Fjandskapurinn gegn fjölskyldubílnum kemur fram á ýmsan hátt þessi misserin. Í Reykjavíkurborg með lokun gatna, fækkun bílastæða og andstöðu við vegabætur, svo nokkuð sé nefnt, og í stærra samhengi með fjarstæðukenndum áformum um ofurstrætisvagna, sem andstæðingar fjölskyldubílsins láta sig dreyma um að leysi hann af hólmi, að hluta til að minnsta kosti. Ein helsta þráhyggjan gegn fjölskyldubílnum kemur þó fram í þingsályktunartillögu tveggja þingmanna Vinstri grænna sem leggja hana nú fram í sjötta sinn!
Meira