Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kvennalið Tindastóls á Sauðárkróki leikur í efstu deild á næsta tímabili og er fyrsta fótboltalið félagsins í kvenna- og karlaflokki sem nær þeim árangri. „Ég brosi út að eyrum, er mjög stolt og er afskaplega ánægð með árangurinn,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrsta konan, svo vitað sé, til að spila opinberan leik fyrir Tindastól, lék með strákunum í 5., 4. og 3. flokki, því ekkert kvennalið var á Króknum á áttunda áratugnum.
Meira