Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjölbreytileiki í verðmætasköpun er afar mikilvægur. Sú staðreynd finnst mér hafa komið vel í ljós á þessu ári, þegar aðstæður hafa gjörbreyst og ferðaþjónustan – sú atvinnugrein sem hvað mestu skilaði á efnahagsreikning samfélagsins – er nánast dottin út,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, nýr forstjóri Elkem Ísland á Grundartanga. „Okkur hjá Elkem er metnaðarmál að starfa í góðri sátt við samfélagið og taka þátt í sameiginlegum verkefnum heimsins á sviði umhverfismála. Nýting vistvænna orkugjafa, til dæmis í framleiðslu á íblöndunarefni fyrir vel leiðandi rafmagnsstál, er ef til vill stærsta framlag Íslands til alþjóðlegra loftslagsverkefna. Við teljum okkur leggja mikið af mörkum.“
Meira