Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist í vesturbænum á Drumboddsstöðum í Biskupstungum 30.9. 1940. Árið 1941 flutti fjölskyldan í Hveragerði í hús sem hlaut nafnið Bláfell. Bjarni, faðir Ingibjargar, var verkamaður í Hveragerði og nágrenni. Móðirin, Rósa, steikti kleinur og bakaði flatkökur fyrir verslanir á staðnum, skúraði í Kaupfélaginu og stjórnaði stóru heimili. Auk foreldra Ingibjargar dvaldi Jórunn, móðir Rósu, á heimilinu um lengri og skemmri tíma. Ingibjörg var þriðja í aldursröð sjö barna í Bláfelli.
Meira