Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veitingahúsið Askur, eitt elsta veitingahús landsins, hefur verið við Suðurlandsbraut í Reykjavík hátt í 60 ár og eigendurnir, sem hafa verið nokkrir, hafa verið brautryðjendur á mörgum sviðum. María Jóhannsdóttir og Haukur Ragnarsson keyptu staðinn 2006 og hefur María rekið hann ein síðan 2017. „Lengst af hefur gengið mjög vel, en vegna kórónuveirunnar hefur reksturinn eðlilega verið þungur frá því í mars. Íslendingar hafa samt haldið tryggð við okkur, þess vegna hef ég ekki lokað og vona að ekki komi til þess.“
Meira