Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Hverfandi lítill hluti“ Þjóðverja var ekki meðvitaður um að helförin væri í gangi á dögum seinna stríðsins, að því er höfundar nýrrar hrollvekjandi heimildarmyndar halda fram. Byggist myndin á viðtölum breska leikstjórans fræga, Luke Holland, við á fjórða hundrað aldraðra Þjóðverja og Austurríkismanna, þar á meðal marga liðsmenn stormsveita Adolfs Hitlers, SS-sveitanna. Verður myndin, „Final Account“ eða „Lokaskýrslan“, frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Meira