Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Systurnar Garima, bráðum tíu ára, og Riya, nær átta ára, eru í Alþjóðaskólanum á Íslandi, sem er í Garðabæ, og gengur vel í námi. Stúlkurnar hafa vakið athygli fyrir miklar framfarir í tennis og markmiðið er að ná sem lengst. „Það er svo gaman að spila marga leiki og fá bikara og svoleiðis, ég á níu bikara,“ segir Garima stolt. Riya veit líka hvað hún vill. „Það er gaman að spila, vinna og hafa gaman.“
Meira