Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi í gærmorgun, sem haldinn var í tilefni af birtingu seinna rits Fjármálastöðugleika á þessu ári, að mikilvægt væri að fjármálafyrirtæki ynnu markvisst að endurskipulagningu útlána og nýttu það svigrúm sem aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda hafa skapað til að styðja við heimili og fyrirtæki. Eins og fram kemur í ritinu hefur baráttan við kórónuveirufaraldurinn reynst langdregnari en vonir voru bundnar við, sem auki óvissu og hafi neikvæð áhrif á útlánasöfn fjármálafyrirtækja.
Meira