Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Leiðir þýsku kvennanna Brigitte Bjarnason og Kirsten Rühl frá Hamborg, sem komu fyrst til Íslands sem skiptinemar 1982 og 1984, lágu saman í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Í september í fyrra gaf þýska forlagið Acabus-Verlag Hamburg út bók þeirra Schwefel, Tran und Trockenfish (Brennisteinn, lýsi og skreið), sögulega ferðahandbók um Ísland fyrir þýskumælandi fólk, þar sem sérstök áhersla er lögð á sögu þýsku Hansakaupmannanna hérlendis á 15. og 16. öld.
Meira