Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þaulreyndir grínistar í bland við minna reynda munu skrifa handrit Áramótaskaupsins 2020, þau Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyngdal leikstýrir skaupinu líkt og í fyrra en hann leikstýrði líka Áramótaskaupi hrunársins 2008. Og nú er það heimsfaraldur, hvorki meira né minna, Covid-19.
Meira