Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur farið illa með heimsmarkað fyrir minkaskinn. Mörg skinn eru enn óseld þótt síðasta loðskinnauppboði ársins sé lokið. Framleiðslan hefur dregist mjög saman og mun dragast enn meira saman í vetur. Það leiðir væntanlega til umframeftirspurnar eftir skinnum á næsta eða þarnæsta ári og gefur minkabændum vonir um betri tíð með blóm í haga.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að Eyjamenn telji nauðsynlegt að hafa áætlunarflug til Vestmannaeyja. Þá þurfi að tryggja rekstur flugvallarins til sjúkraflugs og vegna almannavarnahlutverks hans.
Meira
Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ríkið stofnuðu í gær formlega opinbert hlutafélag sem mun halda utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.
Meira
Biðröð var eftir slátri þegar slátursala Sláturfélags Suðurlands og Hagkaupa var opnuð í Kringlunni í gær. Var þetta annar dagur slátursölunnar en í fyrradag seldist slátrið upp. Eru því enn margar fjölskyldur sem nýta þessa þjóðlegu ofurfæðu.
Meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væri á ábyrgð Evrópusambandsins að finna lausnir á þeirri pattstöðu sem komin væri upp í fríverslunarviðræðum Breta og Evrópusambandsins, en níundu viðræðulotu þeirra lauk í gær án árangurs.
Meira
Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta hefur verið alveg ótrúlega gaman, nýtt og skemmtilegt ævintýri og maður að upplifa bæinn á annan hátt en vant er,“ segja þeir Sigurður Þorri Gunnarsson og Logi Bergmann sem sendu síðdegisþátt sinn á...
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristín Ingveldur Valdimarsdóttir ætlar að líta upp úr bókinni og njóta lífsins með vinum og vandamönnum í tilefni 100 ára afmælis síns í dag. „Ég er að lesa ævisögu Skúla á Ljótunnarstöðum við Hrútafjörð, þekkti hann í gamla daga,“ segir afmælisbarnið. „Áður dóu flestir svo ungir. Það er ótrúlegt að vera 100 ára og ég ætla að halda upp á það,“ heldur hún áfram. Leggur áherslu á að fyllstu öryggisráðstafana verði gætt í veislunni. „Nóg verður af handsprittinu og hanskar fyrir þá sem vilja.“
Meira
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna utanlandsferða hefur lækkað umtalsvert vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, eða um 66,5% Þetta kemur fram í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa...
Meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna í miskabætur fyrir að hafa beitt þáverandi sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgað henni í íbúðargámi þar sem þau höfðu dvalarstað.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fer vaxandi samhliða auknu atvinnuleysi og gæti hækkað um 60% á næsta ári í tíu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kom fram í máli Sigurðar Á.
Meira
Úr bæjarlífinu Björn Björnsson Sauðárkróki Rysjótt hefur tíðarfarið verið í haust, stórir rigningardagar, en inn á milli bjartir dagar og blíðir.
Meira
Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags undirritaði í vikunni nýjan kjarasamning við Sorpu bs., sem gildir afturvirkt frá 1. apríl í fyrra til marsloka 2023. Laun Eflingarfélaga sem starfa hjá byggðasamlaginu hækka um 100 til 113 þús. kr.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við endurnýjun Tryggvagötu hafa staðið yfir í sumar. Það er ekki aðeins gatan sjálf sem gengur í endurnýjun lífdaga heldur hafa Veitur notað tækifærið og endurnýjað lagnir neðanjarðar.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin mun halda áfram með þá vegagerð á Vestfjarðavegi sem búið er að undirbúa, það er í Gufufirði og þverun Þorskafjarðar, og áfram verður unnið að undirbúningi nýs vegar yfir Gufufjörð og Djúpaförð og um Teigsskóg.
Meira
Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Greinahöfundum í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins, tímarits lögmanna, verður tíðrætt um ferð Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, á fund Erdogans Tyrklandsforseta í september.
Meira
Ómar Friðriksson Þóroddur Bjarnason Vinnumálastofnun hefur nú hækkað spá sína um þróun atvinnuleysis, það geti orðið 11-12% um næstu áramót, að því er fram kom í máli Unnar Sverrisdóttur, forstjóra VMST, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær.
Meira
Armenskir aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabak-héraði sökuðu í gær stjórnvöld í Aserbaídsjan um að hafa skotið á Stepanakert, höfuðborg héraðsins, með fallbyssum, og um leið sært fjölda fólks.
Meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var fluttur með þyrlu á Walter Reed-hersjúkrahúsið eftir að hann og forsetafrúin Melania greindust með kórónuveiruna. Á myndinni sést forsetinn ganga í átt að þyrlunni með grímu fyrir vitum sínum.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson Andrés Magnússon Donald Trump Bandaríkjaforseti var í gærkvöld fluttur með þyrlu frá Hvíta húsinu á Walter Reed-hersjúkrahúsið, skammt norður af höfuðborginni Washington. Forsetinn gekk óstuddur en mjög þreytulegur um borð í þyrluna og út úr henni við spítalann.
Meira
Alls 37 smit af kórónuveirunni greindust á landinu í fyrradag, þar af 26 meðal fólks sem var utan sóttkvíar. Þrettán úr þessum hópi sýktra eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæsludeild.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að gerð varnargarða gegn ofanflóðum á Patreksfirði. Þeir beinast að því að verja hús við göturnar Hóla og Mýrar og Urðargötu.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Undirstöður fyrir girðingar, götuskilti og fleira, umferðareyjar, skiltasteinar, árekstravarnir og umferðartálmar eru meðal þess sem Íslandshús ehf. á Ásbrú í Reykjanesbæ framleiða undir vörumerkingu Dvergarnir.
Meira
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst áfram gefa kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, en vangaveltur hafa verið uppi um að hún kynni að flytja sig um kjördæmi fyrir kosningarnar...
Meira
Sigríður Andersen stóð fyrir áhugaverðu vefspjalli á dögunum þar sem hún ræddi við Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svía, um sóttvarnaráðstafanir sænskra yfirvalda vegna kórónuveirunnar og samanburð við aðrar þjóðir. Svíar sættu mikilli gagnrýni í upphafi faraldursins fyrir lausatök og fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar, en staðan virðist nú hafa breyst og Svíar hafa náð betri tökum á vandanum. Í viðtalinu kom meðal annars fram að Tegnell segist ekki líta svo á að Svíþjóð glími við aðra bylgju faraldursins líkt og margar aðrar þjóðir gera (eða þriðju bylgju), tilfellum hafi aðeins fjölgað lítillega aftur.
Meira
Þýska heimildarmyndin Eisheimat, eða Á nýjum stað , eins og þýddur titill nefnist, var sýnd á RÚV sl. miðvikudagskvöld. Hún hafði verið frumsýnd í Bíó Paradís fyrir nokkrum árum en var framleidd árið 2012 og leikstýrt af Heike Finki.
Meira
Veizla í boði Svövu er yfirskrift dagskrár sem verður flutt í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 16. Svövu Jakobsdóttur verður þar minnst en á morgun eru 90 ár frá fæðingu hennar.
Meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnti í gær nýja tónleikadagskrá til áramóta. Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekki unnt að halda í fyrri áform um tónleikahald sveitarinnar en þar var gert ráð fyrir fjölda erlendra hljómsveitarstjóra og einleikara.
Meira
Eftir David Eldridge. Íslensk þýðing: Auður Jónsdóttir. Leikstjórn: María Reyndal. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Margrét Einarsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Úlfur Eldjárn.
Meira
Lighthouse er plata sem Hafdís okkar Bjarnadóttir vann með norska spunatríóinu Parallax. Eins og svo oft skeytir Hafdís lítt um mörk og mæri þess sem má í tónlistarlandi.
Meira
Heimildarmyndin Aalto verður sýnd í Norræna húsinu í dag kl. 17.30 og er hún á dagskrá RIFF. Myndin er sögð ástarsaga þeirra Alvars og Aino Aalto, finnsku meistaranna í nútímaarkitektúr og hönnun.
Meira
Heimildarmyndin Humarsúpa , ein þeirra sem er á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, var heimsfrumsýnd fyrir viku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastián en hún hafði verið valin til þátttöku í lokaathöfn hluta hátíðarinnar...
Meira
Margmiðlunarsýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur , samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar, er nú á hringferð um landið en hún var fyrst sett upp í samstarfi við Norræna húsið í fyrrahaust.
Meira
Píanóleikarinn Romain Collin býður tónlistarkonunni GDRN til leiks á þriðju tónleikum sínum í Hannesarholti sem haldnir verða í kvöld kl. 20 og er sætafjöldi takmarkaður vegna sóttvarna og miðar aðeins seldir í forsölu.
Meira
Um þessar mundir stendur yfir í Nesstofu á Seltjarnarnesi sýning Önnu Jóa, „Fjörufundir“. Sýning var opnuð samhliða útgáfu bókar Önnu, Hamir / Sheaths .
Meira
Sýningin United States of Bees and Fish People verður opnuð í Midpunkt í Kópavogi í dag kl. 18. Er það einkasýning pólsk-íslensku listakonunnar Wiolu Ujazdowska.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Mikið hefur gengið á í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi, þar sem myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson hafa verið að undirbúa viðamikinn viðburð sem stendur yfir frá kl. 12 til 15.
Meira
Eftir Aðalstein Gunnarsson: "Okkar framtíðarsýn er að allir einstaklingar hafi möguleika á lífi, þar sem þeir geti upplifað sína ýtrustu möguleika, lausir við skaða af áfengi."
Meira
Eftir Vigdísi Häsler: "Heimurinn hefur ekki efni á að halda áfram að leika þann leik þar sem viðkvæmum utanríkismálum ríkja er beinlínis ýtt yfir í vopnuð átök"
Meira
Samstaða á breiðum grundvelli um uppbyggingu á innviðum samfélagsins var mikilvæg þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Það átti við um heilbrigðis- og umhverfismál, menntamál og samgöngur.
Meira
Eftir Almar Grímsson og Lýð Pálsson: "Afkomendur íslensku landnemanna á Washington-eyju heiðra minningu þeirra og varðveita heimildir um líf þeirra. Tengslin við Eyrarbakka eru sterk."
Meira
Þau Milton Friedman og Anna J. Schwartz gáfu árið 1963 út P eningamálasögu Bandaríkjanna , A Monetary History of the United States, þar sem þau lögðu fram nýja skýringu á heimskreppunni miklu 1929-1933.
Meira
Erlendar slettur hafa ekki alltaf þótt par smart, þegar tal berst að (fögru) tungutaki. Margt má þá segja um híerarkíu málanna sem sletturnar eru sóttar í, enska er þar af sumum talin síst, en hún er einmitt líka oft síðust.
Meira
Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur: "Vestfirðingar eiga mikið undir því að þessi veigamikla menntastofnun þeirra haldi velli og sé fær um að næra samfélag sitt með menntun ungmenna."
Meira
Þegar við spyrjum hvernig var veðrið í sumar, þá minnumst við sólardaganna og þess jákvæða. Það var stundum hægt að drekka kaffið úti og grilllykt fannst í lofti af og til.
Meira
Í dag eru liðin 80 ár frá fæðingu Óttars Einarssonar, kennara og hagyrðings. Foreldrar hans voru Guðrún Kristjánsdóttir frá Holti í Þistilfirði og Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, rithöfundur og útvarpsmaður.
Meira
Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Ferðakostnaður fyrstu sex mánuði ársins 2020 er 66,5% lægri en á sama tímabili ársins 2019 eða sem nemur rúmum 44 milljónum króna."
Meira
Eftir Ingibjörgu Gísladóttur: "Myrk hugmyndafræði Bræðralags múslima hefur ekki fært heiminum neitt gott en fjöldann allan af hryðjuverkum. Af hverju vilja menn fá þá hreyfingu hingað?"
Meira
Anna Jóna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. apríl 1972. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu hinn 19. september 2020. Foreldrar Önnu Jónu eru Sigurlína Sch. Elíasdóttir heilbrigðisritari, f. 5.7. 1950, og Jón Haukur Eltonsson vélamaður, f. 21.5. 1948, d.
MeiraKaupa minningabók
Hermann Sigurjónsson fæddist 9. október 1929 í Raftholti í Holtum. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þann 17. september 2020. Foreldrar hans voru Sigurjón Gísli Sigurðarson, f. 4.3. 1895 í Bjálmholti, d. 2.4.
MeiraKaupa minningabók
Júlíus Kristjánsson fæddist í Efstakoti á Upsaströnd 16. september 1930. Hann lést á Dalbæ á Dalvík 17. september 2020. Foreldrar hans voru Kristján E. Jónsson, f. 25.9. 1896, d. 3.1. 1976, og Þórey Friðbjörnsdóttir, f. 10.12. 1897, d. 25.7. 1977.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær er í nýrri fjármálaáætlun gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs hækki í 1.250 milljarða króna í lok þessa árs, og verði 430 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þá er áætlað að skuldir haldi áfram að hækka fram til ársins 2025, en þá muni þær nema 59,2% af vergri landsframleiðslu.
Meira
Fjöldi starfandi fólks dróst saman í ágústmánuði miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt skrám. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Þar segir að samdrátturinn hafi numið 5,5% milli ára. Þannig hafi 197.
Meira
„Þetta getur verið hellingsvinna og tímafrekt og maður leggur oft mikið á sig, en þar sem ég hef gaman af útivist og nýt þess líka að keyra um og fljúga, þá hentar ljósmyndun mér vel sem áhugamál,“ segir Halldór Jónsson áhugaljósmyndari.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áhugaverð sýning með dúkkum víða að úr veröldinni sem voru í eigu Jósefínu Guðrúnar Gísladóttur á Ísafirði var nýlega opnuð í Búðinni í Hæstakaupstað á Ísafirði.
Meira
Helga fæddist 3. október 1950 í Reykjavík og ólst upp í sannkölluðu fjölskylduhúsi á Ægisíðunni þar sem faðir hennar, Gunnar, og Ingólfur bróðir hans, bjuggu með fjölskyldum sínum, ásamt þriðja bróðurnum, Þórði og hans konu.
Meira
Grafarvogur Þau Óttar Logi Ragnarsson og Camilla Rún Sigurjónsdóttir héldu tombólu í Spönginni í Grafarvogi 4. ágúst sl. og með því söfnuðu þau 5.668 kr. til styrktar Rauða krossinum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til...
Meira
40 ára Gunnur Ösp ólst upp í Laugarási í Bláskógarbyggð þar sem hún býr. Hún er eigandi og rekstrarstjóri dýragarðsins Slakka í Laugarási. Hún æfir crossfit þegar vinnu sleppir. Maki: Matthías Líndal Jónsson, f. 1980, eigandi og framkvæmdastjóri Slakka.
Meira
Hjörvar Steinn Grétarsson var með ½ vinnings forskot á Helga Áss Grétarsson þegar síðasta umferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkvöldi.
Meira
Hugarangur er áhyggjur , harmur, söknuður. Það er hvorugkyns , rétt eins og angur (hryggð, sorg): (hugar) angrið . Sumum finnst það þó hljóma karlkynslega, minna e.t.v.
Meira
70 ára Pétur er frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal og býr nú í Búðardal, en lengst af bjó hann í Stykkishólmi þar sem hann var sjómaður. Maki: Ása María Hauksdóttir, f. 1956, sjúkraliði í Búðardal. Börn: Guðrún Fanney, f. 1974, Ólafur Grétar, f.
Meira
Fréttaskýring Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Byrjunarlið Íslands í Evrópukeppninni sögufrægu í Frakklandi sumarið eftirminnilega 2016 er allt mætt til leiks á ný. Þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stilltu upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum Íslands á EM 2016 og þeir eru nú allir sameinaðir aftur í 26 manna hópnum sem Erik Hamrén tilkynnti í gær fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Rúmenum næsta fimmtudag, sem og gegn Dönum og Belgum í Þjóðadeildinni þar á eftir.
Meira
Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, mun ekki leika með Val fyrr en eftir áramót. Arna Sif glímir við meiðsli í hné sem hafa lengi gert henni erfitt fyrir og framundan er hvíld frá æfingum og keppni. Netmiðillinn handbolti.
Meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar náðu í tvö stig gegn Val á Hlíðarenda í 1. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld. Stjarnan hafði betur 91:86. Kristófer Acox fór mikinn í fyrsta leik sínum fyrir Val en hann skoraði 29 stig og tók 13...
Meira
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, átti góðan dag þegar Skjern tók á móti Århus í Danmörku í gær. Skjern hafði betur 35:30 og var liðið yfir 19:17 að loknum fyrri hálfleik. Elvar Örn skoraði 5 mörk í leiknum og var með ágæta skotnýtingu.
Meira
Handboltinn Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar máttu sætta sig við fyrsta tapið á þessu keppnistímabili í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið fékk Val í heimsókn og Stjarnan náði í fyrsta sigurinn þegar liðið tók á móti KA.
Meira
Toppslagur Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það er nánast hægt að fullyrða að úrslitin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, muni ráðast þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki á Origo-vellinum á Hlíðarenda í 16.
Meira
Þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, Þorsteinn Halldórsson, sagði í samtali við netmiðilinn 433 í vikunni að landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefði þurft að komast fyrr í „sterkara æfingaumhverfi“.
Meira
Elsku Fiskurinn minn, ég hef margoft lýst því yfir að það sé ekki til leiðinleg manneskja í þessu merki. Þér getur sjálfum fundist þú vera leiðinlegur og ekki eins frábær og þú vilt, en það er sko ekki skoðun þjóðarinnar.
Meira
Elsku Nautið mitt, það eina sem þú hefur í raun óskað þér er að vera góður og það ertu svo sannarlega. Tilfinningar þínar setja mikið af litum í kringum þig, þú færð alla liti sem heimurinn í raun og veru getur gefið.
Meira
Elsku Ljónið mitt, þér finnst eins og þú hafir verið að keyra á vegg, sem er rétt, en þessi staða er bara til þess að þú sjáir aðrar leiðir. Það er aldrei bara ein leið í boði og það er alltaf möguleiki að veðja á réttan hest.
Meira
Svana Rún Símonardóttir félagsráðgjafi er eigandi verslunarinnar Svartra svana á Akureyri. Hún hefur verið að gera upp hús fjölskyldunnar frá því í desember í fyrra. Elínrós Líndal elinros@mbl.is
Meira
Stundin okkar hefur göngu sína á ný á RÚV í dag kl. 18. Eins og síðasta vetur eru það eingöngu krakkar sem stýra þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Meira
Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert að fara inn í nýtt tímabil og svo margt að fara að gerast sem þú hefur ekki upplifað áður. Í þessu ferðalagi er svo mikilvægt að hugur þinn, líkami og sál séu eins tær og undirbúin og mögulegt er.
Meira
Elsku Hrúturinn minn, þér líður svolítið eins og þú sért á stórum togara, það hafi verið brjálaður sjógangur og þú veist ekki alveg hvernig þú réttir skipið af. Þessi tilfinning leysist upp og fær farsælan endi þegar október heilsar þér.
Meira
Elsku Krabbinn minn, umhyggjusemi þín og góða nærvera hefur áhrif á svo marga. Það býr svo gömul sál í hjarta þínu, það er svo mikilvægt þú skiljir það.
Meira
Endurlit Áður en grúvtröllin í Pantera slógu í gegn sem slík á hinni goðsagnakenndu plötu Cowboys From Hell árið 1990 voru þau allt öðruvísi vaxið málmband, það er meira í ætt við glys og gleði.
Meira
Elsku Steingeitin mín, þú ert svo mikill snillingur í því að láta ekki á því bera hvernig þér líður, allavega ekki út fyrir fjölskylduna. Þú átt það til að fá of mikið samviskubit þegar þér finnst að það sem þú gerir sé ekki 100%.
Meira
Auðvitað eru bara tæpar þrjár umferðir að baki en samt má vel gera því skóna að fleiri lið en áður komi til með að velgja stórveldunum sex undir uggum á þessari leiktíð í ensku knattspyrnunni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Fyrir 4-5 1 stór laukur 2 hvítlauksrif 1 gulrót 350 g kartöflur 1 msk kókosolía ½ tsk. túrmerik ½ tsk. garam masala ½ tsk. karrí, milt 400 g saxaðir tómatar (ferskir eða úr dós) 850 ml vatn 2 gerlausir grænmetisteningar ½ tsk.
Meira
Bygging þessi er áberandi við hringveginn, er á hægri hönd þegar komið er af Öxnadalsheiði. Stórhýsið var reist árið 1933 og þar var fyrr á tíð starfrækt gistiheimili, veitingastaður og eldsneytissala. Staðurinn fór svo í eyði um 1960 og heitir...
Meira
Nú þegar nýjar kartöflur flæða yfir hillur verslana er ekki úr vegi að búa til góða rétti úr þessum saðsömu og hollu jarðeplum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Fyrir 6-8 manns 1½ kg smælki 300 g ferskir sveppir 1 laukur 1 rauðlaukur 1 búnt vorlaukur 3-4 hvítlauksrif 1 rautt chili 2 rauðar paprikur 3 teningar kraftur (t.d.
Meira
Fyrir 4 1 laukur 5-10 cm blaðlaukur 300 g gulrætur ½-1 msk. tamari-sósa 1 rófa, ca. 300 g ½ hvítkálshöfuð, ca. 250 g 150 g kartöflur 1 dl linsubaunir ½-1 dl hrísgrjón 2 l vatn 1-2 grænmetis- eða sveppateningar 1 msk fersk steinselja, söxuð 1 msk.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 4.
Meira
Fyrir 4-8 60 g smjör 1 kg kartöflur maldonsalt nýmalaður svartur pipar Þvoið kartöflurnar vel með hýðinu á. Hitið smjörið í potti. Látið kartöflurnar út í og steikið í nokkrar mínútur, gætið þess að hafa hitann ekki of háan. Kryddið með salti og pipar.
Meira
Veiga Grétarsdóttir reri rangsælis í kringum landið á kajak og safnaði þannig áheitum fyrir Píeta-samtökin. Gerð var heimildarmynd um ferlið sem frumsýnd var á laugardaginn.
Meira
Hver er maðurinn? Ég heitir Lárus Blöndal og á mér hliðarsjálfið Lalla töframann sem er ógeðslega skemmtilegur gaur. Ég var að vinna í Borgarleikhúsinu í átta ár en hætti og fór að vinna eingöngu sem Lalli töframaður.
Meira
Ég hef alla tíð verið mikill bókaormur og ólst upp við að hafa nóg úrval af bókum á heimilinu. Fékk ávallt nýjustu bækurnar á bókasafninu fyrir austan og beið spennt eftir þeim.
Meira
Elsku Vatnsberinn minn, áfram skaltu halda veginn með auðmýkt, sleppa egóinu og tengja þig við alla velunnara og passa að hafa enga fyrirstöðu. Jafnvægið, friðurinn og framtíðin munu ráðast af þessu út næstu mánuði.
Meira
Elsku Tvíburinn minn, þér finnst að allt mætti vera að gerast örlítið hraðar og að tíminn hafi haft þá tilhneigingu að standa kyrr. Og þessi faraldur sem hefur farið um heiminn hefur að mínu mati sett mestu merkin á þig.
Meira
Elsku Sporðdrekinn minn, þótt þú eigir auðvelt með að greina aukaatriði frá aðalatriðum geturðu verið of stífur og leyft aukaatriðum að verða aðalatriðin.
Meira
Tilfinningar Á ýmsu gekk hjá leikkonunni Rashida Jones meðan hún var að leika í kvikmyndinni On the Rocks, sem Sofia Coppola leikstýrir, en hún missti bæði móður sína og eignaðist sitt fyrsta barn.
Meira
Elsku Meyjan mín, alveg sama hvaða hvirfilbylji þú hefur farið í gegnum er eins og þú hafir fundið það út hvernig þú getur leyst þig þótt þú hafir verið eitthvað bundin.
Meira
Harpa á tíu ára afmæli á næsta ári og af því tilefni er ætlunin að slá nýjan tón og auka enn á fjölbreytni starfsemi hússins. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, er með skýra framtíðarsýn og segir að Harpa muni verða enn betri með árunum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Á lífi Íslandsvinirnir og málmhausarnir í Iron Maiden senda frá sér nýja tvöfalda tónleikaskífu 20. nóvember næstkomandi, sem heitir hvorki meira né minna en „Nights Of The Dead, Legacy Of The Beast: Live In Mexico City“.
Meira
Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir settist í stól ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var íslenska ferðasumarið í fullum blóma. Það hefur heldur betur breyst og vandi ferðaþjónustunnar er efstur á blaði í viðtali við Morgunblaðið. Andrés Magnússon andres@mbl.is
Meira
Svo komu nokkrar tölur sem voru í besta falli óvæntar og skyndilega var orðið ljóst að Donald J. Trump væri orðinn forseti Bandaríkjanna. Það hefur sennilega runnið af nokkrum og einhverjir eru enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat gerst.
Meira
Vikan var að miklu leyti undirlögð af baráttunni um brauðið, en framan af bar þar mest á deilum vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar um lífskjarasamningana svonefndu.
Meira
Heimildamynd Óskars Páls Sveinssonar, Á móti straumnum, er nú komin í bíó. Þar segir frá vegferð Veigu Grétarsdóttur, sem reri rangsælis um Ísland en hafði áður farið í aðra og persónulegri vegferð; að leiðrétta kyn sitt. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.