Greinar þriðjudaginn 1. september 2020

Fréttir

1. september 2020 | Innlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Bráðlega hægt að slaka á takmörkunum

Ekkert nýtt innanlandssmit kórónuveirunnar greindist við skimun í fyrradag. Er það í fyrsta sinn í þrjár vikur sem ekkert nýtt smit finnst innanlands. Beðið var eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu úr tveimur sýnum sem tekin voru á landamærum Íslands. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 874 orð | 3 myndir

Eru að missa trúna á ríkið

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélög sem eru að kikna undan hallarekstri hjúkrunarheimila fá engin efnisleg svör frá ríkinu þegar þau krefjast leiðréttingar á daggjöldum. Að minnsta kosti þrjú sveitarfélög hafa á þessu ári sagt upp samningum við ríkið um þessa þjónustu og fleiri eru að íhuga þá leið. Svo virðist sem sveitarfélögin séu að missa trúna á að ríkið standi við skyldur sínar. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Fjölmörg ólögleg efni til sölu á netinu

Könnun leiddi í ljós að til sölu voru 652 ólöglegar vörur á heimasíðum rafrettusala. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, segir að krafa sé gerð um að efnin séu tekin úr umferð og þeim eytt. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Fjölskyldan sat heima

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðrún Valdís Arnardóttir og fjölskylda í Hafnarfirði svífa um sem ský á himni eftir að dóttirin Sara Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliði í fótbolta, varð Evrópumeistari með franska liðinu Lyon í fyrrakvöld. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við Vesturlandsveg langt á veg komnar

Í sumar hófust framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og eru þær nú langt á veg komnar. Hafa vegagerðarmenn höggvið í bergið við veginn svo að koma megi fyrir hinum breikkaða vegi, en framkvæmdalok eru áætluð á fullveldisdaginn 1. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Guðrún Margot Ólafsdóttir dósent

Látin er í Reykjavík Guðrún Margot Ólafsdóttir, fyrrverandi dósent í landafræði, níræð að aldri. Guðrún fæddist í Dengzhou í Henan-sýslu í Kína hinn 12. febrúar 1930, dóttir Ólafs Ólafssonar og Herborgar Eldevik Ólafsson sem þar störfuðu við kristniboð. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Íslandshótel tapa milljarði á hálfu ári

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslandshótel, sem eru stærsta hótelkeðja landsins, töpuðu ríflega einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta má lesa úr árshlutareikningi fyrirtækisins sem sendur var til Kauphallar Íslands í gær. Meira
1. september 2020 | Erlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Kínverjar vilja ritskoða Piketty

Líklegt er að ekkert verði af kínverskri útgáfu bókarinnar Fjármagn og hugmyndafræði eftir hinn þekkta franska hagfræðing Thomas Piketty. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Vatn Það getur verið gott að fá sér vatn að drekka þegar þorstinn sækir að, líkt og þessi fallegi köttur sem sat við rigningarpoll í mestu makindum í gær og naut lífsins í... Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Kross vígður og listaverk afhjúpað

Séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, vígði nýjan kross í Biskupsbrekku á sunnudag, um leið og listaverk Páls Guðmundssonar á Húsafelli við krossinn var afhjúpað, er sýnir ásjónu Jóns Vídalín Skálholtsbiskups. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 87 orð

Mesti samdráttur landsframleiðslu frá upphafi mælinga

Landsframleiðsla dróst saman um 9,3% að raungildi á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil ársins 2019. Þetta er mesti samdráttur frá upphafi mælinga árið 1995. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 552 orð | 4 myndir

Mikilvægur áfangi í siglingasögunni

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Mörg íhuga uppsögn

Sveitarfélög sem eru að kikna undan hallarekstri hjúkrunarheimila fá engin efnisleg svör frá ríkinu þegar þau krefjast leiðréttingar á daggjöldum. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Nýi vegurinn sameinar

Verið er þessa dagana að leggja lokahönd á endurbætur á veginum yfir Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 697 orð | 2 myndir

Nýjar reglur komnar um hálfan lífeyri

Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í dag taka gildi breytingar á lögum um hálfan ellilífeyri sem samþykktar voru á Alþingi í vor. Hálfur ellilífeyrir er nú tekjutengdur en með hærra frítekjumarki en fullur ellilífeyrir og háður atvinnuþátttöku umsækjanda. Þá er ekki lengur gerð krafa um lágmarksgreiðslur frá lífeyrissjóði, hvorki vegna hálfs ellilífeyris né snemmtöku fulls ellilífeyris. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Saga Ástu eftir Jón Kalman hreppti verðlaun franskra bóksala

Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Saga Ástu, hlýtur frönsku Folio des libraires-bóksalaverðlaunin í ár. Sagan kom út á íslensku árið 2017, hjá frönsku útgáfunni Grasset árið 2018 og í Folio-seríu útgefandans Gallimard í haust sem leið. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Samkaup í skógi

Fulltrúar Samkaupa og Skógræktarfélag Íslands skrifuðu í gær undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur . Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

SA og SAF styðja ríkisábyrgð en Play er á móti

Ýmissa grasa kennir í umsögnum til fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga, þar sem fjallað er um ríkisábyrgð Icelandair. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 625 orð | 3 myndir

Stórt landsvæði utan þjónustu

Fréttaskýring Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is „Hvað þarf til að menn einhendi sér í að laga einn af þessum flugvöllum?“ spyr Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri Mýflugs, í kjölfar þess að sjúkraflugvél var send til Hafnar í Hornafirði eftir að smárúta með sjö unglingsdrengjum fór út af veginum við Skaftafell sl. sunnudag. Ekki þótti skynsamlegt að aka með þá 130 kílómetra til Hafnar og því voru þeir fluttir til Reykjavíkur með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Svartur dagur í ferðaþjónustu

Oddur Þórðarson Sigurður Bogi Sævarsson Hópuppsagnir í ágústmánuði náðu til 285 einstaklinga hjá fjórum fyrirtækjum sem öll eru innan ferðaþjónustunnar. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Tilraunaverkefni til að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi í Breiðholti

Borgarráð hefur samþykkt að hleypa af stokkunum þriggja ára tilraunaverkefni með það að markmiði að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi í Breiðholti til jafns við önnur hverfi í Reykjavík. Tilraunaverkefnið felur m.a. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 244 orð

Tilraun verði gerð með sjálfkeyrandi strætó

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að Strætó ráðist í tilraunaverkefni með sjálfkeyrandi strætisvagna. Meira
1. september 2020 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Tour de France á fullri ferð

Hjólreiðakeppnin fræga Tour de France er hafin í Frakklandi og stendur til 20. september. Hún átti að fara fram í vor en var þá frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 1117 orð | 4 myndir

Uppsagnir afleiðing tvöfaldrar skimunar

Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Hópuppsagnir í ágústmánuði náðu til 285 manns og náðu þær til fjögurra fyrirtækja, sem öll starfa innan ferðaþjónustunnar. Þá hafa önnur fyrirtæki í geiranum þurft að draga saman seglin. Stjórn Herjólfs ohf. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Vilji er allt sem þarf

Dýpsta kreppa lýðveldissögunnar er skollin á. Þá ber stjórnmálamönnum – kjörnum fulltrúum fólksins í landinu – heilög skylda til þess að snúa við öllum steinum svo verja megi félagslega og fjárhagslega afkomu almennings. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 113 orð

Þeim fækkar sem telja stjórnvöld gera nóg gegn veirunni

Aldrei hafa færri talið ríkisstjórnina gera hæfilega mikið til að fyrirbyggja eða bregðast við neikvæðum efnahagslegum áhrifum tengdum kórónuveirunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, en hringt var í 1.638 manns dagana 13. Meira
1. september 2020 | Erlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Þriðjastigsprófun hafin í Kína

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kína hefur tekið forystu í keppni ríkja heims um að verða fyrst með bóluefni gegn kórónuveirunni. Hafa Kínverjar þegar hafið svokallaða þriðjastigsprófun. Meira
1. september 2020 | Innlendar fréttir | 71 orð

Þyrlur leysi ekki öll verkefni sjúkraflugs

Stórt svæði á Suðausturlandi er óaðgengilegt sjúkraflugi, en þrjú rútuslys hafa orðið á því svæði á undanförnum þremur árum. Meira

Ritstjórnargreinar

1. september 2020 | Leiðarar | 281 orð

Friðarvonin úti í Líbíu?

Hörmungarástandið virðist engan enda ætla að taka Meira
1. september 2020 | Leiðarar | 413 orð

Kúvending?

Vísbendingar sjást um að staða Trumps sé að batna. En þær eru ekki enn fastar í hendi Meira
1. september 2020 | Staksteinar | 180 orð | 1 mynd

Rök mæla með

Það kemur ekki á óvart að deildar meiningar séu um aðkomu ríkisvaldsins að stuðningi við Icelandair. Slíkur stuðningur er ekki sjálfsagður. Meira

Menning

1. september 2020 | Tónlist | 178 orð | 1 mynd

Alexandra Chernyshova verðlaunuð í Moskvu

Sópransöngkonan og tónskáldið Alexandra Chernyshova, sem hefur verið áberandi íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum, varð í fyrsta sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni í Moskvu sem kennd er við tónskáldið Isaak Dunajevskiyi. Meira
1. september 2020 | Myndlist | 114 orð | 1 mynd

Framsæknir listamenn sýna í Landakotsskóla

Á sama tíma og víða hefur þurft að takmarka aðgang almennings að listsýningum hefur verið opnuð í Landakotsskóla samsýning framsækinna listamanna undir heitinu Stafróf lífs míns, þræðir og skrítin form . Meira
1. september 2020 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Hvað þurfum við mikið pláss?

Í bandarísku sjónvarpsþáttunum Selling Sunset , sem finna má á Netflix, keppast ungar konur á pinnahælum, með andlitið fullt af bótox, um að selja moldríku fólki heimili í Hollywood-hæðum í Los Angeles. Meira
1. september 2020 | Menningarlíf | 145 orð | 3 myndir

Lady Gaga með fimm verðlaun

Hin árlega verðlaunahátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku fór fram um helgina og mótaðist framkvæmdin af hinum óvenjulegu aðstæðum vegna kóróuveirufaraldursins. Komu hinir ýmsu listamenn fram í útsendingunni á MTV, á ótilgreindum stöðum. Meira
1. september 2020 | Kvikmyndir | 1070 orð | 2 myndir

Sirkusstjóri á undan sinni samtíð

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson frumsýnir nýjustu heimildarmynd sína á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í næsta mánuði og nefnist sú Sirkusstjórinn . Meira
1. september 2020 | Fólk í fréttum | 231 orð | 1 mynd

Var ein skærasta stjarna Hollywood

Undanfarna daga hefur fjöldi málsmetandi kvenna og manna, jafnt úr skemmtanalífi sem stjórnmálum, minnst bandaríska leikarans Chadwicks Bosemans sem lést úr ristilkrabbameini fyrir helgi, 43 ára gamall. Meira

Umræðan

1. september 2020 | Aðsent efni | 542 orð | 1 mynd

(Ál)iðnaður, ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs

Eftir Njál Trausta Friðbertsson: "Það er þó staðreynd að stóriðjan á Íslandi og raforkuframleiðsla hefur byggt mikilvægan grunn undir íslenskt efnahagslíf." Meira
1. september 2020 | Aðsent efni | 503 orð | 4 myndir

Hnignun Laugardalslaugar

Eftir Sigurð Sigurðarson: "Tvær plöntur hafa skotið rótum í tröppu í heita pottinum. Hugsanlega er þetta smári. Já, það er líf í laugunum, jafnvel eftir lokun." Meira
1. september 2020 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Hvað á að gilda: Hættan af veirunni og dauðsföll eða fjöldi meinlausra smita?

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Í huga undirritaðs er það með ólíkindum að þríeykið og ríkisstjórnin skuli bregðast eins við annarri bylgju og þeirri fyrstu; taka jafnvel enn dýpra í árinni" Meira
1. september 2020 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Með nótur í farteskinu

Eftir Gunnar Björnsson: "Þetta voru hámenntaðir menn og þar eftir háttvísir; þeir heilsuðu ófrávíkjanlega og kvöddu með handabandi og báðu ævinlega að heilsa." Meira
1. september 2020 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Óundirbúnar fyrirspurnir – Nýbreytni í borgarstjórn

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Vonandi verður þessi nýbreytni liður í að gera borgarstjórnarfundina skilvirkari, auka upplýsingaflæði og efla eftirlitshlutverk borgarfulltrúa." Meira
1. september 2020 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Straumhvörf í náttúruvernd

Eftir Hildi Hermóðsdóttur: "Miðkvíslarsprenging var verk sem unnið var af samhentum hópi sem barist hafði hart og lengi gegn brölti virkjunaraðila við Laxá og Mývatn." Meira

Minningargreinar

1. september 2020 | Minningargreinar | 1380 orð | 1 mynd

Aðalheiður Sigurjónsdóttir

Aðalheiður Sigurjónsdóttir fæddist 16. maí 1926 á Þingeyri í Vestmannaeyjum. Hún lést á Landspítalanum Hringbraut 19. ágúst 2020. Foreldrar hennar voru Kristín Óladóttir, f. 17. mars 1889, d. 1. sept. 1975, og Sigurjón Sigurðsson, f. 6. mars 1890, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 832 orð | 1 mynd

Erla María Sveinbjörnsdóttir

Erla María Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 3. desember 1930. Hún lést 8. mars 2020. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurðardóttir, f. 12. feb. 1886, d. 7. júní 1963, og Sveinbjörn Kristjánsson, f. 31. okt. 1883, d. 17. sept. 1965. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 620 orð | 1 mynd

Haukur Sveinbjörnsson

Haukur Sveinbjörnsson fæddist 6. febrúar 1932. Hann lést 8. mars 2020. Útför Hauks fór fram 29. ágúst 2020. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 427 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þorkelsdóttir

Ingibjörg Þorkelsdóttir fæddist á Staðarfelli í Dölum 24. júní 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. ágúst 2020. Foreldrar hennar voru Kristín Guðríður Kristjánsdóttir, f. 11. október 1908, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 118 orð | 1 mynd

Ólína Kristín Jónsdóttir

Ólína Kristín Jónsdóttir fæddist 15. júlí 1931. Hún lést 9. ágúst 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

Ragnar Ásgeir Ragnarsson

Ragnar Ásgeir Ragnarsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1936. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. ágúst 2020. Foreldrar hans voru hjónin Anna Mikkalína Guðmundsdóttir, f. 16. júní 1909 á Bólstað í Súðavíkurhreppi, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 655 orð | 1 mynd

Ragnar Bragi Jóhannesson

Ragnar Bragi Jóhannesson, bóndi í Ásakoti, fæddist að Kotströnd í Ölfusi þann 30.9. 1926. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi þann 14.8. 2020. Foreldrar hans voru Margrét Halldórsdóttir og Jóhannes Jónsson sem bjuggu að Ásakoti í Biskupstungum. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 463 orð | 1 mynd

Ragnheiður Gunnarsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir fæddist 1. september 1933. Hún lést 13. apríl 2020. Útför Ragnheiðar var gerð 24. apríl 2020. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 129 orð | 1 mynd

Rúnar Árni Ólafsson

Rúnar Árni Ólafsson fæddist 18. ágúst 2017. Hann lést 31. júlí 2020. Útförin fór fram 19. ágúst 2020. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2020 | Minningargreinar | 2610 orð | 1 mynd

Sveinn Stefánsson

Sveinn Stefánsson fæddist í Vestmannaeyjum 19. júní 1956. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 17. ágúst 2020. Foreldrar hans voru hjónin Ása Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 25. september 1922, d. 17. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. september 2020 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

Kvika verður Júpíter sem aftur verður Kvika

Fjármálaeftirlitið veitti í gær Kviku banka heimild til þess að sameina eigna- og sjóðastýringarstarfsemi Kviku í Júpíter rekstrarfélagi. Byggist samþykktin á beiðni Kviku og Júpíters sem send var til stofnunarinnar 13. nóvember 2019. Meira
1. september 2020 | Viðskiptafréttir | 464 orð | 2 myndir

Mesti mældi samdráttur

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Landsframleiðslan dróst saman um 9,3% að raungildi á öðrum ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil fyrra árs. Aldrei, frá því að mælingar hófust 1995, hefur annar eins samdráttur mælst en á fjórða fjórðungi ársins 2009 mældist samdrátturinn 8,7%. Meira
1. september 2020 | Viðskiptafréttir | 181 orð | 1 mynd

Sala Iceland Seafood minnkar um 21%

Sölutekjur Iceland Seafood International námu 183,2 milljónum evra á fyrri helmingi ársins, jafnvirði 30,2 milljarða króna, samanborið við 232,1 milljón evra, jafnvirði 38,3 milljarða króna, yfir sama tímabil í fyrra. Nemur samdrátturinn því 21%. Meira
1. september 2020 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Útgerðarfélag Reykjavíkur sækir fjármögnun

Útgerðarfélag Reykjavíkur, stærsti hluthafi Brims hf., hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum síðastliðinn föstudag. Alls bárust tilboð fyrir ríflega þrjá milljarða króna frá 15 þátttakendum og ákvað félagið að taka tiboðum fyrir 2. Meira

Fastir þættir

1. september 2020 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 g6 4. Rc3 Bg7 5. e4 d6 6. h3 0-0 7. Bg5 e6 8...

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 g6 4. Rc3 Bg7 5. e4 d6 6. h3 0-0 7. Bg5 e6 8. Bd3 Ra6 9. Rf3 h6 10. Be3 Rc7 11. a4 Ra6 12. 0-0 e5 13. g4 Rb4 14. Re1 Rh7 15. Bb1 h5 16. f3 Bf6 17. Rg2 Bg5 18. Dd2 Kg7 19. Kf2 Hh8 20. Hh1 Bxe3+ 21. Dxe3 Rg5 22. Bd3 Df6 23. Meira
1. september 2020 | Árnað heilla | 75 orð | 1 mynd

Björn Kristinn Björnsson

60 ára Bubbi er Akureyringur en býr í Kópavogi. Hann er prentsmiður að mennt og vinnur í innkaupadeild hjá Íslenskri erfðagreiningu. Bubbi var lengi knattspyrnuþjálfari. Maki : Lára Ósk Heimisdóttir, f. 1963, bankastarfsmaður. Börn : Birkir, f. Meira
1. september 2020 | Í dag | 126 orð | 1 mynd

Cher hefur áhyggjur af Britney

Myllumerkið #FreeBritney er nú á flugi á samfélagsmiðlum en svo virðist sem söngkonan Britney Spears gangi ekki endilega heil til skógar þessa dagana. Myndskeið sem hún sendir frá sér þykja sundurlaus, illskiljanleg og þokukennd. Meira
1. september 2020 | Árnað heilla | 86 orð | 1 mynd

Dagbjört Elín Pálsdóttir

40 ára Dagbjört er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í félagsvísindum frá Háskólanum á Akureyri og er í diplóma-námi í áfengis- og vímuefnamálum við HÍ. Dagbjört var bæjarfulltrúi á Akureyri 2016-2019. Maki : Þórarinn Magnússon, f. Meira
1. september 2020 | Í dag | 345 orð

Leirlistanum er lokað í dag

Nú eru tæp 30 ár síðan Leirinn varð til og hefur hann verið vistaður hjá Advania síðustu árin, en svo bar við í sumar, að fyrirtækið tilkynnti Þóri Jónssyni umsjónarmanni Leirsins að Leirlistanum yrði lokað 1. sept. Meira
1. september 2020 | Í dag | 53 orð

Málið

Þegar við nútímamenn segjum að eitthvað sé synd meinum við flest að það sé leitt , hörmulegt : „Það er synd að hann týndi fálkaorðunni sinni, hann naut þess svo að ganga með hana.“ Sem sagt: leiði og vonbrigði. Meira
1. september 2020 | Árnað heilla | 554 orð | 4 myndir

Sinnir félagsstörfum af krafti

Ása Ólafsdóttir fæddist 1. september 1970 í Reykjavík. Hún bjó fyrstu árin í Breiðholti en fluttist svo í Hlíðarnar. „Fjölskylda mín ferðaðist mikið um Ísland og fastir viðkomustaðir voru Vatn í Haukadal og Vað við Skjálfandafljót, auk þess sem farið var árlega frá 1977 til 1986 til Danmerkur og dvalið í þrjár til fjórar vikur í Høve á Vestur-Sjálandi.“ Meira
1. september 2020 | Fastir þættir | 182 orð

Stífluhætta. S-Allir Norður &spade;AK85 &heart;K107 ⋄G10842...

Stífluhætta. S-Allir Norður &spade;AK85 &heart;K107 ⋄G10842 &klubs;4 Vestur Austur &spade;DG &spade;109432 &heart;D862 &heart;G43 ⋄65 ⋄9 &klubs;KG763 &klubs;Á1092 Suður &spade;76 &heart;Á95 ⋄ÁKD73 &klubs;D85 Suður spilar 3G. Meira
1. september 2020 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

Vinkonurnar Katla María Ómarsdóttir , Petra Guðríður Sigurjónsdóttir ...

Vinkonurnar Katla María Ómarsdóttir , Petra Guðríður Sigurjónsdóttir , Þóra Kristín Ólafsdóttir og Kara Eiríksdóttir seldu dót og héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þær komu með afraksturinn þann 20. ágúst, heilar 18. Meira

Íþróttir

1. september 2020 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

2. deild kvenna Álftanes – Grindavík 2:2 Staðan: HK 1080235:424...

2. deild kvenna Álftanes – Grindavík 2:2 Staðan: HK 1080235:424 Grindavík 1062223:1020 Fjarð/Hött/Leikn. 951319:1816 Hamrarnir 1042415:1514 Álftanes 841314:2213 ÍR 1024421:2310 Hamar 831413:2110 Sindri 920712:226 Fram 1013618:356 4. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 819 orð | 1 mynd

„Er mikil hvatning fyrir okkur öll“

Fótbolti Bjarni Helgason Kristján Jónsson „Þetta er auðvitað frábær árangur hjá frábærum leikmanni,“ sagði Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum við afreki Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær. Sara átti virkilega góðan leik fyrir Lyon þegar liðið varð Evrópumeistari fimmta árið í röð með sigri gegn Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Anoeta-vellinum í San Sebastián á Spáni á sunnudag eins fjallað var um í blaðinu í gær. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Berglind á leið til Frakklands

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er á leið til franska félagsins Le Havre frá Breiðabliki. Mun hún gangast undir læknisskoðun hjá félaginu næstkomandi fimmtudag. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Dönsk skytta til Vestmannaeyja

Handknattleiksdeild ÍBV gekk í gær frá eins árs samningi við dönsku skyttuna Jonathan Werdelin og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Hilmar Örn líklegur til að vinna sig inn á Ólympíuleikana í Tókýó

„Lágmarkið fyrir leikana er 77,50 metrar en er sett þannig upp að um það bil sextán komast inn út á lágmarkið og aðrir sextán komast inn út á stöðu á heimslista. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

HK-ingar semja við ungan ÍR-ing

Knattspyrnudeild HK hefur gengið frá samningi við ÍR-inginn Ívan Óla Santos. Ívan er aðeins 17 ára gamall en hann hefur leikið átta leiki með ÍR í 2. deildinni í sumar. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 2. deild karla: Vogaídýfuv.: Þróttur V. – Njarðvík...

KNATTSPYRNA 2. deild karla: Vogaídýfuv.: Þróttur V. – Njarðvík 17:30 Framvöllur: Kórdrengir – Kári 19:15 3. deild karla: Vopnafj. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 600 orð | 2 myndir

Margra ára vinna að skila sér hjá Íslandsmethafa

Frjálsar Kristján Jónsson kris@mbl.is Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi í sleggjukasti, segir árangurinn að undanförnu hafa verið að gerjast í langan tíma. Hilmar hefur tekið út miklar framfarir að undanförnu og bætt Íslandsmetið oftar en einu sinni. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

NBA-deildin Utah – Denver 107:119 *Staðan er 3:3. Dallas &ndash...

NBA-deildin Utah – Denver 107:119 *Staðan er 3:3. Dallas – LA Clippers 97:111 *LA Clippers vann einvígið 4:2. Toronto – Boston 94:112 *Staðan er 1:0 fyrir... Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Ólafía flaug upp heimslistann

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir frammistöðu sína á Tipsport Czech Ladies Open-mótinu í Tékklandi um helgina. Endaði Ólafía í 20. sæti á samtals fimm höggum undir pari. Er Ólafía nú í 841. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Sara Björk Gunnarsdóttir, þvílík íþróttakona. Sara varð á sunnudag annar...

Sara Björk Gunnarsdóttir, þvílík íþróttakona. Sara varð á sunnudag annar Íslendingurinn til að fagna sigri í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem afrekaði það með Barcelona 2009. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Sigursælt lið í Eistlandi sem mætir KR

Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu mæta eistneska liðinu Flora frá Tallinn í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í aðra umferð undankeppninnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. KR féll úr leik í 1. Meira
1. september 2020 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Valgeir og Valgeir kallaðir upp

Valgeir Valgeirsson hjá HK og Valgeir Lunddal Friðriksson Val voru í gær kallaðir upp í landsliðshóp U21 árs liðs Íslands í fótbolta eftir að Finnur Tómas Pálmason og Daníel Hafsteinsson drógu sig úr hópnum vegna meiðsla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.