Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í núverandi ástandi er sveigjanleiki lykilorðið og jafnframt reynir mikið á að koma auga á tækifærin í stöðunni. Meðan faraldurinn gengur yfir og við vitum ekki hvort og hvenær hægt verður að sýna fyrir fullu húsi, vegna fjarlægðar- og fjöldatakmarkana, munum við ekki freista þess að setja upp stórar klassískar sýningar með tilheyrandi áhættu, enda myndi það rekstrarmódel ekki ganga upp miðað við hversu mikið við leggjum í okkar uppfærslur. Það er hins vegar ýmislegt sem við getum gert án þess að hafa fullskipaða sali,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, um komandi starfsár.
Meira