Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrverandi formaður Viðreisnar, upplýsti í gær að hann hygðist sækjast eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins á suðvesturhorninu, eins og hann orðaði það. Viðskiptablaðið upplýsti í gær að það hefði heimildir fyrir því að Benedikt gæti í framboði sínu rekist á Daða Má Kristófersson hagfræðiprófessor, því að sá hygðist einnig bjóða sig fram og að líkur stæðu til þess að þeir tveir ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson myndu bítast um oddvitasætin í Reykjavíkurkjördæmunum, en vegna fléttulista ætti hún annað oddvitasætið í Reykjavík víst.
Meira