Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gerði stöðu einkarekinna fjölmiðla að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Hann vakti athygli á að ætlunin væri að hækka gjaldið sem greitt er til Ríkisútvarpsins úr 17.900 krónum í 18.300 krónur á næsta ári og að Rúv. fái 4.500 milljónir króna frá ríkinu á næsta ári. Ofan á það bætist auglýsingar og fleira. Bergþór spurði fjármálaráðherra hver afstaða hans væri til þess „að leyfa greiðendum nefskattsins að ráðstafa tilteknu hlutfalli af nefskatti sínum til einkarekinna miðla. Það væri t.d. hægt að gera á skattskýrslu hvers árs“, sagði Bergþór, sem nefndi að fyrst í stað gæti þetta verið 10% nefskattsins, eða um 450 milljónir.
Meira