Umsvif hins opinbera og inngrip eru orðin afar mikil og hafa víðtækar aukaverkanir sem oft gleymast. Þegar hvatt er til hækkunar styrkja vegna húsaleigu eða húsnæðiskaupa gleymist til að mynda iðulega að slíkir styrkir hækka leiguverð og húsnæðisverð. Hærri húsaleigubætur renna þannig, í það minnsta að hluta til, í vasa leigusalans. Húsnæðisstyrkir af ýmsu tagi hafa sambærileg áhrif. Þegar fjármagn til húsnæðiskaupa er aukið, eða það gert ódýrara með lækkun vaxta, þá hefur það, að öðru óbreyttu, þau áhrif að húsnæðisverð hækkar.
Meira