Guðrún fæddist í Hafnarfirði, elst systkinanna tíu á Blómsturvöllum við Jófríðarstaðaveg. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Hún starfaði sem ritari rektors í MR í áratug (1957-1967) og var deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins 1973-1980. Hún sat í stjórn BSRB 1972-1978, var borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1978-1982 og ritari þess 1977-1983. Hún var kosin á þing fyrir Alþýðubandalagið frá 1979-1995. Hún var forseti sameinaðs Alþingis 1988-1991, fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þingforseta, og var fulltrúi í Norðurlandaráði 1983-1988.
Meira