Greinar þriðjudaginn 15. september 2020

Fréttir

15. september 2020 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Á fimmta þúsund bíla úr umferð

Tæplega 4.400 bílaleigubílar hafa verið teknir úr umferð það sem af er ári. Alls hafa um níu þúsund bílar verið teknir úr flotum bílaleiga, en samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur um helmingur þeirra verið seldur en hinn helmingurinn mun vera án númera. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 490 orð | 1 mynd

Áttatíu bíða brottvísunar af landi

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Áttatíu manns sem Útlendingastofnun hefur synjað um vernd hér á landi eru á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra sem sér um framkvæmd á brottvikningu hælisleitenda. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 202 orð

Bankar felli niður kröfur í faraldrinum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eiríkur S. Svavarsson, hrl. og lögmaður Fosshótels Reykjavík, segir bankana verða að koma til móts við fyrirtæki sem eru í skuldavanda vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Bjóða upp á kosningaaðstoð

Fjölmargir Bandaríkjamenn sem búsettir eru hér á landi lögðu leið sína í 12 tóna við Skólavörðustíg á sunnudag en þar var þeim boðið upp á aðstoð við skráningu fyrir forsetakosningarnar þar í landi í nóvember. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Breikkun á Kjalarnesi undirbúin

Starfsmenn Ístaks voru mættir á Kjalarnes til að undirbúa framkvæmdir vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Byrjað var á að setja niður skilti og sjálf jarðvinnan hefst svo í dag. Breikka á 4,3 km kafla á þessum slóðum, frá Varmhólum í Kollafirði að Vallá. Meira
15. september 2020 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Búist við sprengingu í partasölu

Flugfélög heims glíma nú flestöll við afar erfiðan rekstur sökum mikils samdráttar í flugi vegna COVID-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Meira
15. september 2020 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Eldarnir skilja eftir sig slóð eyðileggingar

Þessi hæna sást á vappi innan um brunnin hús og ökutæki í Oregonríki á dögunum, en miklir gróðureldar geisa nú á vesturströnd Bandaríkjanna með tilheyrandi eyðileggingu og manntjóni. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Farice með botnrannsókn við Írland

Hafin er verkleg rannsókn á sjávarbotni fyrir nýjan fjarskiptasæstreng (ÍRIS) frá Galway á Írlandi til Íslands á vegum Farice. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Friðlýsing hindrar ekki Sundabraut

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áform um friðlýsingu menningar- og búsetulandslags við Þerneyjarsund, í Þerney og á Álfsnesi eiga ekki að hindra lagningu Sundabrautar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Minjastofnunar. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Fundu réttu þakskífurnar í Wales

Framkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins við Skólavörðustíg hafa gengið vel í sumar. Að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, er búið að smíða þá glugga og hurðir sem ljóst var að þyrfti að endurgera að öllu leyti. „Svo munum við reyna að halda þessu verki gangandi eins og kostur er í vetur,“ segir hann. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Gunnar Mýrdal Einarsson

Dr. Gunnar Mýrdal Einarsson læknir, sérfræðingur í brjóstholsskurðlækningum og yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala, lést 10. september sl. eftir harða baráttu við krabbamein, 56 ára að aldri. Gunnar fæddist 11. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 63 orð

Innkalla brauð vegna lúpínu

Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla Bónus kjarnabrauð vegna lúpínu. Fram kemur í tilkynningu að það brauð sem er innkallað sé merkt best fyrir 15.09.2020. Meira
15. september 2020 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Komið í veg fyrir olíuleka

Hópur viðgerðamanna er kominn um borð í olíuflutningaskipið New Diamond sem statt er undan ströndum Srí Lanka. Skipið er afar illa laskað eftir sprengingu sem varð í vélarrúmi skipsins 3. september síðastliðinn. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 67 orð

Krefst þess að gripið sé inn í brottvísun

Lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á morgun hefur sent velferðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að gripið sé inn í málið. Segir hann að brotið sé á stjórnarskrá og vísar til 76. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 359 orð | 2 myndir

Ljósleiðari lagður 84 km leið yfir Kjöl

Míla ehf. er að hefjast handa í haust við lagningu ljósleiðara á alls 84 kílómetra leið frá Hveravöllum til Skagafjarðar. Um er að ræða síðasta áfanga framkvæmda við að tengja Suðurland og Norðurland með ljósleiðara, sem á að ljúka í nóvember. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Húsið verður rifið, það er ekkert flóknara en það. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Metsamdráttur umferðar í ágúst

Umferð á götum höfuðborgarsvæðisins dróst mikið saman í ágústmánuði eða um rúmlega sjö prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er metsamdráttur umferðar á höfuðborgarsvæðinu í ágúst að því er fram kemur í greiningu Vegagerðarinnar á niðurstöðum... Meira
15. september 2020 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Nýjar rannsóknir staðfesta eitrun

Tvær sjálfstæðar rannsóknastofur í Frakklandi og Svíþjóð hafa nú staðfest að eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní í ágúst er hann var á ferð frá Síberíu til Moskvu. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Nýjar reglur um sóttkví taka gildi

Stytting sóttkvíar innanlands hjá þeim sem hafa verið berskjaldaðir fyrir veirunni tók gildi í gær og kom til framkvæmda í morgun. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Óvanalegt af dómforseta

Verjendur Róberts Spanós, dómforseta Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), hafa sagt hefð fyrir því að dómforseti þiggi heiðursdoktorsnafnbætur í opinberum heimsóknum. Morgunblaðið sendi MDE fyrirspurn um þá hefð og dæmi hennar, en hefur ekki fengið svar. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Rektor og tveir starfsmenn í sóttkví

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er kominn í sóttkví ásamt tveimur starfsmönnum aðalbyggingar háskólans eftir að annar starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna um helgina. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Síðustu sporin í Njálurefil

Eftir að hafa mætt reglulega í sjö ár og sjö mánuði til að sauma í Njálurefilinn í Refilstofunni í Sögusetrinu á Hvolsvelli er komið að verklokum. Í kvöld verða síðustu sporin saumuð í refilinn og glaðst yfir góðu verki. Meira
15. september 2020 | Erlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Smitin yfir 29 milljónir

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Enn heldur COVID-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur, áfram að breiðast út sem eldur í sinu um mörg ríki heims. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 447 orð | 2 myndir

Spanó afsali sér heiðursdoktorsnafnbót

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Heimsókn Róberts Spanós, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), dregur enn dilk á eftir sér, en fulltrúar ýmissa mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt hana ákaflega undanfarna daga og hvetja hann til þess að afsala sér heiðursdoktorsnafnbótinni. Athugun Morgunblaðsins bendir til þess að viðtaka hennar sé óvenjuleg hjá forseta réttarins. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Stálu af knattspyrnuvelli

Lögreglan á Suðurnesjum óskaði í gær eftir aðstoð almennings vegna innbrots sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Talsverðu magni af raftækjum var stolið frá vallarhúsinu við Rafholtsvöll í Njarðvík, auk þess sem skemmdir voru unnar á húsnæðinu. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Stór krani lagðist á hliðina

Stór slippkrani fór á hliðina í slippnum á Akureyri í gær. Slökkvilið var kallað út vegna atviksins, en talsverðar skemmdir urðu á krananum og skúr og viðlegukanti við hann. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 488 orð | 2 myndir

Söluskálinn hornsteinn við hringveginn

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söluskálinn Landvegamótum skammt frá Hellu á Rangárvöllum er einn af hornsteinunum við hringveginn. Hjónin Pálína S. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 450 orð | 2 myndir

Sölutregða og verðlækkun á dúni

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðustu ár hafa verið erfið hjá æðarbændum vegna minni eftirspurnar og verðlækkunar á dúninum. Fyrir vikið hefur minna verið flutt út og margir bændur liggja með dún frá síðustu árum. Nokkuð hefur þó verið um að bændur selji sjálfir sængur innanlands. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Telja sig hafa ofgreitt fasteignagjöld

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Forsvarsmenn Hótels B59 í Borgarnesi bíða þess nú að gert verði nýtt fasteignamat á eign hótelsins. Meira
15. september 2020 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Tryggja verði framboð á raforku

Starfshópur ferðamálaráðherra hefur skilað tillögum um hvernig tryggja megi nægt framboð raforku á almennum markaði. Er þar um að ræða markað sem snýr að almenningi, en ekki sölu til stórnotenda og stofnana. Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 2020 | Staksteinar | 221 orð | 2 myndir

Framboð til furðuframboðs

Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrverandi formaður Viðreisnar, upplýsti í gær að hann hygðist sækjast eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins á suðvesturhorninu, eins og hann orðaði það. Viðskiptablaðið upplýsti í gær að það hefði heimildir fyrir því að Benedikt gæti í framboði sínu rekist á Daða Má Kristófersson hagfræðiprófessor, því að sá hygðist einnig bjóða sig fram og að líkur stæðu til þess að þeir tveir ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson myndu bítast um oddvitasætin í Reykjavíkurkjördæmunum, en vegna fléttulista ætti hún annað oddvitasætið í Reykjavík víst. Meira
15. september 2020 | Leiðarar | 605 orð

Lenín kyrr

Stríðið um standmyndir og söguleg minni taka á sig margbreytilegar myndir Meira

Menning

15. september 2020 | Myndlist | 137 orð | 1 mynd

Á mörkum myndlistar og hönnunar

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir opnaði í gær sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. Meira
15. september 2020 | Myndlist | 1022 orð | 2 myndir

„Síðan hef ég bara málað“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Íslenski myndlistarmaðurinn Reinar Foreman er í góðum hópi listamanna, bæði ungra og reynslumikilla, sem eiga verk á opnunarsýningu metnaðarfulls nýs sýningarsalar sem var opnaður í Berlín í liðinni viku en galleríið nefnist ForA - Contemporary Art Platform. Í texta sem fylgdi sýningunni úr höfn segir að á hana hafi verið valdir ólíkir listmálarar þar sem valið endurspegli í senn fjölbreytileika og fegurð. Sýnd voru verk eftir 18 listamenn, þar á meðal þungavigtarmenn á borð við Martin Kippenberger, Georg Dokoupil og Donald Baechler. Reinar var við opnun sýningarinnar og situr nú í sóttkví heima hjá sér. Meira
15. september 2020 | Tónlist | 483 orð | 1 mynd

Erótík og náttúra

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fáheyrðir franskir draumar verða á fyrstu Tíbrártónleikum vetrarins í Salnum í kvöld sem hefjast kl. 19.30. Meira
15. september 2020 | Kvikmyndir | 104 orð | 1 mynd

Hirðingjaland hlaut Gullna ljónið

Kvikmynd kínverska leikstjórans Chloe Zhao, Nomadland eða Hirðingjaland á íslensku, hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum um nýliðna helgi en þess má geta að kvikmyndin verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst... Meira
15. september 2020 | Bókmenntir | 512 orð | 3 myndir

Hispurslaus frásögn af áföllum

Eftir Ninu Wäha. Þýðandi Tinna Ásgeirsdóttir. Bjartur, 2020. Kilja, 478 bls. Meira
15. september 2020 | Fjölmiðlar | 239 orð | 2 myndir

Hrognin hafa vakað

Haustinu fylgir kvíði. Í mínu tilviki er það valkvíði en einhverju hrekkjusvíni hefur dottið í hug að setja þætti minna manna í Efstaleitinu á dagskrá á sama tíma á föstudagskvöldum. Meira
15. september 2020 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Kristinn og Anna í Kúnstpásu

Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar, Kúnstpása, hefur göngu sína í dag kl. 12.15 með tónleikum óperusöngvarans Kristins Sigmundssonar og píanóleikarans Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Meira

Umræðan

15. september 2020 | Aðsent efni | 376 orð | 1 mynd

Aðförin sem ekki gleymist

Eftir Drífu Snædal: "Ekki er ljóst hvaða tilgangi þessi upptalning þjónar, en væntanlega að krefja ASÍ um samstöðu með stjórnendum Icelandair í gegnum ólgusjó dagsins." Meira
15. september 2020 | Aðsent efni | 333 orð | 1 mynd

Aukum hagkvæmt húsnæði fyrir almennan markað

Eftir Valgerði Sigurðardóttur: "Hægt er að skapa spennandi samfélag sem mun gera Reykjavíkurborg að eftirsóttasta sveitarfélagi á landsvísu. Uppbygging á Keldnalandinu og Örfirisey væri ákveðið skref í þá átt." Meira
15. september 2020 | Aðsent efni | 746 orð | 1 mynd

Álitamál fyrr og síðar um sveitarstjórnarstigið og kjördæmaskipanina

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Núverandi handahóf með tilfærslu einstakra ríkisstofnana hingað og þangað með ráðherraákvörðunum gerir aðeins illt verra." Meira
15. september 2020 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Beinar erlendar fjárfestingar innan ESB og staða Íslands

Eftir Diljá Helgadóttur: "COVID-19faraldurinn og niðursveifla í efnahagslífinu hefur aukið meðvitund aðildarríkja ESB varðandi beinar erlendar fjárfestingar." Meira
15. september 2020 | Aðsent efni | 707 orð | 1 mynd

Börn sitja ekki við sama borð

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "Fátækir foreldrar hafa oft ekkert aukreitis og þurfa því að neita börnum sínum um þátttöku í skólatengdum félagsviðburðum þar sem krafist er gjalds" Meira
15. september 2020 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Íslenska stjórnkerfið bíður dóms yfirdeildar MDE í Landsréttarmálinu

Eftir Eyjólf Ármannsson: "Í Landsréttarmálinu skoðar yfirdeild MDE athafnir Alþingis, ráðherra, Hæstaréttar og forseta og þar með alls stjórnkerfisins. Það kallar á breytingar." Meira
15. september 2020 | Aðsent efni | 756 orð | 2 myndir

Satt og logið um Sundabraut

Eftir Svein Óskar Sigurðsson og Vigdísi Hauksdóttur: "Sundabraut er sögð ekki ógna minjum á Álfsnesi svo nokkru nemi að mati fornleifafræðinga en það mun fleiri hektara iðnaðarhöfn við Þerneyjarsund gera." Meira
15. september 2020 | Pistlar | 367 orð | 1 mynd

Öflugra heilbrigðiskerfi

Heilbrigðismálum er skipaður stór sess í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Meira

Minningargreinar

15. september 2020 | Minningargreinar | 2301 orð | 1 mynd

Ástrún Jóhannsdóttir

Ástrún Jóhannsdóttir fæddist á Þrasastöðum í Fljótum 2. apríl 1925. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 4. september 2020. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2020 | Minningargreinar | 3565 orð | 1 mynd

Brynjólfur Gíslason

Brynjólfur Gíslason, fv. sóknarprestur, fæddist á Kirkjubæjarklaustri á Síðu 26. desember 1938. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 7. september 2020. Foreldrar hans voru sr. Gísli Brynjólfsson prestur og prófastur og Ásta Þóra Valdimarsdóttir... Meira  Kaupa minningabók
15. september 2020 | Minningargreinar | 539 orð | 1 mynd

Magnús Axelsson

Magnús Axelsson fæddist 15. september 1945. Hann lést 1. apríl 2020. Magnús var jarðsunginn 8. apríl 2020. Minningarathöfn verður 15. september 2020. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2020 | Minningargreinar | 2868 orð | 1 mynd

Soffía Karlsdóttir

Soffía Kristín Karlsdóttir fæddist 26. ágúst 1928 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. september 2020. Foreldrar hennar voru Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 8.9. 1906, d. 8.4. 1996, og Karl Óskar Jón Björnsson bakarameistari, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. september 2020 | Viðskiptafréttir | 628 orð | 2 myndir

Bankarnir komi að skuldavanda

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eiríkur S. Svavarsson, hrl., og lögmaður Fosshótels Reykjavík, segir mikilvægt að fjármálastofnanir komi til móts við leigusala og leigutaka í hótelgeiranum sem hafi orðið fyrir tekjufalli í kórónuveirufaraldrinum. Meira
15. september 2020 | Viðskiptafréttir | 327 orð | 1 mynd

Kristjánsbakarí snýr vörn í sókn

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kristjánsbakarí á Akureyri, sem stofnað var árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins, hefur nú snúið vörn í sókn, að sögn Vilhjálms Þorlákssonar, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs, sem á og rekur Kristjánsbakarí. Meira
15. september 2020 | Viðskiptafréttir | 93 orð | 2 myndir

Meðbyr með Avo

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Avo hefur aflað sem nemur 419 milljóna króna í fjármögnun. Fjárfestar eru þrír bandarískir vísisjóðir sem allir hafa aðsetur í kísildalnum í Bandaríkjunum. Meira

Fastir þættir

15. september 2020 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 b6 3. Rc3 Bb7 4. Dc2 d5 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rxc3 7. bxc3...

1. d4 Rf6 2. c4 b6 3. Rc3 Bb7 4. Dc2 d5 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rxc3 7. bxc3 e5 8. Bb5+ Bc6 9. Bxc6+ Rxc6 10. Rf3 Bd6 11. 0-0 0-0 12. Bg5 De8 13. Had1 f6 14. Be3 Hd8 15. Hfe1 Df7 16. Da4 Ra5 17. dxe5 Bxe5 18. Rxe5 fxe5 19. Hxd8 Hxd8 20. Hd1 Hxd1+ 21. Meira
15. september 2020 | Í dag | 104 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall yfir daginn með Þór. Meira
15. september 2020 | Í dag | 793 orð | 3 myndir

Áhuginn kviknaði snemma á bryggjunni á Seyðisfirði

Hjörtur Emilsson fæddist 15.9. 1950 á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskóla Seyðisfjarðar og tók tvo bekki í Gagnfræðaskóla Seyðisfjarðar en lauk svo gagnfræðaprófi á Siglufirði 1968. Meira
15. september 2020 | Fastir þættir | 168 orð

Á tilfinninganótum. N-NS Norður &spade;KG10 &heart;K10 ⋄G8765...

Á tilfinninganótum. N-NS Norður &spade;KG10 &heart;K10 ⋄G8765 &klubs;854 Vestur Austur &spade;753 &spade;8642 &heart;Á52 &heart;G9643 ⋄1032 ⋄-- &klubs;D932 &klubs;G1076 Suður &spade;ÁD9 &heart;D87 ⋄ÁKD94 &klubs;ÁK Suður spilar 6G. Meira
15. september 2020 | Árnað heilla | 73 orð | 1 mynd

Hrund Magnúsdóttir

50 ára Hrund ólst upp í Hafnarfirði og hefur búið þar alla tíð síðan. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á kvenlækningadeild Landspítalans. Meira
15. september 2020 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Katrín Atladóttir

40 ára Katrín fæddist í Reykjavík en ólst upp fyrstu árin í Kópavogi en býr núna í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði en starfar nú sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira
15. september 2020 | Í dag | 46 orð

Málið

Hámæli er almenn umræða , almannarómur. E-ð kemst í hámæli : e-ð fréttist , kvisast, vitnast. Hámark er nokkuð annað, hæsta stig e-s eins og stendur í orðabókinni. „Þegar veiran var í hámæli“ var hún líklega í hámarki . Meira
15. september 2020 | Í dag | 51 orð | 1 mynd

Mikilvægt að þekkja birtingarmyndir kvíða

Anna Lóa Ólafsdóttir, sem heldur úti Facebook-síðunni Hamingjuhorninu, kom við í Ísland vaknar á K100 og ræddi um líðan á tímum Covid 19 og mikilvægi þess að vera meðvitaður um hvernig langvarandi álag getur kallað fram kvíða. Meira
15. september 2020 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Tryggvi Már Atlason varð eins árs núna 9. september sl. Hann...

Reykjavík Tryggvi Már Atlason varð eins árs núna 9. september sl. Hann fæddist í Reykjavík og foreldrar hans eru Svava Ágústsdóttir verkfræðingur og Atli Már Pálmason... Meira
15. september 2020 | Í dag | 276 orð

Réttarstemning og haustfegurð

„„Það hjálpar allt,“ sagði karlinn,“ kvað Friðrik Steingrímsson: Flóttamanna vandi vex víða fer úr böndum, ættleitt gætu eina sex í Árneshrepp á Ströndum. Meira

Íþróttir

15. september 2020 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Á leið til sama liðs og Bjarki

Óttar Magnús Karlsson, sóknarmaður knattspyrnuliðs Víkings í Reykjavík, gæti verið á leið til Feneyja á Ítalíu en eins og fram hefur komið staðfesti Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings að tilboð hefðu borist í hann. Fótbolti. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Botnliðin Fjölnir og Grótta geta farið að kveðja deild þeirra bestu

Tobias Sommer bjargaði stigi fyrir Gróttu þegar liðið fékk Fjölni í heimsókn í botnslag úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi í sextándu umferð deildarinnar í gærkvöldi. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 279 orð | 1 mynd

Botnliðin geta farið að kveðja

Fótboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Grótta og Fjölnir, slökustu lið úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, skiptu með sér stigunum þegar liðin mættust á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í gær. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barn hef ég verið óvenjumikið utan við...

Eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barn hef ég verið óvenjumikið utan við mig, og í raun alveg frá því hann fæddist. Nokkuð sem er mér ekki beint eðlislægt enda verið með mín mál nokkurn veginn á hreinu undanfarna áratugi. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Framherjinn ekki alvarlega meiddur

Hólmbert Aron Friðjónsson fór meiddur af velli snemma leiks þegar Aalesund tók á móti Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrradag. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Fylkismenn sjá á eftir lykilmanni

Knattspyrnukappinn Valdimar Þór Ingimundarson hélt til Noregs í gærmorgun en hann er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset frá uppeldisfélagi sínu Fylki. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vodafonevöllur: Völsungur...

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vodafonevöllur: Völsungur – ÍA 16.30 Ásvellir: Haukar – Afturelding 19.15 2. deild kvenna: Grindavíkurvöllur: Grindavík – HK 17 1. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Landsliðið kom saman í gær

Kvennalandsliðið í knattspyrnu kom saman í gær í fyrsta skipti í liðlega hálft ár. Liðið æfði þá á Laugardalsvelli og hófst þar með undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Lettlandi fyrir alvöru. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 801 orð | 3 myndir

Liðböndin í ökklanum eru vel teygjanleg

14. umferð Kristján Jónsson kris@mbl.is Selfyssingar hrukku í gang á ný og unnu 5:0-stórsigur á KR í Frostaskjólinu á laugardaginn í 14. umferð Pepsí Max-deildar kvenna í knattspyrnu. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Nýju mennirnir litu vel út hjá Chelsea

Þjóðverjarnir Timo Werner og Kai Havertz léku sína fyrstu deildarleiki með Chelsea þegar liðið vann góðan 3:1-útisigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Falmer-vellinum í Brighton í gær. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla Grótta – Fjölnir 2:2 Staðan: Valur...

Pepsi Max-deild karla Grótta – Fjölnir 2:2 Staðan: Valur 13101230:1231 Stjarnan 1266020:1024 Breiðablik 1372429:2123 FH 1272325:1723 Fylkir 1471621:2022 KR 1262423:1720 HK 1452724:3017 Víkingur R. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Rúnar Alex á leið til Arsenal?

Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Dijon í frönsku 1. deildinni, fór í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal í gær samkvæmt vefmiðlinum 433.is. Meira
15. september 2020 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Skagamaðurinn skoraði

Ísak Bergmann Jóhannesson var á skotskónum fyrir Norrköping þegar liðið heimsótti Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Ísak kom Norrköping yfir með skalla af stuttu færi á 28. Meira

Bílablað

15. september 2020 | Bílablað | 1071 orð | 4 myndir

Bílaleigurnar mjatla bílum á markaðinn

Andrés Magnússon andres@mbl.is Ekki þarf að eyða mörgum orðum á þann efnahagssamdrátt, sem orðið hefur í landinu á undanförnum mánuðum. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 796 orð | 8 myndir

Bresk lúxuskerra frá Kína

MG ZS EV er hundrað prósent rafmagnsbíll sem kemst 263 kílómetra á einni hleðslu. Þessi huggulegi fjölskyldubíll, ættaður frá Englandi, býr yfir bæði léttleika og lúxus. Hann er rúmgóður og bjartur og fer vel um bæði menn og farangur í honum. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 168 orð | 1 mynd

Cadillac smíðar hreinan rafbíl árið 2022

Lúxusbílsmiðurinn Cadillac hefur snúið sér að framleiðslu rafbíla og vonast til að ná góðri fótfestu á markaði í Bandaríkjunum þar sem Tesla hefur ráðið ríkjum og drottnað. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 828 orð | 1 mynd

Enginn vandi að búa með rafbíl

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tómas Kristjánsson segir sögur um biðraðir við hleðslustöðvar og hálfslappar rafhlöður á köldum dögum ekki eiga við nýjustu rafbíla. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 12 orð | 1 mynd

Enginn vandi að eiga rafbíl

Tómas Kristjánsson hjá Rafbílasambandinu segir nóg að hlaða nýjustu rafbílana vikulega. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 194 orð | 1 mynd

Gengur aftur sem rafnaðra

MotoCompacto er nafn sem getur átt eftir að verða kunnuglegt í heimi samgangna í þéttbýli. Er þar um að ræða samanbrjótanlega smánöðru sem ólíkt því sem áður var verður knúin rafmótor. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 92 orð | 1 mynd

Hreinn ítalskur rafbíll

Rafútgáfa af smábílnum Fiat 500 er nýkomin á götuna og vakti samstundis mikla athygli á Ítalíu, enda kynnt þar sem alítölsk smíði frá toppi til táar og ekki pólsk framleiðsla eins og aðrir Fiat 500-bílar. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 144 orð | 1 mynd

Hulum svipt af nýjum Maserati

Ítalski ofursportbílasmiðurinn Maserati hefur svipt hulunni af nýjum sportbíl, MC20 Coupe. Verkfræðilegt og stílfagurt meistarastykki búið fullkomnustu tækni. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 77 orð | 1 mynd

Langt í land í losunarbókhaldi Búlgaríu

Búlgarar eru til meiri vandræða en allir aðrir í Evrópu hvað varðar losun bíla á gróðurhúsalofti, koltvíildi. Að meðaltali losaði hver bíll í Búlgaríu á liðnu ári, 2019, samtals 137,6 grömm af gróðurhúsalofti á hvern ekinn kílómetra. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 296 orð | 1 mynd

Leður hverfur smám saman úr innréttingu bíla

Virðing fyrir umhverfinu virðist vaxandi í heimi bílaframleiðenda. Svo mikið að nú blasir við að dýraleður hverfi úr innréttingum bíla og víki fyrir gerviefnum. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 1170 orð | 7 myndir

Með dugandi hleðslu

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Enn halda þeir áfram að streyma á markaðinn nýju 100% rafbílarnir, frá hverjum framleiðandanum á fætur öðrum. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 10 orð | 1 mynd

Mælaborð sem ber af

Upplýsingakerfið í fallegum og rafmögnuðum Peugeot 2008 er framúrskarandi. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 133 orð | 1 mynd

Ofursportbíll sem kemst langt á vetninu

Vart líður sú vika að ekki séu færðar fréttir af nýjum bílum lítilla framleiðenda, gjarnar ofurbílum sem yfirleitt eru ekki hugsaðir til fjöldaframleiðslu. Einn slíkur er hinn vetnisknúni Hyperion XP-1 frá samnefndu kalifornísku tæknifyrirtæki. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 248 orð | 1 mynd

Radrifnir rokseljast víða

Hröð aukning í sölu rafdrifinna bíla er fyrirbæri sem á við um allan heim, ekki hvað síst á Íslandi. Er það ekki fyrr en á allra síðustu misserum að rafbílar losna úr viðjum og sala þeirra rýkur upp. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 11 orð

» RAV4 í tengiltvinnútgáfu er þéttur, kvikur og sportlegur ífasi 10-11...

» RAV4 í tengiltvinnútgáfu er þéttur, kvikur og sportlegur ífasi... Meira
15. september 2020 | Bílablað | 11 orð | 1 mynd

Svo metanið komi að notum

Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur er lukkuleg á splunkunýjum Skoda með metanvél. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 769 orð | 7 myndir

Toyota stígur stórt en nær ósýnilegt skref

Nú er RAV4 kominn í tengiltvinn-útfærslu og sýnir fyrirtækið verkfræðilega yfirburði sína með vel heppnuðu samspili rafmótors og bensínvélar. Drægnin er góð og mun freista margra að endurnýja eldri bíla af sömu tegund eða aðra sportjeppa. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 155 orð | 1 mynd

Tugþúsundasti Aventadorinn afhentur

Ítalski ofurbílasmiðurinn Lamborghini fagnaði því í nýliðinni viku að þá rann tíuþúsundasti Aventador af færiböndunum í bílsmiðjunni í Sant'Agata Bolognese. Meira
15. september 2020 | Bílablað | 620 orð | 8 myndir

Vill ekki láta metanið fara til spillis

Það voru mikil viðbrigði fyrir Arndísi Þórarinsdóttur rithöfund að fá nýjan bíl inn á heimilið í sumar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.