Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég rambaði á sögu Ölmu Rosé fyrir tilviljun þegar ég var að leita að upplýsingum um gleymdar konur í listasögunni, fyrir verkefni á síðasta ári mínu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þegar ég fann síðu um kvennahljómsveit í Auschwitz, þá greip það mig strax. Þetta vatt upp á sig og Alma tók verkefnið alveg yfir,“ segir Melkorka Gunborg Briansdóttir, ung íslensk kona sem er í bókmenntafræðinámi í London, en hún var í haust með útvarpsþátt á RÚVundir heitinu, Að spila sér til lífs, þar sem hún fjallaði um hina stórmerkilegu Ölmu Rosé, konu sem stjórnaði kvennahljómsveit í Auschwitz-Birkenau, stærstu fanga- og útrýmingarbúðum nasista.
Meira