Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þórsmörk er paradís,“ segir Sigrún Ingunn Pálsdóttir, skálavörður Ferðafélags Íslands í Langadal í Þórsmörk. „Í sumar voru Íslendingar í meirihluta þess fólks sem hingað lagði leið sína. Margt af því hafði á orði að hingað hefðu þeir ekki komið í áratugi. Þó fór ekki milli mála að fólkið átti yfirleitt góðar minningar úr Þórsmörk, margir höfðu verið hér í útilegum með söng og gleði eða höfðu upplifað hér eitthvað eftirminnilegt. Hér er náttúran líka stórbrotin; skógurinn, fjöllin og Eyjafjallajökull sem blasir við. Fólk virðist sækjast í að koma hingað aftur.“
Meira