Golf Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir keppir ekkert meira á þessu ári á meðan hún jafnar sig af álagsmeiðslum sem hún varð fyrir í sumar. Valdís, 30 ára, er einn fremsti kylfingur meðal kvenna á Íslandi og hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang, 2009 í Grafarholti, 2012 á Hellu og 2017 á Hvaleyri. Undanfarin ár hefur hún einnig keppt á Evrópumótaröð kvenna, þeirri sterkustu í álfunni.
Meira