Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sér sóknarfæri víða í landbúnaði. Nefnir akuryrkju, framleiðslu nautakjöts og starf nýstofnaðs Matvælasjóðs. Þá eigi sauðfjárræktin tækifæri í aukinni sölu ef hægt væri að bjóða ferskt kjöt í lengri tíma og laga framboð kjöts að þörfum neytenda í nútímasamfélagi. Hann vekur athygli á því að tölum um útflutning ESB á kjöti ber ekki saman við innflutningstölur hér og veltir því fyrir sér hvort meira sé flutt inn en heimilt er. Hann finnur að því að stjórnsýslan skuli ekki hafa betra eftirlit með nýtingu tollkvóta samkvæmt milliríkjasamningum og krefst þess að þetta misræmi verði skýrt.
Meira