Andrés Magnússon andres@mbl.is Aðeins 60,7% nemenda í 2. bekk grunnskóla í Reykjavík reyndust geta lesið sér til gagns í lesskimunarprófi, sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gekkst fyrir vorið 2019.
Meira
Sautján læknar hafa boðið fram starfskrafta sína í bakvarðasveit í baráttunni gegn þeirri veirubylgju sem nú herjar á landið að sögn Ragnars Freys Ingvarssonar, umsjónarmanns Covid-göngudeildar LSH. Manni er gríðarlega mikið þakklæti í huga.
Meira
Nýr Landspítali hefur samið við byggingarfyrirtækið Eykt um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi á Landspítalalóðinni. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð og er þetta ein stærsta framkvæmd uppbyggingar nýs Landspítala.
Meira
Kórónuveirufaraldurinn er enn í vexti. Ef ekki er gripið inn í gætum við farið að sjá alvarlegri faraldur hér á landi. Engin merki eru um að sjúkdómurinn sé vægari núna en hann var áður.
Meira
Tónleikaröðin „Beethoven í 250 ár“ heldur áfram í Salnum í Kópavogi í kvöld, klukkan 19.30, og verða þá fluttar fimm af píanósónötum meistarans. Thomas Higgerson flytur sónötu nr. 7 í D-dúr, Peter Máté sónötu nr.
Meira
Arnavarp gekk vel í ár og aðeins einu sinni hafa fleiri ungar komist upp síðan farið var að fylgjast náið með haferninum 1959, samkvæmt upplýsingum Kristins Hauks Skarphéðinssonar dýravistfræðings.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagning ljósleiðara Mílu yfir hálendið er langt komin. Þegar hann kemst í gagnið eykst fjarskiptaöryggi á Norðurlandi til muna og tækifæri gætu skapast til uppbyggingar gagnavera víðar en nú er.
Meira
Heiðar Ástvaldsson danskennari lést aðfaranótt sunnudagsins 4. október síðastliðins, sem var afmælisdagur hans. Róbert Heiðar Ástvaldsson fæddist á Siglufirði árið 1940 og ólst þar upp.
Meira
Ein af þeim íslensku auglýsingastofum sem kepptu um að fá að gera kynningarherferðina „Ísland saman í sókn“, en fékk ekki, er nú með lögsókn í undirbúningi vegna málsins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Íslensku menntaverðlaunin eru veitt til að benda á það metnaðarfulla og frjóa starf sem fram fer í skólum og frístundamiðstöðvum með börnum og unglingum.
Meira
Mikið umstang var á Stokkseyri í sl. viku þar sem stóðu yfir upptökur á raunveruleikaþáttunum Challenge fyrir MTV . Myndatökumenn filmuðu meðal annars þegar fólk stökk í sjóinn úr grind sem hífð var upp af bryggjunni.
Meira
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti var í gær útskrifaður af Walter Reed-hersjúkrahúsinu, og hélt hann aftur í Hvíta húsið um hálfellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma.
Meira
Náttúra Sannkallað haustlitagallerí er nú á Þingvöllum. Fallegt er að líta frá Rauðukusunesi til suðurs, þar sem við blasa gufubólstrar við Nesjavallavirkjun og Hengillinn með hvítan...
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samsöngur eldri borgara í samfélagshúsinu Aflagranda í Reykjavík er aftur byrjaður að óma eftir hádegi á miðvikudögum eftir að hafa legið niðri í samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins. „Við köllum þetta söngstund við píanóið og hérna syngur hver með sínu nefi með það að markmiði að njóta söngsins og samverunnar sem best,“ segir Helga Gunnarsdóttir, stjórnandi hópsöngsins og undirleikari undanfarinn áratug. „Svo fáum við okkur kaffi saman á eftir.“
Meira
Texti féll niður í grein Málsgreinar féllu niður í aðsendri grein Þórdísar Bjarkar Sigurþórsdóttur og Kristínar Johansen, „ Ísland eina Norðurlandaþjóðin með fjarkennslu í framhaldsskólum “, í gær.
Meira
Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ný talning Samtaka iðnaðarins (SI) á íbúðum sem eru í byggingu leiðir í ljós verulegan samdrátt, sér í lagi á fyrstu byggingarstigum.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Greinilegur samdráttur er í byggingum nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess að því er ný íbúðatalning Samtaka iðnaðarins leiðir í ljós.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vætutíð setti mark sitt á sumarið 2020 að því er fram kemur í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Þar er farið yfir svonefnt „veðurstofusumar“ sem stendur frá 1. júní til og með 30. september.
Meira
Styrmir Gunnarsson ritar á vef sinn í gær: „Í fréttum Morgunblaðsins í dag kemur fram að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telji að „Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar um framkvæmd EES-reglna. ESA telur að íslenzka ríkið tryggi ekki að Evrópulöggjöf, sem innleidd hefur verið á Íslandi, standi framar innlendri löggjöf.“
Meira
Bókabeitan er umsvifamikil í barnabókaútgáfu eins og jafnan og fyrir þessi jól koma út fimmtán bækur íslenskra höfunda, en einnig fimm þýddar barnabækur. Að auki gefur Bókabeitan út þrjár bækur fyrir fullorðna á árinu.
Meira
Í Ríkisútvarpinu er um þessar mundir sýnd leikin þáttaröð um Albert Einstein. Höfundar hafa ugglaust í hyggju að vera trúir lífshlaupi Einsteins, en hvað á að gera þegar óvissa ríkir um kringumstæður?
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og píanóleikarinn Antonía Hevesi koma fram á hádegistónleikum í dag kl. 12 í Hafnarborg og verður beint streymi frá tónleikunum á Facebook-síðu Hafnarborgar og einnig á slóðinni https://livestream.com/accounts/15827392/events/9336958. Tónleikarnir bera yfirskriftina Konur úr öllum áttum og verða fjórar óperuaríur fluttar: „Amour! Viens aider“ úr Samson og Dalila, „Voce di donna“ úr La Gioconda sem og „Habanera“ og „Sequidilla“ úr Carmen.
Meira
Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og myndlistarmaður, flytur fyrirlesturinn „Sjónrænn arfur Halldórs Péturssonar“ í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.
Meira
Kvikmyndin Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa eða This Is Not a Burial, It's a Resurrection , hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, sem lauk um helgina.
Meira
Bókaforlagið Bjartur gefur út tvær íslenskar skáldsögur fyrir þessi jól. Þær Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir skrifa saman skáldsögu sem þær nefna 107 Reykjavík .
Meira
Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "En uppistaðan í sáttmála stjórnarflokkanna er að hreyfa ekki við þessum hindrunum. Til þess skortir viljann. Þess vegna er hún kölluð kyrrstöðustjórn"
Meira
Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur: "Því miður hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu til þess að bæta við fjármunum vegna íslenskunáms útlendinga á þessum sérstöku tímum."
Meira
Eftir Jón Ívar Einarsson: "Þriðja bylgja Covid-faraldursins orsakaðist af tilslökun aðgerða innanlands. Mikilvægt er að halda smitstuðli undir einum þar til faraldurinn klárast"
Meira
Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur: "...heldur hefði sá mátt eiga von á því að verða bannfærður fyrir vikið og settur út af sakramentinu og friðlaus eftir það."
Meira
Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir fæddist 6. september 1979. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans 19. september 2020. Foreldrar hennar eru Lilja S. Jónsdóttir, f. 9. júlí 1948, og Ægir Geirdal Gíslason, f. 4. maí 1946.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Brynjólfsdóttir fæddist í Vopnafirði 25. janúar 1948. Hún lést á Landspítalanum Kópavogi 24. september 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Hildur Aðalbjörg Bjarnadóttir, f. 30. apríl 1922, d. 18. febrúar 2010, og Brynjólfur Sigmundsson, f. 11.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Mýrdal Einarsson fæddist á Akranesi 11. apríl 1964. Hann lést 10. september 2020. Útför hans fór fram 23. september 2020.
MeiraKaupa minningabók
IATA, alþjóðasamtök flugfélaga, hafa fært niður fyrri spá sína um umsvif í farþegaflugi á heimsvísu á þessu ári. Fyrri spá gerði ráð fyrir að samdráttur upp á 63% yrði miðað við fyrra ár. Nú telja samtökin hins vegar að hann verði töluvert meiri eða...
Meira
Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ein af þeim íslensku auglýsingastofum sem kepptu um að fá að gera kynningarherferðina „Ísland saman í sókn“, en fékk ekki, er nú með lögsókn í undirbúningi vegna málsins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.
Meira
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 39,3 milljörðum króna í september. Jafngildir það 1.786 milljónum á dag. Jukust viðskiptin um 24,2% frá ágústmánuði. Hins vegar nemur hækkunin aðeins 0,8% sé litið til septembermánaðar 2019.
Meira
Á dögunum birtist hér í Vísnahorni lítið ljóð um Akureyrarlistann eftir Helga R. Einarsson. Nú hefur hann ort ögn meira og kallar „Meira að norðan“: Á óvildinni nú ala engir lengur en hjala um snjómokstur gatna og greiðsluþol skatna.
Meira
30 ára Gróa ólst upp í Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi en flutti árið 1997 á Bakka á Kjalarnesi. Núna býr Gróa í Breiðholtinu. Hún er í meistaranámi í fötlunarfræði.
Meira
Söngvarinn Árni Páll Árnason eða Herra Hnetusmjör situr nú þriðju vikuna í röð á toppi Tónlistans með lagið sitt Stjörnurnar. Það er svo Ritt Momney sem situr í 23.
Meira
30 ára Hrafnhildur Ylfa ólst upp í Reykjavík en er núna í Svíþjóð í meistaranámi í lögfræði. Hún nemur klassískan söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hefur áhuga á hestum og útihlaupum.
Meira
„Sumur maður“ hafði staðið á blaði og gerð var athugasemd við. Fornafnið sumur er kunnuglegra í hvorugkyni : sumt , en karl- eða kvenkyni. Það þýðir: einhver (tiltölulega lítill) hluti af e-u, og upphafsorðin þýða sumir menn .
Meira
Ellefta umferðin í Pepsi Max-deild karla var loksins leikin á sunnudaginn og síðasta fimmtudag voru leiknir þrír síðustu leikirnir í fjórtándu umferð deildarinnar.
Meira
Jimmy Butler fór á kostum í fyrrinótt þegar Miami Heat náði að leggja Los Angeles Lakers að velli, 115:104, í þriðja úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í Disneylandi.
Meira
* Edinson Cavani skrifaði undir eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Manchester United í gær. Cavani kemur til félagsins á frjálsri sölu en hann er 33 ára gamall og hefur leikið með Frakklandsmeisturum PSG frá árinu 2013.
Meira
Erik Hamrén landsliðsþjálfari í fótbolta hefur fagnað því mjög að hafa í fyrsta skipti nánast alla bestu fótboltamenn landsins til umráða fyrir landsleik, frá því hann tók við liðinu haustið 2018.
Meira
Samúel Kári Friðjónsson er genginn til liðs við norska knattspyrnufélagið Viking frá Paderborn í Þýskalandi en hann skrifaði undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið.
Meira
Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eftir að ellefta umferðin í Pepsi Max-deild karla var loks leikin á sunnudaginn er 18 umferðum lokið (mínus einn leikur) og þá blasa við tvær stórar spurningar: *Hvenær verður Valur Íslandsmeistari?
Meira
Rúmenía Kristján Jónsson kris@mbl.is Lið Íslands og Rúmeníu eigast við á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í umspili um sæti á EM karla í knattspyrnu á næsta ári. Liðin eru í heldur ólíkri stöðu. Stutt er síðan Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og keyrt hefur verið á sömu leikmönnum að mestu leyti í mörg ár. Rúmenar hafa á hinn bóginn verið í lægð í áratug eða svo og tóku þá ákvörðun að skipta um landsliðsþjálfara í aðdraganda umspilsins.
Meira
Knattspyrnumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Horsens en hann kemur til félagsins frá Víkingi úr Reykjavík.
Meira
Bandaríkjamennirnir Harvey Alter og Charles Rice og Bretinn Michael Houghton deila Nóbelsverðlaunum í læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar og uppgötvanir á lifrarbólgu C-veirunni er ruddu brautina fyrir lækningu við veikinni.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.