einarsdóttir búningahönnuður hefur lifað ævintýralegu lífi; ferðast vítt og breitt og unnið með mörgum helstu stjörnum heims á sviði tónlistar og kvikmynda.
Meira
Umdeild Bandaríska söngkonan Cardi B hefur varið lag sitt WAP, sem hún flytur með söngkonunni Meghan Thee Stallion, en bæði lagið og ekki síður myndbandið hafa farið fyrir brjóstið á mörgum frá því það kom út í byrjun mánaðarins.
Meira
„Fáar konur hafa lifað við breyti- legri æfikjör, en Eugenia ekkja Napoleons þriðja, er lést í síðasta mánuði 94 ára gömul.“ Með þessum orðum hófst andlátsfrétt í Morgunblaðinu fyrir réttum eitt hundrað árum, sunnudaginn 29. ágúst 1920.
Meira
Áfall Breska leikkonan Sheridan Smith kveðst hafa átt mjög bágt eftir að spéfuglinn Graham Norton gerði grín að henni á Bafta-verðlaunahátíðinni fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd á ITV.
Meira
Tískuheimurinn iðar alltaf af lífi og fjöri á haustin. Þá koma nýjar litasamsetningar í fatnaði og förðun. Fólk sem þráir ferskan andvara inn í líf sitt spennist allt upp. Marta María mm@mbl.is
Meira
Kristín Samúelsdóttir, förðunarfræðingur og áhugaljósmyndari, er með mikla þörf til að skrifa og mynda allskyns snyrtivörur. Hún heldur úti bloggsíðunni kristinsam.com þar sem lögð er áhersla á fróðleik varðandi húðumhirðu og snyrtivörur. Marta María mm@mbl.is
Meira
Hugmyndir eru uppi hjá SÁÁ um að reisa nýtt sjúkrahús á Kjalarnesi, sem þá kæmi í stað Vogs. Við blasir að nýtt nafn þarf á nýja sjúkrahúsið, enda stæði það ekki lengur við neinn vog.
Meira
Í austanverðum Fnjóskadal fyrir norðan er skógur þessi, sem hefur verið í umsjón Skógræktarinnar frá stofnun hennar árið 1908. Skógurinn er víðfeðmur og birkitrén þar beinvaxnari en víðast hvar annars staðar á landinu.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 30.
Meira
Fjallavinir, hvað er það? Fjallavinir eru fyrirtæki okkar hjóna. Ég og maðurinn minn, Þórður Marelsson, stofnuðum Fjallavini fyrir tæpum áratug og höfum verið að ganga allar götur síðan.
Meira
Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir rúmum tíu árum voru fjárveitingar til löggæslunnar í landinu skornar ótæpilega niður. Það var hugsað sem tímabundin ráðstöfun en varði of lengi.
Meira
En sennilega er helsta ástæðan fyrir þessari breytingu að orð gengisfalla og tapa merkingu eða þau breytast á þann hátt að nýjar kynslóðir skilja ekki merkinguna á sama hátt og þær fyrri.
Meira
Málmur Málmgoðið Kerry King hefur ekki setið auðum höndum síðan hljómsveit hans, Slayer, lagði upp laupana seint á síðasta ári. „Ég hef verið mjög heppinn með riff á árinu 2020,“ sagði hann við YouTube-rás gítarframleiðandans Dean.
Meira
Það ættu allar konur að hugleiða hugmyndina á bak við nýja ilminn Coco Mademoiselle L'eau Privée. Ilmurinn er þróaður af Olilvier Polge og er léttur blómailmur með musk-tón og jasmín. Elínrós Líndal elinros@mbl.is
Meira
Ég á margar bækur, en les of fáar. Þótt ég eigi að vita betur er ég líklega að vonast eftir því að einhver þekking flögri í hausinn á mér ef ég hangi nógu lengi í sama herbergi.
Meira
Systkinin Daníel Oliver og Kristrún Friðsemd Sveinsbörn búa og starfa í Vík í Mýrdal þar sem þau reka Súpufélagið. Daníel flutti þangað frá Stokkhólmi og Friðsemd alla leið frá Kampala í Úganda. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Virðing Málmbandið Zakk Sabbath, sem stofnað var til heiðurs goðunum í Black Sabbath, sendir í næstu viku frá sér breiðskífuna Vertigo sem er óður til fyrstu plötu Black Sabbath, sem bar nafn sveitarinnar og fagnar fimmtugsafmæli sínu í ár.
Meira
Dj Dóra Júlía finnur jákvæðu punktina á hverjum degi á K100. Í vikunni sagði hún frá sniðugu uppátæki í skóla í Bandaríkjunum: Víða um heim hefur þurft að takmarkma leikfimi og íþróttir í skólum vegna kórónuveirufaraldursins.
Meira
„Ég held að það sé hollt fyrir okkur að hverfa ekki frá þessu verklagi sem byggir á því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi við stjórnun fiskveiða við Ísland.
Meira
Sala á léttsöltuðum fiski hefur dregist saman en hefðbundinn saltfiskur heldur stöðu sinni nokkuð vel. Verði kórónuveirukreppan langvarandi má vænta minni eftirspurnar eftir grásleppuhrognum.
Meira
Það er ekki til sá atvinnuvegur á landinu sem hefur komist hjá áhrifum kórónuveirufaraldursins og hefur ástandið sett svip sinn á fiskveiðiárið sem nú er að líða undir lok. Margt bendir til þess að sú óvissa sem hefur einkennt fiskveiðiárið 19/20 muni einnig hafa veruleg áhrif á 20/21.
Meira
Naust Marine hefur tekið að sér stærsta verkefni í sögu fyrirtækisins vegna eins togara og mun sjá um nánast allan dekkbúnað í rússneska verksmiðjutogaranum Lenin fyrir rússneska útgerð. Samningur vegna verkefnisins hljóðar upp á 800 milljónir króna.
Meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki svartsýnn þrátt fyrir þær aðstæður sem skapast hafa á undanförnum misserum og reynst hafa mörgum krefjandi. Hann segir þó liggja fyrir að fiskveiðiárið sem sé að líða hafi verið sérstakt á margan hátt.
Meira
Augljóst er að fiskveiðiárið sem er að líða undir lok hafi verið óvenjulegt fyrir margar sakir. Það þótti því viðeigandi að fá Ástu Björk Sigurðardóttur, hagfræðing Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, til að rýna í þróun mála undanfarna mánuði.
Meira
Strandveiðar gengu vel í ár, en félagsmenn Landssambands smábátaeigenda eru óhressir með að veiðar voru ekki tryggðar út ágústmánuð. Samtökin biðla nú til stjórnvalda um að samþykkja breytingu á lögum sem heimila veiðar í september.
Meira
Útgerðarfyrirtækin sem hafa lagt áherslu á uppsjávarveiði hafa átt sögulegt fiskveiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnubrestur annað árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá því að loðnuveiðar hófust við Íslandsstrendur árið 1963.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.